Dagur - 13.01.1987, Side 11

Dagur - 13.01.1987, Side 11
13. ianúar 1987 - DAGUR - 11 Fólksfækkun á landsbyggðinni Auglýsing Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var mannfjöldi á landinu 1. desember sl. 243.698. Þar af voru karlar 122.438 en konur 121.260. Á einu ári nemur fjölgunin 1948 manns eða 0,81%. Það er ör- lítið meiri fjölgun en árið 1985 en mun minni en árin þar á undan. Á árinu fæddust rúm- lega 3800 börn lifandi og hafa fæðingar ekki verið svo fáar á landinu síðan árið 1947. Þó hefur tala kvenna á barnsburð- araldri ríflega tvöfaldast síðan þá. Þótt nákvæmar tölur liggi ekki fyrir enn, virðist sem tala brott- fluttra hafi orðið um 200 hærri en tala aðfluttra en tala fæddra um 2100-2200 hærri en tala látinna. Á þessum áratug hefur það einkennt fólksfjölgunina að hún hefur mestöll orðið á höfuðborg- arsvæðinu. Á síðastliðnum þrem- ur árum hefur fólki fjölgað meira þar en sem nemur heildarfjölgun landsmanna, svo bein fækkun hefur orðið í öðrum landshlutum samanlögðum. Heldur hefur hall- að á ógæfuhliðina, því í þeim fækkaði um 20 árið 1984, um 142 árið 1985 og um 321 árið 1986. Mannfjöldi stóð í stað á Aust- urlandi, á Vesturlandi og Suður- landi fækkaði um 0,2%, á Vest- fjörðum um 0,5%, á Norðurlandi eystra um 0,6% og á Norðurlandi vestra varð fækkunin mest eða 1,1%. Mannfjöldi óx um 1,7% á höf- uðborgarsvæðinu árið 1986 og , Fiskeldisstöð ísnó hf. stækkuð um 0,4% á Suðurnesjum. í Reykjavík fjölgaði fólki um 1,8%. Hefur hlutfallsleg fjölgun ekki orðið meiri þar síðan 1962 og bein fjölgun ekki meiri síðan 1959. Ef litið er á Norðurland vestra, kemur í Ijós að eilítil fjölgun varð á Sauðárkróki, um 0,8%. Á Siglufirði og Hvammstanga stóð mannfjöldi í stað. Hins vegar fækkaði íbúum Blönduóss um 4,4%, á Skagaströnd varð fækk- unin 1,4% og í Austur-Húna- vatnssýslu 3,2%. Á Norðurlandi eystra stóð mannfjöldinn í stað á Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri en fækkaði um 1% á Húsavík. í Suður-Þing- eyjarsýslu fækkaði um 2,7% og hefur nú fólki í Þingeyjarsýslum og á Húsavík fækkað um rúmlega 300 á síðustu þremur árum. Ugg- vænleg þróun það. BB. um fasteignagjöld 1987 Álagningu fasteignagjalda á Akureyri 1987 er lok- ið og verða gjaldseðlar sendir út næstu daga. Fasteignagjöldin eiga að greiðast með fimm jöfn- um greiðslum á gjalddögum 10. janúar, 10. febrúar, 10. mars, 10. apríl og 10. maí. Hafi gjöldin ekki verið greidd innan mánaðar frá gjalddaga reiknast á þau dráttarvextir, nú 2,25%, fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá gjald- daga að telja. Elli- og örorkulífeyrisþegum mun tilkynnt síðar um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts sbr. ákvæði í 3. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveit- arfélaga og samþykkt bæjarstjórnar þar um. Síðar í mánuðinum munu fáanlegir á pósthúsi og bönkum sérprentaðir gíró-seðlar frá Akureyrar- bæ til hægðarauka fyrir greiðendur fasteigna- gjalda og útsvara. Sérstök athygli er vakin á breyttum gjalddaga og eindaga fasteignagjaldanna. Bæjarskrifstofan er opin frá kl. 9.30-15.00 dag- lega frá mánudegi til föstudags. Akureyri, 12. janúar 1987. Bæjarritari. „Það er verið að vinna í þessu núna, við verðum að bora eftir heitu vatni því það er forsenda þess að hægt sé að stækka fiskeldisstöðina,“ sagði Páll Gústafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Isnó hf., en fyrir- tækið rekur fiskeldisstöð í Kelduhverfi. Að sögn Páls eru tvö hundruð þúsund seiði í stöðinni. Áætlað er að fjölga þeim upp í tvær millj- ónir ef nægilegt heitt vatn fæst. Þá verður óhjákvæmilega að fjölga starfsmönnum ef af þessari áætlun verður. „Þetta kemur í ljós á næstu vikum, við ætlum að vera búnir að Ijúka öllum rannsóknum 1. mars og í framhaldi af því verður endanleg ákvörðun tekin. Þarna eru góð skilyrði til fiskeldis frá náttúrunnar hendi, eini óvissu- þátturinn er heita vatnið. Vaxtar- broddur fyrirtækisins er í stöð- inni í Kelduhverfi, og nauðsyn- legt verður að byggja við stöðina ef til stækkunar kemur." ísnó hf. rekur tvær fiskeldis- stöðvar fyrir utan stöðina í Kelduhverfi; í Vestmannaeyjum og á Öxnalæk. EHB Y Hljómsveit Steingríms Stefánssonar ____auglýsir: Eigum lausar helgar í janúar og febrúar. Leikum almenna dansmúsík, dinner- músík og getum séð um undirleik fyrir almennan söng. Upplýsingar gefur Steingrímur, v.s. 21400, h.s. 21560. Bjarki h.s, 21081. 30 tonna námskeið Námskeið sem veitir réttindi til að stjórna bátum allt að 30 rúmlestum verður haldið, ef næg þátttaka fæst. Nám- skeiðið stendur í 10 vikur. Kennt verður frá kl. 18.30- 20.30 þrjú kvöld í viku. Nám- skeiðsgjald veröur kr. 15.000. Öll námsgögn og kaffi innifal- in. Enska I Byrjendaflokkur. Enginn er of gamall til að byrja að læra. Taktu þér tak og farðu rólega af stað. Kennt verður einu sinni í viku. Námsgjald kr. 3.500. Enska II Framhaldsflokkur ætlaður þeim, sem voru í ensku I fyrir áramót eða öðrum með svip- aða þekkingu. Kennt verður tvisvar í viku. Námsgjald kr. 6.000. Alcu reyrar Enska III Fyrir þá, sem lokið hafa við ensku II eða hafa ca. tveggja ára enskunám að baki. Kennt tvisvar í viku. Námsgjald kr. 6.000. Enska IV Talflokkur, ætlaður þeim, sem hafa þokkalegt vald á ensku og vilja æfa sig í að tala málið. Kennt verður tvisvar í viku. Námsgjald kr. 6.000. Norska I Byrjendaflokkur. Kennt verð- ur einu sinni í viku. Námsgjald kr. 3.500. Norska II Kennt tvisvar í viku. Þessi flokkur er ætlaður þeim, sem hafa lokið Norsku I. Námsgjald kr. 3.500. Sænska I Byrjendaflokkur, ætlaður þeim, sem ekki hafa lært neina sænsku áður. Kennt verður einu sinni í viku. Námsgjald kr. 3.500. Þýzka I Byrjendaflokkur. Kennt verð- ur einu sinni í viku. Námsgjald kr. 3.500. Þýzka II Framhaldsflokkur fyrir þá, sem voru í Þýzku I eða hafa ca. eins vetrar þýskunám að baki. Námsgjald kr. 3.500. Latína II Framhaldsflokkur í latínu, ætlaður þeim, sem vilja rifja upp latínukunnáttu sína. Kennt verður tvisvar í viku. Námsgjald kr. 5.000. Vélritun Kennt verður á rafmagnsrit- vélar, einu sinni í viku. Námsgjald kr. 3.500. Skattskil Helgarnámskeið. Kennt á laugardegi kl. 13-14. Námsgjald kr. 1.000. Réttritun Kennt einu sinni í viku. Farið yfir meginatriði íslenskrar stafsetningar. Námsgjald kr. 3.500. Snyrtinámskeið Málun og snyrting. Kennt verður laugardag 20. janúar kl. 13-16 og 27. janúar kl. 13-16, ef næg þátttaka verð- ur í tvö námskeið. Námsgjald kr. 1.000. Allt efni innifalið. Saumar f. byrjendur Kennt verður einu sinni í viku í 5 vikur (20 t.) Námsgjald kr. 3.500. Hjálparflokkar fyrir skólafólk Stærðfræði fyrir framhaldsskólanema í þremurflokkum. Kenntverð- ur tvisvar í viku - tvær kennslustundir í senn. Námsgjald kr. 6.000. Danska f. 9. bekk Kennt verður tvisvar í viku. Námsgjald kr. 6.000. Viðskiptaenska Þetta er mjög vel sniðinn flokkur fyrir alla þá, sem stunda erlend viðskipti. Vídeóefni. Kennt tvisvar í viku. Námsgjald kr. 9.000. NÁMSFLOKKAR AKUREYRAR - KAUPANGI V/MÝRARVEG INNRITUN ALLA ÞESSA VIKU KL 16-19 SÍMI 25413

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.