Dagur - 15.08.1986, Síða 6

Dagur - 15.08.1986, Síða 6
6 - DAGUR - 15. ágúst 1986 Heilsuhæli Náttúrulækningafélags Akureyrar er óneitanlega glæsilegt. Þessi mynd var tekin skömmu eftir að framkvæmdir hófust. I Kjarnalandi hefur nú risið myndarlegt þriggja hæða hús, hver hæð 600 fermetrar. Hús þetta er tilvonandi heilsuhæli Náttúrulækningafélags Akur- eyrar. Hafist var handa við bygginguna árið 1979 og haldið stöðugt áfram eftir því sem fjármagn leyfír. Hugmyndin að byggingu slíks heilsuhælis hafði í mörg ár þróast meðal félagsmanna og verið unnið ötullega að söfnun fjár og mikil vinna lögð í staðar- val. Endanlega var byggingunni valinn staður við neðanverðan Kjarnaskóg rétt innan við Akur- eyri á mjög fögrum stað með rmkið og fallegt útsýni um fjörðinn. Fyrsta skóflustungan var tekin með viðhöfn þann 7. ágúst 1979 og lágu þá fyrir teikn- ingar af allri byggingunni sem er skipt í fjóra áfanga. Hönnuðir byggingarinnar eru frá Arki- tektastofunni sf. í Reykjavík, en allar sérteikningar eru unnar af Verkfræðistofu Norðurlands, sem einnig hefur annast allt eftir- lit með byggingaframkvæmdum. Heilsuhælið í Kjarnalandi hef- ur hlotið nafnið Kjarnalundur og er því ætlað svipað hlutverk og heilsuhælið í Hveragerði. Þegar náttúrulækningastefnan hafði skotið rótum hér á landi þóttu aðstæður til byggingar heilsuhæl- is ákjósanlegar í Hveragerði. Var það ekki síst vegna jarðhitans sem bauð upp á fjölbreytt böð og laugar. Þar höfðu þá þegar risið gróðurhús sem framleiddu græn- meti og ávexti í vaxandi mæli. í bígerð er að við Kjarnalund verði reist gróðurhús og þar ræktað allt grænmeti sem neytt verður á heilsuhælinu. Verktækni við jarðhitakönnun og borun hefur fleygt fram síðan heilsuhælið í Hveragerði var stofnað, auk þess sem hitaveitu- framkvæmdir eru að öllu leyti auðveldari. Því hefur Eyjafjarð- arsvæðið, nágrenni höfuðstaðar Norðurlands, náð því að uppfylla öll skilyrði til þess að teljast hent- ugur staður fyrir heilsuhæli. Kemur á daginn þegar hitaveita er komin til skjalanna að hent- ugri staður verður vart fundinn. Veðursæld við innanverðan Eyjafjörð er mikil, umhverfið fagurt og friðsælt. í kjallara Kjarnalundar verður verkstæði, vélasalur, sundlaugar, hreinsitæki, tómstundasalur, búningsherbergi, snyrtingar, böð, loftræstikerfi, sýningarklefi, salur fyrir sjónvarp og kvik- myndasýningar. Á 1. hæð eru herbergi sjúkra- þjálfara, æfingasalur, sundlaug, búningsherbergi, snyrtingar, böð, ljós- og nuddherbergi, leirböð, leirgeymsla, herbergi læknis og hjúkrunarfræðings, skrifstofa, símavarsla, anddyri og aðalinngangur. Á 2. hæð verða 8 herbergi, 12 fermetrar hvert. 7 herbergi, 9,5 fermetrar, þessi herbergi eru fyr- ir 30 dvalargesti. Snyrting og bað í hverju herbergi, skrifstofur, ræstingarherbergi, eldhús og búr, matsalur. Á 3. hæð eru 8 herbergi, 12 fermetrar og 14 herbergi 9,5 fer- metrar, fyrir 44 dvalargesti. Snyrting og bað í hverju her- bergi, ræsting og lín, setustofa. í þessari byggingu er jafnframt steypt upp lyftuhús. Fjármögnun framkvæmda til þessa hefur byggst upp á al- mennri fjársöfnun, gjöfum vel- unnara meðal einstaklinga, fram- lögum stofnana og félagsamtaka, ýmsum fjáröflunarleiðum félagsmanna, árlegu landshapp- drætti NLFA og NLFÍ, framlög- um ríkis og bæjar, o.fl. Það hafa engin lán til þessa verið tek- in til fjármögnunar framkvæmda. Kostnaður við bygginguna er orðinn 12 milljónir króna og er þá ekki framreiknaður til dagsins í dag. Af gjöfum frá einstaklingum má nefna að Steindór Pálmason, sem nú er nýlátinn, gaf 2,5 mill- jónir kr. og huldumaður nokkur gaf 2 milljónir. Náttúrulækningafélag Akur- eyrar var stofnað í ágúst árið 1944, en hugmyndin að heilsu- hælisbyggingu kom fyrst fram árið 1971. Eins og áður kom fram hófust framkvæmdir 1979. Starf NLFA er af fullum krafti allt árið um kring. Á veturna eru bingó og spilavistir. í maí var lq'nningar- dagur á hollustufæði. I júní var 10 aura ganga og í júlí kaffisala í göngugötunni. I september eða október verður haldin hlutavelta. Þrisvar í viku er opinn flóamark- aður í Hafnarstræti. Hinn árlegi Kjarnalundardagur verður hald- inn sunnudaginn 17. ágúst í ár. Þá verður í hælisbyggingunni gott kaffihlaðborð kl. 14-17. í NLFA eru um 200 félagar og nær 300 með styrktarfélögum. Milli 50 og 60 manns eru virkir félagar og eru þeir venjulega í 2-3 nefndum hver yfir árið. Verið er að byrja á þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru í ár. Þær eru að ganga frá í kringum húsið. Komið verður fyrir listaverki við húsið, er það eftir Ágúst Jónsson. Gengið verður frá gluggum og hurðum og síðan haf- ist handa innanhúss. Vonast er til að hægt verði að pússa allt húsið að innan. Búið er að einangra það, það voru Jón Backmann og Emil Sigurðsson sem það verk unnu í sjálfboðavinnu. Fram- kvæmdir í ár eru upp á 3-4 mill- jónir kr. Stefnt er að því að aðalbygg- ingin komist sem fyrst í fullan rekstur en til þess þarf samstillt átak allra Norðlendinga, en fyrir þá er þessi bygging fyrst og fremst reist. -HJS vísnaþáttur- Þessari vísu stal ég úr Þjóðviljan- um, ásamt formálanum: Einar Karl fyrrum Þjóðviljaritstjóri hitti Pái frá Höllustöðum í Svíþjóð fyrir skömmu. Sá fyrrnefndi spurði frétta og stóð ekki á svörum: Ennþá gengur allt í vil, Ólafur Ragnar kátur. Hann er að gera Guðmund til og Gunna að sjóða slátur. Á Sprengisandi rétti maður glas að Hallgrími Jónassyni leiðsögu- manni, en hann þakkaði með kveðskap: Boðnarmjöður borinn er bráðvelkominn sértu. Jafnvel strax ígegnum gler geislavirkur ertu. Gleði eykur, glæðir von goðafæðan drjúga. Petta sagði Salómon, sá var nú ekki að ljúga. Ekki er vitað við hvaða dag er átt í þessari ævagömlu vestfirsku vísu: Ef að þoka Óðins kvon á þeim degi byrgir, fjármissir og fellisvon forsjáll bóndi syrgir. I hitabylgjunni sem yfir fór í sumar sást til verkamanna sem tóku lífið rólega og þótti engum mikið. Þetta varð til: Ljómar sól á himni hátt, heitt er nú að vinna. Starfsmenn eru lagstir lágt. Lamast þrek og sinna. Hér er allt í sæld og sátt, svona á það að vera. Sumir annast ýsudrátt, aðrir hrúta skera. Næsta vísa mun vera ný og auk þess heimagerð: Enn mig vekja augu hlý og æskurjóðar kinnar. Neistinn lifir lengi í leifum kvenseminnar. Þetta hefur gamall sveitamaður að segja um söngvakeppnina frægu í Björgvin 1986. Gamla Björgvin skaut á skjá skrípalátum margra þjóða. helst mér fannst ég horfa á hundaþvarg og tíkur lóða. íslands frægð á báli brann, best um það sem fæst að segja. Tryllingi fyrst æskan ann ellinni er skylt að þegja. Næstu vísu sagði mér aldraður maður. Taldi hann hana ævagamla. Nefndi hann stökuna kvenlýsingu. Æru rúin, töfrum tæld. Tötrum búin, fjærri sæld. Undin, snúin, skitin, skæld. Skorpin, lúin, slitin, bæld. Næstu vísu skaut ég að tveim vinum mínum er ég sat á milli þeirra við matborð. Brosmildur sit ég borðið við. Bragðgóðum vistum feginn. Andinn er mér á hægri hlið. Holdið er vinstra megin. Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Þessi vísa varð einnig til við veislu- borð. Beindi ég henni að fríðri frú er hjá mér sat: Mér er ekki lífið leitt og líður vel hér inni. Bara að verða helst til heitt á hægri síðu minni. Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka kvað, er frú ein þrábað hann að yrkja um sig vísu: Pínir lestir liggja bert, líkar flestum illa, en sá er berstur ef þú ert orðin prestafrilla.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.