Dagur - 16.01.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 16.01.1987, Blaðsíða 15
16. janúar 1987 - DAGUR - 15 Skíðaskólinn Hlíðarfjalli Um helgina verða göngu- og svigskíðanámskeið Innritun og upplýsingar á Skíðastöðum sími 22280 og 22930 English for Business. Viðskiptaenska verður kennd á vorönn, ef næg þátttaka fæst. Til- valinn flokkur fyrir alla þá, sem stunda erlend viðskipti. Innritun í Kaupangi kl. 16-19 alla daga. Sími 25413. Námsflokkar Akureyrar. Ökukennsla. Kenni á Peugeot 504. Útvega öll kennslugögn. Anna Kristín Hansdóttir ökukennari, sími 23837. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnan- ir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, sími 26261. Hreingerningar-Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. Ökukennsla. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Lærið á hagkvæman og öruggan hátt á GM Opel Ascona. Útvega öll prófgögn og vottorð. Egill H. Bragason ökukennari, símar 22813 og 23347. Framhaldsskólanemar. Hjálparflokkar fyrir nemendur, sem eiga í erfiðleikum með stærð- fræði á 1. ári verða starfræktir við Námsflokkana á vorönn. Innritun í Kaupangi kl. 16-19. Sími 25413. Námsflokkar Akureyrar. Réttritun. Kennsla í íslenzkri stafsetningu. Kennt einu sinni í viku. Innritun í Kaupangi alla daga kl. 16-19. Sími 25413. Námsflokkar Akureyrar. Teppaiand-Dúkaland. Sænska Káhrs parketið fæst í mörgum viðartegundum, gæða- vara á góðu verði. Einnig sviss- neskt parket verð frá kr. 998.-m2. Gólfdúkar í miklu úrvali. Þýsku bón- og hreinsiefnin frá Buzil fyrir parket, dúka og flísar. Leigjum út teppahreinsivélar. Opið laugardaga. Verið velkomin. Teppaland-Dúkaland Tryggvabraut 22, sími 25055. Maraþonskákmót Á laugardaginn 17. janúar n.k. verður haldið maraþonskákmót í Dynheimum á Akureyri. Teflt verður í einn sólarhring á sex borðum og skákmenn verða þrettán, þannig að einn kepp- enda fær hvíld hverju sinni. Maraþonskákmót þetta er haldið til þess að kaupa hljóm- flutningstæki fyrir Barnaskóla Akureyrar. Hugmyndina að þessu maraþonskákmóti áttu nemendur f sjötta bekk í Barna- skóla Akureyrar sem vilja nota tækifæri þetta til að þakka þeim fyrirtækjum sem stutt hafa hug- myndina að framkvæmd mótsins með áheitum sínum. Norðurland eystra: Kvennalistaframboð Samtök um kvennalista í Norðurlandskjördæmi eystra hafa ákveðið framboð við næstu alþingiskosningar. Unnið hefur verið að framboði í vetur með ýmiss konar kynning- arstarfsemi og hafa fundir verið haldnir á 10 stöðum í kjördæm- inu þar sem áhugi og þörf á fram- boði kvenna hefur greinilega komið fram. Um þessar mundir Júdódeild KA: Aðalfundur Aðalfundur júdódeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu laugardaginn 17. jan. kl. 14.00. er unnið að röðun á lista sem endanlega verður svo ákveðinn á kjördæmisfundi á Húsavík um mánaðamótin janúar og febr- úar. Leiðrétting í Degi í gær var fjallað um sjúk- dóminn eyðni í opnugrein. Vegna mistaka birtist í greininni mynd sem á engan hátt tengist því efni sem þarna var til umfjöllunar. Myndin var af húsi í miðbæ Akureyrar og urðu margir til að velta vöngum um tilefni þessarar myndbirtingar. Sem fyrr segir var hér um mistök að ræða og eru hlutaðeigandi aðilar beðn- ir velvirðingar. □ HULD 59871196 IV/V 3. Konur takið eftir.! Kristniboðsfélag kvenna hefir fund í Zíon sunnud. 18. jan. kl. 15.30. Benedikt Arnkelsson sem nýlega er kominn frá Eþíópíu og Kenyu, sýnir okkur nýjar myndir frá kristniboðsstarfinu þar, og er með nýjar fréttir af kristniboðun- um. Fjölmennið nú og fylgist með störfum kristniboðanna. Allar konur hjartanlega velkomnar. Akureyrarprcstakall: Guðsþjónusta vcrður á Fjórðungs- sjúkrahúsinu n.k. sunnudag kl. 10 f.h. B.S. Guðsþjónusta verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Að guðsþjónustunni standa kristin trúfélög á Akureyri en alþjóðleg bænavika um einingu kristinna manna verður vikuna 18.-25. jan. og verður dagskrá hennar nánar auglýst síðar. Við þessa guðsþjónustu predikar Skúli Torfason, tannlæknir, en leikmenn annast ritningarlestra. Sálmar: 29-224-113-6-3. Þ.H. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju verður n.k. sunnudag kl. 11 f.h. Börn undir skólaaldri verða í kap- ellunni. Önnur börn í kirkjunni. Allir velkomnir, eldri sem yngri. Bræðrafélagsfundur verður í kap- ellunni eftur guðsþjónustu. Nýir félagar ætíð velkomnir. Hríseyjarkirkja: Fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 18. janúar kl. 14.00. Jón Helgi Þórarinsson. Glerárprestakall. Barnamessa sunnud. 18. janúar í Glerárskóla kl. 11.00. Pálmi Matthíasson. Kaþólska kirkjan. Sunnudagur 18. janúar. Hámessa kl. 11 árdegis. Séra Stefán Borlaug sem vígðist til prests í október sl. annast messuna. í lok messunnar veitir hann kirkju- gestum „Prirniz" blessun. Allireru hjartanlega velkomnir. Svalbarðskirkja. Guðsþjónusta n.k. sunnudag kl. 2 eh. Sóknarprestur. Greni víkurkirkj a. Barnaguðsþjónusta verður á laug- ardag kl. 11 fh. Sóknarprestur. Ólafsfjarðarprestakall. Guðsþjónusta á Hornbrekku n.k. sunnudag kl. 14.00. Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11. Sóknarprestur. SAMKOMUR-------A HUÍmSUtltlUmHJAtl ^wmsnúÐ Laugardaginn 17. jan. kl. 13.30 barnafundur. Öll börn velkomin. Sama dag kl. 20.30 unglingasam- koma. Allt ungt fólk velkomið. Sunnudaginn 18 janúar kl. 10.30 bænasamkoma. Sama dag kl. 20.00 almenn samkoma. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnusöfnuðurinn. Sjónarhæð, Hafnarstræti 63 Laugardagur: Drengjafundur kl. 11 fh. Sunnudagur: Sunnudagaskóli kl. 13.30 í Lundarskóla. Almenn samkoma kl. 17 á Sjónar- hæð. Bogi Pétursson talar. Allir velkomnir. ARNAB HEILLA Brúðhjón: Hinn 22. nóvember sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju brúðhjónin: Gerður Geirs- dóttir og Helgi Jón Jóhannesson. Heimili þeirra er að Byggðavegi 84, Akureyri. Hinn 26. desember sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju brúðhjónin: Kristrún Inga Geirsdóttir og Ómar Svanlaugs- son. Heimili þeirra er að Keilusíðu 12 d, Akureyri. Sama dag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjónin: Ólöf Jónsdóttir nemi, og Þorsteinn Skúlason nemi. Heimili þeirra er að Barmahlíð 41, Reykjavík. Hinn 27. desember sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju brúðhjónin: Sigurlína Þór- isdóttir tannsmiður og Jonatan Roy Byron náttúrufræðingur. Heimili þeirra er að Asparfelli 2 Reykjavík. Hinn 28. desember sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju brúðhjónin: María Baldurs- dóttir og Helgi Helgason skrif- stofumaður. Heimili þeirra er að Skipasundi 3, Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.