Dagur - 14.11.1986, Síða 1

Dagur - 14.11.1986, Síða 1
Akureyri, föstudagur 14. nóvember 1986 215. tölublað Útgerðarfélag Skagfirðinga: Greiðslustöðvun blasir við verði hlutafé ekki aukið - Skuldirnar orðnar um hálfur milljarður Fram kom á hluthafafundi í Útgerðarfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki sl. miðvikudags- kvöld að verði hlutafé félagsins ekki stórlega aukið á næstunni blasi greiðslustöðvun við félag- inu. Hlutaféð er í dag aðeins 43 milljónir. Heildarskuldir að loknum endurbótum á tveim af þrem skipum félagsins á þessu ári eru um hálfur milljarður, þar af 215 milljónir í Viðskipta- bankanum. Óttast menn mjög að skipin nái ekki að koma með þau verðmæti að landi sem þarf til að standa undir skuldunum. Þungt hljóð og mikill uggur var í mönnum á fundinum varðandi framtíð félagsins. Endurskoð- andi félagsins heldur að ekki dugi minna en áttatíu milljóna hluta- fjáraukning í félaginu, sem er tæplega þreföldun á hlutafé. Ófeigur Gestsson sveitarstjóri á Hofsósi kvað hér verið að tala um meiri upphæðir en menn hefðu heyrt minnst á hér í firðin- um. Marteinn Friðriksson stjórn- arformaður ÚS sagði hluthafa ekki hafa greitt neitt í þeirri hlutafjáraukningu sem ákveðin hefði verið, 15 milljónir 1985 og 20 milljónir í ársbyrjun 1986. Staða félagsins væri af þeim sök- um verri í dag en ella. Hluthafar sögðust aldrei hafa verið látnir vita um gjalddaga á þessu hlutafé og könnuðust ekki við þann gjalddaga sem nefndur var á fundinum. Fram kom að fengist hefði 15 milljóna framlag frá Byggðasjóði til hlutafjáraukning- ar í félaginu. Engin gögn lágu fyrir fundinum um rekstrarstöðu félagsins eða framtíðaráætlanir eins og hluthafar höfðu vonast eftir. Astæðan fyrir því var sögð samningalota forráðamanna US við þýsku skipasmíðastöðina vegna uppgjörs á Drangeynni sem lauk daginn fyrir fundinn. Voru stjórnarmenn tiltölulega ánægðir með niðurstöðu upp- gjörsins. Heildarkostnaður vegna Drangeyjar var um 170 milljónir, sem er nokkuð meira en gert var ráð fyrir, hækkun þýska marksins á tímanum vegur þar nokkuð. Heildarkostnaður vegna skip- anna beggja er um 240-250 millj- ónir. Að sögn Bjarka Tryggva- sonar framkvæmdastjóra ÚS verður nú að koma vanskilalán- um og lausaskuldum í eins hag- kvæm lán og hægt er. Eftir það yrði fyrst hægt að gera sér grein fyrir hver staða. fyrirtækisins er raunverulega og meta í því fram- haldi hvernig veiðum skipanna verður háttað. Þar væru ýmsir möguleikar fyrir hendi. -þá var málunum ýtt til hliðar Síldin hemur - síldin fer 6-7

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.