Dagur - 13.01.1987, Qupperneq 9
13. janúar 1987 - DAGUR - 9
Eyjólfur Sverrisson leikmaður Tindastóls skoraði 45 stig gegn Þór á laugar-
dag. Hvað gerir Eyjólfur í kvöld? Mynd: rþb
Bikarkeppni KKÍ:
Þór og Tindastóll
leika í kvöld
Þór og Tindastóll leika í kvöld
í bikarkeppni Körfuknattleiks-
sambands Islands. Leikurinn
fer fram í íþróttahöllinni á
Akureyri og hefst kl. 20. Þessi
lið mættust á laugardaginn var
í 1. deildinni og þá fóru Þórs-
arar með sigur af hólmi í mikl-
um stigaleik.
Leikir Þórs og Tindastóls eru
oftast mjög jafnir og skemmtileg-
ir, þrátt fyrir að Pórsarar hafi
yfirleitt farið með sigur. í báðum
liðum eru mjög snjallir leikmenn
og má þar nefna unglingalands-
liðsmennina Eyjólf Sverrisson
hjá Tindastóli og Konráð Óskars-
son Þórsara. Eyjólfur lék mjög
vel gegn Þór á laugardaginn og
skoraði 45 stig, eða tæpan helm-
ing stiga liðsins. í báðum liðum
eru þjálfararnir jafnframt leik-
menn, þeir ívar Webster lands-
liðsmaður þjálfari Þórs og Kári
Marísson fyrrum landsliðsmaður
þjálfari Tindastóls.
Búast má við skemmtilegum
leik í kvöld og eru körfuknatt-
leiksáhugamenn hvattir til þess
að mæta í Höllina og hvetja sína
menn. Það lið sem sigrar heldur
áfram í keppninni og gæti eins
dregist á móti einu af toppliðun-
um í íslenskum körfubolta í
næstu umferð.
Knattspyrna:
Þröstur sér
um vetrar-
æfingarnar
Þröstur Guöjónsson íþrótta-
kennari hefur verið ráðinn
aðstoðarmaður Jóhannesar
Atiasonar við þjálfun meist-
araflokks Þórs í knattspyrnu í
vetur.
Jóhannes Atlason er íþrótta-
kennari í Reykjavík og kemur
ekki norður fyrr en í vor.
Þröstur mun því stjórna vetrar-
æfingunum og er stefnt að því að
æfingar hefjist í byrjun febrúar.
íþróttamaður ársins 1986:
Hver hlýtur
nafnbótina?
í dag fer fram í hófi á Hótel
Loftleiðum, útnefning á
„íþróttamanni ársins 1986“.
Það eru Samtök íþróttafrétta-
manna sem að kjörinu standa
og er jafnan beðið eftir því
með mikilli eftirvæntingu.
Árangur íslensks íþróttafólks á
síðasta ári var mjög góður og því
stóðu íþróttafréttamenn frammi
fyrir vandasömu verki nú, sem og
oft áður við þetta kjör. í fyrra var
Einar Vilhjálmsson spjótkastari
kjörinn „íþróttamaður ársins
1985“. Hver það verður að þessu
sinni skýrist fljótlega eftir kl. 15 í
dag.
Einar Vilhjálmsson var kjörinn „íþróttamaður ársins“ 1985. Hver hlýtur
nafnbótina fyrir árið 1986?
Staðan
1. deild
körfubolti
Staðan í 1. deild íslandsmótsins í
körfuknattleik er þessi:
ÍR 12 10-2 1132:830 20
Þór 11 8-3 946:865 16
UMFG 9 6-3 707:645 12
UBK 12 4-8 714:928 8
UMFT 10 2-8 775:881 4
ÍS 10 2-8 603:728 4
Fáir keppendur en
þokkalegur árangur
- náðist á héraðsmótl UMSS í frjálsum íþróttum
.íþróttÍL
Björn Sveinsson er kominn á fulla
ferð á ný.
Bjöm með
100 leiki
Björn Sveinsson bakvörður
Þórsliðsins í körfubolta lék í
leiknum gegn Tindastóli á
laugardaginn, sinn 100. leik
með meistaraflokki félagsins.
Björn hefur þó aðeins leikið
tvo síðustu leiki liðsins á keppn-
istímabilinu. Hann handarbrotn-
aði í æfingaleik gegn Tindastóli
skömmu áður en keppni á
íslandsmótinu hófst í haust.
Björn var liðsstjóri liðsins á með-
an hann átti í þeim meiðslum en
er sem sagt kominn á fulla ferð á
ný inni á vellinum.
Héraðsmót UMSS í frjálsum
íþróttum innanhúss fór fram í
íþróttahúsinu á Sauðárkróki
fyrir stuttu. Keppendur voru
fremur fáir eða rúmlega 20, en
árangur þokkalegur og mjög
þokkalegur í sumum greinum.
Úrslit í einstökum urðu þessi: greinum
Langstökk án atrennu: m
1. Gunnar Sigurðsson Gl. 2,99
2. Helgi Sigurðsson Gl. 2,94
3. Jón Eiríksson Fr. 2,92
Iþróttamaður
Norðurlands 1986
Nafn íþróttamanns: íþróttagrein:
1. Berglind Bjarnad. T.
2. Rósa Vésteinsd. Hj.
3. Sigrún Snorrad. T.
Þrístökk án atrennu:
1. Helgi Sigurðsson Gl.
2. Gunnar Sigurðsson Gl.
3. Friðrik Steinsson T.
1. Berglind Bjarnad. T.
2. Sigurlaug Gunnarsd..T
3. Rósa Vésteinsd. Hj.
Hástökk:
1. Sigfús Jónsson Gr.
2. Björn Jónsson Gr.
3. Friðrik Steinsson T.
1.
2.
1. Berglind Bjamad. T.
2. Sigurlaug Gunnarsd. T.
3. Sigrún Bjarnad. Gl.
3.
4.
5.
Nafn: __________________________________Sími __________
Heimilisfang: _________________________________________
Sendið til: íþróttamaður Norðurlands 1986
c/o Dagur Strandgötu 31 600 Akureyri
Skilafrestur til 18. janúar 1987.
Hástökk án atrennu:
1. Gunnar Sigurðsson Gl.
2. Helgi Sigurðsson Gl.
3. Björn Sigurðsson Gl.
1. Berglind Bjarnad. T.
2. Rósa Vésteinsd. Hj.
3. Sigrún Bjarnad. Gl.
Kúluvarp:
1. Gunnar Sigurðsson Gl.
2. Ágúst Andrésson Gr.
3. Helgi Sigurðsson Gl.
1. Herdís Sigurðard. Gl.
2. Berglind Bjamad. T.
3. Sigrún Bjarnad. Gl.
1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2
2,26
in
8,85
8,68
8.49
7,00
6,51
6.49
m
1,90
1,75
1,70
1,50
1,45
1,40
m
1,55
1,55
1,35
1,20
1,20
1,15
ni
11,52
9,46
9,44
8,91
8,21
7,19
Kristinn sigraði og
skorar á Grétar
Kristinn Kristinsson sigraði Sigurð Sigurðsson mjög örugglega í
getraunaleiknum um helgina. Kristinn var með 6 leiki rétta en
Sigurður 3. Kristinn gerði gott betur en að sigra Sigurð þvi hann var
einnig með 12 rétta á kerfisseðlinum sem hann og félagar hans eru
með. Kristinn heldur áfram og hann hefur skorað á Grétar Karlsson
starfsmann OLÍS. Kristinn valdi Grétar sem næsta fórnarlamb þar
sem hann hyggst sýna Liverpool-aðdáanda hvernig á að tippa. En
við skulum sjá hvor hefur betur og svona lítur spá þeirra félaga út:
Kristinn
Grétar
Aston Villa-Wimbledon x
Charlton-Nottm.Forest 1
Chelsea-Oxford 1
Everton-Sheff.Wed. 1
Leicester-Norwich 1
Man.City-Liverpool x
Newcastle-Tottenham 2
Southampton-Luton 1
Watford-Q.P.R. 1
West Ham-Man.Utd. 2
Derby-Portsmouth 1
Stoke-Oldham x
Aston Villa-Wimbledon 1
Charlton-Nottm.Forest 2
Chelsea-Oxford 1
Everton-Sheff.Wed. x
Leicester-Norwich x
Man.City-Liverpool 2
Newcastle-Tottenham 2
Southampton-Luton 2
Watford-Q.P.R. 1
West Ham-Man.Utd. 1
Derby-Portsmouth x
Stoke-Oldham 1
Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög-
um svo enginn verði nú af vinningi.
1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-