Dagur - 13.02.1987, Qupperneq 7
13. febrúar 1987 - DAGUR - 7
-af eriendum
vettvangi
\m
þannig með arkitekta að þeir eru
ekki neitt sérhæfðir þó þeir hafi
tekið einhver verkefni j skóla,
það eru yfirleitt styttri verkefni
og menn eru ekki neinir sér-
fræðingar þegar þeir koma úr
skólunum. Þar læra þeir fyrst og
fremst hvernig þeir geta sett sig
inn í þau verkefni sem þeir fá og
hvernig þeir geta unnið úr mögu-
leikunum. Ég tók mér nokkurn
tíma til að yfirvega þessa bygg-
ingu og yddaði ekki einu sinni
blýant til að byrja að teikna
þetta. Mér datt ekki í hug að
setja neitt á blað fyrr en ég var
búinn að athuga kirkjubyggingar
og skoða þetta verkefni frá ýms-
um hliðum.“
- Hefur fólk starfað af áhuga
við bygginguna?
„Já þetta hefur verið einvala-
lið allt saman. Það má segja að
maður hafi oft lent í tímapressu
við þetta verkefni, t.d. voru
ákvarðanir um að steypa upp
kirkjuskipið og tuminn með ákaf-
lega litlum fyrirvara. En ég er
ánægður með þetta þegar á heild-
ina er lítið.“
Séra Pálmi Matthíasson:
- Hvernig líður þér nú þegar
þessum áfanga hefur verið náð?
það að koma til starfa í presta-
kalli, þar sem aðstæður voru eins
og hér, væri eins og að ráða sig
sem bílstjóra á flutningabíl til
Reykjavíkur og hafa ekkert
nema hjólin."
- Er þessi kirkja eitthvað frá-
brugðin öðrum kirkjum norðan-
lands?
„Já, að því leyti að hérna er
safnaðaraðstaða byggð upp
samhliða kirkjubyggingunni
sjálfri. Aðrar kirkjur hafa fyrst
og fremst verið byggðar sem
kirkjur en hér er safnaðarheimili
og fólk getur komið hingað og
fundist það eiga heima hér. Það
er hægt að nota þá aðstöðu sem
hér býðst til mannfagnaða af
ýmsu tagi. Það er fólkið í söfn-
uðinum sem á húsið og við viljum
svo sannarlega að það verði
notað. Hér verður ekki aðeins
messað heldur verður húsið líka
notað á virkum dögum.“
- Hvernig hefur samstarfið
verið við arkitektinn?
„Við höfum átt mjög gott sam-
starf við Svan Eiríksson, arki-
tekt. Það er auðvitað alltaf svo að
arkitektar hafa sínar skoðanir og
stundum eru menn ekki sammála
en samstarfið hefur gengið vel og
hann hefur unnið hér mjög gott
verk. Kirkjan er ekki bara falleg
Glerárkirkja er byggð með tvöfalt hlutverk í huga - sem safnaðarheimili og
Guðshús.
„Þetta er stórkostleg tilfinning
og ég er búinn að bíða eftir þessu
síðan ég kom hingað fyrst. Mig
óraði aldrei fyrir því að þetta
myndi klárast svona fljótt vegna
þess að kirkjur á íslandi hafa ver-
ið mun lengur í byggingu en
þessi. Með samstöðu, sem hefur
verið um þetta hús, og frábæru
framlagi sóknarbarna, hefur
þetta tekist. Ég get nefnt sem
dæmi að bara það verk sem hefur
verið unnið síðan um jól er hrein-
asta þrekvirki. Ég stend stundum
agndofa þegar ég horfi á þetta
fólk sem kemur og vinnur hér og
vinnur og er alltaf fúst til starfa,
hvaða viðvik sem maður nefnir.
Ég er Guði þakklátur fyrir að
eiga slíka höfðingja í sókninni.“
- Hvernig heldur þú að starfið
muniganga hérna?
„Starfið mun ganga miklu bet-
ur með tilkomu þessarar nýju
kirkju en það hefur gengið allvel,
þrátt fyrir bágbornar aðstæður.
Það hefur stundum verið sagt að
heldur hefur öll byggingin gífur-
legt notagildi. Það hafa allir stað-
ið sig vel, bæði verktakar, sjálf-
boðaliðar og aðrir."
- Finnst þér að vel hafi tekist
að samræma fallegt útlit og nota-
gildi?
„Já, mér finnst það. Það gerir
að vísu alltaf vart við sig í útlitinu
þegar safnaðarheimili er byggt
við kirkjuna og það sér fólk t.d. á
þessu húsi. Það var talað um það
að turn þyrfti að vera á kirkjunni
og hann var byggður; hann skag-
ar um 30 metra upp í loftið. Stað-
arvalið hér er líka merkilegt því
það var alltaf bent á aðra lóð lengi
vel. Sjómenn hafa talað um
hversu fallega kirkjan heilsi þeg-
ar þeir sigla inn fjörðinn. Mér
finnst það hafa verið handleiðsla
að þessi staður varð fyrir valinu
og það hafa margir nefnt að
kirkjan sést frá næstum öllum
bænum án þess að hún sé úr al-
faraleið. Ég og söfnuðurinn erum
ánægðir með kirkjuna í alla staði."
EHB
Vegna þrengsla bíður gjafalist-
inn birtingar fram yfir helgi.
Hvölum er venjulega skipt í tvo
hópa eftir því hvort þeir hafa
tennur eða skíði, þ.e.a.s. þunnar
hornplötur, sem hanga niður úr
tannstæðinu í efra skolti. Svo
mikið vita menn, að skíðishval-
irnir fylla ginið af sjó og pressa
hanii aftur út á milli skfðanna.
Fiskur eða aðrar ætilegar lífver-
ur, sem verið hafa í sjónum sitja
þá eftir. En það vefst ennþá fyrir
vísindamönnum að fá það á
hreint, hvernig tannhvalategund-
irnar, eitthvað 67 talsins, fara að
því að verða sér úti um hádegis-
matinn.
Búrhvalurinn lifir til dæmis að
ntiklu leyti á kolkrabba. Þeir kol-
krabbar, sem skoðaðir hafa verið
í magainnihaldi þessara risadýra,
bera þess samt engin merki að
hafa verið tuggðir. Hvernig fer
þetta þunga dýr að því að koma
svo viðbragðsfljótri bráð sinni að
óvörum?
Hvalvísindamenn standa líka
ráðþrota, þegar um karldýr ná-
hvelisins er að ræða. Einhvern
veginn tekst því að gleypa ríga-
þorska og heilagfiski þrátt fyrir
skögultönnina, sem stendur allt
að því 2,5 metra út frá efri
skoltinum.
Það hefur lengi verið hulinn leyndardómur, hvernig tannhvalir færu að því
að ná fæðunni. Háhyrningarnir á myndinn eru nógu snöggir til að veiða
hvað, sem vera vill, en hvernig fara miklu stærri ættingjar þeirra að? Sumir
vísindamenn telja, að þeir lami bráð sína með hljóðbylgjum á hátíðnisviði.
Lamar hvalurinn bráö
sína með hátíðnihljóðum
Hvernig ná stóru, þungu tannhvalirnir hraðfara fórnardýrum í hafinu? Það hef-
ur öldum saman verið ráðgáta. Nú álíta nokkrir vísindamenn að þeir hafi ráðið
gátuna. Hvalirnir geta lamað bráðina með hátíðnihljóðum.
Nota hátíðnihljóð sem vopn
Það er ekki nýtt af nálinni að
reynt sé að finna skýringu á því,
hvernig tannhvalirnir komast yfir
bráð sína. Þegar á 14. öld skrifaði
munkurinn Bartholomeus Angl-
icus í frægu verki, að hvalirnir
gefi frá sér lykt, sem líkist lykt af
trjákvoðu, og með henni plati
þeir fiska inn í munninn á sér.
Hvalveiðimenn fyrri alda héldu,
að bráðin lokkaðist að ljósa litn-
um á gini hvalsins.
Á síðasta mannsaldri hefur
samt ný kenning tekið að vinna
sér fylgi. Margir hvalvísinda-
menn telja nú, að hvaiirnir lami
bráð sína með hátíðnihljóðbylgj-
um.
Árið 1946 komust menn að
því, að á sama hátt og leðurblök-
ur og kafbátar nota hljóð sem
bergmálsdýptarmæli til að finna
hluti eða staði, gera marsvín það
einnig. Síðari athuganir hafa leitt
í ljós, að höfrungar og fleiri tann-
hvalategundir gera þetta líka, og
einstöku hljóð geta verið nógu
kraftmikil til að lama bráðina.
Vísindamenn við Kaliforníu-
háskóla hafa gert athuganir, sem
styðja þessa kenningu. Margt
bendir til dæmis til þess, að
höfrungar, sem þróunarsögulega
séð eru nútímahvalir hafi þróað
með sér hæfileika til að nota
öflugt hátíðnihljóð sem vopn.
Þannig öflug hljóðbylgja er
forsenda þess að hitta í mark -
öfugt við breiðari og dreifðari
hljóðbylgju, sem hinar uppruna-
legu hvalategundir gefa frá sér,
þær sem lítið hefur farió fram í
gegnum þróunarsöguna.
Vísindamennirnir hafa einnig
veitt því eftirtekt, að yngri teg-
undir tannhvalanna hafa færri og
minna sérhæfðar tennur saman-
borið við raðir beittra tanna, sem
finnast hjá gömlu hvalategund-
unum og kunna að hafa verið
notaðar til að grípa bráðina með.
Ein kenningin er sú, að hljóð
hafi komið í stað tanna sem
veiðivopn - líkast því þegar
menn veiða með því að nota
sprengiefni í staðinn fyrir öngul
eða spjót.
En spuningin er:
Hvaðan koma hljóðin?
En þýðingarmikinn hlekk vantar
í þetta samhengi. Hvalurinn hef-
ur engin raddbönd, hvernig fer
hann þá að því að framkalla
hljóð?
Það tifandi hljóð, sem skepnan
notar sem bergmálsdýptarmæli,
kemur greinilega frá fremsta
hluta höfuðsins. En að svo
komnu hefur engum tekist að
skýra, hvernig hljóðið í rauninni
verður til. Þar fyrir utan gefur
tannhvalurinn frá sér ýmis önnur
hljóð, sem skilgreind eru sem
blístur, söngur, væl, gelt, óp og
öskur.
Þær mælingar á hljóðum hvals-
ins, sem gerðar hafa verið, hafa
Gráttu svo
að þér batni
Ert þú í hópi þeirra, sent gráta?
Þér er alveg óhætt að halda því
áfram, því að tárin hafa
lækningamátt. Fyrir nokkrum
árum komust amerískir vísinda-
menn að því, að tár hreinsa
streituvaldandi efni úr líkam-
anum. Nú hafa sovéskir vísinda-
menn sýnt fram á það, að tár hafa
læknandi áhrif á sár.
Ef skorin er rifa í skinnið á til-
raunarottu og síðan fylgst með
því, hve lengi hún er að gróa, þá
hefur komið í ljós, að með því að
bera í augu rottunnar vökva, sem
veldur því að hún grætur, grær
rifan mun fyrr. Það reyndist allt
að því 12 daga munur á því, hvað
sárið gréri fyrr, ef rottan grét.
Ennþá meiri undrun vakti það,
að sárið hafðist mun verr við, ef
tárakirtlar rottunnar höfðu verið
skornir úr henni.
Niðurstaða vísindamannanna
varð sú, að tárakirtlarnir gefi frá
sér efni, sem berist með blóðinu
um líkamann og eigi sinn þátt í
lækningu hvar á líkamanum sem
er. Ennþá hefur vísinda-
til þessa ekki getað sannað veiði-
aðferðina svo óyggjandi sé.
Vegna erfiðleika við upptöku og
greiningu neðansjávarhljóða,
hefur engum heppnast ennþá að
ná hljóðum, sem eru nógu kraft-
mikil til að lama bráðina í hafinu.
Eða eins og einn vísindamaður-
inn orðar það:
- Að svo komnu er það aðeins
vinnuplagg en ekki staðreynd, að
tannhvalir geti lamað fórnardýr
með hljómburði. í rauninni er
viðfangsefnið miklu flóknara en
menn áður héldu, meðal annars
vegna þess að flestir tannhvalir
neyta fæðu sinnar fjær en svo að
upptöku- og mælingatæki nái til
þeirra, þ.e.a.s. á býsna miklu
dýpi. Og þar verður leyndarmál-
ið sennilega að geymast um hríð.
(Videnskab for alle 12/86. - Þýd. ÞJ.)
Það er heilsusamlegt aö gráta, tárin
draga úr drunganum og þau eiga
sinn þátt í að lækna sár á húðinni.
mönnunum ekki tekist að ein-
angra þetta efni, en þeir fullyrða,
að það hafi lækningamátt þegar
um sé að ræða sár á húðinni.
(Vidcnskab for alle 12/86. - Þýd. b.J.)