Dagur


Dagur - 13.01.1987, Qupperneq 8

Dagur - 13.01.1987, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 13. janúar 1987 Þannig leit vélasalur Flóru út fyrir 50 árum, árið 1936. Otto E. Nielsen, fyrsti verksmiðju- stjóri Flóru. „Ég vann í Elóru“ daga. Fyrst var smjörlíkinu hand- pakkaö. Það var sett í hálfgerða hakkavél sem snigill var í. Smör- líkið kom út úr túðu á vélinni og þegar viss lengd var komin á borðið var smjörlíkið skorið nið- ur með grind sem var afmörkuð í sex eða átta stykki. Þetta var eins og stór ostahnífur. Síðan gengu stykkin áfram á færibandi og kona, sem stóð við bandið, tók hvert stykki fyrir sig og setti á pappírinn og pakkaði því inn í höndunum. En þessu var auðvit- að hætt þegar ný pökkunarvél kom frá Sviss. Þegar nýja vélin kom var verk- smiðjan að flytja í núverandi húsnæði og þar var pökkunarvél- in sett upp. Smjörlíkið var enn um hríð unnið á gamla staðnum, þar sem nú er efnagerðin Flóra. Við urðum að bera smjörlíkið á milli innanhúss í stórum þvotta- bölum. Það hefði einhverjum þótt broslegt að sjá þessi vinnu- brögð í dag og einhver neitað að taka þátt í þessu.“ - Manstu eitthvað frá bygg- ingu þessa húss? „Já, það röskuðust illilega hlutföllin í húsinu því það áttu að vera flísar á gólfinu en það var svo ekki hægt því þær fengust ekki. Þá var sett þunnt lag af sandi á gólfið og svo kom hingað danskur maður, Kristofersen að nafni, sem kunni að leggja svo- kallað terrassó, en það var kvartsefni sem var pressað á gólfið. Þetta hækkaði gólfið upp um margar tommur svo að það þurfti að saga neðan af hurðum sem voru komnar upp, þær hefðu ekki fallið í fölsin. Þess vegna er lægra undir loft á neðri hæðinni en ella.“ Brjóstsykur og súkkulaði - Nú var ýmislegt framleitt í Flóru hér áður. „Já, við framleiddum brjóst- sykur og karamellur. Við höfðum líka súkkulaði og það var ekkert annað en Rowntrees-súkkulaði, þetta fræga enska. Við fengum það í stórum 50 kg blokkum og þær voru bræddar í gamalli ísvél sem ís hafði verið framleiddur í hjá Brauðgerð KEA þegar Sigurður Bergsson var þar. Súkkulaðinu var hellt í lítil mót og það voru stúlkur sem lömdu í mótin til að súkkulaðið færi vel út í það. En það sýndi sig hvað Björgvin Júníusson var útsjónar- sarnur að hann fór einu sinni nið- ur í POB og sá menn vera að vinna við pappír. Mennirnir voru með stórar arkir, sem þeir rétt náðu utan um, og settu þær á bretti sem virtist standa kyrrt. Svo var þó ekki, því brettið víbr- aði og pappírsarkirnar féllu slétt- ar hvor við aðra. Baddi sá að hægt var að nota þetta til að lemja út súkkulaðið í mótunum og fékk brettið lánað til reynslu. Eftir þetta var svo fengið víbra- bretti í Flóru.“ Björgvin og Svavar - Þekktir þú þá Björgvin Júníus- son og Svavar Helgason vel? „Baddi Jún var stórkostlegur maður en hann átti stundum erfitt. Hann var mikill hæfileika- maður og það var gott að vinna hjá honum. Hann er eini maður- inn sem ég hef unnið hjá sem vildi ekki taka við jólagjöf úr hendi starfsfólksins. Við vildum gefa honum jólagjöf og hann tók við gjöfinni en bað okkur að gera þetta aldrei aftur. Hvers vegna? Hann sagði við okkur: „Ég er hæstlaunaði maðurinn hjá fyrirtækinu og þið eigið ekki að vera að gefa mér, elskurnar.“ „Ég hef aldrei orðið var við þetta sjónarmið hjá neinum yfir- manni nema þarna. Þetta dæmi lýsir því hvernig maður Björgvin var. Ég vann líka mikið með Svav- ari Helgasyni, sem varð verk- smiðjustjóri smjörlíkisgerðarinn- ar eftir að Nielsen fór. Svavar var skemmtilegur maður og gott að vinna með honum. Hann vildi að sér væri svarað á jafnréttisgrund- velli og við vorum vinir til ævi- loka hans, 1978. Hann var ákaf- lega mikið snyrtimenni í umgengni og verksmiðjan bar þess vott, það var alltaf hreint og fallegt í kringum hann.“ Hljómsveitin Pass: Fjölhæfir tónlistarmenn Hljómsveitin Pass var stofnuð þann 2. nóvember síðastliðinn og hana skipa þeir Júlíus Guðmundsson söngur, Þórir Jóhannsson bassi, Halldór Hauksson trommur, Jón Elvar Hafsteinsson gítar og Vilhelm Hallgrímsson hljómborð. Þeir hafa allir verið einhvern tíma í tónlistarskóla, frá 2 og upp í 6 ár og er slíkt fáheyrt. Fyrir bragðið kunna þeir mikið fyrir sér drengirnir og geta spilað ýmsar tegundir tónlistar. „Við spilum alþjóða músík,“ sögðu þeir þegar blaðamenn litu á æfingu hjá þeim. „Rokk, popp, þungarokk, gömlu dansana, funk og flest sem okkur dettur í hug. Við erum sjálfsagt eina hljóm- sveitin sem býður upp á „latin“ takta. Sem sagt við spilum jafnt fyrir unglinga og eldra fólk. Það má líka fá okkur til að spila á þorrablótum ef fólk pantar tímanlega.“ Pass hefur spilað í Árskógi, Ólafsfirði og á Þórshöfn. Aðspurðir sögðust þeir mjög ánægðir með viðtökurnar. Þeir eiga nú þegar trygga aðdáendur í kringum þessa staði og einnig er einn „fan“ í Eyjum. Pass spilar ekki frumsamið efni, en auðvitað eru strákarnir að gutla ýmislegt og er aldrei að vita nema þeir laumi einu og einu frumsömdu lagi með á næstunni. Ég nennti ekki að spyrja þá að því hvort þeir stefndu að plötuútgáfu. Við skulum bara segja að þeir stefni ekki að plötuútgáfu strax. Ég spurði hvort þeir væru metnaðarfullir. „Jú, metnaður- inn er fyrir hendi. Við viljum gera það vel sem við gerum hverju sinni og gerum miklar kröfur til okkar sjálfra. Til dæmis spilum við aldrei undir áhrifum áfengis og það er meira en sumar hljómsveitir geta sagt.“ En nú vildi ég sannreyna það hvort þessir tónlistarmenntuðu ungu menn (um og yfir tvítugt), kynnu að meðhöndla hljóðfærin. Þeir renndu sér í gegnum bræðing, tóku The final countdown, Pow- er of love og Þórð. Stórgott hjá þeim, kraftur og lipurð. Greini- lega kunnáttumenn. Hljómsveitin Pass er sum sé til- búin til að spila við hvurs slags tækifæri, hvar sem er, hvenær sem er og hvernig sem er. Best er þó að hringja tímanlega í síma 25421 eða 24008. SS Opið bréf - til Valdimars Gunnarssonar menntaskólakennara og ritstjóra „Súlna“ Herra ritstjóri! Ég beindi þeirri spurn til þín í smápistli, er birtist í lesendahorni „Dags“ 5/3 1986, hvort tíma- ritið „Súlur“ væri dautt og ef svo væri - hvers vegna. Alllangur tími leið án þess að svar birtist. Þá datt mér í hug hvort vera kynni að þú værir ekki kaupandi blaðsins, skar því þessa orðsend- ingu úr blaði mínu og sendi þér. Ekki hafði það áhrif, áfram ríkti þögn. En það er undarlegt hvað jafnvel dauðaþögn getur verið áhrifarík. Það var t.d. ótrúlegt hve margir kunningjar mínir spurðu, er ég hitti þá á förnum vegi, hvort ég hefði ekki fengið svar frá þér og niðurlútur varð ég að viðurkenna að fjallið hafði ekki komið til Múhameðs. Ég hlýt að viðurkenna að ég var svo- lítið vonsvikinn, að þú skyldir ekki virða mig svars og það olli mér smávegis heilabrotum, sér- staklega ef ég sofnaði ekki jafn skjótt og ég lagði höfuð á kodda, á kvöldin. Svo gerðist það nokkru fyrir jólin eitt kvöld, í þann mund er ég mun hafa verið staddur á stefnumóti vöku og svefns að ég glaðvaknaði við það að mér fannst kveða við í eyra mér, hátt og skýrt: ískrar hlátur allt um kring frá ýmsum kátum túlum, að þurfti státinn Þingeying til þess að slátra Súlum. Ég þaut fram úr rúmi, kveikti ljós og settist við borð, reynandi að ígrunda hvernig mér bæri að skilja svona skrítilegheit, en næstum því satt að segja, skortir mig skilning ennþá. Líklega var þetta bara tóm vitleysa. Ekki var líklegt að nokkur Þingeyingur hefði framið slíkt ódæði. Meira en svo eru þeir þekktir að menn- ingu til hugar og handa. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt get- ið um ættlera á þeim slóðum og svo mikið er víst að Þórhallur Bragason, sem sá um útgáfu tólfta og þrettánda árgangs Súlna, hélt vel í horfi, hvað efnis- gæði snerti og á þar fyrir þakkir skildar, en eftir að hann hvarf til ræktunar moldar og mennta í sín- um heimahögum hafa Súlur ekki verið sýnilegar. Ég man að ég hugði gott til er þú, ungur og glæsilegur menntamaður, tókst við vandskipuðu sæti Erlings Davíðssonar, og svo mun fleirum hafa farið. Er tímar liðu fram undraðist ég þó nokkuð að ekk- ert efni skyldi koma frá þér á blaðsíðum þessa ágæta rits. Undantekning var þó að fyrir kom að á kápusíðum innanverð- um birtir þú gneistandi hvatning- arorð, svo næstum hrutu eld- glæringar af, til lesenda að senda efni til Súlna svo brýn sem þörfin væri að halda merkinu hátt. Ég sé þar að þér fannst áhugaleysi Ey- firðinga vítavert og vel má það rétt vera, en held þó að þeir hafi lagt til meirihluta þess efnis sem Súlur birtu, svo sem þeim vissu- lega bar siðferðileg skylda til. Reyndar auglýsti ritið sig sem norðlenskt tímarit og varð feng- sælt að efni víðs vegar að, jafnvel frá Vesturheimi. Góður sýnist mér hlutur Þingeyinga í framlög- um þeirra, að öðrum ólöstuðum. Fyrir nokkrum árum bar svo við að ég lét þau orð falla við einn kunningja minn að ég undraðist að aldrei skyldi birtast teljandi efni frá þér í Súlum, svo sem frá öðrum ritstjórum þess rits. Hann sagði mér að þú værir svo öðrum störfum hlaðinn að þess væri, því miður, vart að vænta. Sé þetta rétt er skiljanlegt hví þú hefur ekki svarað fyrirspurn minni. Sjálfsagt hefur þú ekki haft tíma aflögu til þess og þá liggur við að ég fari að trúa svo ótrú- legri sögu að þér hafi aldrei gefist ráðrúm að boða til stjórnarfund- ar í Sögufélagi Eyfirðinga, síðast- liðin fimm ár. Ég vona að þú leið- réttir hvað sem missagt kann að vera, af minni hálfu. Ég hafði ætlað mér að senda þér þessa endurnýjuðu fyrirspurn um heilsufar Súlna stuttu fyrir síð- ustu jól, en frestaði því þar sem mér hugkvæmdist að kannski safnaðir þú kröftum í helgi- og hvíldarfaðmi jólanna og fríinu fram um áramótin. Það yrði ákaf- lega vel þegið af fleirum en mér ef þér skyldi vinnast tími til að upplýsa hvort vænta megi endur- komu Súlna, eða birta dánarvott- orð þeirra, að öðrum kosti. Ef þeim skyldi vera lífsvon væri dásamlega gaman ef þær gætu komið út fljótlega, t.d. um páskaleytið, af því að það er viðurkennd upprisuhátfð. Að lokum óska ég þér gleði- legs árs og gæfuríkrar framtíðar, en ekki hvað síst að þú hljótir ætíð umbun áhuga þíns og athafnasemi, eftir verðleikum. Sigtryggur Símonarson, Norðurgötu 34 - Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.