Dagur - 15.07.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 15.07.1986, Blaðsíða 12
Akureyri, þriðjudagur 15. júlí 1986 Heklu lokað: Allar vörur a kostnaöarverði - í kjallara Hrísalundar í dag hefst stórútsala í kjallara Kjörmarkaðarins í Hrísalundi. Útsala þessi er til komin vegna lokunar fataverksmiðjunnar Hcklu. Verða allar fram- leiðsluvörur verksmiðjunnar, sem nú eru til á lager, seldar á kostnaðarverði. Verksmiðjuútsala sem þessi hefur verið árlegur viðburður í Reykjavík undanfarin ár, en nú verður Norðlendingum í fyrsta sinn gefinn kostur á að gera góð kaup fyrst. Á útsölunni verður eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Jogging- gallar og joggingpeysur, dömu-, herra-, og barnabuxur, úlpur og jakkar. -HJS Norðurgata: Hraðahindrun ekki sett upp „Það er ekki fyrirhugað að setja upp hraðahindrun í Norðurgötunni núna, en það er auðvitað möguleiki sem væntanlega verður tekinn til athugunar,“ sagði Gunnar Jóhannesson verkfræðingur hjá Breytingar á Stálvík - lengd um 6 metra AHgóð aflabrögð hafa verið hjá togurum frá Siglufirði, Sauðárkróki og Ólafsfirði upp á síðkastið. Siglufjarðartogar- ar komu inn um síðustu helgi með góðan afla, Stálvíkin með 130 tonn eftir fjögurra daga veiðiferð og Sigluvíkin með 190 tonn. Ólafsfjarðartogararnir lönd- uðu fyrir helgina. Sigurbjörgin var með 281 tonn og Ólafur bekkur með 155 tonn. Verið var að landa úr Sólberginu frá Ólafs- firði á mánudag, um 180 tonnum. Einnig var þá verið að landa úr Hegranesinu hátt í 200 tonnum og var mikill hluti aflans karfi og ufsi. Afli hinna skipanna var að mestum hluta þorskur, en einnig var mikið af karfa og eitthvað af grálúðu. -þá Akureyrarbæ í samtali við Dag. Eins og Akureyringar hafa lík- lega tekið eftir er nú unnið að viðgerðum á Norðurgötunni. íbúar við götuna hafa kvartað yfir of hröðum akstri í götunni og einnig að lélegar gangstéttir hafa verið við götuna. Gunnar sagði að leggja ætti góða gangstétt vestan megin götunnar. „Ef leggja ætti gangstétt báðum meg- in götunnar þýddi það að bannað yrði að leggja í götunni og mögu- leikar á að gera bílastæði heima við húsin eru engir sökum þrengsla,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði að sá möguleiki hefði verið athugaður að gera Norðurgötuna að einstefnugötu, en horfið hefði verið frá því þar sem mikið er af slíkum götum á Eyrinni. Aðspurður um hvort komið hefði til greina að lækka há- markshraða um götuna, sagði Gunnar að ef takmarka ætti há- markshraða í einu hverfi þyrfti að setja upp skilti þar sem ekið er inn í hverfið og út úr því, „slíkar framkvæmdir eru dýrar og hafa því miður ekki skilað árangri þar sem þær hafa verið prófaðar," sagði Gunnar. „Eini möguleikinn á að halda hraðanum niðri er að setja upp hindranir og það er hlutur sem vissulega er til umræðu,“ sagði Gunnar. -mþþ Mynd: KGA Framkvæmdum við Leirubrúna miðar vel. Reiknað er með að lokið verði við brúna í lok september. Þegar er búið að steypa fyrsta brúardekkið og eru þá tvö eftir. Fyrir verslunarmannahelgi á að vera búið að steypa annað brú- ardekkið, en hið þriðja, síðasti áfanginn, verður tekið í september. Mynd: KGA Unooifíl/1 Landbrot stöðvað - Bakkarnir að brotna og eyðast „Það er unnið eftir samþykkt fjárhagsáætlunar svo verk eru yfirleitt mótuð fyrirfram,“ sagði Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á Húsavík, þegar Dagur spurðist fyrir um fram- kvæmdir á vegum bæjarins í sumar. Á fundi orku- og veitunefndar á fimmtudag voru tekin fyrir til- boð í tvöföldun stofnæðar Hita- veitu Húsavíkur á þriggja kíló- metra kafla. Þegar er búið að tvö- falda stofnæðina frá Hveravöll- um að Skörðum. í sumar verður stofnæðin tvöfölduð frá Skörðum á Laxármýrarleiti og þegar því verki verður lokið mun helming- ur stofnæðarinnar hafa verið tvö- faldaður. Framundan er framkvæmd til stöðvunar landbrots neðan við sláturhúsið, en bakkarnir þar eru að brotna og eyðast. Vandamálið er tvíþætt. Annars vegar virðist jarðvatn ná sér niður á fastaberg- ið og losa um jarðveginn og hins vegar vinnur sjórinn á. Þarna eru mannvirki í hættu ef ekkert verð- ur að gert. Hitaveitulögnin í bæinn er á bakkanum norðan Þorvaldsstaðaár, þjóðvegurinn að hluta á brúninni og stöðugt hefur land framan við sláturhúsið minnkað. Gera á grjótvörn í fjör- unni og þaðan á að koma jarð- vegsfylling upp í bakkana og á þá á að gera meiri fláa til að auð- velda ræktun og reyna að stöðva landbrotið. Framkvæmdir við þetta verkefni hefjast um mán- aðamót, á kaflanum neðan við sláturhúsið, en þar er mesta hættusvæðið og unnið verður við það eins og fjármagn leyfir. í fjárlögum var veitt einni milljón króna til þessa verkefnis, auk þess sem bærinn hefur safnað til þess og hefur nú um tvær og hálfa milljón til ráðstöfunar til þessara framkvæmda. Vinna við íþróttahúsið er í full- um gangi, enda á það að vera til- búið fyrir landsmót UMSÍ næsta sumar. Bjarni sagði að til þess að áform stæðust reyndi verulega á að framlög fengjust í fjárlögum næsta árs. IM. Fljótalax: Sléttbakur fiystitogari Miklar framkvæmdir í sumar - Framleiðslugetan tvöfaldast Miklar framkvæmdir verða í sumar við laxeldisstöðina Fljótalax í Fljótum. Borað verður eftir heitu vatni, stöðin stækkuð og komið fyrir úti- kerum. Með stækkuninni á stöðinni nú tvöfaldast fram- leiðsluhæfni hennar. Stöðin mun í ár skila 200.000 gönguseiðum og af þeim hafa þegar verið seld 130.000 seiði til írlands, að verðmæti 11,7 millj- ónir. Önnur seiði sem alin verða upp í ár fara á innanlandsmark- að. Framleiðsla stöðvarinnar á síðasta ári var 90.000 seiði, þann- ig að Fljótalax færir mjög út kví- arnar í ár. Ákveðið hefur verið að bora eftir heitu vatni í Reykjarhólnum um miðjan ágúst. Þar mun vera mikið af heitu vatni og að mati sérfræðinga frá Orkustofnun eru góðar líkur á að borunin beri þann árangur að vatnsmagn muni fjórfaldast, 3 lítrar/sek. af 80 gráðu heitu vatni. Að sögn Teits Arnlaugssonar, forstöðu- manns Fljótalax er þegar hafinn undirbúningur að stækkun stöðv- arhússins. Gólfflötur þess, sem er 1000 fermetrar, stækkar um 200 fermetra. Komið verður upp fjórum útikerum, scm hvert um sig er 12 m í þvermál. Samhliða framleiðslu á göngu- seiðum gerir Fljótalax tilraunir nteð hafbeit. Gönguseiðin eru þá sett í lón sem affallsvatn seiða- eldisstöðvarinnar rennur í. Fyrr í sumar var hluta af Stafánni veitt í lónið í þeim tilgangi að fiskurinn geti betur aðlagast seltubreyting- unni, þar sem hann gengur upp í lónið og er fangaður. Að jafnaði vinna 8 menn í stöðinni og við byggingaframkvæmdirnar. -þá Umræður eru nú í gangi á milli Útgerðarfélags Akureyringa og Slippstöðvarinnar um breytingar og endurbætur á Sléttbak, einum af togurum ÚA. Fyrirhugað er að þær breytingar yrðu gerðar um ára- mótin. Sléttbakur var keyptur frá Fær- eyjum árið 1968. „Þetta er mikið og öflugt skip, en það er ekkert óeðlilegt að sinna þurfi endurbót- um á því,“ sagði Sverrir Leósson í samtali við Dag. Hann bætti því við að enn væri ekki búið að að ganga til samninga við Slippstöð- ina um fyrirhugaðar breytingar, en umræður þar um væru í gangi. -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.