Dagur - 18.12.1986, Blaðsíða 12
/— —— Jólatré og greinar í Kjamaskógi \ Skógræktarfélag vSUíj'* Eyfirðinga
Jólatré og greinar Gróðrarstöðin
í Göngugötu \ m í Kjama i
„Vegið að atvinnu-
öryggi okkar“
- segir starfsfóik frystihúss ÚKE á Dalvík,
en það hefur safnað undirskriftum til að
mótmæla söluhugmyndum meirihluta
bæjarstjórnar
á hluta bæjarins í Útgerðarfé-
I gær og fyrradag safnaði
starfsfólk frystihúss ÚKE á
Dalvík undirskriftum í fyrir-
tækinu til að mótmæla hug-
myndum meirihluta bæjar-
stjórnar Dalvíkur um sölu á
eignarhlut bæjarins í Útgerð-
arfélagi Dalvíkinga hf. og
Söltunarfélagi Dalvíkur hf.
Texti undirskriftalistanna er á
þessa leið: „Við undirritaðir,
starfsmenn frystihúss ÚKE
Dalvík, mótmælum fram-
komnum hugmyndum um sölu
Norðurland:
Meira af þorski
og rækju
en í fyrra
Á Norðurlandi var afli þá
cllefu mánuði sem af eru árinu
2,8% meiri en á sama tíma í
fyrra. I lok nóvember voru alls
komin 365.407 tonn að landi
en 355.496 tonn í fyrra. Afli
togaranna var orðinn 81.586
tonn, þorskur 54.046 og annar
botnfiskur 27.540, en var
79.886 tonn í fyrra.
A landinu öllu er aukningin
mjög óveruleg; 1.476.853 tonn á
móti 1.476.763 tonnum í fyrra.
En ef við lítum nánar á Norður-
land þá segja tölur frá Fiskifélagi
íslands að afli bátanna hafi aukist
meira en hjá togurunum. Hann
var 283.821 tonn nú, en 275.610 í
fyrra og er aukningin tæp 3%.
Þar er um að ræða meiri rækju og
botnfisk eins og sjá má á eftirfar-
andi tölum. Tölur frá ’85 eru í
sviga: Þorskur 26.880 (21.623),
annar botnfiskur 4.219 (3.717),
síld 394 (561), loðna 238.178
(239.616), rækja 12.830 (8.002)
og hörpudiskur 1.320 (2.091).
Heildarþorskafli á Norður-
landi hefur aukist um 14,3% á
milli ára og rækjuaflinn um
60,3% en veiðar á öðrum tegund-
um hafa dregist saman. Á land-
inu öllu hafa veiðst 330.459 tonn
af þorski á móti 298.523 tonnum
á sama tímabili í fyrra og er
aukningin 10,7%. SS
lagi Dalvíkinga og Söltunarfé-
lagi Dalvíkur á þeim forsend-
um að atvinnuöryggi okkar sé
stefnt í hættu.“
Að sögn Kristmanns Krist-
mannssonar, yfirverkstjóra
frystihússins, stóðu starfsmenn
sjálfir alfarið að þeirri hugmynd
að safna undirskiftunum. Varla
er um annað rætt í fyrirtækinu en
þessi mál og finnst starfsfólkinu
gróflega vegið að atvinnuöryggi
sínu af hálfu meirihluta bæjar-
stjórnar með þessum söluhug-
myndum.
„Ég spurðist fyrir um það á
bæjarstjórnarfundinum, þegar
þessi tillaga var samþykkt, hvort
meirihluti bæjarstjórnar vissi
hver eignarhlutur Dalvíkurbæjar
í þessum fyrirtækjum væri í pen-
ingum. Ég fékk þau svör að það
væri ekki vitað því þetta hefði
ekki verið kannað. Þeir tala mik-
ið um að þeir muni ekki selja
nema fyrir viðunandi verð. Nú
veit ég ekki hvað þeir kalla við-
unandi verð því við vitum náttúr-
lega hvernig kaupin geta gerst í
þessum hlutafélögum og hvernig
þau geta farið,“ sagði Guðlaug
Björnsdóttir, bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokks, um sölutillögu
meirihlutans.
„Það sem vekur furðu fólks
hérna er þessi kúvending
alþýðubandalagsfulltrúans, Svan-
fríðar Jónasdóttur. Hún studdi
það dyggilega á sínum tíma
að Dalvíkurbær eignaðist hluta
í Söltunarfélagi Dalvíkur, þegar
það félag var að rúlla yfir.
Nú styðja báðir fulltrúar
Alþýðubandalagsins tillögu sem
gengur í þveröfuga átt, þ.e. að
bærinn selji eignarhluta sinn,“
sagði Guðlaug. EHB
Ljósmyndakeppni Dags:
Myndimar
birtar eftir
áramót
Á þriðja hundrað Ijósmyndir
bárust í Ijósmyndasamkeppni
Dags, Ljósmynd 86. Dóm-
nefnd hefur nú skoðað mynd-
irnar og kveðiö upp úrskurð
sinn.
Verðlaunamyndirnar verða
birtar í Degi skömmu eftir ára-
mótin. Dagur mun hafa samband
við verðlaunahafa og tilkynna
þeim úrslitin. Eins og kunnugt er
þá eru vegleg verðlaun í boði fyr-
ir bestu myndirnar.
Allir í sparifötunum og hátíðaskapi á litlu jólum aldraðra.
„Erum ekki að biðja
um neina ölmusu
- Teljum okkur vera samkeppnisfæra,“
segir Hákon Hákonarson sem sæti á í nefnd um að efla
innlendan skipaiðnað
teljum að þurfi að gera með lang-
tímahagsmuni í huga og því höf-
um við leitað eftir stuðningi ríkis-
stjórnarinnar við ýmsar aðgerð-
ir,“ sagði Hákon. ET
Vegurinn yfir Leirurnar:
Vaðiabraut
skal hann heita
„Það er tillaga bygginganefnd-
ar að vegurinn yfír Leirurnar
sem venjulega gengur undir
nafninu Leiruvegur, verði lát-
inn heita Vaölabraut,“ sagði
Jón Geir Ágústsson bygginga-
fulltrúi Akureyrar.
Bygginganefnd tók þessa
ákvörðun á fundi sínum í fyrra-
dag og hefur lagt þetta fyrir
bæjarstjórn Akureyrar og
hreppsnefnd Öngulsstaðahrepps.
Ekki hafa þessir aðilar tekið mál-
ið til meðferðar ennþá.
Það er hlutverk bygginga-
nefndar að gefa veginum nafn, en
Vegagerðin mun ekki koma þar
við sögu. „Þetta er gert til að
komast hjá því að vegurinn gangi
undir ýmsum nöfnum, eins og nú
virðist vera og gefa honum nafn
áður en hann verður opnaður
almennri umferð," sagði Jón
Geir Ágústsson.
Líklega mun „Vaðlabraut"
verða opnuð fyrir umferð um
helgina og mun Vegagerðin
leggja mikla áherslu á þá tíma-
setningu. gej-
Við teljum okkur vera að
verða samkeppnisfæra og
erum ekki að biðja um neina
ölmusu,“ sagði Hákon Hákon-
arson formaður Félags málm-
iðnaðarmanna, en hann á sæti
í nefnd sem hefur það hlutverk
að leita leiða til að efla inn-
lendan skipaiðnað. Nefndinni
var komið á fót síðastliðið vor
og hefur átt viðræður við ýmsa
aðila þar á meðal útgerðar-
menn.
Hákon sagði að verkefnisstaða
íslenskra skipasmíðastöðva virt-
ist nú vera mjög góð. Megin
ástæðurnar taldi Hákon vera þær
að afkoma útgerðarinnar væri
góð og verðlag stöðugt. Hins veg-
ar sagði hann að meðal útgerð-
armanna væri sú sérviska algeng
að vilja frekar láta vinna verk
erlendis, en þar spilaði mismun-
andi lánafyrirgreiðsla banka
sennilega inn í.
Nefndin hefur átt viðræður við
LÍÚ til þess að vekja skilning á
þessum málum. „Við höfum
reynt að vekja athygli útgerðar-
manna á því að það er beggja
hagur að við smíðum fyrir þá skip
þegar við erum samkeppnisfærir.
Það eru gífurlegir möguleikar
á þessu sviði hérlendis og það er
fullur vilji hjá þeim sem í þessu
standa að bæta sína þjónusta sem
þó er með þeirri bestu sem þekk-
ist í heiminum. Við erum hins
vegar í bullandi samkeppni við
niðurgreitt vinnuafl erlendis og
ríkisvaldið hefur ekki séð
ástæðu til þess að styrkja sam-
keppnishæfni innlendra fyrir-
tækja á þessu sviði.
Það er víðs fjarri að þessi fyrir-
tæki séu að reyna að koma sér
inn í ríkisgeirann. Við erum
aðeins að benda á það sem við