Dagur - 13.01.1987, Síða 12

Dagur - 13.01.1987, Síða 12
KA-heimilið Nudd - Sauna - Ljósabekkir - Nuddpottur. Opnunartími: Mánud.-föstud. frá kl. 8,00-12,00 og 13,00-23,00 Laugard. og sunnud. kl. 10,00-19,00. Tímapantanir í síma 23482. Erum búin að færa lampana á betri Þrotabú Kaupfélags Svalbarðseyrar: Hei Ida rkröfur 293 milljónir! Heildarkröfur í þrotabú Kaup- félags Svalbarðseyrar nema 292.846.812 krónum og er um að ræða 583 kröfur. Þar af hafa verið samþykktar 276.162.500 krónur. Bústjóri til bráðabirgða, Hafsteinn Hafsteinsson hrl. hefur lagt fram kröfuskrána en frestur til að skila inn kröfum rann út 10. desember. Fyrsti skiptafujidur hefur verið boðaður 15. janúar og rennur þar með út frestur til ,að mótmæla afstöðu bústjóra til einstakra krafna. Gjaldþrotaskipti á félag- inu.voru ákveðin 28. ágúst í sum- Akureyrin: „Agætis krapp“ - segir Þorsteinn Vilhelmsson „Við hugsum til þeirra sem eru í landi. Það er fullt af mönnum sem hafa verið í sömu aðstöðu og við, þeir hafa verið úti á sjó þegar við höfum verið í landi. Þetta skiptist svona í þessum verkföllum,“ sagði Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri á Akur- eyrinni er bfaðið hafði sam- band við hann á föstudag. Skipið var þá statt á Vopna- fjarðargrunni í blíðskaparveðri. Að sögn Þorsteins gengu veið- arnar nokkuð vel, „ágætis kropp,“ og veður hafði verið gott síðan þeir fóru út milli jóla og nýárs, aðeins einn bræludagur. Aðspurður kvaðst hann telja verkfallið hafa gengið út í öfgar þegar öllu púðrinu var eytt í það að ráðast á Hafþór. „Svo eru það þessi siglingaskip. Þeir telja sig alla vera löglega og ekki að brjóta neina samninga. Þetta er vandamál hjá sjómannasam- tökunum að koma því ekki í samninga að þegar verkfall byrj- ar þá séu allir í höfn,“ sagði Þor- steinn Vilhelmsson að lokum. SS ar eftir langvarandi erfiðleika og óreiðu í rekstrinum. Kröfur í þrotabúið eru þrenns konar. Almennar kröfur nema rúmlega 166 milljónum króna. Kröfur utan skuldaraðar með veð í eignum eru samtals tæplega 113 milljónir. Loks eru svo forgangs- kröfur upp á samtals 13,3 millj- ónir. Þar er fyrst og fremst um að ræða laun og orlofsgreiðslur. Stærsti skuldaraðili félagsins er Samvinnubanki íslands en kröfur hans nema samtals um 95 millj- ónum króna. Þar af eru almennar kröfur 24.4 milljónir en afgang- urinn kröfur með veð í eignum. Kröfur ríkissjóðs íslands eru samtals um 32 milljónir. Áburðarverksmiðja ríkisins á kröfu upp á tæpar 22 milljónir og krafa Sambands íslenskra sam- vinnufélaga nemur um 23 millj- ónum. Iðnaðarbankinn gerir einnig kröfu um rúmar 13 millj- ónir í búinu og Byggðastofnun telur sig eiga inni tæplega 10 milljónir. Alls eru um 150 kröfur frá fyrr- verandi starfsmönnum félagsins vegna ógreiddra launa, orlofs og skyldusparnaðar. ET/IM ; 31 við vinnu. Mynd: RÞB „Getur orðið heil- mikið fyrirtæki - segir Þorvaldur Vestmann Magnússon um framleiðslu á beitningarvél á Húsavík Aö undanfömu hefur Atvinnu- málanefnd Húsavíkur verið í sambandi viö norska aðila sem undanfarin 5-6 ár hafa verið að þróa hugmynd að línubeitning- arvél. Málið er nú komið á það stig að fljótlega verður hægt að fara að framleiða vélina sem söluvoru og hefur atvinnu- málanefnd auglýst eftir aðilum sem áhuga hafa á þessu verk- efni. „Vonandi fer að komast skrið- ur á þetta núna þegar búið er að leysa öll tæknileg vandamál," sagði Þorvaldur Vestmann Magnússon formaður atvinnu- málanefndar. „Þetta gæti orðið heilmikið fyrirtæki, þó er verk- efnið þess eðlis að ég hugsa að það muni þróast hægt og bítandi. Vél þessi tekur fram öllum öðr- um vélum sem á markaði eru, þær hafa ekki náð neinni teljandi útbreiðslu því mönnum hefur ekki tekist að leysa viss vanda- mál. Norsku aðilarnir sem við Skákmót á Dalvík: Olafur fékk 15 þúsund krónur Ólafur Kristjánsson frá Akur- eyri varð 15 þúsund krónum ríkari er hann bar sigur úr být- um á nýársskákmóti Skákfé- lags Dalvíkur sem haldið var um helgina. Mót þetta var afar veglegt og glæsileg peningaverðlaun í boði sem’ mun vera nýlunda á skák- mótum norðanlands. Keppendur voru 58 talsins og komu frá ýms- um stöðum við Eyjafjörð, Rauf- arhöfn, Siglufirði og Sauðár- króki. Ólafur hlaut 15 vinninga af 18 mögulegum. Annar varð Gylfi Þórhallsson Akureyri með 13,5 vinninga og hlaut hann 12 þúsund krónur fyrir. Þriðji varð Jón Garðar Viðarsson Akureyri með sama vinningafjölda en færri stig og hlaut hann 8 þúsund krónur. Bogi Páisson Akureyri fékk 6 þúsund krónur fyrir 12,5 vinn- inga og 4. sætið. Páll A. Jónsson Siglufirði hlaut 12 vinninga og 4 þúsund krónur og Arnar Þor- steinsson Akureyri 2 þúsund krónur fyrir 12 vinninga og 6. sæti. Bogi Pálsson Akureyri fékk sérstök unglingaverðlaun, 2 þús- und krónur og náði sér því í 8 þúsund krónur alls á mótinu. Aðrir unglingar sem fengu verð- laun voru Rúnar Sigurpálsson og Tómas Hermannsson frá Akur- eyri og Ásgrímur Angantýsson frá Raufarhöfn. gk-. erum í sambandi við hafa leyst þessi meginvandamál og vélin er hönnuð þannig að hún tekur minna pláss en aðrar véiar og hægt verður að nota hana um borð í tiltölulega litlum bátum.“ í Noregi verða framleiddar nokkrar vélar til reynslu og fyrir- hugað er að ein þeirra komi til Húsavíkur í sumar. Atvinnu- málanefnd hefur látið kanna hugsanlegan markað fyrir vélina og athugað hagkvæmni og dæmið virðist líta þannig út að ástæða sé til að skoða málið í fullri alvöru. Þorvaldur segir að fyrst og fremst sé verið að hugsa um framleiðslu hér fyrir íslenskan markað en ef vel gangi og samkomulag náist við norsku aðilana megi einnig hugsa um að framleiða vélina til útflutnings. Sumir hlutar vélarinnar eru flóknari í smíði en aðrir og verið getur að smíði þeirra verði boðin út bæði af norsku og íslensku framleiðendunum. Nokkrir aðilar hafa haft sam- band við atvinnumálanefnd og sýnt áhuga á að framleiða vélina og sagði Þorvaldur að eins vel yrði að standa að þessu máli og hægt væri. IM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.