Dagur - 07.10.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 07.10.1986, Blaðsíða 3
7. október 1986 - DAGUR - 3 Mynd: G.Kr. Hvammstangi: Grunnskólinn eignast tölvur Myfiug: B Farþegaauknmg 70% á árinu Er að rofa til hjá refabændum? 20% verðhækkun á síðasta skinnauppboði Á skinnauppboði í Finnlandi í síðustu viku hækkuðu skinn af blárefum sem er algengasta tegundin á refabúum hér, um 20% frá maíuppboðinu í vor. Verð á skinnum af öðrum teg- undum hækkaði einnig tölu- vert. Að vísu ber að taka þessa verðhækkun með svolitlum fyrir- vara, þar sem að sögn Arna Magnússonar sölustjóra hjá SÍL voru færri skinn á þessu uppboði en venjulega og það því ekki afskaplega marktækt. Skinnin 450 þúsund sem í boði voru seld- ust nær öll þó megnið af þeim væri í lægri gæðaflokkunum og hækkunin hefði því orðið enn meiri ef um hærri gæðaflokka hefði verið að ræða. Blárefa- skinnin seldust öll og kvað Árni það góðs viti og gæfi vissulega tilefni til bjartsýni. Hlutur íslensku skinnanna á uppboðinu var 16% af fjöldanum. Margir kaupendur komu á uppboðið og mun fleiri skinn hefðu selst ef í boði hefðu verið. Hvað þessi uppsveifla entist langt fram á vet- urinn kvað Árni ómögulegt að segja um. Bjartara sé yfir minkn- um í augnablikinu eins og verð á uppboðinu í Danmörku á dögun- um sýndi. Verð á refaskinnum væri miklu viðkvæmara en á minknum, meira háð tískunni og veðurfarinu. Pví geti tíðarfar fyrripart vetrar í Evrópu haft mikið að segja um sölu á refa- skinnum. En vissulega hlytu refa- bændur að vera bjartsýnni eftir þetta uppboð en áður og útlit fyr- ir að heldur sé að rofa til í loð- dýrabúskapnum. Næsta uppboð sem íslensk refaskinn verða til sölu á er í Danmörku í febrúar. -þá Fyrir skömmu voru grunn- skólanum á Hvammstanga færðar að gjöf tvær tölvur af gerðinni BBC Master, ásamt skjám og prentara. Það var kvenfélagið Björk sem færði skólanum þessa höfðinglegu gjöf sem kostaði um eitt hundrað og ellefu þúsund krónur. Það var formaður kvenfélags- ins, Tryggva Eggertsdóttir, sem afhenti formanni skólanefndar, Guðrúnu Hauksdóttur, tölvurn- ar. Við það tækifæri kom fram í máli Tryggvu að það væri von þeirra kvenfélagskvenna að gjöf- in mætti verða skólanum og starfi hans til góðs. Ekki er að efa að svo verði því það gerist nú æ al- gengara að tölvukennsla sé val- grein í eldri bekkjardeildum grunnskólanna. Enda kom það í ljós að nær allir nemendur níunda bekkjar skólans hefðu valið tölvur sem valgrein í vetur. Kvenfélagið Björk hefur áður gefið skólanum hljómflutnings- tæki og auk þess staðið að margs konar annarri aðstoð við stofnan- ir á staðnum svo sem sjúkrahúsið o.fl. G.Kr. „Þaö er búiö að vera mjög gott að gera í sumar og farþega- Qöldi aldrei verið meiri,“ sagði Leifur Hallgrímsson flugmað- ur og einn eigandi Mýflugs í Mývatnssveit, er hann var spurður um flug með ferða- menn yfir Mývatnssveit og nágrenni. Félagið sem hefur haft 2 flug- vélar til afnota varð fyrir því óhappi að önnur vélin fauk um koll í vor og skemmdist mjög mikið. Ný vél í hennar stað fékkst ekki fyrr en um mánaða- mót júlí-ágúst. „Við urðum af talsvert miklum viðskiptum fyrir vikið. Þrátt fyrir það varð um 70% aukning í farþegum frá því í fyrra,“ sagði Leifur. Mýflug hefur boðið upp á 6 mismunandi flugferðir, frá 20 mínútum og upp í 2ja tíma ferðir. Styttri ferðirnar eru um nágrenni Mývatns, en þær lengstu eru allt suður yfir Vatna- jökul, yfir Kverkfjöll og norður með Jökulsá, allt niður að sjó og til baka til Mývatns. Þær vélar sem Mýflug á núna eru eins og tveggja hreyfla. Hug- myndin er að selja stærri vélina og kaupa enn stærri og burðar-: meiri vél í liennar stað. Leifur sagði að farþegar væru nánast allir erlendir ferðamenn. „Það er talið til viðburðar ef íslendingar fljúga með okkur,“ sagði Leifur. gej- Aðalfundur Knattspyrnudeildar Þórs verður haldinn fimmtudaginn 9. október kl. 20.00 í Glerárskóla. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Flugbjörgunarsveitin, Akureyri, heldur almennan félagsfund að Galtalæk fimmtudaginn 9. október kl. 20.00. Fundarefni: 1. Vetrarstarfið. 2. Endurnýjun á tækjum og öðrum búnaði. 3. Önnur mál. Stjórnin. Iðntækni í deiglunni Nokkrar vangaveltur hafa ver- ið undanfarið vegna hugsan- legra breytinga á lögum um iðnráðgjafa og iðnráðgjöf. Nefnd, sem átti að fjalla um iðnráðgjöf hefur nú skilað inn áliti, þar sem talið er heppilegt að lögum um iðnráðgjöf verði lítið breytt frá því sem nú er. Fjárveiting er á fjárlögum til iðnráðgjafar, en eftir áramót falla núgildandi lög úr gildi, og ef ekki verður þá lokið við að semja ný lög þá hefur iðnaðar- ráðherra frjálsan ráðstöfunar- rétt með það fé sem veitt hefur verið í þetta á tjárlögum. Dag- ur hafði samband við þá Inga Björnsson hjá Iðnþróunarfé- lagi Eyjafjarðar h.f. og Áskel Einarsson, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norð- lendinga, vegna þessa. Áskell taldi, að ýmsar blikur væru nú á lofti hvað varðaði framtíð iðnþróunar á lands- byggðinni. Vissir aðilar stefndu að því að skerða þá þjónustu sem væri fyrir hendi, eða leggja hana jafnvel alveg niður í núverandi mynd. Nefndi hann einkum þrennt, sem verkaði í þessa átt. 1) Sparnaðarsjónarmið hjá ríkis- sjóði. 2) Vilja Iðntæknistofnun- ar til að vera eini opinberi aðilinn sem veitti ráðgjöf á þessu sviði, og: 3) Þá stefnu að sveitarfélög og einstaklingar yfirtækju sjálf iðn- ráðgjöf eða sæju um sig sjálf í þessum efnum. Þá taldi Áskell, Bakkafjörður: Lífið er saltfiskur Útgerð á Bakkafirði hefur gengið þokkalega í sumar að sögn framkvæmdastjórans hjá Útveri hf. Þetta er trilluútgerð og aflinn að langmestu leyti þorskur sem verkaður er í saltfisk. Auk Útvers eru tvær aðrar verkunarstöðvar á staðnum, hjá Elíasi Helgasyni og Njáli Halldórssyni. Aðspurður sagði framkvæmda- stjórinn að þeir væru með einn 75 lesta bát á rækju, en hann land- aði á Kópaskeri. Lífið hjá þeim væri saltfiskur, sem þeir selja til Miðjarðarhafslanda gegnum Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda. Hjá Útveri vinna 10-30 manns, það er minna að gera á veturna. Eitthvað eiga þeir af skreiðarbirgðum á Bakkafirði, eins og raunin er víðast hvar, og væri óskandi að eins vel gengi að selja hana og saltfiskinn. Gaman væri að heyra meira frá þeim eystra við tækifæri. SS að ýmislegt væri athugavert við hvernig að þessum málum hefði verið staðið, t.d. hefði alltaf vantað sjóð til að styðja við grunnrannsóknir á sviði iðnaðar. Ingi Björnsson var inntur eftir því hvort breytinga væri að vænta. Taldi hann að þessi mál væru öll til athugunar hjá ráðu- neytinu, en ekki væri neinna stór- vægilegra breytinga að vænta á næstunni. Til þess þyrfti, eins og áður er sagt, lagabreytingu. Ef vilji væri fyrir því að sveitarfélög- in önnuðust sjálf rekstur iðnráð- gjafar þá væri mikilvægt að fram- lag ríkisins skertist ekki heldur kæmu framlög sveitarfélaga fram sem viðbót við það. Hjá Iðntæknistofnun fékk Dagur þær upplýsingar, að allt stefndi í þá átt, að Iðntæknistofnun yrði sá aðili sem gætti samræmingar í störfum iðnráðgjafa um allt land, þannig að eðlileg verkefnaskipt- ing yrði milli þeirra. Það væri hagkvæmast að ein stofnun stýrði þessum málum. Stefna ráðuneyt- isins væri að gera þjónustu iðn- ráðgjafarinnar markvissari og endurskipuleggja hana í því til- liti. Hlutverk iðnráðgjafa væri að liðsinna smærri fyrirtækjum, þar sem þjónusta þeirra og Iðntækni- stofnunar væri mun ódýrari en þjónusta sem einkaaðilar eins og Hagvangur veita. Auk þess aðstoðaði Iðntæknistofnun ein- staklinga og lítil fyrirtæki til að sækja um styrki til Iðnþróunar- sjóðs. EHB c§3Húsnæðisstofnun ríkisins Viðskiptafræðingur óskast Óskum eftir að ráða viðskiptafræðing til starfa í lánadeild stofnunarinnar. Um er að ræða vinnu við verðútreikninga og margvíslegar athuganir á þró- un húsnæðis- og byggingarmála. í boði eru góð laun og prýðileg starfsaðstaða. Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri stofnunarinnar og for- stöðumaður Byggingarsjóðs verkamanna. Þeir, sem áhuga hafa, vinsamlegast sendi nöfn sín, heimilisföng og símanúmer í lokuðum umslög- um til framangreindra aðila fyrir 10. október næstkomandi. [§oHúsnæðisstofnun ríkisins ___________LÁNADEILD____________ LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVIK Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Húsavík dagana 31. okt. og 1. nóv. Dagskrá nánar auglýst síðar. Aukakjördæmisþing verður haldið sunnudaginn 2. nóv. á sama stað. Félög eru hvött til að kjósa fulltrúa á kjördæmis- og aukakjördæmisþing hið fyrsta. Ennfremur er minnt á kjör fulltrúa á flokksþing. Stjórn KFNE.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.