Dagur - 11.02.1987, Blaðsíða 11
11. febrúar 1987 - DAGUR - 11
Gæði
Reykjavík 29. janúar 1987.
Vegna skrifa sem átt hafa sér stað
í Degi á Akureyri að undanförnu
og tengjast Kjöt- og matvæla-
vinnslu Jónasar Þórs hf. í
Reykjavík (hér eftir KMJÞ) lang-
ar mig að koma á framfæri eftir-
farandi staðreyndum svo og sjón-
armiðum.
Ástæða þessara skrifa er viðtal
við Friðjón Árnason í Við sem
fljúgum þar sem minnst er á gæði
nautakjöts. Okkar þáttur í því
máli er þessi: KMJÞ hefur frá
upphafi lagt sig eftir að kaupa
besta fáanlega hráefni hverju
sinni. KMJÞ kaupir aðeins UN I
og sækist eftir að kaupa allt það
kjöt sem merkt er UN I* sem er
það besta. Einnig höfum við
keypt nokkra skrokka af UN II.
Skipting milli flokka hjá okkur
árið 1986 var þessi: UN I* 15%,
UN I 80%, UN II 5%. 95% af
því kjöti sem við kaupum er af
nýslátruðu, hefur ekki verið
fryst. En vegna annmarka á slátr-
un getur þessi tala því miður ekki
verið 100%. KMJÞ hefur valið
ákveðna sláturleyfishafa í sínum
viðskiptum. Ástæður þess eru:
1) Frá viðkomandi svæðum
koma góðir gripir.
2) Hreinlæti er gott.
3) Umgengni er góð.
4) Flutningur er í lagi.
5) Þar er tekið tillit til óska okk-
ar um holdafar og fitu.
Að gefnu tilefni skal frá því sagt
að KMJÞ hefur átt stóran þátt í
að þessir þættir hafa verið lag-
færðir til muna hjá mörgum slát-
urleyfishöfum.
Öll framantalin atriði snerta
gæði, en ekki magn og ágóða,
þess vegna fá færri en vilja. Allt
það kjöt sem við kaupum fær
fulla verkun í góðum kæli (2°C),
allt kjöt er unnið í kældum vinnu-
sal. Ollu kjöti er pakkað í loft-
tæmdar umbúðir. Við dreifum
kjöti eftir óskum kaupenda en
ekki eftir þörfum okkar.
Þau 15 tonn af UN I* sem við
keyptum 1986 eru 25% af því
kjöti sem til féll á því ári.
80 tonn af UN I er um 6%
af þeim gæðaflokki sem til
féll sama ár. Gaman væri að sjá
slíkar tölur frá öðrum kjötvinnsl-
um.
Allir þeir sláturleyfishafar sem
ég versla við hafa mitt leyfi til að
segja hverjum sem vill hvaða hrá-
efni ég kaupi. Ég vona að það
verði gagnkvæmt.
Hér koma nokkrar athuga-
semdir varðandi það sem kom
fram hjá aðspurðum svo og skrif
Brynjólfs Brynjólfssonar.
Það sem Friðjón Árnason segir
í viðtali að sé hjákátlegt að sækja
hráefni suður, er rétt. Á meðan
enginn treystir sér til að segja
sína sögu um kjötkaup og verkun
á ungnautakjöti eins og ég þá er
þetta rétt. Það fellur til ámóta
magn af ungnautakjöti og kýr-
kjöti. Birgðir eru litlar sem engar
af kýrkjöti og sums staðar biðlisti
en mörg hundruð tonn af ung-
nautakjöti á frosti, mikið af þessu
ungnautakjöti er orðið tveggja
ára gamalt. Hvar skyldi kýrin
vera? Þetta kjöt er selt í dag á
niðursettu verði og virðast margir
kaupa. Hefur þetta kjöt verið selt
sem slíkt? Ekki hef ég séð það.
Kýrkjötið og gamla frosna kjötið
getur ekki verið jafn gott og kjöt-
ið af nýslátruðu.
Það er rétt sem Óli Valdimars-
son segir, að nautakjöt af Norð-
Jónas Þórir:
nautakjöts
ur- og Austurlandi er að jafnaði
betra en annars staðar frá, þess
vegna kaupi ég mikið af kjöti frá
Húsavík, Égilsstöðum, Hvamms-
tanga og víðar. En Óli ætti að
lesa betur. Ég keypti 110 naut-
gripi frá Egilsstaðabúinu og er
það eina búið sem ég veit um sem
á svo marga og góða gripi; þarna
er átt við mikið og gott kjöt frá
sama aðila. Mættu margir taka
Egilsstaðabúsbændur sér til fyrir-
myndar í eldi á nautgripum, en
eins og allir ættu að vita þá er það
eldið sem skiptir máli en ekki
heimahérað viðkomandi kálfs.
Eflaust kemur gott kjöt í Slát-
urhús KEA. Vonandi er það
boðið veitingamönnum og öðrum
viðskiptavinum nýslátrað og vel
verkað, ekki aukast gæðin í
frosti.
Jakob Haraldsson hjá Hrímni
segir frá kaupum sínum á UN I.
Ef það kjöt er af nýslátruðu þá
þarf Jakob aðeins að kaupa
fjórðung af landsslátrun á UN I*
þá er hann kominn jafnfætist
mér, þó aðeins ef aðstaða hans er
jafn góð og mín og hann fær það
kjöt sem talið er best varðandi
holdafar og fitu.
Brynjólfur Brynjólfsson hefur
aðeins verslað við Sláturhús
KEA og Kjötiðnaðarstöð KEA í
30 ár og ekki við aðrar kjöt-
vinnslur, svolítið þröngt sjónar-
horn sem hrekur ekki það sem
Friðjón Árnason sagði. Hvað
varðar mat og matsreglur á ung-
nautakjöti þá tel ég víst að þar
hafi verið til kallaðir fróðari
menn um kjötgæði en við Brynj-
ólfur. Reynsla mín segir mér að
betra kjöt komi af stjörnuskrokk
en UN II. Þeir skrokkar sem eru
metnir niður vegna of mikillar
fitu eru hins vegar mjög góðir og
það er kjöt sem ég sækist eftir,
þar ráða kjötgæði en ekki nýting.
Brynjólfur ætti að lesa reglugerð
um mat á ungneytakjöti betur.
Varðandi skrif um hryggvöðva
og nægjanlegt magn af þeim vil
ég benda á að það kemur góð
steik af fleiru en hryggnum. Það
er þó skilyrði að um vel alinn
ungan grip sé að ræða.
Varðandi innflutning á nauta-
kjöti sem Brynjólfur minnist á vil
ég segja þetta. Við skulum muna
það að til eru yfir eitt þúsund
tonn af besta ungnautakjötinu á
frosti á sama tíma og búið er að
selja hundruð tonna af kýrkjöti
sem ungnautakjöt. Síðan er verið
að vinna ungnautakjötið frost-
þurrkað, víða úr allt of lélegum
frystigeymslum eins og tveggja
ára gamalt, keypt á niðursettu
verði sem fysta flokks hráefni.
Getum við búist við miklum
gæðum? Ég held að þarna sé
komin skýring á því að menn
telja sig fá betra kjöt erlendis frá.
Ég leyfi mér að fullyrða að ef allir
sem skera nautakjöt myndu
vanda sig við innkaup og vinnslu
á nautakjöti ættum við jafn gott
ef ekki betra nautakjöt en marg-
ar aðrar þjóðir. Brynjólfur skilur
ekki hvaða vandamáí Friðjón er
að leysa með því að kaupa kjöt
frá KMJÞ. Friðjón er ekki að
leysa nein vandamál, aðeins að
bjóða sínum viðskiptavinum það
besta. Vænt þykir mér um að
Friðjón skuli láta gæðin ráða en
ekki það að hann sé á Akureyri
og eigi því að versla þar.
Ég hef áður látið í ljós skoðan-
ir mínar á þessum málum þó
einkum og sér í lagi varðandi
vinnslu á kýrkjöti. Mér eru minn-
isstæð orð ágæts sláturleyfishafa
þegar hann sagði að það væri
orðið hart að þurfa að neita
mönnum um kýrkjöt nema þeir
tækju líka ungnaut. Kannski
kannast einhver við þetta.
Einnig er vitað til að keypt sé
beint af bónda, skepnur sem lóg-
að er í fjósi. Ef fram heldur sem
hingað til verður lítil breyting á.
Ég skil vel að menn geti ekki sagt
að nú séu þeir hættir að skera
kýrkjöt eða hættir að kaupa und-
an fjósvegg.
Að endingu vil ég taka fram að
það sem að framan er sagt og
ekki eru beinar tölur eða tilvitn-
anir, eru mín sjónarmið í þessum
málum byggð á reynslu minni og
umræðum við menn sem þekkja
þessa hluti jafn vel og/eða betur
en ég.
Ég vona að þessi skrif, annarra
og mín veki einhverja af svefni
sem er orðinn allt of langur.
Það er gott að geta talað tæpi-
tunglaust um þessi mál, menn
mega reyna að giska á af hverju
ég get það.
Með kveðju,
Jónas Þór.
Laust embætti sem
forseti íslands veitir
Prófessorsembætti í almennri bókmenntafræði við heimspekideild
Háskóla íslands er laust til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda,
rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 6. mars
n.k.
Menntamálaráðuneytið, 5. febrúar 1987.
Laus staða
Dósentsstaða í klínískri bakteríufræði við læknadeild Háskóla
íslands er laus til umsóknar. Staða þessi er hlutastaða og fer um veit-
ing hennar og tilhögun skv. ákvæðum 10. gr. laga nr. 77/1979, um
Háskóla íslands, m.a. að því er varðar tengsl við sérfræðistörf utan
háskólans.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins.
Umsækjendur skulu hafa starfað við bakteríu- og veirurannsóknir og
hafa staðgóða menntun í klínískri greiningu og meðferð smitsjúk-
dóma. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj-
enda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 6. mars
n.k. •
Menntamálaráðuneytið, 5. febrúar 1987.
Athugið verðið -
gæðin bregðast ekki
Jogginggallar barna.
3 litir. Stærðir 116-164. Verð kr. 698.-
Jogginggallar á fullorðna.
5 litir. Stærðir S-M-L-XL. Verð kr. 1.389.-
Herra gallabuxur.
Stærðir 30-40. Verð frá kr. 695.-
Grófrifflaðar herra flauelsbuxur.
Stærðir 32-38. Verð kr. 850.-
Hvítir sokkar (íþróttasokkar). 5 pör í pakka.
Stærðir 35-44. Verð frá kr. 330.-
Ullarteppi í bílinn. Verð kr. 625.-
Barnastakkar vatteraðir.
Stærð 8-18. Verð kr. 1.995.-
Hvítu málarasmekkbuxurnar komnar.
III Eyfjörð
y Stu 4 • siwi 22Z75
m
Maharishi Mahesh
Yogi.
TM-TÆKNIN
(Innhverf íhugun)
Námskeið í íhugunaraðferð Maharisihi Mahesh
Yogi hefst fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20,30
með kynningarfundi að Möðruvöllum (M.A.)
Kynningin er öllum opin og aðgangur
ókeypis.
Leiðbeinandi verður Guðrún Andrésdóttir.
íslenska íhugunarfélagið.
Guðrún
Andrésdóttir.
" ©V Gúmmívinnslan ht
Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776