Dagur - 13.02.1987, Qupperneq 5
13. febrúar 1987 - DAGUR - 5
Mér líður
- Sr. Pálmi Matthíasson á línunni
- Pálmi Mattíasson komdu
sæll og blessaður.
- Komdu sæll.
- Pað er stór dagur hjá þér
og þínum sóknarbörnum á
sunnudag, vígsla Glerárkirkju.
- Já, og þessi dagur leggst
mjög vel í mig, þetta er svo stór-
kostlegur áfangi og mjög lang-
þráður. Annars má ég ekki vera
vanþakklátur og tala um lang-
áfanga, það hafa margir
prestar orðið að bíða lengur en
ég og það má segja að okkar
hafi gengið fyrir
sig á hljóðhraða miðað við
kirkjubyggingar almennt.
- Hvað veldur því?
- Fyrst og fremst áhugi fólks-
ins sem í kringum þetta
stendur. Ég hef aldrei fundið
annað en að hver og einn íbúi
hér í sókninni hafi viljað leggja
þessu máli lið á einhvern hátt.
Hver einasti maður sem beðinn
hefur verið um eitthvert viðvik
hefur sagt já og jafnframt beðið
um að ef hann gæti gert eitthvað
meira þá væri það sjálfsagt.
Þetta er líka í fyrsta skipti sem
„Porpararnir“ standa saman að
einhverju stóru átaki.
- Hvaða breytingar hefur til-
koma kirkjubyggingarinnar íför
með sér fyrir safnaðarstarfið?
- Geysilega miklar. Ég get
nefnt að nú losnar maður við að
bera 200-300 stóla á hverjum
sunnudegi eins og verið hefur en
það hefur mátt gera þegar mess-
að hefur verið í Glerárskóla.
Nemendur í 9. bekk þar hafa
aðstoðað dyggilega við þetta.
Nú er hægt að taka kirkjulegar
athafnir þarna inn og við erum
ekki lengur öðrum háðir með
húsnæði fyrir þær. Petta breytir
miklu varðandi allt félagastarf í
sókninni. Krökkunum hefur t.d.
fundist leiðinlegt að sækja æsku-
lýðsfundi í skólanum þar sem
þau eru allan daginn og einnig í
íþróttum og á opnum húsum og
þess háttar.
- Er æskulýðsfélagið öflugt?
- Það gengur dálítið
skrykkjótt. Félagið heitir Gler-
brot og var þannig tilkomið að í
því væri brot af þeim sem búa í
Glerárprestakalli og ef það væri
öflugt myndi stirna af því eins
og litlu glerbroti sem ljós fellur
á. Krakkarnir fundu sjálfir þetta
nafn.
- Hvar hafa kirkjulegar
athafnir í sókninni farið fram?
- Þær hafa mikið verið í Lög-
mannshlíð og í Akureyrarkirkju
þegar við höfum getað fengið
þar inni. Ég reikna með að um
70% af skírnum í prestakallinu
hafi farið fram í heimahúsum og
giftingar hafa verið algengar í
heimahúsum, bæði heima hjá
mér og víða um bæinn. Þetta
hefur allt verið vegna þess að
við höfum ekki haft neitt hús.
- Pað eru fleiri félög starf-
andi í sókninni en æskulýðsfé-
lagið.
- Já. Kirkjukórinn er öflugur
þrátt fyrir að hann hafi verið á
hrakhólum með húsnæði þrátt
fyrir að forráðamenn í Glerár-
skóla hafi reynst okkur afskap-
lega vel. Kvenfélagið er öflugt
og konurnar eru betri en engar
við að styrkja okkur.
- Nú horfir þú bjartsýnn fram
á veginn.
- Já, svo sannarlega. Mér líð-
ur stórkostlega og hlakka mikið
til.
- Pakka þér fyrir spjallið
Pálmi.
- Þakka þér sömuleiðis. gk-.
Blönduós:
Félagsmiðstöð senn í notkun
Nú hillir undir að langþráður
draumur unglinga, og reyndar
margra annarra, um félagsmið-
stöð á Blönduósi rætist. Flest
bendir nú til að félagsmiðstöð-
in verði að fullu tekin í notkun
næsta haust, en að hluta nú á
næstu dögum.
Félagsaðstaðan mun verða á
efri hæð félagsheimilisins og hef-
ur það húsnæði verið tekið á
leigu til sex ára. Þar eru nú til
húsa skrifstofur Búnaðarsam-
bands Austur-Húnavatnssýslu en
leigusamningur þess rennur út í
, apríl næstkomandi. Stefnt er að
því að einhver starfsemi geti haf-
ist þarna sem fyrst og að útboð á
framkvæmdum fari fram í kring-
um páska, sem þýðir að ekki
kæmi til framkvæmda fyrr en
verulega væri liðið á vorið og
skólum væri um það bil að Ijúka.
Uppi eru hugmyndir um að
unglingar á Blönduósi vinni ein-
hvern hluta þess starfs sem fram-
undan er í húsnæðinu, en of fljótt
er að segja nánar um það. Löngu
er ljóst að enginn möguleiki er að
koma fyrir slíkri aðstöðu í
skólanum því plássleysi er mikið
þar og er horft með vonaraugum
til byggingar nýs íþróttahúss til
að hægt verði að leysa brýnasta
vandann. Keypt hafa verið vönd-
uð hljómflutningstæki og verður
þeim komið fyrir á staðnum strax
og lokið verður við aðstöðu fyrir
þau.
Gróflega er áætlað að kostnað-
ur við félagsaðstöðuna verði um
tvær milljónir króna. G.Kr.
Félagsfundur
Styrktarfélag vangefinna boöar til félagsfundar í
Iðjulundi mánudaginn 16. febrúar kl. 20.30.
Fundarefni:
Trausti Ólafsson, skólastjóri, fjallar um innra starf
Þjálfunarskóla ríkísins á Akureyri.
Félagar fjölmenniö.
Stjórnin.
Bjóðum upp á glæsilega aðstöðu
fyrir funda- og ráðstefnuhald.
Veislur og aðra mannfagnaði
svo sem:
Árshátíðir, þorrablót, erfidrykkjur,
brúðkaup og fermingaveislur.
Allar nánari upplýsingar hjá
veitingastjóra í síma 22200.
★ ★
Laugardaginn 14. febrúar:
Lokað vegna einkasamkvæmis.
Útihurðir, gluggar
og gluggagrindur
Framleiðum útihurðir, glugga oggluggagrinduraf
mismunandi gerðum, kaupandi getur valið um
ýmsar viðartegundir, svo sem teak, oregon pine,
mahogni, furuo.fi Gluggaviðgerðir
Allar hurðir og gluggagrindur eru með innfræst-
um þéttilista.
Sérsmíðum eftir ósk kaupanda.
Gerum verðtilboð.
Bílskúrshurðir
Bilskúrshurðajárn
___ITRÉSMIDJAN
BDRKURf
Fjölnisgötu 1a
Akureyri
Sími 96-21909