Dagur - 07.10.1986, Page 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 7. október 1986 187. tölublað
Filman þín
á skiliö þaö
besta /
w
FILMUHUSIÐ
Hafnarstræti 106 Sími 22771 Pósthólf 198
gæðaframköllun
Filman inn fyrir
kl. 10.45.
Myndirnar tilbúnar
kl. 16.30.
Opið á
laugardögum
frá kl. 9-12.
I
Áætlanir um framkvæmdir við Akureyrarhöfn:
32 milljónir
á næsta ári
- Skuld ríkisins við hafnarsjóð 13,7 milijónir
A fundi hafnarstjórnar
fimmtudaginn 25. september
var samþykkt að stefna að
framkvæmdum fyrir 32 millj-
ónir króna á árinu 1987. Fram-
lag ríkisins til slíkra fram-
kvæmda er % hiutar af kostn-
aði og var því ákveðið að
sækja um ríkisframlag að upp-
hæð 24 milljónir króna.
Þær framkvæmdir sem hér um
ræðir eru allar liður í undirbún-
ingi og uppbyggingu nýrrar fiski-
hafnar sem staðsett verður norð-
an núverandi hafnarsvæðis og
sunnan Slippstöðvar. f>að sem hér
er um að ræða er eftirfarandi:
Slitlag, lagnir og lýsing við Sand-
gerðisbót, deiliskipulag svæðis-
ins, lenging á slippkanti, grjót-
garður norður úr togarabryggj-
unni og tæknilegur undirbúning-
ur fiskihafnar. Þar er um að ræða
kortlagningu hafstrauma og aðra
verkfræðilega þætti.
Höfnin sem hér um ræðir verð-
ur sem fyrr segir staðsett norðan
athafnasvæðis Útgerðarfélags
Akureyringa og mun Sana-völl-
urinn svokallaði fara undir hafn-
arsvæði. Kanturinn norður úr
togarabryggju mun liggja austan
hafnarinnar og þannig myndast
mjög gott skjól fyrir öllum áttum.
Að sögn Guðmundar Sigur-
björnssonar hafnarstjóra vantar
nú tilfinnaniega iegupláss fyrir
skip að leita í þegar bræla er á
miðunum. Sagði hann að þetta
hefði glögglega komið í ljós nú
fyrir skömmu þegar hátt í tíu
loðnuskip lágu við Torfunefs-
bryggju sem ekki væri lengur til
slíks fallin. Guðmundur nefndi
einnig að aukin umsvif í útgerð á
Akureyri kölluðu á aukið at-
hafnasvæði og nefndi í því sam-
bandi Samherja h.f og Oddeyri
h.f. sem á næstunni verða með
þrjú skip í rekstri. Guðmundur
sagði að Samherji hefði þegar
fengið vilyrði fyrir lóð á
umræddu svæði.
Á fundinum var einnig sam-
þykkt að ganga eftir greiðslu
eldri skuld ríkissjóðs við Hafnar-
sjóð Akureyrar að upphæð kr.
13,7 milljónir og að gerð verði
langtímaáætlun um framkvæmdir
við Akureyrarhöfn. ET
Dagsmenn brugðu sér bæjarleið á mánudag í þeim tilgangi að vekja athygli á því að Dagur er eina murgunblaðið
sem kemur út á mánudögum. Stilltu þeir sér upp í göngugötunni í Austurstræti í Reykjavík og aflientu árrisulum
borgarbúum blaðið, sem flutt hafði verið suður um nóttina, auk þess sem vakin var athygli fleiri aðila á blaðinu. Á
myndinni eru frá vinstri talið: Freyja Rögnvaldsdóttir, Sigríður Finnsdóttir, Jóhann Karl Sigurðsson, Ingveldur
Jónsdóttir og Berghildur Þóroddsdóttir. Mynd: I.E.
„Ekki frekari sala til
Sovétmanna á þessu ári
- segir Aðalsteinn Helgason forstöðumaður Ullariðnaðardeildar Sambandsins
„Það liggur fyrir í dag, að við
munum ekki gera frekari
samninga við Sovétmenn um
sölu á ullarvörum fyrir þetta ár
og það eru vonbrigði út af fyrir
sig,“ sagði Aðalsteinn Helga-
son forstöðumaður ullariðnað-
ardeildar Sambandsins í sam-
tali við Dag.
„Það hafa ekki tekist samning-
Hafnarstræti 105:
Bætur vegna eignarnáms
rúmar fjórar milljónir
Á fundi bæjarráðs þann 25.
september sl. var kynnt niður-
staða vegna máls um eignar-
nám Hafnarstrætis 105 á Akur-
eyri. Er húsið og lóðin í eigu
Valhallar h/f og er Oddur
Thorarensen talinn eigandi
húss og lóðar.
Mál um sölu eða eignarnám
hefir staðið í nokkuð mörg ár án
árangurs. Húsið sem um er rætt
hefur þótt mikil óprýði á miðbæ
Akureyrar. Lögmenn beggja
aðila, þ.e. Akureyrarbæjar og
Valhallar h/f samþykktu að
leggja málið fyrir Matsnefnd
eignarnámsbóta, en sú nefnd starf-
ar í Reykjavík og fæst við mál af
þessu tagi sem upp koma á land-
inu. Niðurstöður nefndarinnar
eru á þessa leið. „Eignarnemi,
Akureyrarbær, skal hafa óskoruð
umráð fasteignarinnar Hafnar-
strætis 105 frá 1. október 1987.
Eignarnemi greiði Valhöll h/f kr.
4.022.894 og krónur 20.000 í
málskostnað.
Eignarnemi greiði til ríkissjóðs
kostnað af starfi matsnefndar-
innar kr. 80.000.“
Af þessu sést að bærinn á að
borga Valhöll h/f rúmar 4 millj-
ónir króna fyrir lóð og hús.
Bæjarráð hefur falið Hreini
Pálssyni bæjarlögmanni að semja
við eigendur Valhallar h/f á
grundvelli niðurstöðu matsnefnd-
arinnar. gej-
ar um meiri viðskipti á árinu og
þar af leiðandi náum við ekki að
fylla upp í þann kvóta sem gerður
var í 5 ára samningi landanna.
Salan annars staðar í Evrópu
hefur gengið sæmilega og svipað
og við áætluðum. Aftur á móti
hefur salan gengið treglega í
Bandaríkjunum en þar bendir
ýmislegt til þess að hún sé að
skána en við vitum það í rauninni
ekki fyrr en í vor,“ sagði Aðal-
steinn.
„Við erum að fara af stað með
nýja fatalínu og nú er verið að
ljúka við gerð auglýsingabækl-
inga í því sambandi. Það verður
farið með þessar flíkur í sölu nú í
desember og svo janúar, febrúar
og mars á næsta ári, bæði í Evr-
ópu og Bandaríkjunum. í fram-
haldi af því komum við síðan til
með að sjá hverjar viðtökurnar
eru og þá markaðshorfurnar út
frá því.
Okkur grunar að salan muni
aukast verulega í Bandaríkjun-
um á næsta ári. Við höfum bætt
sölukerfi þar og einnig teljum við
okkur vera með betri fatnað.“
- Hvernig hyggst ullariðnaðar-
deildin nýta sér heimsókn þeirra
Reagans og Gorbachev til ís-
lands?
„Við tökum þátt í því sem
menn gera sameiginlega í gegn-
um Útflutningsráð íslands og síð-
an verðum við í Reykjavík á
meðan á heimsókn þeirra stendur
og reynum að vekja athygli á
okkar vöru,“ sagði Aðalsteinn
Helgason að lokum. -KK
Sigurður leigir
Húsavíkurbíó
Sigurður Arnfínnsson fram-
kvæmdastjóri Borgarbíós
stendur nú í samningum við
Leikfélag Húsavíkur um leigu
á Húsavíkurbíói þar sem hann
hyggst reka kvikmyndahús.
Sigurður sagði í samtali við
blaðið að málið væri að mestu
frágengið og hygðist hann
leigja húsið í 3 mánuði til
reynslu fyrst um sinn.
Sigurður sagðist vonast til að
geta hafið reksturinn um miðjan
október og meiningin væri að
hafa sýningar þrjú kvöld í viku.
Myndir verða fengnar frá Borg-
arbíói en hér er þó ekki um að
ræða einhvers konar útibú
þaðan. Sigurður mun sjá um rekst-
urinn sjálfur en verður með
þrjá til fjóra starfsmenn á Húsa-
vík. ET