Dagur - 14.11.1986, Síða 3
14. nóvember 1986 - DAGUR - 3
Jólakort
KFUM og K
Eins og mörg undanfarin ár gefa
KFUM og K á Akureyri út jóla-
kort. Ágóði af sölu kortanna
rennur í byggingarsjóð félaganna
en félagsheimilið í Sunnuhlíð var
tekið í notkun í mars 1985. Margt
er enn ógert í Sunnuhlíð auk þess
sem rekstur hússins kostar sitt.
Starf KFUM og K á Akureyri er
með töluverðum blóma unt þess-
ar mu.idir og kemur umtalsverð-
ur fjöldi barna og unglinga á
fundi í viku hverri. Er þess vænst
að bæjarbúar vilji styrkja þetta
kristilega uppeldisstarf m.a. með
því að taka vel á móti því unga
sölufólki sem á næstu dögum
knýr dyra og býður jólakortin til
sölu. Að þessu sinni er litprentuð
mynd á kortinu af logandi stöfum
í Vaðlaheiði á gamlárskvöld
1985, Jesús lifir, en ungt fólk í
félögunum hefur séð um þetta
s.l. tvö ár. Myndina tók Páll A.
Pálsson ljósmyndari.
[þróttir
helgarinnar
í kvöld leika Tindastóll og
UBK í 1. deild íslandsmótsins í
körfuknattleik. Leikurinn fer
fram í íþróttahúsinu á Sauðár-
króki og hefst kl. 20.
Á morgun, laugardag, koma
Breiðabliksmenn síðan til Akur-
eyrar og leika gegn Þór í íþrótt-
ahöliinni. Sá leikur hefst kl.
13:30, vegna beinnar útsendingar
í sjónvarpinu frá þýsku knatt-
spyrnunni.
Handknattleikslið Þórs leikur
tvo leiki í 2. deildinni, báða fyrir
sunnan. í kvöld kl. 20 gegn
Gróttu á Seltjarnarnesi og á
morgun gegn ÍÁ á Akranesi kl.
14.
USAH hefur keppni í 2. deild
íslandsmótsins í körfuknattleik á
morgun, laugardag, er liðið sæk-
ir Skallagrím heim í Borgarnes
og hefst sá leikur kl. 14.
Hafið samband og kynnist af eigin raun kostum
Barkar þak- og veggeininga.
HJALLAHRAUNI 2 ■ SÍMI 53755 • PÓSTHÓLF 239 ■ 220 HAFNARFIRtíl
Núnaget
vetmrrúió
betra veró
segir Dagbjartur Guðjónsson að Lyngum í Meðallandi sem setti
Barkar þakeiningar á fjárhúsið sitt.
„Við vorum aðeins tvo daga að smella þakeiningunum á og
unnum þó bara milli mjalta. Síðan er fjárhúsið allt miklu hlýrra
og fyrir vikið get ég vetrarrúið og fengið þannig greiða og fína
ull sem flokkast betur og gefur hærra verð. Ég er hæstánægður
með að hafa valið Barkar þakeiningar,“ segir Dagbjartur
Guðjónsson.
Burðarþol Barkar þak- og veggeininga er mikið og
uppsetning auðveld og fljótleg.
Barkar þak- og veggeiningar henta mjög vel í flestum
byggingum, einkum atvinnu- og geymsluhúsnæði, ekki
síst þar sem mikils hreinlætis er krafist, s.s. í tengslum
við verslun, matvælaiðnað og landbúnað. Barkar hús-
einingar tryggja ótvíræðan sparnað í byggingu, viðhaldi
og rekstrarkostnaði.
Norðurland:
Aukið framboð eftirmenntunar
I vetur mun Stjórnunarfélag
íslands ásamt Tölvutækjum
s.f. standa saman að endur-
menntunarnámskeiðum hér á
Akureyri. Það er mikið hags-
munamál fyrir norðlenska
stjórnendur að eiga kost á
eftirmenntun á heimaslóðum í
sama gæðaflokki og gerist í
Reykjavík. Með því fást aukn-
ir möguleikar, minni kostnað-
ur og mikill tímasparnaður fyr-
ir norðlensk fyrirtæki.
Leiðbeinendur á námskeiðun-
um verða hinir sömu og eru á
námskeiðum S.F.Í. í Reykjavík
og aðbúnaður allur í sama gæða-
flokki og fyrir sunnan. Eina
breytingin er sú, að námskeið,
sem haldin eru á fjórum hálfum
dögum í Reykjavík verða haldin
á tveimur heilum dögum á Akur-
eyri. Kennt verður frá kl. 8:30 á
morgnana til kl. 12:30 og aftur
frá kl. 13:30 til kl. 17:30 síðdegis.
Nú þegar hafa eftirfarandi
námskeið verið ákveðin fram að
næstu áramótum.
Sölutækni I
19. - 20. nóv. 1986.
i Stjórnun I
28. - 29. nóv. 1986.
Áætlanagerð fyrirtækja
8. - 9. des. 1986.
Skráning þátttakenda er í síma
26155. Samráð verður haft við
þátttakendur ofangreindra nám-
skeiða um val á námskeiðum eftir
áramót.
Fyrsta námskeið vetrarins í
umsjá Tölvutækja s.f. var hið
margrómaða Time manager
námskeið, sem haldið var dagana
10. og 11. október sl. í Alþýðu-
húsinu. Námskeiðið sóttu 55
stjórnendur frá fjölmörgum fyrir-
tækjum um allt Norðurland og
þótti námskeiðið takast sérstak-
lega vel.
(Fréttatilkynning frá Tölvutækjum s.f.)
LAUT
RESTAURANT
Matseðill helgarinnar
Canapés með reyktum laxi, kavíar og rækjum.
Kjötseyði með kryddjurtum.
Porterhouse steik með ferskum kjörsveppum.
Svartaskógarterta.
★
Kaffi og konfekt.
★
Aðeins kr. 850.-
Restaurant Laut, sími 22525.