Dagur

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 1987næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagur - 13.01.1987, Síða 9

Dagur - 13.01.1987, Síða 9
13. janúar 1987 - DAGUR - 9 Eyjólfur Sverrisson leikmaður Tindastóls skoraði 45 stig gegn Þór á laugar- dag. Hvað gerir Eyjólfur í kvöld? Mynd: rþb Bikarkeppni KKÍ: Þór og Tindastóll leika í kvöld Þór og Tindastóll leika í kvöld í bikarkeppni Körfuknattleiks- sambands Islands. Leikurinn fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri og hefst kl. 20. Þessi lið mættust á laugardaginn var í 1. deildinni og þá fóru Þórs- arar með sigur af hólmi í mikl- um stigaleik. Leikir Þórs og Tindastóls eru oftast mjög jafnir og skemmtileg- ir, þrátt fyrir að Pórsarar hafi yfirleitt farið með sigur. í báðum liðum eru mjög snjallir leikmenn og má þar nefna unglingalands- liðsmennina Eyjólf Sverrisson hjá Tindastóli og Konráð Óskars- son Þórsara. Eyjólfur lék mjög vel gegn Þór á laugardaginn og skoraði 45 stig, eða tæpan helm- ing stiga liðsins. í báðum liðum eru þjálfararnir jafnframt leik- menn, þeir ívar Webster lands- liðsmaður þjálfari Þórs og Kári Marísson fyrrum landsliðsmaður þjálfari Tindastóls. Búast má við skemmtilegum leik í kvöld og eru körfuknatt- leiksáhugamenn hvattir til þess að mæta í Höllina og hvetja sína menn. Það lið sem sigrar heldur áfram í keppninni og gæti eins dregist á móti einu af toppliðun- um í íslenskum körfubolta í næstu umferð. Knattspyrna: Þröstur sér um vetrar- æfingarnar Þröstur Guöjónsson íþrótta- kennari hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóhannesar Atiasonar við þjálfun meist- araflokks Þórs í knattspyrnu í vetur. Jóhannes Atlason er íþrótta- kennari í Reykjavík og kemur ekki norður fyrr en í vor. Þröstur mun því stjórna vetrar- æfingunum og er stefnt að því að æfingar hefjist í byrjun febrúar. íþróttamaður ársins 1986: Hver hlýtur nafnbótina? í dag fer fram í hófi á Hótel Loftleiðum, útnefning á „íþróttamanni ársins 1986“. Það eru Samtök íþróttafrétta- manna sem að kjörinu standa og er jafnan beðið eftir því með mikilli eftirvæntingu. Árangur íslensks íþróttafólks á síðasta ári var mjög góður og því stóðu íþróttafréttamenn frammi fyrir vandasömu verki nú, sem og oft áður við þetta kjör. í fyrra var Einar Vilhjálmsson spjótkastari kjörinn „íþróttamaður ársins 1985“. Hver það verður að þessu sinni skýrist fljótlega eftir kl. 15 í dag. Einar Vilhjálmsson var kjörinn „íþróttamaður ársins“ 1985. Hver hlýtur nafnbótina fyrir árið 1986? Staðan 1. deild körfubolti Staðan í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik er þessi: ÍR 12 10-2 1132:830 20 Þór 11 8-3 946:865 16 UMFG 9 6-3 707:645 12 UBK 12 4-8 714:928 8 UMFT 10 2-8 775:881 4 ÍS 10 2-8 603:728 4 Fáir keppendur en þokkalegur árangur - náðist á héraðsmótl UMSS í frjálsum íþróttum .íþróttÍL Björn Sveinsson er kominn á fulla ferð á ný. Bjöm með 100 leiki Björn Sveinsson bakvörður Þórsliðsins í körfubolta lék í leiknum gegn Tindastóli á laugardaginn, sinn 100. leik með meistaraflokki félagsins. Björn hefur þó aðeins leikið tvo síðustu leiki liðsins á keppn- istímabilinu. Hann handarbrotn- aði í æfingaleik gegn Tindastóli skömmu áður en keppni á íslandsmótinu hófst í haust. Björn var liðsstjóri liðsins á með- an hann átti í þeim meiðslum en er sem sagt kominn á fulla ferð á ný inni á vellinum. Héraðsmót UMSS í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrir stuttu. Keppendur voru fremur fáir eða rúmlega 20, en árangur þokkalegur og mjög þokkalegur í sumum greinum. Úrslit í einstökum urðu þessi: greinum Langstökk án atrennu: m 1. Gunnar Sigurðsson Gl. 2,99 2. Helgi Sigurðsson Gl. 2,94 3. Jón Eiríksson Fr. 2,92 Iþróttamaður Norðurlands 1986 Nafn íþróttamanns: íþróttagrein: 1. Berglind Bjarnad. T. 2. Rósa Vésteinsd. Hj. 3. Sigrún Snorrad. T. Þrístökk án atrennu: 1. Helgi Sigurðsson Gl. 2. Gunnar Sigurðsson Gl. 3. Friðrik Steinsson T. 1. Berglind Bjarnad. T. 2. Sigurlaug Gunnarsd..T 3. Rósa Vésteinsd. Hj. Hástökk: 1. Sigfús Jónsson Gr. 2. Björn Jónsson Gr. 3. Friðrik Steinsson T. 1. 2. 1. Berglind Bjamad. T. 2. Sigurlaug Gunnarsd. T. 3. Sigrún Bjarnad. Gl. 3. 4. 5. Nafn: __________________________________Sími __________ Heimilisfang: _________________________________________ Sendið til: íþróttamaður Norðurlands 1986 c/o Dagur Strandgötu 31 600 Akureyri Skilafrestur til 18. janúar 1987. Hástökk án atrennu: 1. Gunnar Sigurðsson Gl. 2. Helgi Sigurðsson Gl. 3. Björn Sigurðsson Gl. 1. Berglind Bjarnad. T. 2. Rósa Vésteinsd. Hj. 3. Sigrún Bjarnad. Gl. Kúluvarp: 1. Gunnar Sigurðsson Gl. 2. Ágúst Andrésson Gr. 3. Helgi Sigurðsson Gl. 1. Herdís Sigurðard. Gl. 2. Berglind Bjamad. T. 3. Sigrún Bjarnad. Gl. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 2,26 in 8,85 8,68 8.49 7,00 6,51 6.49 m 1,90 1,75 1,70 1,50 1,45 1,40 m 1,55 1,55 1,35 1,20 1,20 1,15 ni 11,52 9,46 9,44 8,91 8,21 7,19 Kristinn sigraði og skorar á Grétar Kristinn Kristinsson sigraði Sigurð Sigurðsson mjög örugglega í getraunaleiknum um helgina. Kristinn var með 6 leiki rétta en Sigurður 3. Kristinn gerði gott betur en að sigra Sigurð þvi hann var einnig með 12 rétta á kerfisseðlinum sem hann og félagar hans eru með. Kristinn heldur áfram og hann hefur skorað á Grétar Karlsson starfsmann OLÍS. Kristinn valdi Grétar sem næsta fórnarlamb þar sem hann hyggst sýna Liverpool-aðdáanda hvernig á að tippa. En við skulum sjá hvor hefur betur og svona lítur spá þeirra félaga út: Kristinn Grétar Aston Villa-Wimbledon x Charlton-Nottm.Forest 1 Chelsea-Oxford 1 Everton-Sheff.Wed. 1 Leicester-Norwich 1 Man.City-Liverpool x Newcastle-Tottenham 2 Southampton-Luton 1 Watford-Q.P.R. 1 West Ham-Man.Utd. 2 Derby-Portsmouth 1 Stoke-Oldham x Aston Villa-Wimbledon 1 Charlton-Nottm.Forest 2 Chelsea-Oxford 1 Everton-Sheff.Wed. x Leicester-Norwich x Man.City-Liverpool 2 Newcastle-Tottenham 2 Southampton-Luton 2 Watford-Q.P.R. 1 West Ham-Man.Utd. 1 Derby-Portsmouth x Stoke-Oldham 1 Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar: 7. tölublað (13.01.1987)
https://timarit.is/issue/207566

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

7. tölublað (13.01.1987)

Gongd: