Dagur - 16.01.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 16.01.1987, Blaðsíða 6
6P*W.- 'ftjanúar 1987 jStór- kost- legir „Vínar- tónleikar" / 11 Skemmunni Sinfóníuhijómsveit ísiands hélt í gærkvöld Vínartónleika í íþróttaskemmunni á Akureyri og voru þeir vel sóttir og vel heppnaðir. Þar voru flutt verk eftir þekkta meistara eins og Johann Strauss, Franz Lehár, Oscar Strauss, Nico Dostal, Robert Stolz og W. Friebe. Stjórnandi tónleikanna var Gerhard Deckert frá Vínarborg sem er þekktur stjórnandi. Hann hefur þrívegis áður stjórnað hér á landi, bæði hjá íslensku óperunni og einnig Vínartónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands á sl. ári. Einsöngvari var Ulrike Stein- sky, kornung söngkona frá Vín sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum. Á dagskránni var m.a. forleikur og aría úr Leður- blöðkunni eftir Johann Strauss, „Meine Lippen-' úr óperettunni Giuditta eftir Lehár og syrpa af Vínarlögum eftir Friebe. Rúnar Þór Björnsson ljós- myndari Dags var mættur á tón- leikana í gærkvöld og við látum myndir hans tala sínu máli um það sem fram fór í Skemmunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.