Dagur


Dagur - 13.02.1987, Qupperneq 9

Dagur - 13.02.1987, Qupperneq 9
8 - DAGUR - 13. febrúar 1987 13. febrúar 1987 - DAGUR - 9 „í raun axlar faðirinn ehki þá ábyrgð sem honum ber“ - segir Rahel Sigurgeirsdóttir í opinskau helgarviðtali Að þessu sinni höfum við fengið 25 ára gamla einstæða móður með tvö börn í helgarviðtal. Hún býr í leiguíbúð á Akureyri. Oft hefur verið talað um kjör einstæðra foreldra og erfiðleika þeirra í lífsbaráttunni og vildum við af eigin raun kanna það hvernig þjóðfélagið býr að þessum stóra hópi. Einstæðir foreldrar, sér- staklega mæður, er stór, umtalaður þjóðfélags- hópur sem vekur ýmsar tilfinningar í brjósti manna, allt frá innilegri vorkunn niður í svörtustu fyrirlitningu í versta falli. Aðbúnaður einstæðra mæðra er auðvitað ærið misjafn. Sumar eiga kost á ríkulegri aðstoð frá foreldrum og ættingjum, aðrar ekki. Atvinnu- og húsnæðismál birtast þeim í ýmsum myndum rétt eins og hjá öðrum. Þjóðfé- lagið á hins vegar lög sem ná yfir þennan hóp, lög sem eru umdeild, réttlát og ranglát í senn. f einfaldri mynd eru þetta lög sem hvetja einstæðar mæður til að fara út á vinnumarkaðinn og koma börnunum fyrir á dagheim- ilum, lög sem taka síðan til baka hluta af tekjum mæðranna í skatta eða með skerðingu barna- bóta. Þannig leit þetta að minnsta kosti út frá sjónarhóli Rakelar Sigurgeirsdóttur þegar henni gafst færi á þokkalegum tekjum. En hún var fyrst spurð um aðstæður sínar þegar hún varð ófrísk í fyrra sinnið: „Mikið áfall í fyrstu“ „Ég var í þriðja bekk Mennta- skólans og Telma Eir fæddist í mars ’83, rétt fyrir páskafrí. Ég hætti alveg að vera í skólanum eftir að hún fæddist, sótti bara stærðfræðitíma sem var fag sem ég hafði fallið í. Nú, það sást fljótlega á einkunnum en þetta hafðist samt.“ - Petta hafa auðvitað verið geysileg viðbrigði fyrir þig? „Já, það hafði aldrei hvarflað að mér að fara að eignast barn. Ég var engin barnagæla, forðað- ist barnavagna og tilhugsunin um fæðingu, brjóstagjöf og annað var mjög fjarlæg. Og þegar það var Ijóst, strax á meðgöngunni, að ég yrði ein með þetta barn var það mikið áfall í fyrstu. Aldrei hafði mér dottið í hug að ég ætti eftir að verða einstæð móðir. Ég var því ansi niðurdregin á þessum tíma, enda ófrískar konur mjög viðkvæmar.“ - Kom aldrei til mála að búa með föðurnum? „Fyrst hugsaði ég sem svo að nú færum við í sambúð og mynd- um ala upp barnið, hjálpast að og slíkt. Hugsaði alltaf um okkur sem þrjú. En fljótlega kom það á daginn að um slíkt yrði ekki að ræða og eins og ég sagði var það töluvert sjokk. Faðirinn hefur reyndar aldrei skipt sér af Telmu." - En ef við víkjum aftur að skólanum Rakel, þá minnir mig að reglur um mætingar hafi verið ansi strangar. Kom þetta ekki illa við þig? Bæði og, það urðu konrektor- skipti á þessum tíma. Tómas Ingi Olrich sem var að sögn ægilega strangur, reyndist mér mjög vel. Hann samþykkti að ég færi á frjálsa mætingu eins og ástatt var. Þegar Jóhann Sigurjónsson varð konrektor bjóst ég við að hann leyfði mér það einnig fyrst ég var komin með barn en þá voru við- brögð hans: „Hva, getur mamma þín ekki passað?" Eins og hún þyrfti ekkert að vinna. Foreldrar mínir voru reyndar nýlega skilin á þessum tíma. Ég sagði honum að ég hefði ekki efni á því að borga dagmömmu í heilan mánuð, en hann vildi að ég mætti fullkomlega í skólann þannig að úr þessu varð dálítið þjark. Það varð úr að ég mætti þrjá daga í viku.“ „Lyktin loddi við mann“ , - Hvar bjóst þú þegar Telma fæddist? „Ég bjó fyrst hjá móður minni, en flutti eftir 3. bekk til pabba í Stapasíðuna. Hann borgaði leigu og slíkt, lánaði mér bílinn og hjálpaði mér eftir getu og ég „Þarna voru 43 sem sóttu um 11 íbúðir og ég var ekki nógu illa stödd.“ borgaði mat. Ég vann hálfan dag- inn yfir sumarið, gat ekkert lagt fyrir og þurfti að taka bankalán „Arátta hjá þjóðfélaginu að reka alla „Síðan er verið að tala um að konum út á vinnumarkaðinn,“ segir Rakcl. væri nær að vera heima hjá börnum sinum. og fá lán hjá ættingjum til að borga dagmömmunni og fleira. Ég var ákveðin í að klára skól- ann en það var dýrt því ekki átti maður kost á námsláni eða ann- ari fyrirgreiðslu. Ég varð síðan stúdent frá M.A. ’84.“ - Var það þá sem þú fórst út á hinn almenna leigumarkað með Telmu? „Já, þá fórum við í þessa íbúð hér í Skarðshlíðinni og reyndar leigði vinkona mín með okkur þar til Tinna Eik fæddist í júlí ’86. Síðan þá hef ég verið ein með dætrum mínum. Fyrst þegar við komum í íbúðina var leigu- upphæðin 6000 krónur en með vísitölutryggingu er hún komin upp í 12.000 krónur núna.“ - En ef við höldum okkur við árið ’84, hvað gerðir þú um vet- urinn? „Ég kenndi í Grunnskóla Dal- víkur veturinn ’84-’85 og var það mjög skemmtileg reynsla. Að vísu var íbúðin ekki sérlega skemmtileg. Ég var í leiguhús- næði sem bærinn átti og borgaði að vísu ekki nema 2000 og upp í 4000 í lokin fyrir þá íbúð, en samt reyndi ég aö fá því fram- gengt að þurfa ekkert að borga fyrir hana.“ - Nú? „Já, Telma var hjá dagmömmu og ég fékk ekkert endurgreitt af dagmömmugjaldinu eins og hér og mér fannst þetta vera þannig húsnæði að maður ætti ekki að þurfa borga neina leigu fyrir það. Það var lykt af manni, saggalykt, og hún loddi við mann lengi. Það var ekki það að húsið væri gamalt og fúið, þetta var steinhús en miklar steypuskemmdir og mikill raki af þeim sökum. Ef maður ætlaði að negla nagla þarna þá hrukku þeir bara út úr veggnum. Þegar ég kom aftur í bæinn fann ég það vel hvað þetta hafði verið rosalegt því ég var með þennan sófa úti á svölum í hálfan mánuð til að ná úr honum lyktinni." - En þér hefur líkað vel að kenna? „Já, það var mjög skemmtilegt að prófa það og mér líkaði dvölin vel fyrir utan húsnæðið. Dalvík er ágætur staður. Ég hef sjálfsagt ekki beitt mjög hefðbundnum kennsluaðferðum, enda ný- græðingur á því sviði, en ég held að nemendum og samkennurum hafi fallið vel við það sem ég var að gera.“ Barnabæturnar skertar Rakel og Telma fluttu síðan aftur í Skarðshlíðina sumarið ’85 og fór Rakel að vinna hjá launa- skrifstofum bæjarins þar sem hún vann þar til Tinna fæddist í júlí í fyrra. Telma var hjá dagmömmu, en hún hefur verið hjá dag- mömmu meira og minna frá þriggja mánaða aldri. Aldrei á dagheimili. Rakel hefur því verið heima með dætrum sínum frá því að Tinna fæddist og hefur unnið fyrir sér með því að passa fyrir aðra líka frá því í september. En við ræddum fyrst um fæðingaror- lof og hafði hún þá meðal annars þetta að segja: „Þetta er dálítið óréttlátt kerfi. Ég fékk einhvern hluta af fæðing- arorlofi þegar Telma fæddist því ég var í skóla og það telst ekki vinna. Þá var bara miðað við þær litlu tekjur sem ég hafði haft undangengna 12 mánuði, þ.e. sumarvinnuna. Þetta er dálítið skrítið. Eins er það til dæmis með húsmæður í sveit, þær fá ekki fæðingarorlof því þær eru tekju- lausar. Þetta hefur kannski eitthvað breyst eða á eftir að breytast. Ég vona bara að fæð- ingarorlofið verði lengt, 3 mán- uðir er allt of stuttur tími og mun styttri en við þekkjum frá ýmsum nágrannalöndum. Þegar Tinna fæddist fékk ég hins vegar fullt fæðingarorlof hjá bænum, ég hélt laununum í 3 mánuði.“ - En nú færðu greitt meðlag með börnunum og mæðralaun og einnig barnabætur ef tekjurnar eru ekki of háar. Hvernig er þetta kerfi? Er gert nógu mikið fyrir einstæðar mæður? „Það eru ýmsir gailar á þessu. Mér finnst að feðurnir leggi of lít- ið af mörkum miðað við þá aðstoð sem þjóðfélagið eða sam- félagið veitir. Lítill munur er á mæðralaunum og meðlags- greiðslum. í raun axlar faðirinn ekki þá ábyrgð sem honum ber. Þessu þyrfti að breyta. Og ég fór flatt á því að treysta á barnabæt- urnar. Eins og ég sagði þurfti ég að taka mikið af lánum þegar ég var að klára skólann því þjóðfé- lagið reiknar sjálfsagt með að maður lifi á foreldrum sínum á þessum tíma. Síðan var ég á tvö- földum launum um sumarið, kennaralaunum og hjá bænum. Þá notaði ég tækifærið til að greiða skuldir mínar og mér tókst það en vitanlega gat ég ekki lagt neitt fyrir. Um haustið á næsta ári bjóst ég síðan við að fá um 50.000 kr. í barnabætur en ég fékk varla fimm þúsund kall. Þá hafði ég haft nógu miklar tekjur árið áður til þess að barnabæt- urnar voru skertar. Þetta kom afar illa við mig. Annars finnst mér það dálítið óréttlátt kerfi að fá barnabætur síðustu fimm mán- uði ársins og ári eftir að barnið fæðist. Betra væri að þær dreifð- ust jafnt yfir árið. Ef ég hefði fengið bætur strax eftir að Telma fæddist þá hefði ég ekki lent í þessum vítahring lána.“ „Sumum fannst ég eitthvað skrítin" - Hvernig brástu síðan við þegar þú varðst ófrísk aftur og hvernig voru viðbrögð annarra? „Auðvitað er það ekki algengt að lenda tvisvar í svona „slysum“ eða lenda tvisvar í röð á svona mönnum. Sumir álitu mig eitt- hvað skrítna og litu jafnvel niður á mig fyrir vikið. En ég er sátt við hlutskipti mitt að þessu leyti að ég á börn mín ein. Fyrst ég er ein finnst mér skárra að vera þá alveg ein heldur en að það séu einhverjir helgarpabbar með í spilinu sem bregðast á alla kanta og allt fer í rifrildi og tæting. Það fer náttúrlega mjög illa með börnin. En það að feðurnir skipti sér ekkert af börnunum er auð- vitað ekki nógu gott, upp á fram- tíðina að gera. Það er hins vegar ekki komin reynsla á föður Tinnu, hvað hann muni gera.“ - En þetta hlýtur að vera erfitt á stundum? „Jú, auðvitað væri betra ef tvö væru með börnin og gætu þá skipst á. Þegar öll verk, veikindi og vökur leggjast á eina mann- eskju er ekki laust við að maður verði uppgefinn. Stundum langar mig að komast út ein, bara í stutta gönguferð. Það gæti hjálp- að manni mikið. Og auðvitað væri gott að fá að sofa annað slagið, svo maður tali ekki um það að fá að sofa út.“ - Nú ertþú búin að vera dag- mamma frá því í september. Hvernig gengur þetta kerfi? „Það gæti gengið alveg þokka- lega. Að vísu virðist þjóðfélagið stuðla að því að einstæðar mæður fari út á vinnumarkaðinn og komi börnum sínum á dagheimili, þær hafa forgang þar. En ég vildi vera „Fyrst ég er ein finnst mér skárra að vera þá alveg ein heldur en að það sén einhverjir helgarpabbar með í spilinu.“ hjá börnunum mínum og þá var bara um tvo kosti að ræða, því þjóðfélagið gerir ekkert til að aðstoða þær mæður sem vilja vera heima hjá börnum sínum. Ég hefði þá þurft að vinna að minnsta kosti átta tíma á dag, borga fyrir börnin á dagheimili og eftir að hafa borgað húsaleigú kæmi í ljós að launin væru búin. Þetta væri líka stöðugur þeyting- ur frá sjö á morgnana og sjálfsagt þyrfti maður að eiga bfl. Eg valdi hinn kostinn og þá var um það að ræða að gerast dagmamma eða ráðskona í sveit. Ég sótti um dag- mömmuleyfi og það kom mér á óvart þegar mér var sagt á Fé- lagsmálastofnun að það væri ekki vaninn að einstæðar mæður gerð- ust dagmæður. Þarna er enn eitt atriðið sem bendir til þess að þjóðfélagið reyni að slíta mæð- urnar burt frá börnum sínum. Þetta hafðist í gegn og ég er með 3 börn hjá mér, að vísu sjaldan öll á sama tíma. Þetta er dálítið óhagstæð skipting hjá mér pen- ingalega séð því ég fæ ekki nema 12.000 á mánuði með þessu móti.“ Húsnæðishrakningar Þegar samtal okkar heldur lengra kemur í ljós að Rakel missir íbúðina 1. apríl næstkomandi. Það er búið að selja hana. Hún Rakel með Tinnu og Telmu. Hún vinnur sem dagmamma og er stundum með þrjú börn auk dætra sinna. segir þetta eitt af því sem gerir henni lífið hvað erfiðast. Ef hún gæti búið með börnum sínum í tryggu húsnæði, helst eigin, þá gæti hún unað þokkalega við sitt. Hún hefur áhuga á því að sinna dagmóðurstörfum áfram þótt þar sé vitanlega um krefjandi starf að ræða. Það gerir henni samt kleift að vera hjá dætrum sínum. En hvernig blasir svo framtíðin við henni, eftir 1. apríl? „Það er allt óráðið. Ég reyni hvað ég get að komast í eigið húsnæði en ég get ekki keypt mér á almennum markaði. Á sínum tíma sótti ég um verkamanna- bústaði í Hjallalundi en fékk neitun. Ég var ekkert mjög bjart- sýn en varð þó hvumsa við þegar neitunin barst. Þarna voru 43 sem sóttu um 11 íbúðir og ég var ekki nógu illa stödd. Enda spurði ég þá í kaldhæðni hverju ég þyrfti þá að bæta við til að fá íbúð. Þá var mér sagt að ég hefði nógu marga punkta og nú er ég búin að sækja aftur um verkamannabú- staði hérna í Skarðshlíðinni og það er bara að sjá hvað kemur út úr því.“ Telma, sem verður fjögurra ára í mars, er búin að mála marg- ar fallegar myndir sem hún sýnir okkur hróðug. Þá fer vagninn á svölunum á hreyfingu til marks um það að hin sex mánaða Tinna Eik sé vöknuð. Rakel tekur hana inn, klæðir hana úr útifötunum og skiptir á henni. Stelpurnar fara að dunda en samtalið heldur áfram. Ég spurði hana hvort nokkur tími gæfist til að sinna áhugamálum: „Ég hef orðið að aðlaga áhuga- málin að heimilinu. Ég hef gam- an að því að sauma, lesa og semja smásögur fyrir skúffuna. En það gefst ekki mikill tími til tómstunda. Ég veit líka að marg- ar giftar konur verða að binda áhugamál sín við heimilið þannig að ég er ekki verr sett en þær. Hins vegar hafði ég alltaf gaman af því að fara á hestbak en það hef ég ekki gert lengi.“ Réttindamissir - Nú sagðirðu áðan að þú gæt- ir ekki keypt á almennum hús- næðisntarkaði, er það vegna reglna um lífeyrissjóði? „Já, það er einmitt meðal ann- ars vegna þess. Sem dagmamma greiði ég ekki í neinn lífeyrissjóð og er því réttlaus með öllu. Þarna komurn við enn að þeirri áráttu þjóðfélagsins að reka alla út á vinnumarkaðinn. Og það er eitt sem mig langar til að taka fram. Ef einstæð móðir vinnur úti fær hún 43% endurgreidd af dag- mömmugjaldi ef hún er með barn hjá dagmömmu. Ef hún hins veg- ar kýs að vera heima eins og ég, þá fær hún ekki neitt. Þarna er verið að greiða manni upp tekju- missi eða hvað þeir kalla það og mér fyndist allt í lagi að þeir sem vildu frekar vera heima hjá börn- um sínum fengju einhvern hluta af þeirri upphæð sem þeir myndu fá ef þeir ynnu úti. Það er ekkert stuðlað að því, manni er ekkert hjálpað til að vera heima. Þetta finnst mér fáránleg afstaða. Síðan eru hinir og þessir sem eru að blaðra um að konur vinni of mikið úti, þeirn væri nær að vera heima hjá börnum sínum. Þá þyrfti ekki að byggja öll þessi dagheimili og svo framvegis. En þá væri líka allt í lagi að hjálpa til dæmis einstæðum mæðrum til þess, en svona er kerfið.“ - Nú halda sumir að einstæðar mæður hafi það firnagott. Kanntu einhverja skýringu á þessum viðhorfum? „Ég hef stundum heyrt þetta. Einstæðar mæður hafi það mjög gott og þurfi ekki að vera kvarta. Þær eiga að vera með alls konar styrki og aðstoð, forgang á flest- um sviðum og ég veit ekki hvað. Sjálfsagt eru til einstæðar mæður sem hafa það ágætt, rétt eins og annað fólk, en megin þorrinn hefur það ekki gott. Það er ég viss um. Og hver er mælikvarð- inn á það hvort fólk hafi það gott? Éru það peningarnir sem það hefur á milli handanna, er það sá tími sem það hefur fyrir börnin sín, tíminn sem það hefur út af fyrir sig eða hvað? Ég er ekki að gráta út af einhverjum peningum sem ég missi af. Ég met það meira að fá að vera með börnum mínum og ég vildi óska þess að manni væri gert það kleift." Ýmislegt fleira bar á góma í samtali okkar. Meðal annars sagði Rakel að meðan kerfið væri svona væri ekki nema von að ein- stæðum foreldrum og þá sérstak- lega einstæðum mæðrum fjölg- aði. Faðirinn sleppur með lágar meðlagsgreiðslur og þar af er helmingurinn af þeim frádráttar- bær til skatts. Þeir eru því ekki kallaðir til ábyrgðar heldur lendir hún meira á þjóðfélaginu. „Manni finnst að þjóðfélagið gæti einhvern veginn spyrnt á móti þessari þróun með því að þeir sem svíkjast undan eða hvað maður á að kalla það, væru gerð- ir ábyrgari. Þeir geta í rauninni sloppið alit of vel,“ sagði Rakel. Dagur var að kveldi kominn og tímabært að kveðja Rakel og dætur hennar. Án efa hefði mátt draga fleiri atriði fram í dagsljós- ið en ekki er svigrúm fyrir slíkt að sinni. Umræðan mun samt halda áfram og verður hún von- andi til að leysa einhvern vanda. SS KONA: Samviskubit eftir eina nótt. Forsmáð, ein - ólétt. Kvíðandi um framtíð: „Hvernig mun okkur reiða af?“ MAÐUR: Ánægður eftir eina nótt. Hetja, glaður - heimskur. Hugsandi með sér: „Mig stenst engin kona. “ BARN: Varð til eftir eina nótt. Hikandi, grátandi - nýtt. Spyrjandi sjálft sig: „Atti mamma mig ein?“ Rakel Myndir og texti: SS.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.