Dagur - 13.02.1987, Qupperneq 11
13. febrúar 1987 - DAGUR - 11
íþróttamaður Norðurlands 1986
Frá verðlaunaafhendingunni í gærkvðld. F.v. eru Jónas Róbertsson, Freyr Gauti Sigmundsson, Daníel Hilmarsson, Tryggvi Gunnarsson og Hjörtur Kristjánsson sem tók við viðurkenningu Eyjólfs
Sverrissonar.
Daníel íþrótta-
maður Norourlands
Daníel Hilmarsson skíðamað-
ur frá Dalvík var í gær
útnefndur „íþróttamaður
Norðurlands 1986“. Það er
Dagur í samvinnu við lesendur
sína sem að kjörinu stendur og
fór útnefningin fram í hófi á
Hótel KEA. Alls voru fimm
íþróttamenn heiðraðir af blað-
inu. Þetta er annað sinn sem
þetta kjör fer fram. I fyrra
hlaut Kári Elíson kraftlyftinga-
maður þessa útnefningu. í
öðru sæti varð Tryggvi Gunn-
arsson knattspyrnumaður úr
KA, í þriðja sæti Freyr Gauti
Sigmundsson júdómaður í
KA, í fjórða sæti Eyjólfur
Sverrisson körfubolta- og
knattspyrnumaður Tindastóls
á Sauðárkróki og í fimmta sæti
varð Jónas Róbertsson knatt-
spyrnumaður úr Þór.
Blaðið útnefndi alls 10 íþrótta-
menn sem þóttu hafa staðið sig
vel á árinu og þeir fimm efstu
fengu glæsilegar styttur til eignar
og auk þess fékk Daníel glæsileg-
an farandbikar til geymslu í eitt
ár.
í sjötta sæti í kjörinu varð Kári
Elíson kraftlyftingamaður, í sjö-
unda sæti Kristján Olgeirsson
knattspyrnumaður Völsungs, í
áttunda sæti Jón Kristjánsson
handknattleiksmaður úr KA, í
níunda sæti Björn Axelsson kylf-
ingur úr Golfklúbbi Akureyrar
og í tíunda sæti varð Þorvaldur
Jónsson skíða- og knattspyrnu-
maður frá Ólafsfirði.
Að mati blaðsins er Daníel
Hilmarsson vel að titlinum
„íþróttamaður Norðurlands
1986“ kominn. Hann hefur verið
í fremstu röð íslenskra skíða-
manna í alpagreinum um árabil
og er eini skíðamaðurinn í karla-
landsliði íslands.
Daníel vann til þriggja gull-
verðlauna á landsmótinu í Blá-
fjöllum, hann sigraði í svigi, stór-
svigi og alpatvíkeppni og þá varð
hann bikarmeistari SKÍ.
Skömmu fyrir jól útnefndi Skíða-
samband íslands hann síðan
skíðamann ársins. Daníel æfði og
keppti erlendis í fyrra og var
árangur hans þar nokkuð góður.
Tryggvi Gunnarsson knatt-
spyrnaður úr KA varð í öðru
sæti. Tryggvi varð markakóngur
2. deildar annað árið í röð og
skoraði að þessu sinni hvorki
fleiri né færri en 28 mörk.
Tryggvi lék mjög vel með KA í
sumar og var öðrum fremur mað-
urinn á bak við árangur liðsins.
En eins og allir vita endurheimti
KA sæti sitt í 1. deild. Það verður
fróðlegt að fylgjast með því í
sumar hversu vel Tryggva tekst
að hrella markverðina í 1. deild.
Þá má geta þess að á síðasta ári
var Tryggvi valinn í Ólympíuhóp
íslands í knaftspyrnu.
Freyr Gauti Sigmundsson
júdómaður í KA hafnaði í þriðja
sæti í kjörinu. Hann er eitt mesta
efni sem komið hefur fram í júdó
í langan tíma. Hann varð íslands-
meistari í drengjaflokki í júdó á
síðasta ári og hann var í sigur-
sveit KA sem varð íslandsmeist-
ari í sveitakeppni. Þá sigraði
Freyr Gauti í drengjaflokki á
haustmóti Júdósambandsins ann-
að árið í röð og hafði hann gífur-
lega yfirburði. Hann fékk undan-
þágu til þess að keppa á íslands-
móti júníora og íslandsmóti full-
orðina og hafnaði hann í öðru
sæti í sínum flokki í báðum þeim
mótum. í júníoraflokki keppa 21
árs og yngri en Freyr Gauti var
þá aðeins 14 ára. Þá má geta þess
að hann var einn af þeim sex
drengjum úr KA sem valdir voru
í unglingalandsliðið í haust.
í fjórða sæti varð Eyjólfur
Sverrisson körfubolta- og knatt-
spyrnumaður Tindastóls á Sauð-
árkróki. Eyjólfur lék mjög vel
með liði Tindastóls í 2. deildinni í
körfubolta í fyrra en liðið vann
sig sem kunnugt er upp í 1. deild
og leikur þar í dag. Eyjólfur hef-
ur einnig staðið sig frábærlega í
1. deildinni og er um þessar
mundir langstigahæstur leik-
manna 1. deildar, hefur skorað
365 stig. Hann var á síðasta ári
valinn til æfinga með unglinga-
landsliðinu í körfubolta. En
Eyjólfi er fleira til lista langt en
að spila körfubolta. Hann hefur
einnig leikið knattspyrnu með 3.
deildarliði Tindastóls og síðast-
liðið sumar lék hann mjög vel og
varð m.a. markahæsti leikmaður
deildarinnar, skoraði 15 mörk.
Jónas Róbertsson knattspyrnu-
maður úr Þór varð í fimmta sæti í
kjörinu. Jónas var valinn knatt-
spyrnumaður Akureyrar 1986 og
hann var einnig valinn besti
leikmaður Þórs. Jónas átti mjög
gott sumar og hann var sá eini í
Þórsliðinu sem lék vel í leikjum
liðsins á tímabilinu. Jónas lék
alla leiki Þórs í deildinni og skor-
aði 4 mörk. -KK
Daníel Hilmarsson, íþróttamaður Norðurlands 1986.
Myndir: RPB