Dagur - 13.06.1986, Blaðsíða 13
13. júní 1986- DAGUR- 13
af erlendum vettvangi.
ar ókyrrðar í iandinu. Sú þjóð-
areining, sem stjórnarflokkn-
um, PRI, hefur tekist að halda
við í nærri 60 ár, er í fyrsta
skipti í verulegri hættu. Á hægri
vængnum sækir borgaralegi
PAN-flokkurinn á og á vinstri
vængnum reyna óháðar grasrót-
arhreyfingar og flokkar skipu-
lagðir af vinstri mönnum að
slíta verkalýðsfélögin og
bændasamtökin úr tengslum við
PRI-flokkinn.
Kröfur lánardrottna
Forsetinn, Miguel de la Madrid,
og fjármálaráðherra hans, Jesús
Silva Herzog, hafa viðurkennt,
að við ríkjandi aðstæður séu
ekki möguleikar til að gera
hvort tveggja í senn, forða þeim
fátæku frá hungri og eymd og
greiða vexti og afborganir af
útlendu skuidunum. Til þessa
hafa erlendu bankarnir fengið
sitt fyrst, en síðustu mánuðina
hefur það verið sagt hreint út,
að þannig geti það ekki gengið
áfram.
Petta hefur orðið til þess, að
lánardrottnarnir - með Banda-
ríkin í broddi fylkingar - hafa
sett hnefann í borðið og sett
fram ákveðnar kröfur. Mexíkó
verður að gefa einkaframtakinu
lausan tauminn með því að selja
ríkisrekin fyrirtæki, opinber
útgjöld og laun verður að skera
ennþá meira niður, niður-
greiðslur á matvælum og flutn-
ingum verða að hætta og landið
verður að afnema innflutnings-
takmarkanir.
En þannig pólitík myndi ger-
samlega grafa undan stuðningi
verkafólks og bænda við stjórn-
ina og valda ókyrrð og öng-
þveiti í þjóðfélaginu. Það er því
með öllu óvíst, hvort stjórnin
beygir sig fyrir kröfum bank-
anna og Reagan-stjórnarinnar.
- Við getum ekki látið út-
lendinga segja okkur fyrir um
það, hvaða leið við veljum,
sagði forsetinn nýlega í sjón-
varpsræðu, sem var mikið aug-
lýst. Jafnframt fullyrti hann, að
lengra yrði ekki haldið með nið-
urskurð félagslegrar þjónustu,
en hvort það loforð þýðir, að
ríkisstjórnin ætli að virða kröfur
erlendu lánardrottnanna að
vettugi eða hvort það er aðeins
gefið til að halda andstöðuöfl-
unum heima fyrir í skefjum,
kemur ekki í ljós fyrr en líður á
sumarið og línur verða lagðar
um stjórn efnahagsmála á næsta
ári.
almenningsfarartækja, þá skort-
ir mikið á, að laun verkamanns
þar í landi komist í námunda
við það að standa undir lífskjör-
um sambærilegum því, er sjálf-
sagt þykir í Vestur-Evrópu.
Bílar, sjónvarpstæki og ann-
að það, sem telst til lúxusvara er
álíka dýrt og í Danmörku, en
laun verkafóiks eru aðeins
tíundi hluti þess, sem danskir
hafa. Þessar vörur þýðir því
ekki að láta sig dreyma um að
kaupa.
En launamunurinn er gífur-
legur. Verkfræðingur hefur tí-
faldar tekjur verkamanns og há-
skólakennari fimmtánfaldar.
Og þeir ríku - iðnjöfrar og
landeigendur frá tíma gömlu
yfirstéttarinnar - synda í auðæf-
um, sem alveg standast sam-
jöfnuð við það, sem gerist hjá
bandarísku olíumillunum.
Á þetta horfir vaxandi fjöldi
atvinnulausra og tekjulítilla
verkamanna í fátækrahverfum
borganna og vanþróuðum land-
búnaðarhéruðum. Niðurskurð-
arpólitíkin, sem ríkisstjórnin
hefur rekið síðan kreppan fór
fyrir alvöru að segja til sín,
1982, hefur bitnað illilega á
þessu fólki.
Minnkandi kaupmáttur launa
og vaxandi skortur félagslegrar
þjónustu hefur leitt til síaukinn-
Um þessar mundir senda sjón-
varpsstöðvar um allan heim út
myndir frá Mexíkó, margir vilja
fylgjast með heimsmeistara-
keppninni í knattspyrnu, sem
þar fer fram. Myndirnar berast
frá landi, þar sem mikil kreppa
þjakar íbúana.
Gífurlegar erlendar skuldir,
eitthvað um 100 milljarðar doll-
ara, hafa þurrkað upp allar
gjaldeyrisbirgðir, og olíuverðið,
sem hefur lækkað um helming á
einu ári, rak endahnútinn á fjár-
hagsafkomuna. Samtímis gerist
það, að pólitísk andstaða ógnar
í fyrsta skipti sjálfskipuðum
ríkisstjórnarflokki, PRI, sem
farið hefur með völd í landinu
frá því á þriðja áratugnum.
Flokkur þessi varð til eftir
miklar þjóðlífshræringar meðal
alþýðu manna, sem stóð fyrir
mexíkönsku byltingunni á árun-
um 1910-1920. Árangur bylting-
arinnar varð sá, að þjóðarhagur
hefur verið miklu betri en geng-
ur og gerist í ríkjum latnesku
Ameríku. Verkalýðshreyfingin
er öflug, en hefur orð á sér fyrir
spillingu, niðurgreiðslur á mat-
vælum koma í veg fyrir að fólk
svelti, og lýðræði er tiltölulega
virkt. Allt frá tímum byltingar-
innar hefur Mexíkó sloppið við
uppreisnir af hálfu hersins, sem
annars eru tíðar í þessum
heimshluta.
Feiknalegur launamunur
Enda þótt ýmsar daglegar
nauðsynjar séu ódýrar, svo sem
matvörur, fatnaður og fargjöld
Mexíkó er á barmí
gjaldþrots
- Erlendar skuldir og minnkandi olíusala hafa leikið landið grátt
og eins og alltaf gerist verða þeir fátæku að borga