Dagur - 11.02.1987, Side 6
6 - DAGUR - 11. febrúar 1987
Pólarprjón hf. á Blönduósi var stofnað 1971 og hefur því
verið stór þáttur í atvinnulífí Blöndósinga í nær 16 ár. En
flestum er kunnugt um erfíðleikana sem steðjað hafa að
fyrirtækjum í þessum iðnaði á undanförnum árum.
Pólarprjón hf. virðist hafa brugðist við þeim vanda á
réttan hátt, alla vega er bjartara framundan hjá fyrirtæk-
inu nú, en verið hefur í langan tíma.
Baldur Valgeirsson framkvæmdastjóri Pólarprjóns hf.
segir Baldur Valgeirsson framkvæmdastjóri Pólarprjóns
Baldur Valgeirsson er fram-
kvæmdastjóri Pólarprjóns hf.,
hann hóf fyrst störf hjá fyrirtæk-
inu 1972 og var þar til ársins 1982
en byrjaði aftur í hálfu starfi um
áramótin ’85 og síðan um mitt
það ár hefur Baldur svo verið í
fullu starfi, og kannski vel það,
sem framkvæmdastjóri Pólar-
prjóns hf.
Þrátt fyrir miklar annir gaf
Baldur sér tíma til að rabba um
fyrirtæki í ullariðnaði, og þá auð-
vitað sérstaklega Pólarprjón, við
blaðamann Dags fyrir skömmu.
- Nú er það svo að í þessum
iðnaði hefur gengið á ýmsu og
það hafa komið slík hallæris-
tímabil að mörg fyrirtækjanna
hafa riðað og sum til falls. Um
tíma munaði ekki miklu með Pól-
arprjón, en ykkur tókst að
bjargast, eru .enn þeir erfiðleikar
í rekstrinum sem þá voru?
„Það má kannski segja að
Voðirnar pressaðar.
þetta hafi hangið svona á horrim-
inni í fyrra og ’85 út af ákveðnu
máli sem er ekki rétt að vera að
tala um í blaðaviðtali, en þetta
hangir ennþá yfir okkur og fyrir-
tækið á í ákveðnum erfiðleikum
út af því máli. Síðan hafa þessi
tvö undanfarin ár verið erfið fyrir
það að það hefur verið samdrátt-
ur í sölu, og sumir segja ekki
nægjanleg aukning, þetta tók svo
verulegan kipp seinnihluta ársins
’86 og þannig er það enn.“
- Er sem sagt allt á uppleið
núna?
„Ekki á uppleið kannski, en
það er mikið að gera og það er
það sem skiptir mestu máli.
Verðlagning á þessu er léleg mið-
að við þær forsendur sem við
erum með í framleiðslu, þó svo
að við borgum lág laun þá er
launaliðurinn of hár í okkar
framleiðslu. Það má kannski
segja að það sem helst gerir að
við náum ekki því verði sem ver-
ið er að tala um er að þetta eru
litlar pantanir, ekki nógu mikið
magn í einu.“
- Störf á sauma- og prjóna-
stofum eru Iáglaunastörf, þarf
það að vera svo? Er ekki mögu-
Ieiki að það gæti breyst t.d. ef
framleiðslan frá þessum stöðum
yrði ekki lengur miðuð við þarfir
afmarkaðs hóps, heldur yrði farið
að selja hana í almennum fata-
verslunum þannig að veltan á
vörunni frá ykkur yrði hraðari
með stækkuðum kaupendahópi?
„Það er ég ekki viss um, vegna
þess að markaðurinn er allt of
lítill. Þetta er enginn markaður
hér, það eru margir um hituna og
allir að reyna að komast á innan-
landsmarkaðinn og þar er
verðstríð, kannski, það er alveg
til í því að menn eru með lægra
verð á innanlandsmarkaði en ætti
að vera. Þá er ég að tala um þær
verslanir sem fólk kallar minja-
gripaverslanir, við erum að selja
vöruna á verksmiðjuverði þang-
að og það er náttúrlega tómt
rugl. Það er bara búið að koma
þessu á og menn eru að selja
vörurnar sínar þangað á verði
sem er svona 30 prósent undir því
sem þeir ættu að gera. Með þessu
eru fyrirtækin náttúrlega að eyði-
leggja fyrir sjálfum sér.
Við getum tekið annað dæmi.
Á undanförnum árum hafa
saumastofurnar verið með sína
eigin sölu, ýmist á saumastofunni
eða í nágrenni við hana, og þar
er verðið allt of lágt. Verðið er
lægra en hjá þeim verslunum sem
hafa verið einna lengst með þess-
ar vörur í Reykjavík og það gerir
það að verkum að fólk fer
framhjá þeim af því að það veit
að víða úti á landi er varan ódýr-
ari. Að vísu er stundum um að
ræða vörur sem verið er að
afsetja eða eiga að vera á lægra
verði, en hitt stendur engu að
síður.“
- Mér heyrist af þessu að
samstaða fyrirtækja í ullariðnað-