Dagur - 13.01.1987, Page 3
13. janúar 1987 - DAGUR - 3
Kópasker:
Endurbótum á rekstri
haldið áfram
- að sögn Eysteins Sigurðssonar nýráðins kaupféiagsstjóra
Um áramót tók Eysteinn Sig-
urðsson við starfi kaupfélags-
stjóra KNÞ á Kópaskeri. Hann
sagði starfið leggjast vel í sig
þrátt fyrir nokkra rekstrar-
erfiðleika, en stefnt væri að því
að sigrast á þeim. Lausafjár-
staðan hefur verið frekar slæm
en Eysteinn ætlar að halda
áfram með þær endurbætur á
rekstri sem hófust á síðasta ári
og eru farnar að skila sér.
Eysteinn er fæddur í Reykja-
vík en hóf störf hjá Kaupfélagi
Langnesinga á Þórshöfn 1976 og
vann þar uns hann flutti sig til
Kaupfélags Norður-Þingeyinga á
Kópaskeri síðastliðinn vetur.
Um áramót tók hann síðan við
starfi Péturs Þorgrímssonar sem
kaupfélagsstjóri.
„Þetta er að verða harðari
rekstur. Kaupfélögin hafa verið
að gefa eftir á mörgum vígstöðv-
um. Þau hafa haft það að sjónar-
miði að stuðla að eflingu byggðar
en stundum hafa kaupfélögin
þurft að borga fyrir það,“ sagði
Eysteinn. Ekki sagðist hann
búast við neinum nýjungum hjá
kaupfélaginu heldur yrði reynt að
hagræða þeim rekstri sem fyrir er
og sagðist hann líta björtum aug-
um á árið framundan.
KNÞ er með útibú í Ásbyrgi og
á Raufarhöfn. Að sögn Eysteins
hefur reksturinn gengið ágætlega
í Ásbyrgi, sérstaklega yfir sumar-
mánuðina. Með vaxandi ferða-
mannastraumi væri engin ástæða
til að ætla annað en að útibúið
þar myndi spjara sig vel. SS
Slysavarnadeild kvenna á Akureyri afhenti um helgina Sjódeild Slysavarnafélags Islands á Akureyri talstöðvar að
gjöf. Myndin er af fulltrúum beggja deildanna er afhending talstöðvanna hafði farið fram. Mynd: rm
Hafspil hf. á Akureyri:
Mikil aukning í sölu
„Þetta gengur vel og við smíð-
um fyrir sífelit stærri báta og
skip. Mestur vandinn við
svona rekstur er að við þurfum
að eiga lager upp á 7-8 milljón-
ir,“ sagði Elliði Hreinsson
framkvæmdastjóri Hafspils hf.
í samtali við Dag. Meðal skipa
sem búin eru tækjum frá fyrir-
tækinu eru Akureyrin og
Margret.
Hafspil hf. er eitt þeirra fyrir-
tækja sem eflst hefur með aðstoð
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar.
Iðnþróunarfélagið á 20% í fyrir-
tækinu, Samherji 20% og ein-
staklingar afganginn. Fyrirtækið
smíðar ýmiss konar vökvadrifin
tæki svo sem spil og blakkir í báta
og skip.
Nú er verið að endurskipu-
leggja reksturinn hjá fyrirtækinu
þar sem húsnæðið er orðið nokk-
uð lítið. Fyrirhugað er að byggja
við húsnæðið á næstunni. Starfs-
menn hjá fyrirtækinu eru 10.
Mikil aukning hefur orðið í
sölu hjá fyrirtækinu og sem dæmi
um það nefndi Elliði að fyrir
miðjan mars þyrftu þeir að vera
búnir að afgreiða pantanir upp á
tæplega 7 milljónir. Elliði sagði
að sér virtist sem veltan á þessu
ári yrði talsvert meiri en því síð-
asta.
Mest sala hefur verið í svo-
kölluðum netaafdrögurum og
sagði Elliði að þeim hefði verið
mjög vel tekið. Helsti keppinaut-
ur á þessum markaði er norskt
fyrirtæki og sagði Elliði að miðað
við gæði teldu þeir sig vera mjög
vel samkeppnisfæra. ET
Þingeyjarsýslur:
Samstarfssamningur
um iönþróunarmál
Þann 1. janúar síðastliðinn tæki og einstaklinga innan við- um og fasteignagjöldum.
gekk í gildi samstarfssamning-
ur milli Iðnþróunarfélags
Húsavíkur og Húsavikurkaup-
staðar, Presthólahrcpps, Rauf-
arhafnarhrepps, Þórshafnar-
hrepps og Skútustaðahrepps.
Samningurinn kveður m.a. á
um að Iðnþróunarfélag Húsavík-
ur taki að sér að vera ráðgefandi
aðili fyrir sveitarstjórnir, fyrir-
komahdi sveitarfélaga við hvers
kyns athuganir á hugsanlegri at-
vinnuuppbyggingu, veita aðstoð
við stofnun nýrra fyrirtækja og
vera starfandi fyrirtækjum innan
handar við bættan rekstur og
aukið hagræði.
Árleg þóknun sveitarfélaganna
fyrir þessa þjónustu skal vera
0,5% af aðstöðugjöldum, útsvör-
Þorvaldur Vestmann Magnús-
son formaður Atvinnumála-
nefndar Húsavíkur sagði að
starfsmaður Iðnþróunarfélagsins,
Sigurbjörn Þorkelsson iðnráð-
gjafi hefði haft mikið að gera. Af
starfi hans væri sjáanlegur árang-
ur sem mæla mætti í einhverjum
fjölda nýrra ársstarfa á Húsavík.
IM
Bændur Norðurlandi!
Óska eftir að kaupa góða bújörð. Lysthafendur leggi nafn
og heimilisfang inn á afgreiðslu Dags fyrir 14. febrúar
merkt „Bújörð ’87“.
Utvegsmenn
Norðurlandi
Útvegsmannafélag Norðurlands boðartil fundar
fimmtudaginn 15. janúar á Hótel KEA, Akureyri
kl. 14.00.
Stjórnin.
Bíla- og bátasími
Mobira er eitt vandaðasta merkið á
markaðinum.
★ ísetning í bíla samdægurs.
★ ísetning og frágangur í báta og skip
annast HJkF~TÆM€Nl SF~.
(Birgir Aðalsteinsson og Sævar Örn Sigurðsson)
Söluumboð á Norðurlandi.
Möhhirsf.
Draupnisgötu 1 Símar 21365 og 21715
CBÍi' Bronco
Til afgreiðslu í febrúar.
Leitið upplýsinga.
Bílasalan hf.
Strandgötu 53, sími 26301.
Vegna nýrra samninga getum við nú
boðið Ford Bronco II, árg. ’87 á ótrú-
lega hagstæðu verði.
Frá kr. 995.000 - og er m.a. eftirfar-
andi búnaður innifalinn:
☆ Vél 2,9 L V-6 m/tölvustýrðri
innspýtingu og kveikju,
140 hö.
☆ Aflhemlar, diskar að fram-
an, skálar að aftan m/ABS
læsivörn.
☆ 5 gíra skipting m/yfirgír
(sjálfskipting fáanleg).
☆ Vökvastýri.
☆ Rafstýrð drifskipting, sjálf-
virkar framdrifslokur.
☆ Hjólbarðar P195/75Rx15
m/grófu mynstri.
☆ Varahjólsfesting ásamt
læsingu og hlíf.
☆ Krómað grill og krómaðir
stuðarar.
☆ Útvarp AM/FM stereo
ásamt klukku (digital), 4
hátölurum, minni og sjálf-
leitun.
☆ Skyggðar rúður.