Dagur - 11.02.1987, Síða 3
11. febrúar 1987 - DAGUR - 3
Húnabraut 13, þar sem Dagur er nú til húsa.
Blönduós:
Dagur flutti í nýtt húsnæði
Skrifstofa Dags á Blönduósi er en var áður í húsi númer 29 við
flutt að Húnabraut 13 þar í bæ sömu götu.
Jörundur á Hofsósi
Nýlega voru hafnar æfingar
hjá Leikfélagi Hofsóss á söng-
og gamanleiknum: „Þið munið
hann Jörund“ eftir Jónas
Noröurland vestra:
Framboös-
listi krata
Gengið hefur verið frá fram-
boðslista Alþýðuflokksins í
Norðurlandskjördæmi vestra.
Efstu sæti listans eru þannig
skipuð:
1. Jón Sæmundur Sigurjónsson
Siglufirði, 2. Birgir Dýrfjörð
Kópavogi, 3. Helga Hannesdóttir
Sauðárkróki, 4. Þorvaldur
Skaftason Skagaströnd, 5. Agnes
Gamalíelsdóttir Hofsósi, 6.
Friðrik Friðriksson Hvamms-
tanga, 7. Sigurlaug Ragnarsdóttir
Blönduósi.
Árnason undir leikstjórn
Hilmis Jóhannessonar. Um 20
manns taka þátt í æflngum og
undirbúningi sýninga í félags-
heimilinu Höfðaborg.
Að sögn Gísla Kristjánssonar
formanns leikfélagsins er stefnt
að því að sýningar geti hafist
tímanlega í mars. Sagði hann að
ekki stæði til að sýna leikinn ann-
ars staðar, því húsinu verður
breytt í krá þar sem leikurinn
gerist og fleiri leikmunir verða í
kringum þessa sýningu en yfir-
leitt við leiksýningar. Gísli kvað
þá í leikfélaginu þess í stað ætla
að leggja áherslu á að laða skóla-
fólk og vinnuhópa til sýninga.
Nýlega fór fram hið árlega
þorrablót sem hrepparnir 3,
Hofsós-, Hofs- og Fellshreppur
standa fyrir. Blótið var mjög fjöl-
mennt að vanda og sagði Gísli
það var mjög algengt að burtflutt
fólk kæmi á það og hjá mörgum
væri þetta hálfgert ættarmót.
Dagur opnaði skrifstofu á
Blönduósi snemma síðastliðið
sumar, í húsi Trésmiðjunnar
Stíganda. Þegar svo varð ljóst að
Alþýðubankinn ætlaði að kaupa
hús Pólarprjóns hf., Húnabraut
13, var strax kannaður möguleiki
þess að fá þar stærra og varan-
legra húsnæði fyrir blaðið. í
janúar var svo undirritaður leigu-
samningur um leigu blaðsins á 30
fermetra skrifstofuhúsnæði á
götuhæð hússins, en auk þess er
þar til húsa afgreiðsla Alþýðu-
bankans og verslunin Búðin, og
stutt mun í að þar muni einnig
opnuð hárgreiðslustofa.
Gengi Dags hefur verulega
aukist í Húnavatnssýslum síðan
skrifstofa blaðsins á Blönduósi
var opnuð og ráðinn var blaða-
maður með aðsetur þar, sala
blaðsins á svæðinu hefur marg-
faldast bæði í áskrift og lausa-
sölu. Blaðið vill þakka Húnvetn-
ingum góðar viðtökur og væntir
góðs af samstarfi við þá í framtíð-
inni. G.Kr.
SPENNUM^
BELTIN •
sjálfra / 0A\
okkar 1 )
vegna! ÆjBSiá
-þá
Hvítasunnusöfnuðurinn á Akureyri:
Hvítu heiisuskómir komnir aftur.
Leðurjakkar herra, 4 gerðir.
Verð frá kr. 8.575.-
Dömunærbuxur.
Stærðir S-M-L.
Verð kr. 60.-
Herranærbuxur.
3 stk. í pakka.
Verð kr. 298.-
Útihurðir, gluggar
og gluggagrindur
Framleiðum útihurðir, glugga og gluggagrinduraf
mismunandi gerðum, kaupandi getur valið um
ýmsar viðartegundir, svo sem teak, oregon pine,
mahogni, furuo.fi. Gluggaviðgerðir
Allar hurðir og gluggagrindur eru með innfræst-
um þéttilista.
Sérsmíðum eftir ósk kaupanda.
Gerum verðtilboð.
Bílskúrshurðir
Bilskúrshurðajárn
Úr
—~1 TRÉSMIÐJAN
BDRKURf
Fjölnisgötu 1a
Akureyri
Sími 96-21909
Fer fram á bæjar-
framlag til bygg-
ingar leikskóla
Hvítasunnusöfnuðurinn á
Akureyri hefur undanfarin ár
stadiö í byggingaframkvæmd-
um á lóð vestan Veganestis í
Glerárhverfi. Þar er söfnuður-
inn búinn að byggja hús fyrir
leikskóla sem mun rúma 68
börn. Nýlega barst beiðni til
Akureyrarbæjar þess efnis að
bærinn legði fram fjármuni til
að hægt sé að Ijúka bygging-
unni fyrir 1. september á þessu
ári.
Vörður Traustason hjá Hvíta-
sunnusöfnuðinum, sagði: „Pað
eru um 300 börn sem bíða eftir
leikskólaplássi á Akureyri og
þessi leikskóli sem við erum með
1 byggingu mun því að hluta til
leysa brýna þörf. Framkvæmd-
irnar hafa til þessa alfarið verið
greiddar af safnaðarmeðlimum
og núna er húsið tilbúið undir
tréverk. Okkur vantar fjórar og
hálfa milljón króna til að ljúka
þessu.“ Það kom einnig fram hjá
Verði að leikskólinn verður
opinn fyrir öll börn, ekki ein-
göngu börn safnaðarfólks.
Pórarinn Sveinsson, sem á sæti
í félagsmálaráði, sagði að ekki
hefði verið tekin nein ákvörðun
af bæjarins hendi um fjárframlög
til þessa en hann taldi alls ekki
útilokað að af því gæti orðið. Þó
væri verið að fara niður í saum-
ana á samstarfsreglum, sem
hvítasunnumenn hefðu sett fram
á sínum tíma, varðandi samstarf
bæjarins og safnaðarins í þessum
rekstri. Að því loknu yrði
ákvörðun væntanlega tekin.
EHB
VIÐ HÖLDUM FUNDI
Laugardaginn 14. febrúar kl. 14.00
í samkomuhúsinu Grund, Svarfaðardal.
Kaffiveitingar
Sunnudaginn 15. febrúar kl. 21.00
í Ðarnaskóla Bárðdæla.
Kaffiveitingar
FJÖLMENNUM
Sérframboð í Norðurlandskjördæmi eystra.