Dagur - 06.08.1986, Page 3
6. ágúst 1986 - DAGUR - 3
Sundlaugarbygging við Sólborg:
„Stöndum uppi með fjárfest-
ingu sem nýtist ekki“
- segir Bjarni Einarsson forstöðumaður Svæðisstjórnar fatlaðra
„Það er vissulega bagalegt að
standa uppi með mikla fjár-
festingu sem nýtist okkur ekki
neitt og kemur þeim ekki að
gagni sem njóta áttu,“ sagði
Bjami Einarsson forstöðu-
maður Svæðisstjórnar fatlaðra
í samtali við Dag. í október
árið 1983 hófust framkvæmdir
við sundlaugarbyggingu við
Sólborg sem er vistheimili fyrir
þroskahefta. Nú tæplega
þremur árum síðar er bygging-
in fokheld.
Styrktarfélag vangefinna og
Foreldrafélag bama með sérþarfir
höfðu forgöngu um að hafist var
handa við sundlaugarbygging-
una. Félögin lögðu fram til þessa
verkefnis verulegt fé. Unnið var
við verkið fram á mitt ár 1984, en
þá hafði verið lokið við að steypa
upp húsið. Síðan hefur ekkert
verið aðhafst. Þau félög sem
styrktu bygginguna upphaflega
hafa verið í öðrum verkefnum,
m.a. hafa þau komið upp sumar-
búðaaðstöðu að Botni í Eyja-
firði. Á meðan hefur sundlaugar-
byggingin ekki verið á verkefna-
skrá þessara félaga. Framkvæmd-
ir við sundlaugarbygginguna eru
þó ennþá unnar af þessum félög-
um. Bjarni sagði að félögin tvö
hefðu enga fasta tekjustofna, en
fé hefði verið safnað sem notað
var þegar hafist var handa. Þegar
er búið að leggja um 2,5 milljónir
króna í sundlaugarbygginguna og
er það eingöngu söfnunarfé.
Sótt hefur verið um fjárveit-
ingu úr Framkvæmdasjóði fatl-
aðra, en honum er ætlað að
standa undir kostnaði við hús-
næðisbyggingar fatlaðra. „Því
miður hefur engin fyrirgreiðsla
fengist ennþá,“ sagði Bjarni.
Framkvæmdasjóður fatlaðra
hefur ákveðna upphæð til. ráð-
Dalvík:
Utflutningur á
fiski í gámum
„Ég sá um að flytja þessa gáma
út fyrir nokkra aðiía og þetta
er tilkomið vegna þess að ég
starfaði þó nokkuð út í Hull og
er nýkominn þaðan núna. Það
hefur verið mikill áhugi fyrir
þessu hér í nokkum tíma en
þetta hefur ekki verið mögu-
legt fyrr en nú,“ sagði Hilmar
Daníelsson þegar hann var
inntur eftir útflutningi sem nú
er nýhafínn á físki í gámum frá
Dalvík.
Hilmar sagði að fyrsta ferðin
hefði verið farin á þriðjudag í
síðustu viku og yrði sá fiskur
seldur í Hull í dag. Þarna er um
að ræða þorsk úr Björgúlfi og
grálúðu úr nokkrum rækjubát-
um, bæði frá Dalvík og Árskógs-
strönd. Þetta voru um þrír gámar
og það eru um það bil 10-12 tonn
á hverjum gám.
„Þessi gámaútflutningur hefur
verið vaxandi hér allt í kring um
landið en lítið sem ekkert héðan
frá Norðurlandi vegna þess að
skipafélögin hafa ekki sinnt
flutningum héðan. Kannski hefur
heldur ekki verið nægur áhugi en
hann hefur þó verið til staðar hér
á Dalvík og við fjörðinn Austur-
far, sem er skipafélag í eigu
Seyðfirðinga, að ég held, og Fær-
eyinga er nú byrjað með reglu-
legar siglingar héðan og áleiðis til
Hull og þeir fóru fyrstu ferðina
fyrir okkur fyrir viku síðan,“
sagði Hilmar.
Aðspurður hvort það yrði
framhald á þessu sagðist Hilmar
alveg eiga von á því svo framar-
lega sem þessir flutningamögu-
leikar yrðu á boðstólnum. JHB
Vatnsveita Akureyrar:
Bætir miðlunarkerfið
Vatnsveitan hyggst á næstu 3
árum stækka geymarými sitt úr
6.000 rúmmetrum í 10.000
rúmmetra. Verkefnið átti að
hefjast á yfirstandandi ári og
var áætlaður kostnaður 15
milljónir króna.
Hugmyndir voru uppi um það
á síðasta ári að bæta 4.000 rúm-
metra geymi við miðlunarkerfi
Vatnsveitunnar, til þess að auð-
velda vatnsöflun og til að mæta
sveiflum. Að sögn Sigurðar J.
Sigurðssonar, formanns veitu-
stjórnar, var gert ráð fyrir því í
tillögum vatnsveitustjórnar, að
það yrði byrjað á þessari tram-
kvæmd á yfirstandandi ári, og var
fyrirhugað að verja 15 milljónum
til þessarar framkvæmdar, en við
stöfunar sem samþykkt er á fjár-
lögum hverju sinni, það er síð-
an félagsmálaráðuneytið sem
umsjón hefur með sjóðnum og
úthlutar úr honum, „við höfum
ekki komist á blað ennþá með
þessa framkvæmd.“
Bjarni sagði að nú stæðu yfir
umræður um að gera átak og
koma þessum málum í gang
aftur. Nú er til í sjóði um ein
milljón króna sem ætluð er í
sundlaugarbygginguna. „Við
þurfum u.þ.b. 1,5-2 milljónir
króna til að hægt sé að fara út í
útboð á næsta áfanga byggingar-
innar,“ sagði Bjarni.
Sundlaugarbyggingin er um
200 fermetrar að grunnfleti, þar
verður búningsaðstaða og að-
staða til líkamsþjálfunar. Bjarni
sagði að sundlaugin sjálf yrði lítil
og hún væri aðallega hugsuð sem
þjálfunarlaug fyrir alvarlega fatl-
aða einstaklinga.
Nýlega hefur sundlaugarsjóði
borist fé frá kvenfélagasambönd-
um á Norðurlandi, en samþykkt
þar um var gerð á fundi Sam-
bands norðlenskra kvenna sem
haldinn var í vor. Kvenfélaga-
samband Suður-Þingeyinga sendi
nýlega 139 þúsund krónur í sund-
laugarsjóðinn, Kvenfélagasam-
band Norður-Þingeyinga 15 þús-
und og Kvenfélagið Von á Siglu-
firði 13 þúsund. -mþþ
Barnaheimilið Ástjörn
40 ára
Leyfið börnunum að koma til mín.
Um leið og við þökkum öllum vinum
og velunnurum okkar fyrir margvíslega aðstoð,
með fjárframlögum, vinnu og bænagjörð,
viljum við í tilefni 40 ára afmælis heimilisins,
bjóða öllum að heimsækja okkur að Ástjörn,
laugardaginn 9. ágúst milli kl. 14.00 og 18.00.
F.h. Ástjarnar: Bogi Pétursson.
Óskum að taka íbúð
á leigu nú þegar
Aðeins tvö í heimili. Góðri umgengni og öruggum
greiðslum heitið. Uppl. í síma 21216.
sími 21216
gerð síðustu fjárhagsáætlunar, þá
samþykkti bæjarstjórn hins
vegar, að nýta þessar 15 milljónir
af ráðstöfunarfé veitunnar til
annarra verkefna á árinu 1986. í
bæjarráði núna er tekin afstaða
með þessu máli, þannig að gert er
ráð fyrir að bæjarsjóður muni sjá
um að Vatnsveitan fái þessar 15
milljónir endurgreiddar á næstu 3
árum, að fullu verðtryggðar.
Vatnsveitan mun því nota þessa
fjárhæð til uppbyggingar, ásamt
nýrri stofnlögn frá Laugalands-
svæðinu á Þelamörk, í bæinn. Sú
framkvæmd gæti því komist í
framkvæmd á næstu árum. Fram-
kvæmdaáætlun gerir ráð fyrir að
verkið taki ekki lengri tíma en 3
ár.
-SÓL
Það margborgar sig að líta inn á dúndur útsöl-
una okkar.
Þar koma prísamir öllum skemmtilega á óvart
og svo skemmir ekld fyrir að við bætum
daglega við vörum á útsöluna.
★ Kápur - vetrar.
★ Frakkar - fóðraðir.
★ Stakkar - ófóðraðir.
★ Blússur - margar gerðir.
★ Peysur - klukkuprjón.
Póstsendum.
Sími 22866
Tískuverslun Tele-x, Sunnuhlíð
P.S. AUir karlmenn líka velkomnir.