Dagur - 18.12.1986, Blaðsíða 9
18. desember 1986 - DAGUR - 9
Jþróttir.:________ _____Umsjón: Kristján Kristjánsson_______
„Það er góður stígandi í liðinu“
segir Haukur Valtýsson, þjálfari karlaliðs KA í blaki
- Hvað finnst þér um kvenna-
Karlalið KA í blaki vann sinn
fyrsta Ieik í 1. deildinni á
keppnistímabilinu á laugardag-
inn en þá lagði liðið Víking að
velli 3:1 í íþróttahúsi Glerár-
skóla. KA-liðið hefur verið að
sækja sig að undanförnu og á
örugglega eftir að ná í fleiri stig
á næstunni. Á laugardag halda
KA-menn austur á Neskaup-
stað og leika við Þrótt í 1.
deildinni.
Þjálfari karlaliðs KA er Hauk-
ur Valtýsson tannlæknir og leikur
hann jafnframt með liðinu.
Haukur er úr Fnjóskadal en lék
með íþróttafélagi stúdenta í ein
8 til 9 ár á meðan hann var við
nám í Reykjavík og hann á
einnig að baki 11 landsleiki í
blaki. Dagur átti stutt spjall við
Hauk og spurði hann fyrst af
hverju hann hefði komið norður
til Akureyrar.
„Ég er héðan að norðan og mig
langaði til þess að flytja aftur á
heimaslóðir. Mér fannst vanta
eitthvað þarna fyrir sunnan.“
- Hvernig líst þér á starfsem-
ina hjá KA?
„Það sem helst vantar hjá t.d.
karlaliðinu eru fleiri menn til að
æfa. Það má ekkert út af bera til
þess að liðið fari að hiksta. Það
eru nokkrir ágætir menn í hópn-
um en það er bara of mikill mun-
Skólamót
í blaki
Nú fer aö hefjast hið árlega
skólamót Blaksambands
íslands. Keppt er í þremur
flokkum: Grunnskólaflokki,
framhaldsskólaflokki og
háskólaflokki.
Þátttökugjald er 2000 kr. í
grunnskólaflokki en 3000 kr. í
framhalds- og háskólaflokki.
Blaksamband íslands sér um
að skipuleggja mótið og að
útvega dómara, þar sem því
verður við komið, en skólarnir
leggja til tíma í íþróttasölum sem
þeir hafa til umráða.
Það er von mótshaldara að þeir
sem hyggja á þátttöku tilkynni sig
hið fyrsta og ekki síðar en 25.
desember (jóladag). Tekið er á
móti tilkynningum skriflega eða
símleiðis í síma 686895 alla virka
daga milli klukkan 16.00 og
18.00.
Getraunir:
Tvær tólfur
Tvær raðir komu fram með 12
réttum leikjum í getraununum
um helgina og 20 raðir með 11
leikjum réttum.
Önnur tólfan kom á 10 vikna
seðil sem var að renna út og fékk
hinn heppni 564.375 krónur í
sinn hlut. Hin tólfan kom á gráan
kerfisseðil og þar voru einnig sex
raðir með 11 réttum, þannig að
vinningshafinn fékk tæplega 710
þúsund krónur.
Þór:
Jólatrés-
skemmtun
Jólatrésskemtun íþróttafélagsins
Þórs fer fram á Hótel KEA
mánudaginn 29. desember kl. 16.
Allir Þórsarar velkomnir.
ur á þeim bestu og þeim sem erti
til vara. Inn á milli eru ungir
strákar sem eru fullir áhuga en
vantar töluvert enn. Það er mjög
erfitt að vera með tvo getuflokka
á æfingum. Þá er þeim sinnt of
lítið sem þurfa meiri tilsögn og
það getur líka komið niður á
þeim sem eru betri. Á æfingarnar
mæta þetta 12-14 menn og getur
farið upp í 16.“
- Við hvernig æfingaaðstæður
býr KA?
„Salirnir sem við æfum í eru
ágætir en æfingatíminn mætti
vera betri. Það var tekinn af okk-
ur tími sem við höfðum í fyrra
undir handboltann að kröfu
handboltamanna að mér skilst.
Við þurfum í staðinn að æfa kl.
21.30 sem er dálítið seint. Mér
finnst einblínt of mikið á hand-
boltann, það er líka hægt að gera
ágæta hluti í blakinu, ef aðstaðan
er góð.“
- Hvað vilt þú segja um gengi
liðsins í deildinni til þessa?
„Ef horft er á stigatöfluna, er
staðan ekkert sérstaklega góð.
Ég er þó á því að þetta far.i batn-
andi. Við eigum mun jafnari leiki
núna en var og það er góður stíg-
Haukur Valtýsson þjálfari KA í
blaki.
andi í liðinu. Við erurn nokkrir
nýir menn í liðinu og það tekur
tíma fyrir liðið að ná saman við
þannig aðstæður. En ég er nokk-
uð ánægður með mína menn.
Það má þó segja að við hefðum
átt að vera búnir að ná í fleiri
stig. Við áttum að vinna leikinn
gegn HSK en það var einhver
pressa á mönnum sem olli því að
sá leikur tapaðist og ég á senni-
lega einhverja sök þar á. Ég tel
að við höfum verið betri í þeim
leik þó hann hafi tapast.“
- Þið leikið á Neskaupstað á
laugardag, hvernig leggst sá leik-
ur í þig?
Ég á von á því að sá leikur
verði mjög jafn. í liði þróttar eru
ungir og frískir strákar og þeir
hafa sýnt nokkuð góða leiki. Við
erum ákveðnir í því að fylgja
þessum sigri gegn Víkingi eftir og
halda áfram baráttunni. Við
þurfum nauðsynlega á tveimur
stigum að halda á laugardaginn
en þau verða ekki auðsótt."
- í 1. deildinni í blaki leika
fjögur efstu liðin til úrslita í sér-
stakri úrslitakeppni í lokin. Áttu
von á því að KA komist í þann
hóp?
„Ég á ekki von á því. Það getur
að vísu ýmislegt gerst ennþá.
Einnig hefur það mikið að segja
hvernig innbyrðisleikirnir fara
hjá þeim liðum sem eru í efstu
sætunum núna. Ef við KA-menn
höldum áfram að bæta okkar leik
á ég von á því að við færumst upp
töfluna. En ég held að það væri
mikil bjartsýni hjá mér að reikna
með einu af fiórum efstu sætun-
um.“
- Hvaða lið er best að þínum
dómi í deildinni?
„Mér finnst Þróttur R vera
með besta liðið af þeim sem ég
hef séð. Ég átti von á Víkingun-
um betri um síðustu helgi. Deild-
in er jafnari en áður. Þróttarar
eru ekki eins afgerandi bestir
núna eins og svo oft áður. En
þeir eru með jafna og reynslu-
mikla menn og lítið um sveiflur í
leik þeirra.“
lið KA?
„KA-liðið er verulega slakt
og mér finnst vera mikið áhuga-
leysi hjá stelpunum í leikjum.
Hverju það er um að kenna, þori
ég ekki að fara með. í liðinu eru
stelpur sem hafa spilað blak
nokkuð lengi. Stelpurnar í KA
eiga að geta bætt sig en það er
eins og þær vanti þennan sigur-
Leikur Þórs og ÍBK í 2. deild
Islandsmótsins í handknattleik
sem var frestað síöast í fyrra-
kvöld, hefur verið settur á á
laugardaginn kemur. Leikið
verður í íþróttahöllinni á
Akureyri.
Þessum leik hefur tvívegis ver-
vilja sem þarf og einnig að hafa
trú á því sem verið er að gera.
Það er líka eitt sem gleymist í
allri umræðunni. Sumir af þeim
sem eru að spila blak, kunna bara
ekki undirstöðuatriðin í íþrótt-
inni. Og það er erfitt að sinna
þeim þætti með þjálfuninni ef
það eru fáir einstaklingir sem
þurfa á því að halda,“ sagði
Haukur Valtýsson blakþjálfari.
ið frestað á skömmum tfma þar
sem Keflvíkingar hafa ekki kom-
ist norður vegna veðurs. Nú á
sem sé að reyna í þriðja sinn en á
þessu stigi er ekki vitað á hvaða
tíma leikurinn fer fram. Það
skýrist vonandi í dag og frá því
verður sagt í blaðinu á morgun.
Fjölmiðla- keppni Morgunbl. > Q Tíminn > »© '© Dagur Ríkisútv. Bylgjan
Arsenal-Luton 1 1 1 i 1 1 1
Charlton-Liverpool 2 2 X 2 2 2 X
Chelsea-Tottenham 2 2 X 2 2 2 2
Coventry-Man. City 1 1 X X 1 1 1
Everton-Wimbledon 1 1 1 1 1 1 1
Man.United-Leicester 1 1 1 1 1 1 1
Nott’m Forest-Southampt. 1 1 1 1 1 1 X
Oxford-Aston Villa 2 2 1 X 1 X X
Sheff. Wed.-Newcastle 1 1 X 1 1 1 1
West Ham-QPR 1 1 1 1 1 ] 1
Derby-Grimsby 1 1 X 1 1 1 X
Huddersfield-Cr. Palace 2 . 2 2 2 X 1 2
T / i ■ ■■ mm r w
Jolagjonn 1 ar
■<
*jr. i 1 , \\
Knattspyrnuspilið „90 mínútur“
Spilið sem fer sigurför um Bret-
landseyjar. Hannað af skólastjóra,
frægasta knattspymuskóla
Breta.
íslenskar leiðbeiningar. Dægradvöl
fyrir alla fjölskylduna.
Sölustaður er H-100 í göngugötunni:
föstudaginn 19. des. frá 15-18,
laugardaginn 20. des. frá 10-22,
Þorláksmessu 23. des. frá 10-22.
Leikmenn 1. deildar liðs Þórs verða á
staðnum, spila og kynna leikreglur.
Til sýnis á skrifstofu Þórs kl. 4-6 áUa virka daga
Knattspymudeild Þórs.
Handbolti:
Þór - ÍBK
á laugardag