Dagur - 17.02.1987, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 17. febrúar 1987
Byggðastefna á krossgötum:
Land og synir
Margir kannast við sögu Indriða
G. Porsteinssonar Land og syni.
Þar dregur höfundur upp greinar-
góða mynd af lífi á tímum mikilla
þjóðlífsbreytinga og byggðarösk-
unar. Hann lýsir af tilfinningu
þeim áhrifum sem það getur haft
í för með sér að verða á svo til
augabragði að gerbreyta öllum
lifnaðarháttum sínum. Það vefst
trúlega ekki fyrir neinum að þær
þjóðlífsbreytingar sem urðu á
fyrri hluta og um miðbik þessarar
aldar voru óumflýjanlegar og
áttu sér stað um allan hinn vest-
ræna heim. í heild urðu þær okk-
ur til mikilla framfara þótt þær
hafi skilið eftir sár í einstökum
brjóstum.
En hvers vegna er verið að
rifja þetta upp nú þegar komnar
eru fram á sjónarsviðið kynslóðir
sem ekki þekkja þessa atburði á
annan hátt en af spjöldum sög-
unnar. Fólk sem hefur lifað í til-
tölulegu jafnvægi hvað varðar
búsetu og atvinnuhætti. Þessi
kafli sögu okkar er rifjaður upp
hér vegna þess að alveg er Ijóst
að búsetubreytingum á Fslandi er
ekki lokið. Heldur stöndum við
frammi fyrir því sem kalla mætti
annað stig fólksflutninga í land-
inu.
Á síðustu sex árum hefur hálft
sjötta þúsund manns flust frá
landsbyggðinni til suðvestur-
hornsins. Þessi fjöldi jafngildir
um fimmtungi allra íbúa Breið-
holtshverfis í Reykjavík eða ef
litið er á það úr hinni áttinni jafn-
gildir það nær öllum íbúum Ákra-
ness eða ríflega þriðjungi íbúa
Akureyrar.
Upp úr 1970 var gert átak til að
efla byggð um landið og sporna
við því að þjóðin flytti í meira
mæli til Reykjavíkursvæðisins en
orðið var. Fyrst í stað skilaði
byggðastefnan árangri. Atvinnu-
uppbygging á hinum ýmsu stöð-
um stöðvaði fólksflóttann og aðrir
sem áður höfðu búið fyrir sunnan
í lengri eða skemmri tíma reyndu
nú fyrir sér á landsbyggðinni. Nú
hefur dæmið snúist við, lands-
byggðinni í óhag svo um munar
og því fer ekki hjá því að spurt
sé hvað valdi.
Seinni flutningur úr sveit-
unum
Upp úr 1980 fór að bera á veru-
legum vandamálum í landbúnaði
þótt rætur þess vanda megi rekja
nokkuð lengra aftur. Að nokkru
leyti er hann afleiðing góðæris
sem þessi atvinnuvegur hafði
búið við. Framleiðslugetan óx
hratt miðað við hvern fram-
leiðanda en markaðir fylgdu ekki
á eftir. Ýmsar orsakir eru fyrir
því hversu landbúnaðarfram-
leiðslan óx hratt og ekki í sam-
ræmi við markaði. Þær hafa víða
verið raktar í umræðum og verða
ekki frekar tíundaðar hér, en
sennilega eru flestir farnir að sjá
þetta nú og skilja að íslenskur
landbúnaður stendur frammi
fyrir því í dag að einungis tak-
markaðan fjölda bænda þarf til
að framleiða allar þær afurðir
sem við getum í okkur látið í
framtíðinni. Það er því alveg
ljóst að landbúnaður verður ekki
stundaður nema á hluta af þeim
jörðum, jafnvel ekki nema í
hluta af þeim sveitum sem nú er.
Það er einnig jafn augljóst að
landbúnaðurinn á sér mesta
framtíð í þeim sveitum sem best
eru til búskapar fallnar og í
mestri nálægð við markaðina. Að
ætla að takmarka framleiðslu
með því að halda höfðatölu
bænda en láta alla draga saman
eftir markaðsþörfum er aðeins
hægfara dauðastund allrar
bændastéttarinnar og getur aldrei
gengið.
Landbúnaðurinn getur aldrei
einn og sér haldið uppi byggð um
gervallt landið. Þar verður fleira
að koma til. Á hinn bóginn er
það engan veginn sársaukalaust
fyrir þá landsins syni sem hverfa
verða frá búskap. Frá lífsstarfi og
eignum. Um miðja öldina, þegar
mestu búsetubreytingarnar
gengu yfir, urðu hlutirnir oft auð-
veldari fyrir þá sem í hlut áttu
vegna þess að mikill hluti þess
fólks sem yfirgaf sveitirnar var
ungt fólk. Það átti framtíðina
fyrir sér og hvarf sjaldnast frá
miklum eignum. Auk þess var
víðast hvar mjög auðvelt að fá
vinnu á þessum árum.
Það fólk sem þarf að hverfa frá
búskap í dag býr við aðrar
aðstæður. Það er margt komið af
léttasta skeiði og á því ekki eins
auðvelt með að laga sig eftir kröf-
um nútíma vinnumarkaðar. Það
þarf að hverfa frá umtalsverðum
eignum sem eru orðnar því verð-
litlar og jafnvel ekki hægt að
losna við. Aðstæður þessa fólks
eru vandi alls samfélagsins. Hann
er það mikill að hver og einn ein-
staklingur getur ekki losað sig út
úr honum af sjálfsdáðum.
Sjávarútvegur fyrir sjómenn
Það er ekki markaðsleysi heldur
breyttir markaðir sem valda því
að sjávarútvegurinn virðist ætla
að sjá færra fólki fyrir vinnu en
verið hefur. Markaðir fyrir fersk-
an fisk hafa opnast í Evrópu og
gengisþróun, einkum lækkun
dollarans, hafa gert Evrópu-
útflutninginn hagstæðan. Það
Þórður
Ingimarsson
skrifar:
þýðir einfaldlega að fiskurinn
hættir að hafa viðkomu í landi
nema til að vera staflað í gáma.
Dýrar vinnslustöðvar, sem
byggðar hafa verið og veitt fjölda
fólks vinnu nýtast ekki. Það þarf
ekki að orðlengja það að þessi
þróun bitnar fyrst og fremst á
landsbyggðinni þar sem heil
byggðarlög hafa að mestu byggt
afkomu sína á vinnslu sjávarafla.
Þótt hinn nýi útflutningur kunni
að skapa okkur auknar tekjur í
formi útflutningsverðmæta verð-
ur að hyggja að því hvernig þær
geti nýst því fólki sem starfað
hefur við sjávarútveginn um allt
land. Þannig að þótt sjómenn séu
vissulega undirstaða hans þá
verði hann ekki einungis fyrir þá.
Iðnaður eða öskustó
„Nú er það ekki landbúnaður eða
sjávarútvegur sem framtíðin
felst í,“ sagði jafnaldri minn á
Akureyri við mig fyrir um það bil
einum og hálfum áratug. Mig
minnir að hann hafi verið að læra
vélsmíði og Slippstöðin var í
miklum uppgangi. „Já en hvernig
iðnaður," spurði ég víst á móti og
svarið sem ég fékk var einfald-
lega iðnaður með þungri áherslu
á i-ið. Líklega hafa margir hugs-
að á svipaðan hátt þá.
En hvers konar iðnaður hefur
risið upp. Það er fyrst og fremst
iðnaður sem tengist úrvinnslu og
þjónustu við hinar hefðbundnu
atvinnugreinar eins og þær eru
stundum nefndar. Ýmsir hafa
rennt hýru auga til stóriðju. Það
er í sjálfu sér góðra gjalda vert og
ekkert á móti því að byggja
eitthvað slíkt upp með öðrum
greinum til að auka fjölbreytni og
traustleika atvinnulífs og þar
með byggðarinnar. En þar stönd-
um við frammi fyrir öðru vanda-
máli. Við verðum að fá erlenda
aðila til þátttöku í slíkum fram-
kvæmdum og þeir liggja ekki
alveg á lausu þótt ýmsir telji að
þeir bíði í biðröð eftir því að
fjárfesta í fyrirtækjum á íslandi.
Það er alveg ljóst að atvinnu-
greinarnar verða að haldast í
hendur og vinna með og styðja
hver aðra. Ef þess er ekki gætt er
skammt í að iðnaður okkar verði
að öskustó og ekki er það lóð á
vogarskál byggðajafnvægisins.
Byggðastefna á krossgötum
Þótt nokkur bati hafi orðið í
þjóðarbúskap okkar á síðustu
árum sem rekja má að miklu leyti
til brotthvarfs verðbólgunnar er
enn að ýmsu að hyggja um hvern-
ig árangurinn skilar sér. Svo
virðist sem landsbyggðin ætli að
verða nokkuð út undan og ef fer
fram sem nú horfir verða meira
en 60% af íbúum landsins bú-
sett á suðvesturhorninu um alda-
mót.
Byggðastefna á íslandi hefur
alltaf haft mikla tilhneigingu til
að miðast fyrst og fremst við
minni og fámennari búsvæðin.
Vissulega hafa mörg þeirra verið
í vanda stödd en hann verður
ekki leystur ef það gleymist alveg
að taka stærri byggðarlögin, sem
eru þó megin uppistaða lands-
byggðarinnar, með í reikningin.
„Settu aldrei neitt á Akureyri
sem getur verið á Húsavík. Settu
aldrei neitt á Húsavík sem getur
verið á Raufarhöfn. Settu aldrei
neitt á Raufarhöfn sem getur ver-
ið á Þórshöfn.“ Þessi farsi er
dæmigerður fyrir þá byggða-
stefnu sem tekin var upp í byrjun
áttunda áratugsins og var raunar
beitt í pólitískum áróðri á þeim
tíma.
Því skal ekki neitað að þessir
staðir hafi þurft á stuðningi að
halda. En fólksflutningurinn er
nú þegar orðinn það stríður úr
fámennari byggðunum að hann
verður ekki stöðvaður með því
einu að efla atvinnulíf á minnstu
stöðunum. Það eina sem dugað
getur til eflingar byggðar í landinu
eru öflugir byggðakjarnar og
þéttbýli sem hafa að bjóða, fjöl-
breytt atvinnulíf, aðstöðu til
menntunar og möguleika til
menningarlífs.
Við lítum gjarnan til Norður-
landanna og sjáum hvernig ná-
grannar okkar taka á vanda-
málum sem einnig eru okkar.
Norðmenn, sem verða að halda
bvggð í Norður-Noregi hafa flutt
skólanám í sjávarútvegsfræðum
til Tromsö. Það hefur verið veru-
legur stuðningur við útvegs-
byggðirnar þar nyrðra. Hvernig
væri að flytja sjávarútvegsnám
okkar til ísafjarðar og efla útveg
á Vestfjörðum meðal annars með
auknum fiskveiðikvóta en Vest-
firðingar aflegðu þess í stað allan
landbúnað sem hentar þeim ekki
eins vel og mörgum öðrum
byggðarlögum? í Finnlandi er lögð
mikil áhersla á borgina Tampere,
sem er inni í miðju landi í norður
frá Helsinki. Hún er í nálægð við
mikil skógarsvæði og þar vex nú
óðfluga iðnaður og mannlíf.
Gömlu borgirnar á vesturströnd-
inni, Vasa og Ábá byggja tilveru
sína aftur á móti meir á hafnar-
aðstöðunni og samskiptum í
vestur. Þarna fer greinileg verka-
skipting fram og uppbygging
Tampere er mjög augljós og
styrkir alla byggð á stóru svæði
umhverfis borgina í Mið-Finn-
landi. Fleiri dæmi mætti tilfæra af
þessum toga þótt ekki verði gert
hér. Ef íslensk byggðastefna á að
geta skilað umtalsverðum árangri
verður hún fyrst og fremst að
miða að því að viðhalda öflugum
þéttbýlum í öllum landshlutum
sem síðan styrkja mannabyggðir í
kringum sig. Að öðrum kosti
tekst ekki að draga úr, helst
stöðva fólksflutningana að ég tali
ekki um að snúa dæminu við.
Tilboð á
nautahakki
af nýslátruðu hefst í
dag þriðjudag í öll-
um matvörubúðum á
fálagssvæðinu
Selt verður í 1 kg pakkningum
Verð aðeins
kr. 298.- kg
Kjörbúðir