Dagur - 25.02.1987, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 25. febrúar 1987
Það var fríður hópur vaskra körfuboltamanna sem steig um
borð í áætlunarvél Flugleiða á Sauðárkróksflugvelli föstu-
daginn 30. janúar sl. og lagði loft undir fót suður til Reykja-
víkur. Þarna var á ferð 7 manna sérþjálfuð úrvalsdeild úr
Iþróttafélaginu Molduxum á Króknum. Tilgangur Molduxa
með ferðinni var að sýna bestu „spriklurum“ borgarinnar,
úrvalsliði Flugleiða og Esju (ekki kexverksmiðjunnar) fram
á hið mikla líkamlega og andlega atgervi þeirra norðan-
manna. Báðir áðurnefndir klúbbar höfðu sent íþróttafélag-
inu Molduxa formlega og eiðfasta áskorun. Áður en lagt var
í förina var ákveðið að iðkendum skemmtanalífsins í höfuð-
borginni gæfist kostur á að finna smjörþefinn af andlega
atgervinu.
egar við komuna til
Reykj avíkur var haldið
á Hótel Loftleiðir. Hús-
ráðendur þar urðu þess heiðurs
og ánægju aðnjótandi að hýsa
þessa prúðu drengi að norðan
meðan á dvöl þeirra í höfuð-
borginni stóð. Sólarhringurinn
fram að fyrri viðureign sveitar-
innar var notaður vel til andlegr-
ar uppbyggingar. Til að dreifa
huganum var haldið á Breiðvang
um kvöldið og varð Fats Dom-
inó, erlendur skemmtikraftur
sem söng þar, alveg himinlifandi,
við komu þessara stráka sem
fylltu salarkynnin sólskini með
nærveru sinni.
Eftir að hafa skoðað borgina í
krók og kring fyrri hluta laugar-
dags héldu þessir boðberar heil-
brigðrar sálar : hraustum líkama
til íþróttahúss Kennaraháskólans
til að vera mættir tímanlega til
orrustunnar við Flugleiðasveitina
sem hefjast átti á slaginu sjö sem
og varð daginn þann. Prátt fyrir
skínandi leik norðanmanna elti
óheppnin þá og að auki kom í
ljós að lið risans í Atlantshafs-
fluginu var þrautþjálfað af lands-
liðsmanni í hvorki fleiri né færri
en 3 greinum, blaki, fótbolta og
körfubolta, Antoni Bjarnasyni.
Þegar langt var liðið á leikinn
var útlitið ekki gott fyrir drengina
okkar, leikmenn Flugleiða
komnir 20 stig yfir og í nokkur
þúsund feta hæð af ánægju. í>á
brá svo við að Anton þjálfari
þeirra var kallaður í símann og á
næstu mínútum kom vel í ljós
gagnsemi þess að hafa góðan
þjálfara. Pegar hann kom
skömmu seinna úr símanum, í
þann mund er flautað var til
leiksloka voru harðjaxlarnir í
Molduxa búnir að saxa fyrr-
greindan mun niður í 9 stig.
Lokatölur urðu 63:54 Atlants-
hafsflugsrisanum í vil, en hefði
Anton verið kallaður í símann
örlitlu fyrr hefði ekki verið
spurning um hver hefði farið með
sigur af hólmi.
Molduxar tóku þessum ósigri
eins og sönnum íþróttamönnum
sæmir enda sýndu mótherjarnir
þeim mikla gestrisni og virðingu
og til marks um það var leikurinn
dæmdur af dómurum úr úrvals-
deildinni. Luku þeir miklu lofs-
orði á leik Króksara að leik lokn-
um og dáðust sérstaklega að því
hvað leikkerfin gengu vel upp.
Molduxaliðið sem fór til Siglufjarðar ’82 og hafði þá þegar sópað að sér miklum verðlaunum. Efri röð: Helgi Jóns-
son,Þorsteinn Birgisson og Ágúst Guðmundsson. Fremri röð: Þórhallur Ásmundsson, Björn Ottósson, ÓttarBjarna-
SOn Og Þórarinn Sólmundarson. Mynd: Stefán Pedcrsen.
Molduxar á ferð
fyrirvara og mjög vel undirbúin,
það vel að mönnum hraus hugur
við þvílíkt áfall það yrði, ef fresta
þyrfti henni vegna ófærðar.
Undirbúningurinn hvíldi að
langmestu leyti á Þorsteini Birg-
issyni sem bar af henni hita og
þunga auk þunga sjálfs sín. Svo
náið fór hann í undirbúninginn
að á fundi í vikunni fyrir ferðina
gerði hann grein fyrir þeim
útgjöldum sem menn yrðu fyrir
vegna ferðarinnar og áætlaði á
móti helgareinkaneyslu Mold-
uxa. Útkoman úr þessu dæmi var
sú að auk skemmtilegrar ferðar
fengju menn bókstaflega borgað
fyrir að fara hana.
þegar sást hvar bakkinn teygði
sig upp í fjaílið. Þegar komið var
út á Heljartröð var ljóst að ekki
yrði lengra haldið og þótti mönn-
um súrt í broti eftir allan þennan
undirbúning að þurfa frá að
hverfa. Réttast þótti samt að
koma við í Fyrirbarði í Fljótun-
um til að hringja á Siglufjörð og
láta vita af þessu. Þegar Steini
hafði samband við Guðmund
Davíðsson foringja Siglfirðinga,
mátti Guðmundur ekki heyra á
það minnst að Molduxar yrðu frá
að hverfa og sagðist mundi senda
2 trukka á móti rútunni. Síðan
var rútunni snúið aftur við og
haldið út eftir.
Eftir að hafa beðið lengi úti við
Heljartröð kom loksins annar
- Velheppnuð ferð til höfuðborgarinnar nýlega
ftir þessa hetjulegu dáð
átti þessi þreytti hópur
dreifbýlinga svo sannar-
lega skilið að eiga stund milli
stríða. Stundin sú var tekin á
Hótel Sögu um kvöldið yfir dýr-
indis krásum og veigum. Svolítið
hafði tapið farið í skapið á
mönnum, enda ekki nema von
þar sem þeir töldu sig án efa hafa
verið mun betri aðilann. Eftir að
sú ákvörðun var tekin að sigra
Esjuliðið daginn eftir og heit-
strengingar þar að lútandi
gerðar, brugðu Uxar nú undir sig
betri fætinum á andlega sviðinu
og var mikill rómur gerður að
menningarlegri framkomu
þeirra. Þó aldrei eins og að söng
þeirra fyrir utan húsið á eftir,
sem fólk hreifst mjög af. Sérstak-
lega vakti rödd hins Krúttlega
bakara og hetjutenórs Óttars
Bjarnasonar athygli. En almennt
var haldið að þarna væru á ferð
félagar úr Karlakór Reykjavíkur
þrautþjálfaðir af Páli P. Pálssyni.
Að sjálfsögðu voru Molduxar
vel uppiagðir á sunnudaginn eftir
að hafa gengið hægt um gleðinn-
ar dyr og hætt leik þá hæst hann
bar daginn áður. Enda eins gott
þar sem í liði Esju, er keppt var
við þennan dag, voru margir
burtfluttir Norðlendingar sem
getið höfðu sér gott orð á íþrótta-
sviðinu. En til að gera langa sögu
stutta áttu Esjarar aldrei mögu-
leika í leiknum og var rúllað upp
af Uxum sem unnu yfirburðasig-
ur 83:81. Þrátt fyrir það þótti
leikurinn mjög spennandi,
skemmtilegur og drengilega leik-
inn á báða bóga.
Um kvöldið var borðuð sigur-
máltíð mikil (örugglega ekki sú
síðasta) í Blómasal Loftleiða. Að
morgni mánudags var síðan hald-
ið norður á bóginn eftir vel-
heppnaða suðurferð.
Reykjavíkurfurarnir. Efri röð: Magnús Einarsson, Óttar Bjarnason, Forni Eiðsson og Ágúst Guðmundsson. Neðri
röð: Hjörtur Hjartarson, Guðmundur Sveinsson og Pétur Ólafsson.
ú eru um fimm ár síðan
Molduxar fóru í sína
fyrstu keppnisferð. Það
var um haustið 1981 sem félagið
var stofnað og í lok febrúar ’82
var fyrsta keppnisferðin farin til
Siglufjarðar. Þótti vel við hæfi að
fara þangað þar sem tveir af
stofnfélögunum þeir Þorsteinn
Birgisson og Óttar Bjarnason
voru bornir og barnfæddir þar.
Ferð þessi er þeim sem hana fóru
ógleymanleg og þá sérstaklega
ævintýralegt ferðalag til Siglu-
fjarðar á laugardaginn. Ferðin
hafði verið ákveðin með góðum
xar fylgdust ákaflega
vel með veðurspánni
og veðurútliti síðustu
viku febrúar ’82. Norðaustanátt
var á miðunum fyrir Norðurlapdi
alla vikuna en náði ekki inn á
landið. Þegar lagt var af stað um
hádegi á laugardag var veður
mjög gott bæði á Sauðárkróki og
Siglufirði. Það voru sex Moldux-
ar ásamt eiginkonum sínum sem
héldu áhyggjulausir af stað á rútu-
bíl með Steini á Mel, undir far-
arstjórn Steina Birgis.
Ferðin gekk vel út í Fljótin, en
þá þyngdi aðeins yfir mönnum
bíllinn, duglegur bíll og sagði bíl-
stjóri hans færðina vera orðna
það slæma í skriðunum að hinn
bíllinn hefði ekki þorað niður
þær. Leist nú Uxum ekkert á
blikuna og voru að því komnir að
snúa við þegar bar að tvo drif-
mikla vöruflutningabíla á leið til
Siglufjarðar og sagðist bílstjóri
annars þeirra mundi fara yfir
daginn eftir. Hafði þessi bílstjóri,
Hilmar Sigursteinsson, ætíð
komist til og frá Siglufirði um
veturinn, þó að oft væri ófært fyr-
ir aðra bíla. Með þetta í bak-
höndinni auk þess sem vitað var
að Hljómsveit Finns Eydal átti að
Allur Molduxahópurinn.
leika á dansleik á Hótel Höfn um
kvöldið og klárt mál að allt yrði
reynt til að hjálpa hljómsveitinni
til og frá staðnum og veðurútlit
var ekkert sérstaklega slæmt, var
ákveðið að láta kylfu ráða kasti
og fara út eftir. Var mannskapn-
um og farangrinum síðan deilt
niður á bílana og það fólk sem
fór í vöruflutningabílana fór síð-
an með trukknum sem beið uppi
í Mánárskriðum í bæinn.
Klukkan var orðin hálf fimm
þegar liðið mætti í íþróttahúsið í
sundhöllinni, en keppnin átti að
hefjast klukkan hálf þrjú. Sigl-
firðingar fögnuðu gestunum eins
og þeir hefðu heimt þá úr helju
og mikið var hlegið meðan ferða-
sagan var sögð. Þeir sögðust vera
búnir að hita upp þrisvar sinnum,
en máttu þó hita upp einu sinni
enn þar sem hluti af íþróttadóti
Molduxa hafði gleymst í öðrum
vöruflutningabílnum og af þeim
sökum tafðist nokkuð að keppnin
gæti hafist. Keppt var í þrem
greinum. í keppninni rættust
spádómar sérfræðinga í 2 keppn-
isgreinum, gestirnir sigruðu í
körfuboltanum og gestgjafarnir í
handboltanum, en Króksarar
tryggðu sér síðan sigur með mjög
óvæntum sigri í fótboltanum, þar
sem Þorsteinn Birgisson sýndi
snilldarleik og skoraði hvert
markið gulli betra.
Að keppni lokinni var
haldið á hótelið og
borðað endað margir
orðnir matarþurfi eftir erfitt
ferðalag og keppni. Síðan var
haldið fram í skíðahótelið á Hóli
gististað hópsins. Þegar mann-
skapurinn var að gera sig kláran í
kvöldverðarboð gestgjafanna í
KS húsinu kom í ljós að tvær
töskur með samkvæmisfatnaði
vantaði. Önnur taskan í eigu
Björns Ottóssonar fannst, en
taska fararstjórans Steina Birgis
fannst ekki, leit að henni reyndist
óþörf þar sem það uppgötvaðist
að hann hafði gleymt henni
heima. Til mikillar lukku fyrir
þann hinn sama gat hann fengið
lánuð föt af tvíburabróður sínum
í bænum, en þeir eru mjög líkir á
velli.
Siglfirðingar sýndu það og
sönnuðu í KS húsinu og á Höfn-
inni um kvöldið að þeir eru höfð-
ingjar heim að sækja og að gam-
an er að skemmta sér með þeim.
Hljómsveit Finns Eydal gisti
einnig fram á Hóli og þar var
sungið Á skíðum skemmti ég mér
með tilheyrandi sveiflum, ásamt
fleiri lögum fram eftir nóttu.
Daginn eftir var komið sólskin
og besta veður og þó ófært væri
tókst vörubílstrukknum að draga
rútubíl Hljómsveitar Finns Eydal
með hljómsveitina ásamt Moldux-
um innanborðs yfir ófæruna.
Steinn á Mel kom síðan á sínum
bíl á móti hópnum. En nú brá svo
við að fararstjórinn Steini Birgis
settist aftast í rútuna. Eitthvað
hafði verið fundið að fararstjórn
hans daginn áður þegar íþrótta-
dótið og samkvæmisklæðnaður-
inn fundust ekki. -þá
25. febrúar 1987 - DAGUR - 7
_af erlendum vettvangl
Nú eru nærsýnir
skomir
upp á færibandi
Nú hafa sovéskir læknar fundið
vinsælli augnaaðgerð ákveðið
kerfi, þar sem fimm læknar skera
á einum degi 100 sjúklinga, sem
renna framhjá á færibandi.
Nokkrir smáskurðir eru gerðir í
hornhimnu augans og eftir
aðgerðina fá nærsýnir eðlilega
sjón. Þegar rispurnar gróa saman
breytist bogiína augans þannig að
sjúklingurinn þarf ekki lengur að
ganga með gleraugu.
Vissir agnúar eru þó á aðgerð-
inni. Ef skorið er of djúpt, verða
sjúklingarnir fjarsýnir, agnarlítil
örin geta dreift ljósi þannig, að
t.d. bílljós virðast heilt eldhaf,
sem blindar menn, og á meðan
örin eru að gróa verður sjón
sjúklingsins ótraust.
Augnmiðstöðin í Moskvu er
fyrsta lækningastofnunin, þar
sem skurðlæknar vinna við færi-
band, og heilbrigðisráðuneyti
Sovétríkjanna er svo ánægt með
árangurinn, að það hefur fyrir-
skipað aö taka þessa tækni í
notkun á 23 stöðum öðrum í
Sovét.
Fimm læknar og aðstoðarmenn
þeirra taka við hver af öðrum
með sinn hluta aðgerðarinnar,
sem tekur þrjár til fimm mínútur.
Skurðlæknarnir skoða sjúkling-
ana í gegnum smásjá, sem stækk-
ar tuttugufalt, og skurðirnir eru
gerðir með demanrsskera, sem er
1/10.000 úr millimetra að þykkt.
Fyrsti skurðlæknirinn spennir
upp augnlokin og merkir miðju
sjónsviðsins eftir tölvureikningi,
sem sýnir hvar skurðirnir eiga að
koma, en síðan heldur bekkur-
inn, sem sjúklingurinn liggur á,
áfram eftir tveimur renni-
brautum. Næsti læknir gerir
fyrsta skurðinn í ytra borð horn-
himnunnar, en þriðji læknirinn
framkvæmir vandasamasta og
hættulegasta hluta skurðað-
gerðarinnar. Hann lengir og
dýpkar skurðina til þess að fullur
sjónstyrkur fáist að nýju.
Fjórði skurðlæknirinn yfirfer
skurðina og sker enn dýpra, ef
þörf er á.
Á fimmta og síðasta aðgerðar-
staðnum er augað hreinsað og
varið með bakteríudrepandi
efnum. Sovésku læknarnir segj-
ast geta skorið upp þriðjungi
fleiri sjúklinga með því að nota
færibandaaðferðina. Auk þess
geta sérfræðingar þá einbeitt sér
að vandasömustu verkunum. ■
Nú eru skipulagðar sérstakar
og eftirsóttar ferðir frá Svíþjóð til
Sovétríkjanna fyrir nærsýna, sem
borga 25 þúsund krónur
(sænskar) og losna við gleraugun.
(111. Videnskab 1/87. - Þýð. Þ.J.)
Sovéskir læknar hafa tekið í notkun færiband við uppskurði gegn nærsýni og
með því aukið afköstin um þriðjung. Sjúklingarnir renna framhjá fimm
læknum, sem hver um sig framkvæmir hluta aðgerðarinnar.
Fimmti hver karlmaður
verður veikur á
meðgöngutímanum!
Fimmti hver tilvonandi faðir á
við erfiðleika að stríða meðan
eiginkonan gengur með barn
þeirra hjóna.
Þetta kemur fram í sænskri
könnun sem gerð var meðal 81
tilvonandi föður í Linköping, sem
valinn var af handahófi.
Algengustu einkennin voru
magakveisur, tannpína, ýmiss
konar verkir og þyngdaraukning.
Einn þyngdist um 12 kg á með-
göngutímanum en hann léttist aft-
ur þegar barnið var fætt.
Þrír leituðu til tannlæknis
vegna tannpínu og einn fékk
veikindafrí frá vinnu vegna með-
gönguvandamála. Venjulega
koma veikindaeinkenni feðranna
tilvonandi í ljós á 3,- 4. mánuði
og þegar nær dregur fæðingunni.
Lennart Bogren yfirlæknir í
Karlskrona, sem hefur unnið að
þessari könnun, komst að því að
óróleiki konunnar skiptir sköp-
um fyrir líðan eiginmannsins.
Skýringin getur verið sú að hann
lifi sig inn í hlutverk hennar.
Þetta virðist mest áberandi hjá
fullorðnum hjónum, sem eiga
von á sínu fyrsta barni. í þeim til-
vikum getur skýringin verið sú að
konan er þá sérlega kvíðin vegna
meðgöngunnar og fæðingarinnar.
Lennart Bogren dregur þær
ályktanir af niðurstöðum þessar-
ar könnunar að það sé einnig
mikilvægt að fylgjast með líðan
föðurins á meðgöngutímanum,
a.m.k. hjá eldri hjónum þar sem
líkurnar á meðgönguvandamál-
um eru sérstaklega miklir. Þetta
fyrirbæri er vel þekkt um allan
heim og gengur undir nafninu
couvade-áráttan eftir franska
orðinu „couver“ sem þýðir að
liggja á. (lllustrercl Videnskab, þýð. GH.)