Dagur - 30.09.1986, Page 5

Dagur - 30.09.1986, Page 5
30. september 1986 - DAGUR - 5 Jesendahornið. Haustfegurö í bænum Þessa dagana ríkir veruleg haust- fegurð í bænum. Flest tré og runnar standa enn í laufskrúði sumarsins, sem er að fá á sig haustlitadýrðina og þau mörgu og fögru blómabéð, sem eru víðs vegar um bæinn, standa enn að mestu í hásumarskrúða og gleðja augu og anda vegfarenda. Mig hefur oft langað til, þegar leið mín hefur legið framhjá þessum blómabeðum, að þakka þeim, sem þarna hafa lagt hönd að verki. Þó að sumarblíðan og sólskinið eigi mikinn þátt í þessari ágætu listsköpun, þá hefur hugur og hönd fólksins lagt sitt af mörkum og gróðursett skrúðjurtirnar af smekkvísi, sem fegrar og bætir umhverfið. Það hefur komið í ljós að bæjarbúar kunna að meta þetta starf, því að umgengni við þessa reiti mun yfirleitt hafa verið sómasamleg, og það er líka þakkarvert. Það er margt, sem aflaga fer og við erum oft að kvarta og ekki að ástæðulausu, því miður. En það er einnig vert að minnast þess, sem jákvætt er og þakkarvert. G.K. - Akureyri. Spuming um tillitssemi Moldrok frá KA-vellinum Kona úr bænum hafði samband við blaðið og vildi fá að vita hvort ekki væri óleyfilegt fyrir fullfrískt Áskriftin ekki dýr Kona hringdi: „Ég hef verið áskrifandi að Degi í nokkur ár og get ekki skil- ið fólk sem segir áskriftina dýra. Það kvartar yfir því að fá miklu færri blaðsíður fyrir peningana heldur en ef það keypti Morgun- blaðið. Svona rök eru fáránleg. Morgunblaðið er bákn sem gefið er út í meira en 40000 eintökum, en Dagur kannski í 5-6000. Sam- keppnisgrundvöllur er enginn. Og er virkilega til fólk sem sér eftir 480 krónum á mánuði fyrir blaðið? Fyrir þennan pening er hægt að kaupa 5 sígarettupakka, eða fjögur blöð af HP plús eitt tímarit, svo dæmi sé tekið. Nei, ég skil ekki fólk sem er að grenja út af þessum peningum og fær blaðið sent til sín á hverjum morgni. Nær væri að efla Dag með því að fleiri gerðust áskrif- endur.“ Matvælaeftir- lit á Akureyri Maður hringdi og kvartaði yfir skemmdum mat og spurði af því tilefni hvort hér væri ekkert mat- vælaeftirlit sem hann gæti snúið sér til. Því er til að svara að yfir- leitt fara menn í þá verslun sem þeir keyptu viðkomandi matvæli, kvarta þar og fá þeim skipt. Einnig skal bent á Neytendafélag Akureyrar Gránufélagsgötu 4. Þar eru hagsmunir neytenda hafðir að leiðarljósi. Maðurinn vildi einnig benda á það að þar sem hvítar merkingar eru á götum er malbikið minna slitið en annars staðar. Ég hugsa að ástæðan sé sú að það er mjög lítið keyrt á þessum yfirborðs- merkingum, en þessu er samt komið á framfæri. Þakkir til Þingeyinga Þegar við hjónin hverfum héðan úr héraði þökkum við áratuga samstarf og samveru með ykkur. Sérstakar þakkir eru færðar fyrir veglegt samsæti sem sóknir Grenjaðarstaðarprestakalls, Aðal- dælahreppur og Kirkjukórasam- band Suður-Þingeyinga héldu okkur og fjölskyldu okkar að Ýdölum þann 22. ágúst sl. Við þökkum höfðinglegar gjafir sem okkur voru færðar, þökkum fyrir söng kirkjukóranna og vináttu alla. Aðalbjörg Halldórsdóttir, Sigurður Guðmundsson. fólk að leggja á bílastæðum sem merkt væru fyrir fatlaða. Hún sagði að sér fyndist lágkúrulegt að vita til þess að fullfrískt fólk gæti ekki lagt það á sig að ganga nokkrum metrum lengra því ómögulegt væri að vita hvenær kæmi fatlaður einstaklingur sem þyrfti á þessu stæði að halda en þyrfti frá að hverfa. Konan nefndi sem dæmi um þetta bíla- stæðið við Hagkaup. Blaðið hafði samband við Ólaf Ásgeirsson yfirlögregluþjón vegna þessa máls og sagði hann að þessi bíiastæði væru ætluð þeim sem vegna tímabundinnar eða varanlegrar fötlunar ættu erf- itt með að hreyfa sig. Sem dæmi nefndi hann að maður sem ætti við meiðsl í baki að stríða gæti átt erfitt um gang þó að hann gæti keyrt bíl. Ólafur sagði að ekkert væri til í lögum sem bannaði fólki að nota þessi stæði að óþörfu en hins vegar væri þetta spurning um tillitssemi eins og svo margt annað. Á fimmtudag hringdi íbúi í Eini- lundi og sagði að moldarbingir á KA vellinum þyrluðust upp í strekkingnum og sæist ekki á milli húsa. „Það er ekki einu sinni hægt að opna glugga. Þetta er til svo háborinnar skammar að ég næ ekki upp í þetta. Mig lang- ar að hreyfa aftur við þessu því þetta er að verða alvarlegt mál. Það er ekki hægt að hengja út þvott þarna í efstu húsunum í Einilundi þegar hann er úr þess- ari átt. Þetta er alveg ferlegt." ■ \ ■ ; Opið: Miðvikudag: 1. okt. 10-6. Fimmtudag: 2. okt. 10-10. Föstudag: 3. okt. 10-7. Laugardag: 4. okt. ■. 10-3. ■ Fyrir þá sem vilja föt á hlægilegu veröi Úlpur, mittisjakkar, jogginggallar, joggingpeysur, gallabuxur, peysur, stretsbuxur o.fl. o.fl. o.fl. Afsláttarmúrinn sprengdur - hm Opið frá kl. 10 alla dagana Fyrir þær sem vilja sauma Bómullarefni, ullarefni, joggingefni, ótrúlegt úrval 200 krónur metrinn. Trúir þú því?_________ „Skemmtun“ Fyrir alla hina „Skemmtun“ Lukkumiðar við innganginn = Frítt = Dregnir út vinningar á 1 klst. fresti Leynigestur skemmtir litla fólkinu Kaffi og pepsí á svölunum Afmælisdrykkur Davíðs frír fyrir alla SANITAS Avallt nýjar myndir FLUGLEIÐÍR Akureyrar h/f HADHUSTORGl 3 S<Mt 86-JS000

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.