Dagur - 07.01.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 07.01.1987, Blaðsíða 11
/ Á hendur fel þú honum, sem himna stýrír borg það allt, er áttu í vonum og allt er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Þýð. B. Halld. Mig langar að minnast Fríðu, vinkonu minnar, með fáeinum orðum, nú, er leiðir okkar skilj- ast um sinn, og þakka henni allar ánægjustundirnar á síðastliðnum árum. Mér er í fersku minni, er ég sá hana fyrst, vorið ’83. Ég var nýkomin hingað til Vánersborgar í Svíþjóð, til nokkurra ára dvalar, ásamt manni mínum og börnum. Þá hafði Fríða búið hér í 7 ár, með Sigurði Jónssyni, manni sínum og synirnir voru 4: Bjarni Heiðar, Baldur Heiðar, Bárður Heiðar og Börkur Heið- ar, allt tápmiklir og efnilegir strákar. Þegar þau Fríða og Siggi fréttu af komu okkar buðu þau okkur strax í heimsókn á sitt hlýlega og snyrtilega heimili á Hovslagar- götunni og aðstoðuðu okkur við ýmislegt í sambandi við flutning- ana, því margt var okkur fram- andi á ókunnum stað. Æ síðan höfum við átt hjá þeim vinum að mæta. Margt hefur hún Fríða kennt mér á þessum árum og miðlað af sinni reynslu, því hún var með afbrigðum náttúrugreind, útsjón- arsöm og hagsýn. Maður kom aldrei að tómum kofanum hjá henni, og hún var ávallt veitand- inn í okkar samskiptum. Þótt Fríða hefði fremur alvar- legt yfirbragð var þó alltaf stutt í Reykjahlíö: Veður hamlar byggingu gmnnskóla Lokið er að steypa upp norðurhluta grunnskólans í Reykjahlíð og var fyrirhugað að koma þakinu á fyrir ára- mót. Að sögn sveitarstjórans, Jóns Péturs Líndal, tókst það ekki. Það þurfti að steypa dálítið undir það öðrum megin en ekki hefur gefíð veður til slíkra framkvæmda. Sam- kvæmt verksamningi átti verk- inu að Ijúka um mánaðamótin nóvember-desember, en vegna þess að teikningar voru ófull- nægjandi stöðvaðist fram- kvæmdin um tíma og hefur verkinu síðan miðað eftir því sem veður hefur leyft. Hér er um að ræða fyrsta áfanga, eftir er að steypa upp annað hús og ganga frá öllu og er áætlað að því verði lokið 1991. Kostnaðurinn við bygginguna er þegar orðinn allmikill og þarf sveitarstjórnin að bíða eftir upp- lýsingum um fjárveitingu frá rík- inu fyrir næsta ár áður en farið verður að ákveða næsta áfanga. Heildarkostnaðaráætlun hljóðar upp á tæpar 40 milljónir og hefur ríkið skuldbundið sig til að greiða helming upphæðarinnar. Verktaki við bygginguna er Sniðill hf. Sniðill hefur einnig að mestu leyti séð um smíði og upp- setningu innréttinga fyrir bóka- safnið sem fengið hefur rými í nýrri viðbyggingu við Skjól- brekku. Bókasafnið var áður til húsa að Grænavatni IV. SS glettnina og brosið og hún sagði einkar skemmtilega frá. Undan- farin haust höfum við farið sam- an í margar skógarferðir, í sveppa- og berjaleit. Báðar kunnum við vel við okkur úti í náttúrunni og í þessum ferðum bar margt á góma. „Alltaf flýgur hugur heim, hvar sem gerist saga landans“, mælti Einar Ben. og er það orð að sönnu. Hugur Fríðu flaug oft heim á Frón og.hún rifj- aði gjarnan upp skemmtilegar minningar þaðan, t.d. frá skóla- •árunum á Akurevri. . Hún var hjúkrunarfræðingur að mennt, en eftir að ég kynntist henni vann hún ekki utan heim- ilisins. Þar hafði hún líka ærinn starfa og oft langan vinnudag. Ef nokkurt tóm gafst voru prjónarn- ir gripnir eða vefurinn sleginn. Þeir eru ófáir, hér um slóðir, sem klæða af sér kuldann með lopa- peysum, sem hún hefur prjónað og það var enginn svikinn á við- skiptunum við hana. Allt, sem hún vann bar merki vandvirkni og listfengi. Hún of feikifallegar myndir í vefstólnum sínum, nokkrar þeirra voru sýndar á list- sýningu, sem haldin var hér í Vánersborg í fyrravetur. Fríða var afar barngóð og hjartahlý, enda var yfirleitt fullt hús af smáfólki hjá henni: Dreng- irnir hennar, þeirra vinir og svo á síðustu misserum „dagbörn", er hún tók í pössun. Fríða var glöð á góðri stund og hafði t.d. mjög gaman af að taka lagið. Mér er sérstaklega minnis- stætt þorrablótið okkar sl. vetur. Þar kyrjuðum við ættjarðarlögin og er sungin höfðu verið öll þekktustu erindi kvæðanna kunni Fríða oftast nokkur til viðbótar. Fyrir tveim og hálfu ári varð fyrst vart alvarlegs sjúkdóms hjá Fríðu. Það var, að vonum, mikið áfall ungri konu og móður. Þá kom þó best í ljós hennar undra- verði andlegi styrkur. Honum hélt hún alveg fram í andlátið. Hún skrapp heim til íslands í nóv. sl. og hafði mikla ánægju af þeirri ferð. En stuttu eftir að hún kom hingað út aftur fór heilsu hennar að hraka. Þó hélt hún veislu í tilefni 5 ára afmælis yngsta sonarins, aðeins mánuði áður en hún dó. Fríða lést aðfaranótt aðfanga- dags jóla, eftir stutta legu. Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að liggja heima, umvafin ástúð og hlýju eiginmannsins og kunn- átta hans í hjúkrunarfræðum kom þar að góðum notum. Hún gat brosað hughreystandi til drengjanna sinna hinsta kvöldið. Þeirra er huggunin sú að nú er hún á meðal ástvina í æðri heimum. Þeir höfðu útbúið fal- legar jólagjafir handa mömmu sinni, en þeir gera sér ljóst að hún þarf ekki gjafanna með, þar sem hún er nú, því þar hefur hún allt, sem hún þarfnast. Við, landar Fríðu hér í Ván- ersborg og Trollháttan, sem vor- um svo lánsamir að kynnast henni, þökkum henni ánægju- lega, en allt of stutta, samleið og biðjum henni blessunar Guðs. Sigurði og drengjunum, svo og systkinum hennar heima, sam- hryggjumst við innilega. Er vinir kveðja verður stirt um mál og vetrarmyrkur grúfir yfir sál. Hann, er á jólum sendi oss sinn son mun sárín græða ogkveikja nýja von. Gunnþóra Gunnarsdóttir Vánersborg. Vinningstölur 3/1 1986 1. vinningur var kr. 3.754.045,- sem skiptist í 5 staöi og koma kr. 750.809 í hlut hvers. 2. vinningur var kr. 656.084,- og skiptist í 403 staði, þannig aö kr. 1.628 koma í hlut hvers. 3. vinningur var kr. 1.530.314,- 7151 var meö þrjá rétta og fær hver kr. 214,-. NATTURUVERNDARRAÐ Hverfisgötu 26-101 Reykjavík • Sími 22520 Náttúruverndarráð auglýsir námskeið í náttúruvernd. Til- gangur námskeiðsins er að gefa fólki innsýn í náttúruvernd á Islandi, þjálfa það til að hafa eftirlit með friðlýstum svæðum og fræða fólk um náttúru landsins. Þátttakendur í námskeiðinu skulu vera orðnir 20 ára og hafa stað- góða framhaldsmenntun. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður. Þátttaka í námskeiði sem þessu er skilyrði fyrir ráðningu til land- vörslustarfa á vegum Náttúruverndarráðs en tryggir þátttakendum þó ekki slík störf. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík og þjóðgarðinum í Skaftafelli og fer fram eftirfarandi daga: 20., 21. og 22. febrúar, 13., 14. og 15. mars, 3., 4. og 5. apríl í Reykjavík og 30. apríl-3. maí í Skaftafelli. Skriflegar umsóknir, með heimilisfangi og síma, er greina frá menntun, aldri, störfum, áhugamálum og öðru sem máli skiptir, skulu berast Náttúruverndarráði, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík, fyrir 20. jan. 1987. 7. janúar 1987 - DAGUR - 1,1 Akureyringar - Norðlendingar Yið opmim aftur á nýju ári með nýjum matseðli og úrvali vína. Opið föstudags- og laugardagskvöld (matur framreiddur frá kl. 19.00). Tilboð fyrir leikhúsgesti á kr. 850.00 (frá kl. 18.00). Laxdalsfordrykkur rjómalöguð spergilsúpa riddarasteik (snarað naut) kaffi og konfekt Upplýsingar og pantanir í símum 27122 og í Laxdalshúsi 26680. Með kveðju Bjarni Ingvason, matreiðslumeistari, Örn Ingi. Verkstjornarfræðslan Námskeið á Akureyri vorið 1987. Stjórnun il 12.-15. janúar Fariö er yfir undirstööuatriði í verktilsögn, líkamsbeitingu viö vinnu, stjórnun breytinga, starfsmannaviðtöl og hegöun ein- staklinga við vinnu. Vinnuumhverfismál 23.-26. febrúar Farið er yfir helstu atriði í vinnulöggjöf og skaðabótarétti, skyldur verkstjóra og ábyrgð, öryggi á vinnustöðum og við- hald öryggismála, slysavarnir og brunavarnir. Stjórnun I 16.-19. mars Sérstaklega fyrir konur. Farið er yfir undirstöðuatriði í stjórnun og mannlegum sam- skiptum. Verkskipulagning 27.-30. apríl Farið er yfir undirstöðuatriði í skipulagningu verka og áætlanagerð og notkun tölvu við skipulagningu verka. Námskeiðin verða haldin í húsi Flugbjörgunarsveitar Akureyrar, Galtalæk, frá kl. 8.45^17.00 alla daga. Hvert námskeið kostar kr. 9.540,-. Innifalið er öll námsgöqn og kaffi. Skráið þátttöku strax eða fáið sendan bækling frá Iðntækni- stofnun íslands, sími 91-687000, Árna Birni Arnasyni verk- stjórafélagi Akureyrar, vs. 96-21300 og hs. 96-21249 eða skrifstofu Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis milli kl. 14 og 17, sími 25446. Óskum að ráða starfskraft í hlutastarf sem fyrst. Áhugasamir komi til viðtals í verslunina miðvikud. 7. janúar eða fimmtudaginn 8. janúar frá kl. 16.30-18.00. Bókaverslunin Edda Hafnarstræti 100. simi 24334 Hjúkrunardeildarstjóri Kristnesspítali óskar að ráða hjúkrunardeildar- stjóra. Ibúðarhúsnæði og barnagæsla á staðnum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-31100. Kristnesspítali. Vantar góðan skrifstofumann hjá góðu fyrirtæki. Umsóknir sendist afgreiðslu Dags fyrir 15. janúar merkt „Skrifstofumaður“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.