Dagur - 15.07.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 15.07.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 15. júlí 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.________________________ Fullkominn vítahringur Það hefur sýnt sig enn einu sinni síðustu dagana að íslendingar eru nær því en nokkru sinni fyrr að vera tvær þjóðir í einu landi. Bilið á milli þeirra sem búa úti á landsbyggðinni og hinna sem búa í þéttbýlinu á suðvesturhorninu virðist alltaf vera að aukast. Röskunin í byggðum landsins heldur áfram og misvægið eykst ár frá ári. Sú staðreynd virðist þó ekki áhyggjuefni nema tiltölulega fárra og þá eingöngu þeirra sem búa í dreifbýlinu. Það er löngu kunn staðreynd, að verðmæti þau sem fólk á landsbyggðinni leggur til í þjóðarbúið, renna að meginhluta til Reykjavíkur, en lítill hluti verður eftir til uppbyggingar og nauðsynlegrar endurnýjunar atvinnutækja í dreifbýlinu. Þar sem fjármagnið er, þar er þenslan og þar blómstrar athafnalífið. Vegna þessa hafa æ fleiri íbúar dreif- býlsins séð sig nauðbeygða til að flytja til höfuð- borgarinnar og þá er vítahringurinn fullkomnað- ur. Vegna þenslunnar í höfuðborginni er hag- stæðara að fjárfesta í fasteignum þar en úti á landi. Byggðin í Reykjavík þenst því út en víða um land standa nýleg einbýlishús auð og yfirgef- in og enginn vill kaupa. Svo illa er komið fyrir einstaka byggðarlögum að dæmi eru um að heilu þorpin hafi lent á uppboðsauglýsingum í Lögbirtingablaðinu. I menntakerfinu hafa orðið örar breytingar á síðustu árum og fjöldi þeirra sem leggja stund á langskólanám fer vaxandi með ári hverju. Þeir sem vilja halda áfram námi eftir að stúdentsprófi lýkur verða að leita til Reykjavíkur og þurfa svo að fá starf við hæfi þegar þar að kemur. Slík störf finnast ekki úti á landsbyggðinni nema í mjög litlum mæli og þess vegna sest námsfólkið að í höfuðborginni. Það er tiltölulega eðlileg ákvörð- un, þar sem næstum allar opinberar stofnanir og fyrirtæki sem þurfa á starfskröftum þessa fólks að halda eru á því svæði. Tilraunir landsbyggð- arfólks til að stöðva þessa þróun eða snúa henni við hafa allar verið kæfðar í fæðingu. Nýjasta dæmið er afgreiðsla stjórnar Byggðastofnunar á tillögunni um að flytja stofnunina norður. Það sýnir best skilnings- og áhugaleysi áhrifamanna á þessum vanda yfirleitt, að í frétt- um sjónvarpsins þegar niðurstaða stjórnar Byggðastofnunar lá fyrir, var ekki minnst á hana einu orði. Þó ættu allir sæmilega greindir menn að sjá að byggðaröskun í landinu er vandamál íslendinga allra. Það er eðlilegt að landsbyggðarfólk sé svart- sýnt og segi sem svo: Fyrst menn treystu sér ekki til að flytja Byggðastofnun út á land, hvaða stofnun á þá að flytja þangað? Spyr sá sem ekki veit. BB. ^viðtai dagsins. Fyrirtækið í stöðugum vexti - segir Hallbjörn Reynir Kristjánsson, eigandi Reynis sf. á Blönduósi í viðtal dagsins er að þessu sinni mættur athafnamaðurinn Hallbjörn Reynir Kristjáns- son, en hann rekur umboðs- og heildverslunina Reyni s/f á Blönduósi. Hallbjörn er fædd- ur og uppalinn á Blönduósi og því Blönduósingur í húð og hár. - Nú ert þú sennilega að fást við nokkuð sem er alveg eins- dæmi Hallbjörn, það er að vera með heildverslun og innflutnings- fyrirtæki í ellefu hundruð manna bæ norður í landi. Er þetta ekki alveg sérstakt? „Eg veit nú ekki hvort þetta er neitt sérstakt, en manni finnst nú samt sárt ef það getur ekki þrifist slík þjónusta sem þessi úti um landsbyggðina eins og í þéttbýlis- kjarnanum syðra.“ - Hvenær fórst þú út í þennan rekstur Hallbjörn? „Við Eggert Guðmundsson stofnuðum fyrirtækið 1975 og ég vann við þetta sem aukavinnu með trésmíðunum. Það var svo ekki fyrr en ’78 sem ég snéri mér alfarið að þessu." - Og hvað verslar þú svo með, svona í aðalatriðum? „Þegar við byrjuðum þá fórum við í kínverska sendiráðið og föluðumst eftir umboðum, og útkoman varð sú að við fengum umboð fyrir hjólbörðum. Fyrsta sendingin kom svo 1976. Svo er ég með alls konar hreingerninga- vörur, niðursuðuvörur og sælgæti svo eitthvað sé nefnt.“ - Og hverjir eru svo helstu viðskiptavinir Reynis s/f? „Það eru náttúrlega verslanir í fjórðungnum og svo ýmis fyrir- tæki eins og frystihús og slátur- hús, svo er alltaf eitthvað smá- vegis annað, eins og pöntunarfé- lög og þessháttar, en það er óverulegt.“ - En dekkin eru sem sagt aðallinn í þessu hjá þér? „Ja, þau voru það, en ’83 og þó aðallega ’84 datt það ansi mikið niður vegna þess hvað dollarinn var óhagstæður, en á þessu ári er þetta mikið að lagast þar sem gengi dollars hefur verið nokkuð stöðugt." - Nú heyrði maður talað um það fyrst eftir að þú fórst að flytja inn kínversku dekkin að þau væru miklu ódýrari en önnur dekk, er það rétt? „Já, þau voru það, en eins og ég sagði þá breytti gengi dollars þessu ansi mikið um tíma, en núna má segja að þau séu komin niður undir það sem sóluð dekk kosta.“ - Svo ert þú með dekkjaverk- stæði líka, er það hluti af rekstri Reynis s/f? „Nei, það er einkaeign mín. Ég er þar svona eftir því sem tím- inn leyfir eða hvað mikið er að gera.“ - Er einhver vöxtur í fyrirtæk- inu eða hefur það náð þeirri stærð sem það getur? „Það er alltaf í vexti. Ég bætti t.d. við mig ansi mörgum vöru- flokkum á síðasta ári, og það má kannski geta þess að það fer allt- af í vöxt að innflytjendur eða framleiðendur hafi samband við mig og óski eftir að ég taki þeirra vörur. Fyrir nokkrum árum voru ekki margir sem hefðu sóst eftir þessum viðskiptum, en nú virðast menn vera búnir að sjá að þetta var engin bóla sem sprakk, og þá fara þeir að fá trú á því sem mað- ur hefur verið að gera.“ - Þú ert hér í ansi stóru hús- næði, er þetta eigið húsnæði fyrirtækisins? „Já, við byggðum þetta yfir starfsemina, það sem við-erum í núna er 240 fermetrar, og svo eiga að koma tvær hæðir ofan á þetta svona einhvern tíma í fram- tíðinni." - Hvað vinna svo margir hjá fyrirtækinu? „Það eru tvö og hálft starf hjá okkur, dóttir mín vinnur hér hálfan daginn og svo er hjá mér maður sem heitir Ari Einarsson." - Nú er iðulega talað um milli- liðakostnaðinn í verslun, ert þú og þitt fyrirtæki þess valdandi að vörur verða dýrari hér en ella? „Nei, það vil ég ekki meina, því að væri ég ekki hér með þessa þjónustu þá þyrftu þau fyrirtæki sem ég skipti við að hafa ein- hvern í því að sinna þeim pöntunum sem bærust frá þessu svæði, þannig að það yrði alltaf einhver sem ynni við þessa dreif- ingu. Nú svo má nú alveg benda á það að ef t.d. verslun hér á Blönduósi þarf að panta vörur þá getur hún gert það með einu sím- tali til mín, í stað kannski tuttugu utanbæjarsímtala. Og varðandi flutningskostnað frá mér get ég sagt það að ég tek hann af mínum umboðslaunum, þannig að hann leggst ekki á vöruverðið. Þannig að með því að versla við mig þá fá verslanir á þessu svæði vöruna á sama verði og út úr verksmiðju t.d. fyrir sunnan." - Én þegar þú ert ekki að versla eða gera við dekk, hvernig verðu þá tíma þínum? „Þá er ég að vasast í kringum hestana mína, ég er með fimm hesta og ég reyni að eyða mínum frítímum í þá. Ég heyja fyrir þá og svo er endalaust eitthvað sem þarf að gera þeim til góða, þann- ig að þó að það sé gott að fara í útreiðartúr á góðum hesti þá gef- ur það líka heilmikið að vera bara að stússast í kringum þá.“ - Ert þú búinn að vera lengi með hesta? „Nei, allt of stutt. Ég byrjaði ekki á þessu fyrr en 1974 og það er búið að veita mér mikla lífs- fyllingu." - Að lokum Hallbjörn, ætlar þú aftur í trésmíðarnar? „Nei, ég ætla að vera við þetta, ég hef alltaf haft áhuga fyrir verslun og í þessu starfi hef ég kynnst mörgu góðu fólki, svo ég held þessu bara áfram.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.