Dagur


Dagur - 14.11.1986, Qupperneq 5

Dagur - 14.11.1986, Qupperneq 5
^nóyefnter-isse ^ ÐAQMB - 5 „Við megum ekki sofna á verðinum" Óttar Skjóldal, bóndi á Enni, Unadal á línunni Óttar Skjóldal, bóndi á Enni í Unadal, Skagafirði, er á lín- unni. - Komdu sæll, Óttar. Hvern- ig búskap ert þú með? - Ég er með fjárbú eingöngu en eina heimiliskú og nokkur hross til gamans. Ég hef verið með 270 til 280 kindur, 220 til 230 fullorðið auk uppeldislamba og hruta. Hér hafa alltaf verið fjárbú þangað til riðan felldi á- næsta bæ við mig í fyrra og svo felldi hún hinum megin við mig núna tvo bæi þannig að ég stend einn uppi orðið. Nágrannar mínir sem urðu fyrir þessum skakkaföllum búa ennþá á bæjunum en þetta er mjög full- orðið fólk sem á ekki í önnur hús að venda. - Hefur þetta fólk hugsað sér að byrja aftur búskap eftir niðurskurðinn? - Annar þeirra held ég að hafi haft það við orð en er þó ekki alveg ákveðinn. Hinn var nú að fella í haust þannig að ég veit ekki hvað hann gerir. Land- ið hérna hentar vel til sauðfjár- ræktar, það var að vísu orðið heldur margt í högunum en þessu hefur fækkað svo mikið að þetta er í góðu lagi núna. - Er lítið um að menn séu með kýr þarna? - Já, hérna í næsta nágrenni við mig í Unadal og Deildardal er ekkert kúabú. Það eru þá heimiliskýr ef eitthvað er. Pað er aftur hér í hreppnum úti á Höfðaströndinni og eins inni í Óslandshlíðinni sem eru kúabú. - Hvernig finnst þér horfa núna með kindakjötsfram- leiðsluna? - Pað veit nú sennilega hvert mannsbarn að það horfir illa. Það er ekki gott við að gera því ef allir halda áfram þá svelta all- ir til bana á nokkrum árum því þetta á smám saman að minnka eftir því sem okkur er sagt. - Hvernig var ástandið þegar þú varst að byrja búskap? - Þá var að byrja að votta fyr- ir því að menn tækju aðra hvora greinina fyrir og ég valdi sauð- féð. Það leit nokkuð vel út með það þá, sæmilega vel fram undir 1980, þá fór að versna hljóðið. Ég byggði fjárhús hérna 1974 svo ég er sloppinn við verðtrygg- ingu lána. Eg var að fá tilkynn- ingu núna um fullvirðisréttinn og ég slepp nokkuð vel miðað við marga því ég framleiddi það langt neðan við búmark að ég fæ ekki nema 3% skerðingu. Ég var með 415 ærgildi en fram- leiddi 268 árið 84 og minna 85. Ég má framleiða 260 ærgildisaf- urðir. Það er ekki hægt að lifa af þessu svo ég hef unnið við akst- ur skólakrakka hér í sveitinni. Það væri kannski hægt að skrimta með því að vera nógu sparsamur en það væri þá ekki gerður nokkur hlutur. Maður myndi sem sagt bara lifa. - Þekkir þú einhverja sem hafa farið út í miklar fram- kvæmdir í búskap? - Ekki í sauðfjárrækt eða mjólkurbúskap en það eru nokkrir sem hafa farið út í refa- ræktina. Þeir berjast í bökkum vegna áfalla. Þeir fengu hvolpa- dauða í hittifyrra og verðfall í fyrra. Það eru ótal ijón á vegin- um í sambandi við nýja búskap- arhætti. Framámaður í landbún- aði hérna, Egill Bjarnason, sagði á fundi frammi.á Krók að ef fóðurstöðvunum yrði ekki rétt veruleg hjálparhönd og fóð- urverð lækkað þá skyldu menn hætta að hugsa um loðdýrarækt á íslandi. Hann sagði þetta á opinberum fundi. - Hvað viltu segja um byggðajafnvægið? - Það hlýtur að raskast í öllu þessu umróti. Það hafa sumir verið að tala um landeyðingar- stefnu en þá hafa nú aðstæður búið hana til en ekki einhver einn maður. Það er ekkert nema gott að segja um nýjar búgreinar en þessi blessuð fiskirækt, þeir eru nú ekki margir sem komast inn í hana nema þá þar sem eru reist stór fyrirtæki. Þetta er ekk- ert fyrir einstaklinga nema fyrir hendi séu skilyrði sem eru bara á fáum stöðum á landinu. Ein- hverjir geta farið út í tamningar og ferðamannaþjónustu en það hlýtur að eiga sér langa þróun áður en það verður fyrir fjöldann. Það er af og frá að menn fari inn í þetta í stórum stíl á þessum umþóttunartíma. - Er það rétt að bændum hafi verið refsað fyrir að fara niður fyrir búmarkið undanfarin ár? - Það er ekkert auðveldara en að sýna fram á það. Sjáðu nú bara til, ef við værum hérna tveir nágrannar og annar hefði haldið áfram að framleiða upp í búmark viðmiðunarárin 84 og 85 en hinn hefði verið búinn að minnka sig um 20% til að vera þægi drengurinn, þá fékk sá sem hélt sig við búmarkið 13% skerðingu. Hinn, sem var þegar búinn að minnka við sig um 20%, fékk 8 til 10% skerðingu í viðbót svo þú sérð hvor stendur betur. Sá sem var þægi drengur- inn 84 og 85 fer verr út úr þessu en sá sem beit á jaxlinn og hélt sér uppi. Sannleikurinn er sá að við sváfum allt of lengi, ekki bara bændur og ríkisvald heldur allur almenningur. Sjáðu t.d. kjöt- matið. Fyrir 10 árum voru neyt- endur hættir að samþykkja kál- lömbin (lömb alin á fóðurkáli) sem fyrsta flokks vöru. Við og allt kerfið mátum þetta í fyrsta flokk alveg þar til í haust. Þá var loks tekið af skarið og ákveðið að lömb sem ekki stirðnaði fitan á færu í O flokk. Er þetta ekki ansi seint tekið við sér? Það finnst mér. Ef við erum svona seinir á okkur á öllum sviðum þá er ekki von að það gangi vel. EHB Kristnesbasaríim verður í Blómaskálanum Vín sunnudaginn 16. nóvember kl. 14.00. Mikið af tágavöru, prjónlesi, útsaum o.fl. Komið og verslið ódýrt til jólanna! Veitingar á staðnum. Kristnesspítali. Teppahreinsun - Hreingerningar Tökum að okkur teppahreinsun og hreingerningar fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Háþrýstiþvottur á sorprennum, geymsl- um og iðnaðarhúsnæði. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Fljót og góð þjónusta. Pantið tímanlega fyrir jói. Sími 21719. Takið eftir Ýtuvinna ★ Jarðvegsskipti ★ Fyllingarefni Sparið tíma fé og fyrirhöfn. Til leigu 26 tonna jarðýta í flest verk. Útvegum einnig önn- ur tæki t.d. traktorsgröfu, beltagröfu, dráttarbíla, einnig allt fyllingarefni. Tökum að okkur stór sem smá verkefni. Vanir menn, góðar og afkastamiklar vélar. Hringdu og fáðu upplýsingar. Friðrik Bjarnason, heimasími 26380, bílasími 985-21536. Guðmundur Kristjánsson, heimasími 23349, vinnusími 22333. Öll námsgögn og allt efni námskeiðsins hefur verið endur- skoðað og með hliðsjón af fenginni reynslu hefur mörgu verið bætt inn og annað lagfært. Þetta námskeið hefur átt miklum vinsældum að fagna, en tilgangur þess er að veita þátttakendum innsýn inn í heim sölu- og samskiptatækninnar. Þátttakendur fá einnig þjálfun í sölumennsku og lýsingu á íslenskafyrirtækjamarkaðnum. □ Efni: - íslenskt markaðsumhverfi. - Uppbygging og mótun sölustefnu. - Vöruþróun, æviskeið vöru o.fl. - Uppbygging sölubréfa. - Val á markhópum. - Starfsaðferðir sölufólks. - Samskipti og framkoma. - Söluhræðsla. - Markaðsrannsóknir og áætlanagerð. Námskeiðið er einkum ætlað sölufólki og sölustjórum, sem vinna á fyrirtækjamarkaði, eða selja til endursöluaðila. Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson. Stundaði nám í félags- fræði við Háskóla fslands og hefur fjölbreytta reynslu af sölustörfum, skipulagningu söluaðferða og íslenska mark- aðinum. Starfar nú sem ráðgjafi og leiðbeinandi. Tími: 19.-20. nóv. 1986. Þrátt fyrir áralöng stjórnunarstörf er öllum lærdómsríkt að sækja námskeið, deila öðrum af reynslu sinni og komast að hvernig vandamál eru leyst í öðrum fyrirtækjum. Markmið: Að kynna stjórnendum meginreglur stjórnunar- fræðanna, vekja þá til umhugsunar um þann fjölbreytileika sem ríkir [ stjórnun, og veita þeim innsýn í eigin stjórnunar- aðferðir og samskipti þeirra við starfsmenn. □ Efni: - Hvaðerstjórnun? - Stjórnskipulag og tegundir stjórnunar. - Einstaklingurinn og vinnan. - Upplýsingastreymi. - Verkefnastjórnun. - Skipulagsbreytingar. Leiðbeinandi: Höskuldur Frímannsson, rekstrarhagfræð- ingur. Framhaldsnám í rekstrarhagfræði við University of Bridgeport í Bandaríkjunum. Forstöðumaður rekstrarráð- gjafardeildar Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar. Tími: 28.-29. nóv. 1986. Tölvutæki sí. Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri ■ Sími 96-26155

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.