Dagur


Dagur - 13.02.1987, Qupperneq 4

Dagur - 13.02.1987, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 13. febrúar 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, SÍMI 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 50 KR/ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Framboð eyðileggur samstöðuna um jafnrétti milli landshluta Ueiðari__________________ Samtök um jafnrétti milli landshluta voru stofnuð til að sporna gegn þeirri óheillaþróun sem orðin var í búsetumálum á lands- byggðinni. Þau voru stofn- uð til að hefja sókn í átt til jafnréttis allra landsmanna, óháð því hvar þeir hefðu búsetu. Til þeirra var stofn- að sem þverpólitískra sam- taka sem yrðu óháð stjórn- málaflokkum og það var yfirlýst strax í upphafi og margendurtekið síðar að þetta yrðu ekki stjórnmála- samtök sem bjóða myndu fram í kosningum. Stefnumið samtakanna og það að þau voru utan við pólitískt argaþras í víðum skilningi varð til þess að þau fengu mikinn hljóm- grunn út um allt land. Þarna var kominn öflugur þrýstihópur með góðan málstað, sem fólk úr öllum flokkum gat sameinast um. Andstæðingar í flokkapóli- tíkinni sameinuðust undir merki jafnréttis milli landshluta. Þessi samtök urðu til þess, ásamt fleiru, að umræða um byggðamál og afleita þróun þeirra varð meira áberandi en áður. Allir stjórnmálaflokkar leggja nú verulega áherslu á landsbyggðarstefnu. Áður var það Framsóknar- flokkurinn einn sem þorði að hafa afstöðu til þessa málaflokks — nú telja allir flokkar sig velviljaða íbúum landsbyggðarinnar — meira að segja Alþýðuflokkurinn. Ætla má að aukin umræða um þetta vanda- mál, sem snertir alla þjóð- ina og getur komið henni verulega í koll, megi verða til þess að reynt verði að snúa þróuninni við. Stein- grímur Hermannsson, for- sætisráðherra, beitti sér fyr- ir því að stofnuð var svo- kölluð byggðanefnd þing- flokkanna. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að til þess að auka svo nokkru nemi völd og áhrif lands- manna allra óháð búsetu þeirra þurfi að koma til þriðja stjórnsýslustigið, sem taki við umtalsverðum verkefnum og tekjum, fyrst og fremst frá ríkinu. Þriðja stjórnsýslustigið er mjög í anda hugmynda Samtaka um jafnrétti milli lands- hluta. Nú er sá árangur sem samtökin virðast hafa náð í hættu. Hugmyndir eru uppi meðal forsvarsmanna þeirra að efna til flokks- framboðs í öllum kjördæm- um landsins. Fari svo er sú samstaða sem náðst hefur algjörlega óháð flokkapóli- tík fyrir bí. Þetta hugsan- lega framboð er svo ná- tengt samtökunum, þótt því sé harðlega neitað að það sé á þeirra vegum, að aðrir flokkar og einstakling- ar munu ef að líkum lætur snúast gegn jafnréttissam- tökunum og stefnumálum þeirra. Með ótímabæru framboði af þessu tagi eru þau áhrif sem samtökin hafa náð að engu gerð. Ef af þessu verður munu fjölmargir stuðningsmenn Samtaka um jafnrétti milli landshluta snúa við þeim baki. HS „ Það vantar titla til Akureyrar" - segir Bogdan Kowalzick landsliösþjálfari í handknattleik „Hér á Akureyri eru margir efnilegir strákar og mér líst vel á þjálfunina sem þeir fá,“ sagði Bogdan Kowalzick landsliðsþjálfari íslands í handknattlcik, í samtaii við Dag, eftir dvöl sína hér á Akureyri nú í vikunni. Þeir Bogdan og Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ voru hér á ferð og fóru á æfing- ar hjá KA og í leikfimitíma hjá krökkum í Glerárskóla. „Ég tók sérstaklega eftir tveimur strákum,“ sagði Bogdan. „Peim Jóni Agli Gíslasyni og Karli Karlssyni í 4. flokki KA, þeir eru framtíðarleikmenn í íslenska landsliðinu ef rétt verður á málum haldið. Allir þeir strák- ar sem voru á æfingunni, tóku vel á og ég vona að þeir geri það á öllum æfingum. Ég fór einnig í tvo leikfimitíma hjá 11-12 ára krökkum í Glerár- skóla sem Brynjar Kvaran stjórn- aði. Þar virtist vera mikill áhugi á handbolta og mér leist sérstak- lega vel á þá örvhentu sem þar voru en þannig leikmenn vantar í bæði liðin hér á Akureyri. Það virðist vera mikill áhugi á handknattleik í bænum. Það sem vantar er að liðin hér á Akureyri nái að vinna einhverja titla og komist í Evrópukeppni. En til þess að það takist er ekki nóg að æfa þetta 4 sinnum í viku. Hér vinna menn mjög mikið og gefa íþróttinni ekki nægan tíma. Það er nauðsynlegt til þess að ná árangri að æfa markvisst í 10-11 mánuði á ári. Ef leikmenn taka of langt frí, gleymast tæknileg atriði og úthaldið minnkar. Góð ástundun skilar sér, það sést best á okkar landsliðsstrákum. Það er einnig mikilvægt fyrir liðin hér fyrir norðan að leika fleiri leiki á tímabilinu, bæði hér heima og erlendis. Það er mikil- vægt fyrir strákana að kynnast handbolta í öðrum löndum og þá með því að fara í æfingar og keppnisferðir erlendis í sínum æfingaundirbúningi. Ef leikmenn ætla að verða virkilega góðir, verða þeir að gera það mun fyrr upp við sig, hvaða eina íþróttagrein þeir ætla Bogdan fór á æfingu hjá 4. flokki KA og hreifst þar mjög af þeim Jóni Agli Gíslasyni og Karli Karlssyni. Hér sjást þeir Bogdan og Jón Egill kljást á æfingunni. Mynd: rþb að stunda. Það þýðir ekkert að vera að gutla í mörgum íþrótta- greinum fram eftir öllum aldri." - Þú fórst einnig á æfingu hjá meistaraflokki KA. Hvernig leist þér á? „Já ég var með erfiða æfingu hjá meistaraflokki KA og strák- arnir tóku vel á. En það sem var helst að, er að strákana vantar grunnæfingu. Þeir gera of mikið af mistökum bæði í vörn og sókn. En með því að æfa meira er auð- velt að lagfæra þetta. KA-liðið er efnilegt og getur náð langt. Það er hlutverk þjálfara liðsins að hjálpa liðinu að ná sem lengst. Það er þó ljóst að hlutirnir ganga ekki upp nema með góðri stjórnun og ég þykist vita að hér á Akureyri eru þeir hlutir í góðu lagi. ÖIl handknattleikslið ættu að gera miklu meira af því að stúd- era handboltaíþróttina, bæði með því að ræða hlutina mun meira og skoða leiki á mynd- bandi. Þetta er eins og með skák- ina, það þarf að liggja yfir hlutunum og ræða málin. Handbolti er mjög góð íþrótt fyrir íslendinga og hana er hægt að æfa og leika allt árið. Fótbolt- ann er ekki hægt að stunda jafn mikið. Skapgerð íslendinga er góð og viljinn er mikill. Allt þetta hjálpar til þess að ná langt í íþróttinni," sagði Bogdan Kow- alzick að lokum. -KK

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.