Dagur - 13.02.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 13.02.1987, Blaðsíða 16
Foreldrar fermingarbama Pantið fermingarveisluna tímanlega Hafíð samband við Hallgrím eða Stefán Reglum um undirmálsfisk breytt í fyrra horf: „Rökin voru fráleit“ — segir Hólmsteinn Björnsson á Raufarhöfn Um síðustu áramót gengu i gildi nýjar reglur varðandi undirmálsfísk sem kváðu á um það að hann myndi reiknast með í aflamarki og þorsk- aflahámarki fískiskipa. Mikil óánægja kom þá strax fram meðai sjómanna og forsvars- manna í fískiðnaði þar sem tal- ið var fullvíst að þetta myndi leiða til þess að miklu magni af smáfíski yrði hent úr aflanum. Röksemd ráðuneytisins fyrir þessari breytingu var sú að yfir- völd töldu eftirlit með því hversu mikið magn bærist á land af undirmálsfiski, ekki nægilega gott eftir að Ríkismat sjávar- afurða var lagt niöur. Þrjú umferðar- óhöpp á Sauðárkróki - Fimm árekstrar á Akureyri A síðustu tveim dögum hafa orðið þrjú umferðaróhöpp á Sauðárkróki, öll á sömu slóðum, við gatnamótin þar sem hús vegagerðarinnar stendur niður við Borgarsand. Ekki hafa orðið slys á fólki í þessum óhöppum, en talsvert eignatjón. Að morgni miðvikudags valt jeppabifreið sem ók út af Sauðár- króksbraut vestan fyrrgreindra gatnamóta. Laust upp úr hádegi sama dag varð allharður árekstur á Borgarsandi austan gatnamóta og síðdegis í gær skullu svo tveir bílar saman á gatnamótunum. Að sögn lögreglunnar er ekki vit- að til þess að áður hafi orðið árekstur á þessum stað. I gær urðu fimnr smávegilegir árekstrar á Akureyri. -þá/ET Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú sett fyrri reglur í gildi aftur. Pær kveða á um að undirmáls- fiskur reiknist ekki í kvóta sé honum haldið aðgreindum frá öðrum afla og löggiltir eftirlits- menn staðfesti hversu mikið magn er um að ræða. Eina breyt- ingin frá þeim reglum sem giltu á síðasta ári eru því þær að eftirlit- ið er á vegum frystihúsanna en ekki ríkisins. „Ég fagna því að þessu hefur nú verið breytt. Rökin fyrir breytingunni um áramótin voru auðvitað fráleit enda í mörgum tilfellum sami maður sem sá um eftirlitið og fyrr, sagði Hólm- steinn Björnsson á Raufarhöfn. Forsvarsmenn frystihúsa á Norðurlandi funduðu nýlega um þetta mál og var þess farið á leit við ráðuneyti reglunum yrði breytt að nýju. Að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu voru ástæður fyrir því að reglunum var breytt aftur til fyrra horfs, þær að upplýsingar bárust um það að nýir árgangar væru sterkir og því miklu magni af undirmálsfiski hent. „Við viljum með þessu tryggja að þessi fiskur komi að landi. Af því hljótast bæði aukin verðmæti og vitneskja um ástand fiskstofn- anna,“ sagði Jón í samtali við Dag. ET Framsóknarflokkurinn gekkst í gærkvöldi fyrir fundi á Hótel KEA. Hann sátu framkvæmdastjóm flokksins, þingmenn, formenn kjördæmasambanda, frambjóðendur, formenn landssamtaka framsóknarmanna og kosningar- stjórar flokksins úr öllum kjördæmum. - Fyrir hádegi í dag heimsækja ráðherrar flokksins, þingmenn og aðrir fram- bjóðendur vinnustaði á Akureyri og eftir hádegi verður fundað áfram á Hótel KEA. - Myndin er tekin á fundinum á KEA í gærkvöldi. Mvnd: RÞR Fiskmarkaðsnefnd Akureyrarbæjar: Ekki áhugi á uppboðsmarkaði - þess í stað verði stofnað hlutafélag um fiskmiðlun Fimm manna fískmarkaðs- nefnd sem Hafnarstjórn Akur- eyrar skipaði þann 12. nóvember hefur nú lokið störfum. Skýrsla nefndarinnar var lögð fyrir bæjarráð í síð- ustu viku og er meginniður- staða hennar að vinna beri að stofnun hlutafélags um físk- miðlun í stað fískmarkaðar. „Arctic open“ golfmótið: Fyrirspurnir eriendis frá - þegar farnar að berast Fyrirspurnir eru þegar farnar að berast til Ferðaskrifstofu Akureyrar vegna „Arctic open“ golfmótsins sem haldið verður hjá Golfklúbbi Akur- eyrar síðustu helgina í júní í sumar. Hér er um að ræða alþjóðlegt mót og hefur nú í fyrsta skipti verið gert átak í því skyni að aug- lýsa mótið erlendis. Golfklúbbur- inn stóð að útgáfu litprentaðs bæklings sem dreift hefur verið víða erlendis, m.a. víða í Eng- landi og einnig liggur bæklingur- inn frammi á öllum söluskrifstof- um Flugleiða erlendis. Með þessu móti er verið að höfða til þess ævintýris sem það hlýtur að vera fyrir útlendinga að leika gólf að nóttu til, en þetta mót er einmitt svokallað miðnæt- urmót. Keppni hefst sem sagt rétt fyrir miðnætti og er leikið fram undir morgun. Mótið sem kennt við heimskautsbauginn er var haldið í fyrsta skipti á sl. ári í sól og blíðviðri. Ef svo fer sem horfir, má reikna með einhverj- hópi útlendinga á mótið í gk-- um sumar. Hér er um að ræða sams konar fyrirtæki og sagt var frá í blað- inu í gær að Hilmar Daníelsson á Dalvík hyggðist stofna. Það er því Ijóst að áframhaldandi togstreita verður á milli Akur- eyringa og Dalvíkinga vegna físksölu. í skýrslunni kemur fram að rætt hafi verið við um 30 aðila í útgerð og fiskvinnslu á svæðinu frá Hvammstanga austur að Pórshöfn. Niðurstaðan úr þess- um viðræðum var sú að ekki var áhugi meðal þessara aðila um að koma á fót uppboðsmarkaði eins og fyrirhugað er að stofna við Faxaflóa. Pess í stað virtist áhugi fyrir því að stofna hlutafélag um „upp- boð, miðlun og sölu á fiski og fiskafurðum“ án þess að safna þeim saman í eina skemmu og bjóða þar upp. Hér virðist því um sams konar „módel“ að ræða og sagt var frá í blaðinu í gær. Gert er ráð fyrir því í skýrsl- unni að Akureyrarbær verði stór hluthafi í þessu fyrirtæki fyrst um sinn en auk hans fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu. Einnig verður hverjum þeim aðila er- /lendum og innlendum sem áhuga hefur á, heimilt að gerast hlut- hafi. Kostnaður við fiskmiðlun af þessu tagi er mjög lítill miðað við það sem þarf til að koma upp hefðbundnum fiskmarkaði og er gert ráð fyrir að hlutafé verði 5- 10 milljónir. Tekjur fyrirtækisins yrðu annars vegar einhvers konar árgjöld en hins vegar tekjur fyrir veitta þjónustu. Meginástæðan fyrir þessari afstöðu þeirra aðila sem rætt var við er að á Norðurlandi er al- gengara en ekki að sami aðilinn reki bæði útgerð og fiskvinnslu. Fiskmarkaðsnefndin, sem nú hefur hætt störfum, hefur stofnað 7 manna nefnd til þess að vinna áfram að málinu, ganea frá sam- þykktum og boða til stofnfundar félagsins. Formaður nefndarinn- ar er Björn Jósef Arnviðarson formaður Atvinnumálanefndar Akureyrar. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um uppboðsmarkað með sjávarafla og er búist við að það verði afgreitt innan skamms. Pá gildir að hafa snör handtök og koma á fót fiskmiðlun við Eyja- fjörð. Sérframboðið: Kennt við félags- hyggju og jafnrétti - vilja listabókastafinn J Á fundi sem stuðningsmenn sérframboðs Stefáns Valgeirs- sonar héldu á Akureyri í fyrra- kvöld var ákveðið að framboð- ið skyldi kallast Listi jafnréttis- og félagshyggjufólks. Rætt var um að reyna að fá listabókstaf- inn J, sem yrði táknrænn fyrir jafnréttishugmyndina. Meðal þess sem rætt var á fundinum var úrsögn úr fram- sóknarfélögum í kjördæminu. Talið er að jafnvel einhver hundruð stuðningsmanna Stefáns muni segja sig úf félögunum. Rætt var um að gera það með þeim hætti, að afhenda framá- mönnum flokksins lista með nöfnurn þeirra sem segðu sig úr félögunum, en framkvæmda- stjórn, þingflokkur ög fleiri úr forystusveit Framsóknarflokksins funda í dag á Hótel KEA. Þar verður rætt um stefnuskrá vegna alþingiskosninga og fleira sem viðkemur undirbúningi þeirra. HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.