Dagur - 16.01.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 16. janúar 1987
■
16. janúar 1987 - DAGUR - 9
Það var á stjórnmálafundi með Steingrími Hermannssyni í Bifröst á Sauðárkróki fyrir
nokkrum árum sem aldraður bóndi úr austanverðum Skagafirði sté í rœðustól. Tók
hann að ræða þjóðmálin og gagnrýndi harkalega gjaldmiðilsbreytinguna sem þá hafði
nýlega átt sér stað. Sagði hann svo hafa hist á þegar þessi breyting var gerð, að hann
hefði verið sjúklingur og ekki getaðfylgst alveg nógu vel með. Hann hefði talið sig vera
sœmilega efnaðan en þegar hann komst til heilsunnar varð hann þess var að þetta var
hreinlega ekkertsem hann átti. Ýmsa vankanta fann ræðumaður á gjaldmiðilsbreyting-
unni, sem hann taldi eina mestu skyssu sem íslensk stjórnvöld hefðu gertfram tilþess
tíma. Allur salurinn hló og var það ekki í fyrsta skipti sem ræðumaðurinn Tryggvi í
Lónkoti komfólki til að hlæja með hnyttni sinni. Tryggvi hefur reynt margt um ævina
og á bannárunum var hann einn af landabruggurunum. Hann lenti illilega í því, var
óheppinn eins og hann segir sjálfur og varð þrisvar uppvís að bruggun.
Nú eru um 3 ár síðan Tryggvi
hætti búskap í Lónkoti sökum
heilsubrests og hás aldurs. Síð-
ustu árin hefur hann dvalið á
sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og er
nú vistmaður á elli- og hjúkrun-
arheimilinu. Par var hann tekinn
tali á dögunum. Hann segir heils-
una reyndar hafa verið þokka-
lega á síðari árum, það eina sem
hafi angrað hann sé léleg sjón og
í dag er hann orðinn blindur. En
toppstykkið sagði hann annars
vera í lagi, ártölin vöfðust ekki
mikið fyrir honum, og atburðirn-
ir virtust standa Tryggva eins
ljóslifandi fyrir hugskotssjónum
og ef þeir hefðu gerst í gær.
„Ef ég færi út í að ættfæra mig
þá eru foreldrar mínir báðir ætt-
aðir úr Þingeyjarsýslunni. Ég
sjálfur er fæddur á Ölduhrygg í
Svarfaðardal árið 1903. Móðir
mín hét Jakobína og var vinnu-
kona á heimilinu. Ég var tekinn
frá henni nýfæddur og færður til
fóstru minnar Helgu Pálsdóttur
frá Ytra-Holti í sömu sveit, sem
þá bjó með Guðlaugi föður
mínum. Helga hafði verið gift
áður, en misst mann sinn. Hún
var óbyrja, þannig að þau höfðu
ekki getað eignast barn og ég var
því velkominn í heiminn, þó ég
væri ekki hjónabandsbarn.
Fóstra mín hét því að annast mig
eins og sitt eigið barn og það stóð
hún svo sannarlega við.
Þegar ég komst til vits og ára
og fór að spyrja hana hvernig
stæði á nafni mínu, sagði hún
mér, að um það leyti sem ég kom
í heiminn hefði Tryggvi heitinn
Gunnarsson sem þá var forráða-
maður Gránufélagsins á Akur-
eyri komið á heimilið. Hann
ferðaðist þá um sveitir og var að
panta sláturfé eða eitthvað því-
umlíkt. Henni hefði litist svo vel
á karlinn, fundist hann skemmti-
legur maður og ákveðið að láta
strákinn heita í höfuðið á honum.
A flækingi
Pað var landþröngt á Ölduhrygg
og þegar ég var á þriðja ári fluttu
faðir minn og fóstra í Skagafjörð-
inn, að Nautabúi í Hjaltadal.
Fyrsta vorið þar varð fóstra mín
fyrir slysi. í verslunarferð í Graf-
arós datt hún af hestbaki og
hryggbrotnaði. Það kostaði hana
rúmlegu fram að göngum á heim-
ili Magnúsar læknis á Hofsósi og
alla tíð átti hún mjög erfitt með
búskap af þessum sökum. En
föður mínum líkaði ekki að búa á
Nautabúi, honum fannst hann
vera of langt frá sjónum. Árin á
Nautabúi urðu ekki nema 4, en
þá bauðst honum Brúarland í
Deildardal til ábúðar. Þegar búið
var að flytja allt yfir í Brúarland,
bregður svo við að húsfreyjan þar
segist hvergi muni fara. Ékki var
ástandið glæsilegt, en úr varð að
við fórum niður í Grafarós og
fengum að búa í einu timburhús-
anna þar. Eftir mánuð í Grafar-
ósi bauðst svo hálf Skálá í
Sléttuhlíð. Par bjuggu þá háöldr-
uð hjón að dauða komin. Það var
þess vegna sem þessu jarðnæði
var tekið, og dóu gömlu hjónin
bæði veturinn eftir. Keypti faðir
minn þá, 1910 alla jörðina. En
flækingnum var ekki lokið, for-
eldrum mínum fannst ónæðis-
samt á Skálá, þar var skólahús og
þingstaður hreppsins. Við flutt-
um 1914 í Mýrar og ári síðar
kaupir faðir minn bæinn Keldur í
nágrenninu með ofurkostum og
þar bjuggum við í 10 ár.“
- Þarna hefur þú verið kominn
til fullorðinsára, varstu alltaf
heima við búskapinn?
„Nei, vorið 1922 var ég til sjós
í fjóra mánuði á Hjalteyrinni sem
gerð var út frá Akureyri. Ég
hafði verið mánuð á skipinu þeg-
ar ofsaveðrið 14. maí skall á og 5
seglskip frá Eyjafjarðarhöfnum
fórust. Það sem bjargaði okkur á
Hjalteyrinni var að við höfðum
vél.“
Hvalreki á Keldnafjöru
- Tryggvi, nú varst þú nokkuð í
sviðsljósinu á bannárunum vegna
landabruggs, hvenær byrjaði
þetta hjá þér?
„Það má líklega rekja upphaf-
ið til þessa ofsaveðurs 14. maí
1922. Því þegar ég kem heim af
sjónum í ágúst, frétti ég að rekið
hefði stóra ámu á fjöruna við
Keldur. Ég átti uppeldisbróður
sem hét Páll Sigurðsson og var
hann systursonur fóstru minnar.
Við Páll fórum í fjöruna og okk-
ur tókst að bisa þessu ferlíki
heimundir. Við náðum okkur í
bor og þegar við höfðum borað
gat á ámuna stóð gufustrókurinn
úr gatinu. Páll lét hann stíga upp
í sig og eftir smá stund var hann
orðinn óstyrkur á fótum, enda
moldfullur. Varð ég að drösla
honum inn í bæ.
Reyndist þetta sem í ámunni
var vera franskt koníak, ekki var
það mikið, en nóg til að fylla 4ra
potta kút. Komu margir í Keldur
til að fá að smakka mjöðinn sem
var listagóður, en hver maður
fékk aðeins eitt staup, til þess að
sem flestir fengju eitthvert bragð.
Tunnuna sló ég í sundur og bjó til
skíði úr stöfunum. Þeir voru
margir krakkarnir í Sléttuhlíð-
inni sem fengu skíði að gjöf, gerð
úr stöfunum úr þessari tunnu. Ég
fékk fyrir þetta skammir hjá
mæðrum þeirra barna sem urðu
útundan, en skíði voru hið mesta
þarfaþing á þessum tíma og
komu sér vel fyrir þá krakka sem
þurftu um langan veg að fara í
skóla.
Þessi fundur á Keldnafjöru
varð til þess að ég fór að íhuga að
gaman gæti verið að útbúa vín
sjálfur, en ekkert varð samt úr
því í bráð. Það var svo ekki fyrr
en eftir að ég flutti ásamt foreldr-
um mínum í Ystahól, að ég byrj-
aði að „leggja í.“ Auðveldlega
gekk að ná í efni og var heldur ýtt
undir mig að framleiða vín, enda
fengust ekki á þessum tíma nema
svokölluð Spánarvín, sem voru
mjög dýr og fór lambsverðið fyrir
eina flösku af því.
Bruggið var ekkert sérlega
heilsusamlegur drykkur og ég fór
fljótlega að „sjóða,“ fannst ann-
að ómögulegt fyrst ég var að
þessu á annað borð. Olíuvél
höfðum við með tveim kveikjum
sem var mjög nytsamleg við
þennan iðnað. Mér tókst að
útvega uppháan olíubrúsa og
eirrör. Þar með var mestallt kom-
ið sem þurfti við þessa fram-
leiðslu og olíuvélin var þeim
kostum búin að hana var hægt að
stilla þannig að aðeins rétt drop-
aði í gegnum kerfið, eins og
þurfti. Þetta gekk ágætlega til að
byrja með og ég var alveg
óhræddur við þetta. Enda seldi
ég aldrei, gaf kunningjunum, en
það var ekki laust við að gesta-
gangur hefði aukist hjá mér
vegna þessa. Mér fannst ákaflega
gaman að geta veitt mönnum
þegar þeir komu í heimsókn og
var mikið fyrir að hafa gleðskap í
kringum mig, mikið fyrir söng,
sögur og gamansemi af öllu tagi.
Allt var þetta samt í hófi og kon-
an mín hafði ekkert á móti þessu
og hafði gaman af eins og ég.
Listavín skyldi það verða
Eiður á Skálá var einn af ná-
grönnum mínum. Var nokkuð
um samvinnu á milli okkar og
gerðum við oft hvor öðrum
greiða. Eitt sumarið skyldi haldið
manntalsþing á Skálá. Eiður og
hans kona buðu fölki ætíð upp á
kaffi og venjan var að hafa flösku
á borðum handa sýslumanni og
öðrum sem fannst gott að fá tár
út í kaffið. Daginn fyrir þingið
kemur Eiður til mín og segir nú
illt í efni. Hann hafi ekki komist
til Siglufjarðar til að útvega
flösku og það sé ekki hægt annað
en geta boðið sýslumanni upp á
vín. Hann sagðist treysta mér til
að útbúa eitthvað gott handa
sýslumanni. Ég tók þessari mála-
leitan vel, því það hittist svo vel á
að ég átti lögun.
Ég vandaði mig alveg sérlega í
þetta skiptið, það var ekki á
hverjum degi sem maður fram-
leiddi vín handa sjálfum sýslu-
manninum. Lögunina tví- eða
þrísauð ég og það skíðlogaði þeg-
ar ég bar eld að víninu. Eg bragð-
bætti það svo með því að láta
kaneldropa sem ég átti út í. Ég
neita því ekki að ég var svolítið
órólegur þegar á þingið kom og
Eiður dengdi flöskunni á borðið.
Sýslumaður hellti út í kaffið og
smjattaði vel á eftir. Ég var strax
rólegri þegar hinar glaðværu
umræður sem sköpuðust í kring-
um sýslumanninn héldu áfram.
Þessi áfengisgerð mín gekk
slysalaust í fjögur ár, en þá dundi
ógæfan yfir. Efnið til víngerðar-
innar fékk ég að langmestu leyti
frá Siglufirði og fyrir jólin ætlaði
ég að færa einum kunningja mín-
um á Siglufirði 2 flöskur. Ég bað
Jón bónda á Heiði fyrir þær, þeg-
ar hann fór með póstbátnum út
eftir fyrir jólin. Hann fór ekki
nógu gætilega með þetta, vings-
aðist með þetta í annarri hend-
inni og eins var ekki nógu vel um
búið hjá mér, þannig að lögregl-
an á Siglufirði gómaði hann. Þess
má geta, að á þessum tíma var
henni orðið ljóst að heimalagað
áfengi var flutt úr Fljótum til
Siglufjarðar og selt þar. Jón varð
að upplýsa hvaðan vínið væri
komið og bæjarfógetinn á Siglu-
firði sendi Sigurði sýslumanni
Skagfirðinga skeyti. Þar sem
skeytið þurfti að fara í gegnum
símstöðina í Felli barst mér pati
af þessu og faldi allt dótið.
Þegar sýslumaður gerði hús-
rannsókn hjá mér, greinilega
alveg staðráðinn í að finna eitt-
hvert sönnunargagn, hafði hann
ekkert upp úr krafsinu lengi vel.
Þegar hann hafði leitað allan dag-
inn og sat að kaffidrykkju í eld-
húsinu á Ystahóli síðla dags, datt
honum allt í einu i hug að leita í
eldavélinni og fann þá suðubrús-
ann í bakaraofninum en þangað
hafði konan mín Ólöf Odds-
dóttir frá Siglunesi stungið
honum. Þar með var sönnunar-
gagnið komið, en samt viður-
kenndi ég ekki í þetta skiptið að
hafa soðið, heldur bjó til sögu um
vínkút sem hafði rekið hjá mér
og ég drýgt það vín með því að
brugga úr því. Lyktir þessarar
fyrstu kæru urðu þær að ég var
dæmdur í 500 króna sekt.
Hressir sláttumenn
Ég lét mér þetta samt ekki að
kenningu verða og hélt áfram að
leggja í og sjóða. Vorið eftir
keypti ég Lónkot og flutti
þangað. Þetta voru erfiðir tímar,
kreppan, jörðin dýr og við lent-
um í vandræðum með að borga
hana. Á tímabili leit út fyrir að
við mundum missa jörðina, en
vegna fyrirhyggju og dugnaðar
konu minnar tókst að greiða það
sem skorti á afborgunina méð
peningum sem hún átti í banka á
Akureyri. Það varð því að hafa
flest ráð úti meðan við vorum að
eignast jörðina og ég reyndi að
sækja sjóinn. Það var erfitt fyrir
einyrkja og kom sér því vel þegar
liðsafli bauðst til sláttar í eina
viku um heyskapartímann fyrsta
sumarið í Lónkoti, ungur piltur
innan af Höfðaströnd og roskinn
maður sem var nýkominn frá
Ameríku eftir að hafa dvalið þar
alllengi. Tíð var góð þetta sumar
og slátturinn gekk vel, enda nest-
aði ég þá vel f slægjurnar og þeir
voru eins og maður segir vel lif-
andi.
Þegar þessi vika var liðin og
pilturinn hélt heimleiðis bað
hann mig um flösku í nesti. Ég
treysti honum varlega, en lét að
endingu undan og lét hann og
gamla manninnn fá sitt hvora
flöskuna, en hann fylgdi drengn-
um inn eftir og kom með hestana
til baka aftur um kvöldið. Dreng-
urinn hafði orðið eitthvað slæpt-
ur á leiðinni heim til sín, enda
búinn að standa í heybindingu
daginn áður og fékk að le'ggja sig
á bæ einum á leiðinni. Þetta
ferðalag sláttumannanna varð til
þess að ég fékk á mig aðra kær-
una, var sekur fundinn í annað
skiptið og hlaut 800 króna sekt.
Þetta sumar var verið að
byggja vitann í Málmey. Um
haustið kemur sendiboði frá vita-
skipinu Hermóði, sem statt var
þarna vegna framkvæmdanna.
Hann var með tösku með sér og
bað mig ef ég mögulega gæti að
útvega sér 10 flöskur. Það pass-
aði, ég átti þær til. Fyrir þessar
flöskur fékk ég 100 krónur og var
í fyrsta og eina skiptið sem ég
seldi vín. Þess má geta að dilka-
innleggið hjá mér um haustið
gerði um 300 krónur. En það
hittist svo illa á að rétt í því sem
sendimaður var að fara bar Svein
hreppstjóra í Felli að garði og
ætlaði hann að finna mig eitt-
hvað. Ég var vanur að gefa hon-
um aðeins bragð þegar hann kom
í heimsókn, en þar sem ég var
nýbúinn að láta allt sem ég átti
gat ekki af því orðið í þetta skipti
og sá ég að honum líkaði það
miður.
Haustið leið án þess að ég næði
að gleðja Svein eins og ég hafði
hugsað mér. Daginn fyrir gaml-
ársdag var ég að koma utan úr
Höfðahólum, hafði gengið til
kinda og var seint á ferð. Þegar
ég kom heimundir sá ég að húsið
heima er allt upplýst og undraðist
það mjög. Konan hafði vænst
heimkomu minnar, hitti mig úti
og sagði mér hvers kyns var. Ég
hafði verið kærður eina ferðina
enn og yfir stæði húsrannsókn,
framkvæmd af þeim hrepp-
stjórunum Sveini í Felli og Jóni í
Bæ og þeir hefðu víst fundið það
sem þá vanhagaði um. Ég hafði
komið mér fyrir með keraldið
sem ég lagði í niðri við lónið í
skemmu sem þar var. Þar sem
lónið var autt eftir góða tíð á
undan hafði ég skjót viðbrögð,
hljóp niður í skemmuna, velti
tunnunni fram í lónið og hellti
leginum sem tilbúinn var til suðu
úr henni.
En óheppnin elti mig, lónið
litaðist hvítt af innihaldinu og
verksumerkin leyndu sér ekki
þegar hreppstjórarnir komu þar
að. Þar með vofði yfir mér dómur
í þriðja sinn og ekki hafði ég
greitt þær sektir sem fylgdu fyrri
dómum. Ég átti víst nóg með að
standa við skuldbindingar vegna
kaupa á jörðinni. Sá ég nú að
þetta þýddi ekki, hér yrði ekki
lengra haldið. Magnús Guð-
mundsson var þá þingmaður
Skagfirðinga og jafnframt
dómsmálaráðherra og sá ég þann
kost vænstan að hafa samband
við hann. Það var svo eitt sinn
þegar Magnús var staddur á
Sauðárkróki að hann hringir í
mig og biður mig að finna sig. Ég
fór strax upp á Sauðárkrók að
hitta hann. Sagðist hann þá hafa
ákveðið að strika út þessar sektir
mínar með því skilyrði að ég
steinhætti að standa í þessu landa-
bruggi. Ég lofaði honum að
hætta og hef staðið við það allar
götur síðan.
Ég var líka farinn að verða fyr-
ir ónotum frá mínum pólitísku
andstæðingum og það virtist fara
ógurlega í taugarnar á framsókn-
armönnum að ég væri að þessu.
En það vakti aldrei fyrir mér að
nota það í þeim tilgangi. Eins og
ég hef áður sagt var það ánægjan
af gleðskapnum sem var kveikjan
að þessu stússi mínu.
var hættulegri leið en styttri, eða
fara uppfyrir þar sem kallað var,
við ósa Flókadals- og Fljótaár.
Þegar þetta gerðist var ekki
búið að koma kjötbúðinni á
Siglufirði á fót og bændur urðu
sjálfir að sjá um sölu á afurðun-
um. Þarna við Móskóga kom upp
sú hugmynd, að fyrst að veðrið
og veðurútlit væri gott, væri
skynsamlegt að 3 úr hópnum sem
í voru 7 menn, færu til Siglufjarð-
ar um daginn að undirbúa söluna
daginn eftir. Hinir fjórir yrðu eft-
ir á Hraunum um nóttina og
rækju féð þaðan snemma næsta
morgun, þannig að hægt yrði að
byrja að slátra því um 10 leytið.
Satnkomulag varð um þetta,
en til að þetta mætti ganga var
ákveðið að einn okkar færi fram í
Hamar og fengi landa hjá Her-
manni, sem þá var frægur landa-
bruggari í Fljótunum. Ósarnir
voru farnir í þetta skipti og rakst
féð vel. Það passaði, að þegar við
vorum að koma upp undir túnið á
Hraunum var Pétur á Mýrum að
með féð fjórir, þó farið væri að
rökkva. Okkur sóttist ferðin yfir
skarðið sæmilega í myrkrinu og
vorum komnir niður undir bæinn
á öðrum tímanum um nóttina.
Þá þurfti að vekja sláturhús-
stjórann sem var Guðbrandur
faðir Gests á Arnarstöðum.
Hann varð bálvondur þegar hann
var ræstur um nóttina og sagt að
við værum komnir með féð, og
benti á það sem hinir höfðu sagt
þegar þeir voru að þvælast .yin
bæinn blindfullir um kvöldicT að
féð kæmi ekki fyrr en daginn
eftir. Við máttum ekki öllu seinni
vera, því á sjötta tímanum um
morguninn brast hann á með
brjálaðri norðaustan stórhríð
sem létti ekki fyrr en á fimmta
degi. Það var auðvelt að selja
afurðirnar á mánudaginn og
fengu færri en vildu, fólk var
hrætt um að veturinn væri lagstur
að fyrir fullt og allt, og því vissara
að birgja sig upp.
Við vorum veðurtepptir á
Siglufirði alveg fram á laugardag,
að haldið var heimleiðis. Þá var
Söguleg rekstrarferð
til Siglufjarðar
Oft vorum við með þó nokkur
vínföng Slétthlíðingar, þegar við
rákum sláturféð til Siglufjarðar.
Það kom líka stundum fyrir að
við lentum í erfiðleikum í þessum
ferðum vegna veðurs og erfiðrar
færðar um ár sem þá voru óbrú-
aðar, sérstaklega í Fljótunum.
Nokkrar þessara ferða eru mér
minnisstæðar af þessum sökum.
Það var árvisst að við áttum
rekstur til Siglufjarðar á sunnu-
degi, daginn eftir réttardaginn.
Eitt haustið hafði tíðin verið sér-
lega góð. Við vorum komnir með
féð vel fyrir hádegið í dældina
fyrir sunnan Móskóga, en þar var
venjan að æja og ráðskast um
framhaldið. Hvort halda ætti
ósana, Sandós og Hraunsós, sem
koma framan frá Hamri með 5
flöskur, sem hann hafði fengið
hjá Hermanni. Flöskunum var
skipt á milli okkar 5, þannig að
Pétur, Jón á Heiði og Eiður á
Skálá sem fóru til Siglufjarðar
fengu eina hver og ég og Gestur á
Arnarstöðum sitt hvora.
Skömmu eftir að Siglu-
fjarðarfaramir voru farnir af
stað varð mér á að gá til himins,
og sá þá greinilegar óveðursblik-
ur á lofti og varð þegar ljóst að
ekki var langt í veðrið. Þarna
varð ég var við það sem ég hef
oftar orðið var á lífsleiðinni að
það var eins og mér væri gert
viðvart. Ég benti Gesti á þetta og
sagði það ekkert vit að bíða með
féð þar til morguninn eftir. Það
varð úr að við lögðum af stað
snjórinn orðinn svo mikill að við
urðum að teyma hestana alveg
upp í Skarð og vaða snjóinn upp
í klof. Þegar við komum upp á
Skarðið mættum við Jóni í Tungu
foringja Fljótamanna sem þá
voru á leið með sinn rekstur yfir.
Við. komumst svo í slóðina þeirra
og aðeins léttist um, en í heild
var heimferðin mjög harðneskju-
leg.“
Tryggvi í Lónkoti hafði frá
ýmsu fleiru að segja, en hér er
mál að linni. Þeim sem áhuga
hafa að heyra meira um landa-
brugg Tryggva, skal bent á
skemmtilegan frásöguþátt sem
heitir Landabrugg á bannárum,
sem Hjalti Pálsson skráði eftir
frásögn hans og birtist í Skagfirð-
ingabók hefti nr. 15, 1986. -þá.
tz