Dagur - 13.02.1987, Side 3

Dagur - 13.02.1987, Side 3
13. febrúar 1987 - DAGUR - 3 Vörukynning á Kotasælu verður í Kjörmarkaðnum Hrísalundi föstudaginn 13. febrúar frá kl. 15-18. Kymist möguleikum gómsætrar megrunarfæðu. Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400 Mjólkurframleiðendur Til sölu eru tveir Wedholmes mjólkurtankar 750 I og 900 I í góöu lagi. Upplýsingar fást hjá Guðmundi eða Kristjáni, Mjólkursamlagi KEA, sími 21400 á daginn eða í símum 24641 og 22112 á kvöldin. Skíðaskólinn Hlíðarfjalli Skíðanámskeið hefjast aftur nk. mánudag. Innritun og upplýsingar á Skiðastöðum sími 22280 og 22930 Nemendur í Hrafnagilsskóla fóru í gær í „áheitaboðhlaup“. Hlaupið var frá skólanum fram fjörðinn og síðan út aft- ur að austanverðu, yfir nýja Leiruveginn og endaði aftur viðskólann. AUs er þetta 51,4 km vegalengd. Krakkarnir söfnuðu áheitum í ferðasjóð og munu hafa haft um 70þúsund krónur upp úr krafsinu. Myndin er tekin af hluta hópsins er hlaupið var að hefjast í gærmorgun. Mynd: Rt>B , Golfklúbbur Akureyrar: Oskar eftir stækkun á golfvallarsvæðinu - fyrir 9 holu golfvöll Golfklúbbur Akureyrar hefur sótt um stækkun á golfvallar- svæði sínu og í framhaldi af því hefur bæjarráð lagt til að sagt verði upp tveimur erfðafestu- löndum. Þar er um mikið landsvæði að ræða, samtals 6,7 hektara. Erfðafestuhafi er Magnþór Jóhannsson. Upp- sögnin er miðuð við 1. febrúar 1988. Pá er einnig lagt til að sagt verði upp bráðabirgðaleigu á landi er Sigurjón E. Sigurgeirs- son hefur á leigu, þannig að hér er um mikið flæmi að ræða þegar allt er talið. Að sögn Árna Jóns- sonar framkvæmdastjóra Golf- klúbbs Akureyrar er þetta svæði innan vegarins sem liggur að rétt- inni sunnan við völlinn. „Þetta er það svæði sem var skipulagt fyrir Norrænu félögin: Nordjobb" vinsælt Aðalfundur Blönduóssdeildar Norræna félagsins var haldinn síðastliðinn mánudag, Sighvat- ur Björgvinsson framkvæmda- stjóri Norræna félagsins mætti á fundinn og ræddi um starf- semi félagsins og svaraði fyrir- spurnum. í máli Sighvats kom fram að um átta þúsund félagar eru í félaginu, og er þá átt við þá sem greitt hafa félagsgjöld á síðustu tveim árum. Fram kom að fram- lög til starfseminnar eru mjög misjöfn milli landa, í Finnlandi er framlag ríkisins um 2400 krónur á félagsmann og í Svíþjóð um 990 krónur en hér á landi er framlag- ið nálægt 11 krónum á félags- mann. Árgjöld til félagsins eru 400 krónur en aðaltekjur sínar sagði Sighvatur félagið hafa af ferðaþjónustu. Fram kom að þrátt fyrir aukna samkeppni hef- ur Norræna félaginu tekist að útvega félögum sínum verulega góð kjör á ferðum til útlanda, bæði til Norðurlanda og annað. Sem dæmi um sérkjör félaga í Norræna félaginu má nefna að afsláttur félagsmanna með Norr- öna síðastliðið sumar var 25% og upp í 50% í ákveðnar ferðir. Athyglisverðasti þátturinn í starfi norrænu félaganna á síð- asta ári er án efa Nordjobb, en það er samstarf félaganna um að útvega ungmennum á aldrinum 18 til 26 ára atvinnu á hinum Norðurlöndunum. Nokkuð vel virðist hafa til tekist þrátt fyrir að auðvitað hafi komið í ljós gallar sem nauðsynlegt er að sniðnir verði af. 117 ungmenni fóru héð- an til starfa á hinum Norður- löndunum og hingað komu 70, sem dreifðust um landið þannig að 30 voru á Reykjavíkursvæðinu en 40 úti á landi. í ljós kom að erfiðust viður- eignar í þessu samstarfi voru „kerfin" sem ólm vildu fá sinn skerf af tekjum ungmennanna í formi skatta o.fl. Þennan galla tókst íslendingum einum að sníða af áður en til ráðninganna kom en aftur á móti lentu íslend- ingar sem störfuðu erlendis í því að þurfa að greiða gjöld sem erf- itt getur orðið að fá endurgreidd. Það kom fram í máli Sighvats að Svíar og Finnar telja sig vera búna að laga þennan galla, og vonandi tekst hinum þjóðunum það áður en langt um líður. G.Kr. golfvöll samkvæmt aðalskipulagi en við höfum ekki óskað eftir því að fá það fyrr en núna,“ sagði Árni. Hann sagði þetta svæði hugsað fyrir nýjan völl með 9 holum. „Fjölgunin í þessu hefur orðið svo mikil að það er fyrirsjáanlegt að við verðum komnir í vandræði eftir tvö ár. Völlurinn er orðinn of lítill þegar meðlimatalan er komin í 600. Nú er hún komin á fimmta hundrað og hefur tvöfald- ast á síðustu tveimur árum,“ sagði Árni að lokum. SS Flugleiða s

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.