Dagur - 11.02.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 11.02.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 11. febrúar 1987 m@m ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._____________________________ Bág launakjör kennara í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar í París, OECD, um íslenskt menntakerfi er fjallað sérstaklega um menntun kennara og starf. Höfundar varpa fram þeirri spurningu hvort ekki sé æskilegt að öll kennaramenntun sé á háskólastigi og vísa þar til þess að t.d. íþróttakennarar stunda ekki nám á háskóla- stigi. Jafnframt er hugleitt hvort ástæða sé til að lengja nám við Kennaraháskólann um eitt ár. Síðan er vikið að bágum launakjörum kennara, sem birtist í því að 50-70% kennara- nema koma annað hvort aldrei til kennslu- starfa eða hætta þeim snemma og hverfa til annarra starfa. Fullyrt er að of margir kennar- ar vinni aðeins hlutastarf, sem leiði til þess að þeir verji ekki orku sinni og athygli óskiptri í starfið. Þessar aðstæður hafi í för með sér að sú mikla vinna sem lögð er í kennaramenntun og nýjar kennsluaðferðir fari forgörðum. í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að aðalvandinn í þessu efni séu hin lágu laun kennara, sem dregist hafi aftur úr öðrum stéttum miðað við fyrri ár. Kennarar neyðist til að vinna mikla yfirvinnu og það komi niður á gæðum kennslunnar. Höfundar velta fyrir sér ástæðum þess að kjör kennara eru með þessum hætti og telja hugsanlegt að ein ástæðan sé vanmat á kennarastarfinu. Það sé ef til vill rótgróið viðhorf í landinu að kennsla krefjist ekki sérmenntunar. Þessu viðhorfi er harðlega andmælt og talið til skaða að það verði ofan á. Þessar niðurstöður sérfræðinga OECD þurfa engum að koma á óvart. Undanfarin ár hefur gengið mjög erfiðlega að fá réttinda- kennara til starfa í skólum landsins og vitað er að kennsla er oft þrautalendingin hjá mörgum kennurum launalega séð. Þau störf eru vandfundin sem jafnilla eru launuð miðað við menntun. Þess vegna leita 50-70% kennaranema í önnur störf að námi loknu. Það eru ekki einungis kennarar sem eiga við þennan vanda að glíma. Það sama er uppi á teningnum hjá mörgum starfsstéttum öðrum, t.d. fóstrum. Svo kölluð uppalenda- störf í þjóðfélaginu virðast almennt mjög van- metin. Þessu þarf að breyta og það sem fyrst, áður en í algert óefni er komið. BB. _viðtal dagsins. „Það eru örlög Mývatns eins og annarra vatna þar sem kísilgúr er að fínna að þorna upp ef ekkert er að gert. Þá endaði vatnið sem þurrnáma fyrir kísilvinnslu. Þarna erum við að vísu að tala um ferli sem tekur óralangan tíma, menn eru ekki sammála um tíma- lengdina. Rannsóknir á þessu eru af mjög skornum skammti. Með námaleyfínu er Kísiliðj- unni hf. gert að greiða ákveðið hlutfaíl rannsóknarkostnaðar við vatnið og við leggjum því okkar skerf af mörkum í vís- inda- og friðunarskyni. Þessar rannsóknir eru tímafrekar og yfírgripsmildar en það er gerð krafa um að þær séu skilvirkar svo hægt sé að grípa í taumana ef hætta er á ferðum. Verk- smiðjan er nú búin að vera hérna í 20 ár og það er ekkert sem bendir til að starfræksla hennar hafí valdið skaða. Við höfum þvert á móti gert gagn með því að dýpka vatnið til að vega á móti landrisinu,“ sagði Róbert B. Agnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunar hf. við Mývatn. - Hvað tókuð þið mikið efni úr vatninu á síðasta ári? „Það voru um 30 þúsund tonn. Þetta þýðir auðvitað að vatnið dýpkar sem svarar rúmmáli efnis- ins sem úr vatninu var tekið. Við höfum dælt úr Ytri-flóa öll 20 árin sem við höfum verið hér. Flatarmál þess svæðis er um 20% af heildaryfirborði vatnsins. I Syðri-flóa eru kísilgúrlögin þykkri en við förum ekki að Róbert B. Agnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. „Kísiliðjan hf. stuðlar að rannsóknum á Mývatni“ - segir Róbert B. Agnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. við Mývatn vinna úr honum fyrr en síðar því í síðasta námaleyfi var okkur gert að Vera í Ytri-flóa næstu fimm árin.“ - Getur þú lýst vinnsluferlinu í verksmiðjunni í stuttu máli? „Vinnsluferlið byrjar á því að það er dælt úr vatninu. Við byrj- um dælingu á vorin og erum að fram á haust. Efninu er dælt upp í safnþró en áður fer fram gróf- hreinsun á efninu í dælustöð á vatnsbakkanum. í verksmiðjunni fer fram öskuhreinsun og eld- gosaaska, sem hefur sest á vatns- botninn og blandast við kísilgúr- inn, er fjarlægð úr efninu. Þegar kísilgúrinn fer í gegnum verk- smiðjuna er allt vatn fjarlægt úr honum, efnið er síað, þurrkað og mulið í mismunandi kornastærð- ir. Við notum gufuþurrkara sem ganga fyrir gufunni úr Bjarnar- flagi. Svartolía er notuð við brennsluna en rafmagn er almennt notað í öllum verk- smiðjurekstrinum." - Er ekki mjög hagkvæmt að nota gufuna frá Bjarnarflagi, náttúrulegan orkugjafa hér á staðnum? „Það hefur verið það hingað til en þetta er að breytast núna. Það urðu eigendaskipti á gufuveit- unni í Bjarnarflagi þegar Lands- virkjun keypti gufuveituna af Jarðvarmaveitum ríkisins. Sann- leikurinn er sá að Jarðvarmaveit- ur ríkisins voru mjög illa staddar og skulduðu mikið fé. Orsakanna er að leita til umbrota sem urðu hérna og allar borholur þeirra eyðilögðust. Þeir urðu að bora tvær nýjar holur á árunum 1979- 80 og það var kostnaðarsamt m.a. vegna þess að fyrirtækið var ekki tryggt fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara. Jarðvarmaveit- urnar urðu að taka stórlán til að standa í þessum framkvæmdum en núna er verið að leysa þetta vandamál með því að láta Lands- virkjun yfirtaka fyrirtækið. Landsvirkjun keypti eigur Jarð- varmaveitna ríkisins fyrir 120 milljónir en skuldirnar á veitun- um voru 160 milljónir. Því er ekki að leyna að Kísil- iðjan hf. hafði áhuga á að kaupa eigur Jarðvarmaveitna ríkisins og það hefði verið nærtækast því við erum einu notendurnir að gufu úr Bjarnarflagi. Iðnaðar- ráðuneytið lagðist alltaf á móti því að Kísiliðjan hf. keypti þetta þó við værum tilbúnir að greiða hærra verð en Landsvirkjun. Við ætluðum að fara út í raforku- framleiðslu úr gufunni og vera sjálfum okkur nógir um gufu og rafmagn. Þetta hefði verið hag- kvæmt fyrir okkur og styrkt stöðu fyrirtækisins. Gufuverð til okkar verður óbreytt næstu fjögur árin en síðan mun það hækka. Það var samkvæmt beiðni hins erlenda eignaraðila Kísiliðjunnar hf. að orkuverð helst óbreytt næstu árin því þeirra álit á stöð- unni er að næstu ár verði fyrir- tækinu erfið vegna samkeppni o.fl. þátta. Árið 1991 mun orku-1 verð til okkar hækka um 40 til 50%.“ - Er ekki hagkvæmt að hafa einn aðila eins og Landsvirkjun til að hafa á hendi umsjón og skipulag orkuveitna í landinu? „Stefnan hefur verið sú að láta Landsvirkjun sjá um nánast alla orkuöflun í landinu. Það getur verið hagur að því að hafa þetta allt á einni hendi en það er líka stórhættulegt því að þetta er ekk- ert annað en einokun.“ - Hvað vinna margir hérna við verksmiðjuna? „Yfir vetrarmánuðina vinna hérna 63 menn en við bætum við 6 til 7 mönnum yfir sumarið þeg- ar við dælum úr vatninu. Við dæl- um mánuðina maí til september. Áður dældum við alveg fram í október en við hættum því vegna breytingar á rafmagnstaxta. Við fengum svokallaðan sumardæl- ingataxta samþykktan eftir mikla baráttu því að raforka á að vera ódýrari á sumrin en á veturna. Október var ekki innifalinn í þessum taxta svo við slepptum honum úr.“ - Að lokum, Róbert, ert þú Norðlendingur? „Nei, ég er Reykvíkingur. Ég er viðskiptafræðingur að mennt og hef unnið fyrir Kísiliðjuna hf. frá árinu 1982, en þá lauk ég námi. Mér líkar ljómandi vel að vera hérna í Mývatnssveit og það var mikil tilbreyting að flytja hingað eftir 25 ár í Reykjavík. Það héldu nú margir að ég myndi verða fljótur til baka aftur en raunin hefur orðið önnur. Ég er hér með fjölskyldu, konu og tvö börn. Þetta er paradís fyrir krakka. Ég hef verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins síðan í júní 1985, áður var ég skrifstofustjóri þess.“ EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.