Dagur - 15.07.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 15.07.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur_______________Akureyri, þriðjudagur 15. júlí 1986 129. tölublað Filman þín á skiliö þaö besta! FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 Pósthólf 198 aöffl r/m. r/A///// ^////w/Æw// gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á , laugardögum frá kl. 9-12. Bílvelta á Hólssandi Um kl. 20 á sunnudagskvöld valt bíll á veginum yfir Hólssand, miðja vegu milli Námaskarðs og Grímsstaða á Fjöllum. Engin meiðsli urðu á fólki, en bifreiðin sem er af gerðinni Ford Escort skemmdist mikið. Orsök óhappsins mun vera sú að öku- maður missti stjórn á bílnum er hann lenti í lausamöl. IM Húsavík: Gott atvinnu- ástand í sumar „Ég myndi álíta að mjög gott atvinnuástand væri í bænum núna. Oft hefur verið meiri ásókn í vinnu hjá Húsavíkurbæ og fleiri börn sótt um vinnu- skólann. I lok júní voru tvær verkakonur á atvinnuleysis- skrá,“ sagði Bjarni Aðalgeirs- son, bæjarstjóri á Húsavík. Hreinsunar og ræktunarmál eru í fullum gangi fyrripart sumars. Ekki leifir af að bæjar- starfsmenn hafi við að slá gras- lendi í bænum. Vel spratt í júní og á eftir komu rigningardagar svo ekki var unnt að slá. Hópur barna úr vinnuskólan- um var við vinnu í Ásbyrgi á mið- vikudag og fimmtudag að beiðni þjóðgarðsvarðar. Eins og undanfarin sumur verður barnaheimilinu Bestabæ lokað vegna sumarleyfa. Heimil- ið verður lokað frá 14. júlí og fram í fyrstu viku ágústmánaðar. Á meðan verður tekin upp sú nýbreytni að hafa opinn gæslu- völl á lóð Bestabæjar og verður hann opinn frá 14 til 17 á daginn. IM. Bændur með riðuveikt fé: Gætu þurft að brenna hey Eins og komið hefur fram í blaðinu hafa bændur í Þing- eyjarsýslum samþykkt niður- skurð á fé vegna riðuveiki. Það munu vera um 20 bændur sem þurfa að skera niður og búist er við að þeim eigi eftir að fjölga. Það eru þó ekki bara kindurnar sem þessir menn missa því þeir koma einnig til með að lenda í vandræðum með heyið, en samkvæmt regl- um mega þeir ekki selja það, né beita kindum á tún sín, fyrr en tveimur árum eftir að þeir skera niður. Bárður Gunnarsson, dýra- læknir, sagði að þetta kæmi sér ákaflega illa fyrir marga bændur. Sumir þeirra gætu nýtt hey sín fyrir hesta og kýr en þeir gætu samt sem áður lent í vandræðum því þeir þyrftu að hreinsa hlöður sínar áður en þeir hæfu sauðfjár- búskap að nýju. Ekki væri gert ráð fyrir bótum vegna þessa í reglugerð en meiningin væri þó að reyna að bæta eitthvað af þessu og þá sérstaklega þeim bændum sem væru búnir að heyja heilt sumar og síðan uppgötvað- ist riðuveiki hjá þeim að hausti. Hins vegar væri ekki séð fyrir endann á því hve mikið fjármagn fengist til þess. „Ég reikna nú ekki með að ég slái neitt í sumar,“ sagði Þor- grímur Sigurðsson, bóndi að Skógum II í Reykjahverfi, en hann er einn þeirra bænda sem hefur þurft að láta skera niður fé. „Ég á nú að vísu nokkra kálfa og hesta en ég á líka hey sem ég þarf að klára.“ Þorgrímur sagði að það væri slæmt að slá ekki túnin. Petta yrðu að vísu ekki mikið hjá honum í ár, því hann myndi beita á þau í haust, en gæti orðið meira vandamál næsta ár því það þyrfti helst að slá túnin a.m.k. annað hvert ár. Sennilega þyrfti hann því að brenna heyinu þegar þar að kæmi. „Það eru nú líka viss vandamál sem menn þurfa að glíma við, þó svo þeir séu með aðrar skepnur en kindur. Þeir senda t.d. oft hesta í tamningu og láta þá hey upp í sem greiðslu og það skapar þeim auðvitað vanda að geta ekki sent hey hvert sem er,“ sagði Þorgrímur Sigurðsson. JHB Akureyri: Fjögurra hæða hús í Miðbænum I sólskinsskapi á fögrum sumardegi, og lífið Ijúft. Mynd: BV Veiði frekar treg í firðinum „Veiði er almennt t'rekar treg, nema hvað stærri trillurnar hafa verið með reytingsafla,“ sagði Karl Steingrímsson, úti- bússtjóri á Hauganesi, að- spurður um afla hjá bátum á Hauganesi. Dagur kannaði auk þess aflabrögð á Grenivík og í Grímsey. Sagði Karl að flestir stærri bát- arnir væru á rækju og hún væri treg enn sem komið væri. Trill- urnar eru á handfæraveiðum, þær stærri við Grímsey en smærri trillurnar í firðinum og veiði hjá þeim hefur verið treg. „Það hefur verið svona reytingskropp hjá bátunum, en það er dagamunur á þessu eins og alltaf í sjómennskunni. Veiði er hvorki góð né slæm núna,“ sagði Hannes Guðmundsson, verk- stjóri hjá fiskverkun KEA í Grímsey. „Það hefur verið eitthvert kropp hjá bátunum, en frekar lé- legt á grálúðu,“ sagði Knútur Karlsson hjá Kaldbak á Greni- vík. Sagði Knútur að einn bátur væri á grálúðu og hefði hann landað 22 tonnurn fyrir um hálf- um mánuði. „Við vonumst eftir auknum afla á togbáta á næst- unni. Kvótinn er búinn á stærri bátunum, nema einum. Það háir okkur mikið hvað þorskkvótinn kemur illa niður á stöðum sem byggja á þorskveiði," sagði Knútur. HJS Á næstunni stendur til að reisa fjögurra hæða hús við miðbæ Akureyrar. Það eru eigendur Fatahreinsunar Vigfúsar og Árna sem eru með áform þar um og mun byggingin rísa þar sem verslunin Höfn stendur nú. Að sögn Vigfúsar Ólafssonar er enn beðið eftir teikningum og því ekki endanlega ákveðið hve- nær framkvæmdir hefjast, enda ekki enn búið að bjóða verkið út. Undirbúningur á útboðsgögnum stendur yfir þessa dagana. Vigfús sagði að þegar væri búið að ráðstafa þremur af fjórum hæðum hússins. Fatahreinsunin verður á einni hæðinni, Verk- fræðistofa Norðurlands á annarri og tannlæknar verða á þeirri þriðju. Einni er enn óráðstafað. JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.