Dagur - 07.10.1986, Blaðsíða 11
7. tíktób^ 1986 - DAGUR - 11
Hluti hópsins ásamt fararstjóra.
Mynd: G.Kr.
Skólaárið hófst
með utanlandsferð
Sumum finnst alltaf gaman
þegar skólinn byrjar á haustin
en öðrum síður, en þeim hefur
örugglega öllum þótt gaman að
byrja í haust krökkunum sem
eru í áttunda bekk grunn-
skólans á Hvammstanga.
Skólastarfið hjá þeim byrj-
aði nefnilega með undirbún-
ingi að utanlandsferð sem
þau lögðu svo upp í þann 12.
september.
Dagur hitti annan fararstjór-
ann, Jóhönnu Einarsdóttur, að
máli ásamt hluta af krökkunum
sem fóru utan og spurði Jóhönnu
fyrst um tildrög þess að þau fóru
þessa ferð.
„Ætli það megi ekki kalla þetta
norrænt skólasamstarf, sem
gengur þannig fyrir sig að skólun-
um eru send kynningarrit varð-
andi þessar ferðir og geta síðan
sótt um. Við sóttum um og vor-
um svo heppin að verða fyrir val-
inu ásamt Snælandsskóla í Kópa-
vogi.“
- Hvernig var svo ferðinni
háttað?
„Við fórum utan 12. septem-
ber og vorum fyrst tvo daga í
Kaupmannahöfn en fórum síðan
til Nýborgar á Fjóni. Við vorum
þarna í íþróttaskóla og mestur
tíminn fór í alls konar íþrótta-
starf.“
- Hverjir voru þarna með
ykkur?
„Það voru nemendur frá tveim
dönskum skólum og einum
finnskum.“
- Og hvernig gekk dagurinn
fyrir sig?
„Eins og ég sagði þá var þetta
að verulegum hluta íþróttastarf
en svo var svo fjölmargt annað
gert sér til gamans. Við komum
saman á kvöldin og þá fóru fram
t.d. landkynningar þar sem sýnd-
ar voru litskyggnur og sagt frá
landi og þjóð, það var mikið
sungið. Við sendum þeim nokkra
söngtexta út á undan okkur og
síðan var reynt að syngja þetta
saman. Annars var það svo margt
sem gert var að ég held að það sé
kannski best að ég segi þér frá
einum leiknum sem við fórum í.
Við fórum í það sem við getum
kallað ratleik. Þá fengum við
kort af leiðinni sem við áttum að
fara, við fengum líka 22 myndir
af stöðum sem við áttum að
finna. Á þrem stöðum á leiðinni
var stoppað, og á fyrsta staðnum
fengum við tertudisk, hníf og
marmelaðikrukku, næst fengum
við tvo banana, plastpoka og tvo
tuttugu og fimmeyringa, á þriðja
staðnum voru okkur síðan réttir
þrír tertubotnar og rjómi. Síðan
áttum við sem sagt að vera búin
að skreyta tértuna þegar við
komum í mark.“
- Hvað áttuð þið að gera við
tvo tuttugu og fimmeyringa?
„Við áttum að nota þá til að
þeyta rjómann. Við helltum
rjómanum í plastpokann settum
peningana ofan í og svo þeyttist
rjóminn af hreyfingunni þegar
við gengum eða skokkuðum með
pokann."
Næst var meiningin að ná tali
af krökkunum og spyrja þau
hvernig þeim hefði líkað ferðin.
Þar sem þau voru öll jafn áköf í
að svara verður ekki hægt að
sundurgreina hvað hver sagði.
En einhvern veginn svona var
samtalið.
- Var gaman?
„Alveg æðislega. Já. Já.“
- Hvað var svona gaman?
„Bara allt. Æðislegir krakkar,
gaman að koma út, leikirnir,
íþróttirnar maður, þær voru
góðar, og svona, þú veist.“
- Lærðuð þið ekki heilmikið í
dönsku?
„Nei ekki svo, maður talaði
bara ensku ef maður þurfti. Finn-
arnir gerðu það.“
- Voru allir krakkarnir á sama
aldri?
Nú upphófst heilmikil reki-
stefna um það hvort hann Dave
væri fjórtan eða fimmtán, en að
lokum varð þó ljóst að þau voru
ýmist fjórtán eða fimmtán.
- Hvað kostaði þetta á mann?
„Við þurftum að borga sextán
þúsund, fyrir utan vasapening.
Krakkarnir úr Snælandsskóla
þurftu að borga miklu rninna."
- Mynduð þið ráðleggja
krökkum í öðrum skólum að
reyna að sækja um svona ferð?
Og nú kvað við mikill hávaði
þegar þau glumdu öll í einu: „Já,
alveg örugglega." G.Kr.
Landsráð Flokks mannsins:
Kosningar í október
„Kosningar innan Flokks
mannsins fara fram 19. okt-
óber n.k. Kosið verður í
landsráð, kjördæmisráð og
bæjarráð um allt land og í
hverfaráð í Reykjavík. Þátt-
taka í kosningunum er heimil
öllum flokksfélögum. Kjörskrá
verður lokað 15. október og
þurfa tilkynningar um breytt
heimilisföng að hafa borist fyr-
ir þann tíma á skrifstofu
landsráðs. Frestur til að skila
inn framboðslistum rennur út
13. október. Þeir sem hafa hug
á framboði snúi sér til yfirkjör-
stjórnar á skrifstofu landsráðs.
í þessum kosningum gefst öll-
um félögum tækifæri til að kjósa
beint í æðstu stjórn flokksins. Er
þetta fyrirkomulag mjög ólíkt því
sem tíðkast innan stjórnmála-
flokka hér á landi. í kerfisflokk-
unum hefur hinn alntenni félagi
ekki tækifæri til að kjósa foryst-
una beint.
Við hvetjum alla félaga okkar
svo og alla þá sem vilja breyting-
ar í átt að manneskjulegra þjóð-
félagi að taka þátt í þessum kosn-
ingum. Þeir sem ekki eru skráðir
félagar en hafa áhuga geta skráð
sig í flokkinn á skrifstofum
flokksins. Allarnánari upplýsing-
ar fást á skrifstofu landsráðs,
Ármúla 36, Reykjavík, s: 91-
38980.“
Landsráð Flokks mannsins.
Matar-
brauðin
okkar
eru til í fleiri tegundum
en þig grunar.
Reyndu
nýja
næst.
♦
Brauðgerð
Hugbúnaðarsamkeppni
IBMá
Degi hefur borist fréttatilkynn-
ing frá tölvufyrirtækinu IBM
Þar kemur fram að IBM efnir
til verðlaunasamkeppni um
gerð hugbúnaðar (forrita) fyrir
IBM System/36 tölvur. I boði
eru vegleg verðlaun fyrir besta
hugbúnaðinn.
Tilgangur keppninnar er að
auka fjölbreytni hugbúnaðar fyr-
ir þessa gerð tölva. Fyrstu verð-
laun eru kr. 500 þús., önnur
verðlaun kr. 200 þús. Tillögum
Islandi
skal skila inn fyrir 1. des. nk., og
þarf lýsing á hugbúnaðinum að
fylgja með, þ.e. lýsing á skrám,
útkomur, inntak o.s.frv. Ekki eru
gerðar eignakröfur af hendi IBM
til hugmyndanna. Dómnefnd,
skipuð tveimur starfsmönnum
IBM ásamt Dr. Jóni Þór Þór-
hallssyni, mun meta allar sendar
tillögur. Notagildi tölvukerfisins
og markaðsgildi hérlendis verð-
ur haft í fyrirrúmi við matið.
Nánari upplýsingar fást hjá IBM
í Reykjavík. EHB
Af sérstökum ástæðum
vantar okkur heilsdags manneskju til framtíðar-
starfa strax. Þarf helst að vera vön, en ekki skil-
yrði. Getum útvegað 2ja herb. íbúð ef þess þyrfti.
Upplýsingar gefur verslunarstjóri. Ekki í síma.
Óskum að ráða starfskraft
í uppþvott nú þegar.
Vaktavinna.
Upplýsingar í síma 21216.
Vantar starfskraft
sem fyrst
Þarf að hafa bílpróf.
Sími 96-26233.
Það Kemst
tilskilaíDegi
Áskrift og auglýsingar ® (96) 24222^^