Dagur - 08.01.1987, Síða 7
Texti:
Ingibjörg Elfa Stefánsdóttir.
Myndir: Kjartan Þorbjörnsson.
andinn annar.“
- Hvað finnst þér Bryndís, er
þetta ólíkt því sem þú átt að venj-
ast á Sauðárkróki?
B: „Já, mér finnst fólk hér mik-
ið „snobbaðra" og þetta er frekar
fúlt miðað við heima þar þekkja
allir alla en hér hugsar hver um
sig og sína.“
- Finnst þér erfitt að komast
inn í hópinn?
B: „Já, manni liði eins og hálf-
vita ef maður kæmi hingað einn
og ætlaði að kynnast fólkinu. Það
er ekki hægt nema að vera í
fylgd með bæjarfólki eða ef mað-
ur er ekki alveg edrúl"
- Finnst ykkur ölvun vera
meiri en gengur og gerist á
venjulegum böllum?
S: „Mér finnst ölvun minni en
oft. Ég held að það mætti komast
hjá mikilli ölvun á áramótaböllum
með því að leyfa ölvun. Núna eru
hér 15-16 ára krakkar og eldri og
þeir eru orðnir alveg nógu stórir
L: „Hitta gamla skólafélaga."
H: „Ég hef aldrei verið hér áður
á áramótaballi."
- Skemmtið þið ykkur vel?
„Já, það er æðislega gaman.“
- Hafið þið oft komið í Dyn-
heima?
H: „Dálítiö."
L: „Sjaldan."
- Finnst ykkur vanta einhver
skemmtiatriði?
S og K: „Ekki skemmtiatriði
heldur hljómsveitir eitthvað „live“
t.d. Stuðmenn!“ (í kringum okkur
heyrðust hávær hróp þeirra sem
voru sammála, greinilegt að það
eru fleiri en Kínverjar sem fíla
Stuðmenn.)
Henni var ekki sama hvaða lag var spilað.
til að fara með vín. Leyfa vín á
einu balli á ári!“
K: „Sammála."
B:- „Sammála."
- Einhver minnisstæður
atburður?
S og B:„ Þegar við yfirgáfum
heimavistarskólann að Núpi. Það
var æðislegt!"
K: „Bandaríkin."
- Áramótaheit?
S: „Hætta að reykjal!"
- Skemmtið þið ykkur vel?
„Já, alveg frábærlega, þetta er
svaka stuðl"
Helen og Lilja Fossdal
(ekki systur)
15 og 16 ára
- Af hverju Dynheimar um
áramót?
Eigum við ekki að spila gömlu góðu lögin núna?
- Finnst ykkur mikið sama
fólkið eins og áður?
„Já, stór hluti hópsins kemur
oft hingað."
- Hafið þið áður verið á ára-
mótaballi?
H: „Já í Lundarskóla."
L: „Já hér í Dynheimum."
- Finnst ykkur þetta ball öðru-
vísi á einhvern hátt?
L: „Meira stuð og fleiri
krakkar."
- Finnst ykkur að unglinga-
staður eins og Dynheimar ætti að
gera eitthvað sérstakt til að
skapa áramótastemmningu?
„Kannski ekki skemmtiatriði en
eins og Sjallinn bauð upp á, hatta
og knöll.“
- Finnst ykkur þetta ball þá of
líkt venjulegum böllum?
„Já, allt of líkt fyrir þessa
stemmningu sem á að ríkja um
áramót."
- En hvað með ölvunina?
„Tvímælalaust meiri en venju-
lega því hún er mikil.“
- Hvernig þætti ykkur að setja
uþp skemmtun fyrir alla aldurs-
hópa um áramót?
„Jú, það væri flott, allir saman
að skemmta sér.“
„Ekki sérstakir staðir fyrir
hvern aldurshóp."
- Einhver minnisstæður
atburður?
(Þær litu hálfvandræðalegar á
hvor aðra.) „Ekkert persónulegtl!
Segjum bara leiðtogafundurinn."
- Einhver áramótaheit?
„Er ekki best að hætta að
reykja eins og aðrir, svona þegar
við höfum byrjað! Nei í alvöru,
haga sér betur og ná öllum
prófunum!“
8. janúar 1987 - DAGUR - 7
Ingi V. Jónasson:
Menn á borð við Jóhannes
Nordal og bankamálaráðherra
Matthías Bjarnason eiga rétti-
lega að sæta ábyrgð og segja
af sér, eða vera skilyrðislaust
reknir.
Egill Helgason:
Það nær auðvitað engri átt að
menn komist upp með að bkra
hver á öðrum. Þarna er greini-
lega brotalöm í löggjöfinni, að
Seðlabankanum skyldi lást að
auglýsa hæstu leyfilegu vexti.
Mér finnst samt engin ástæða
til að bankastjórarnir segi af sér
og ekki þörf á annarri rannsókn,
því eins og Steingrímur segir,
þá hefur hún farið fram.
Björn Níelsson:
Það er greinilegt að þarna hafa
átt sér stað mistök sem eru
alfarið sök Seölabankans. Fyrst
Jóhannes vill ekki viðurkenna
þessi mistök og reynir að verja
þau, á að reka hann.
Margrét Sigurðardóttir.
Þetta er algjörlega óhæft að
ekki sé hægt að koma lögum
yfir þessa menn sem stunda
óprúttin viðskipti sem okurlána-
starfsemi er og í mörgum tilfell-
um notfæra sér neyð annarra.
Mér finnst bankastjórarnir eigi
ekki að segja af sér, enda óljóst
hver á sök á þessum mistökum.
Haukur Hafstað:
Þetta sýnir að það er ekkert
treystandi á Jóhannes Nordal
og bankavaldið né löggjafar-
valdið í þessu landi. Það er
gjörsamlega óþolandi að ekki
sé hægt að koma lögum yfir
glæpamenn vegna mistaka
þessara aðila.
spurning vikunnac
Hvað finnst þér um síðasta dóm
I okurmálinu svokallaða og þau
mistök sem Hæstiréttur telur
háfa verið gerð og grundvallar
sína niðurstöðu á?