Dagur - 25.02.1987, Blaðsíða 9
25. febrúar 1987 - DAGUR - 9
Jþróttic
Umsjón: Kristján Kristjánsson
- þegar ísland lagði heims- og olympíumeistara Júgóslava að velli
„Þetta var stórkostlegur leik-
ur, það er ekki á hverjum degi
sem við vinnum Júgóslava.
Það gekk allt vel í seinni hálf-
leik og Einar var frábær í
markinu í lokin en þetta var
ekki eins gott hjá okkur í fyrri
hálfleik,“ sagði Alfreð Gísla-
son eftir sigurinn á Júgóslöv-
um í gær. Aðspurður sagðist
Alfreð vel geta hugsað sér að
gera það að reglu að skora úr
aukaköstum í lok leikja. „Við
ættum frekar að reyna að fiska
aukaköst en víti í lokin,“ sagði
Alfreð.
Fyrri hálfleikur var jafn og
spennandi. íslenska liðið leiddi
fyrstu tíu mínúturnar en þá tóku
Júgóslavar forystuna og héldu
henni fram í hálfleik. í leikhléi
höfðu þeir yfir, 10:9.
í síðari hálfleik tók íslenska
liðið heldur betur við sér og jafn-
aði 10:10 og Óttar kom Islandi
yfir 10:11. A þrettándu mínútu,
þegar staðan var 15:15, var brot-
ið mjög illa á Guðmundi Guð-
mundssyni og dæmt vítakast sem
Kristján skoraði úr. Petta grófa
brot setti íslenska liðið í over-
Alfreð Gíslason átti stórleik og
skoraði 7 mörk, hvert öðru gíæsi-
legra.
drive sem gerði út um leikinn á
næstu mínútum með frábærum
leikkafla. Á næstu tólf mínútum
breyttist staðan úr 16:15 í 22:17
og sigur íslands var í höfn. Júgó-
slavar minnkuðu muninn í þrjú
mörk, 23:20, á lokamínútum
leiksins en á Iokasekúndunni
skoraði Alfreð beint úr aukakasti
24. mark íslands við gífurleg
fagnaðarlæti Hallargesta. Þar
með höfðu heims- og olympíu-
meistarar Júgóslava verið lagðir
að velli, 24:20.
Alfreð Gíslason átti stórleik og
bar af í liði íslands í fyrri hálfleik.
í síðari hálfleik sýndu þeir Páll
Ólafsson, Þorgils Óttar Matthie-
sen, Guðmundur Guðmundsson
og Einar markvörður frábæran
leik.
í liði Júgóslava voru þeir Gor-
an Perkovac, Iztok Puc og Zlatko
Portner bestir.
Frönsku dómararnir, þeir Jean
Delong og Gerard Tancrez, voru
mjög slakir.
Mörk íslands skoruðu: Alfreð
Gíslason 7, Páll Ólafsson 6,
Þorgils Óttar Matthiesen 5, Guð-
mundur Guðmundsson 3, Krist-
ján Arason 2 og Bjarni Guð-
mundsson 1.
Mörk Júgóslava skoruðu: Gor-
an Perkovac 3 þar af eitt úr víti,
Iztok Puc 6, Zlatko Portner 4,
Bjarni Guðmundsson, sem lék sinn 201 landsleik í gær, stóð sig vel ásamt hinum strákunum
Josef Holgert 3, Boris Jarak 2 og Júgóslavía einnig og þá fóru
Zlatan Faraevet 1. Júgóslavar með nauman sigur af
í fyrrakvöld mættust ísland og hólmi, 20:19.
Eiríkur Sigurðsson átti ágætan leik í gær. Mynd: OM í starfskynningu
Körfubolti 1. deild:
Þór sigraði
Tindastól
-109:81 í gærkvöld
Þór vann Tindastól í 1. deild
íslandsmótsins í körfuknattleik
í gærkvöld. Úrslit leiksins, sem
fram fór í Höllinni á Akureyri,
urðu 109:81 Þór í vil. Framan
af leiknum gekk Þórsurum
fremur illa og var Tindastóll
yfir lengi vel. í síðari hálfleik
var Þór yflr allan tímann en
Tindastólsmenn léku af kappi
og stóðu talsvert í Þórsurum.
ívar Webster og Eiríkur Sig-
urðsson voru bestir Þórsara en
Björn Sigtryggsson og Eyjólfur
Sveinsson voru stigahæstir
Tindastólsmanna.
Tindastóll var yfir framan af
fyrri hálfleik en mjóu munaði oft
að Þór tækist að jafna. Á 10.
mín. var staðan 4:10 Tindastól í
vil, á 20. mínútu var Tindastóll
kominn í 16:23 en síðustu tíu
mínútur leiksins voru Tindastóli
ekki jafn hagstæðar og voru Þórs-
arar komnir yfir 53:42 þegar
flautað var til hálfleiks.
í síðari hálfleik var Þór yfir all-
an tímann en náði aldrei neinu
verulegu forskoti fyrr en undir
lokin. Þórsurum tókst að koma
Tindastólsmönnum úr jafnvægi
og gátu þeir illa nýtt sóknartæki-
færi sín og margar körfur fóru í
súginn vegna fljótfærni einstakra
leikmanna. Varla er um það að
efast að Tindastóll hefði getað
náð betri árangri í leiknum en
raun varð á ef þeir hefðu leikið
yfirvegaðri körfuknattleik og
spilað meira hvor upp á annan.
Kári Marísson og Eyjólfur
Sverrisson vöktu athygli fyrir
snerpu og góð skot úr erfiðum
færum. ívar Webster hefur oft
verið betri en þarna en hann var
burðarás Þórsliðsins ásamt Eiríki
Sigurðssyni og Guðmundi
Björnssyni.
Stigahæstir Þórsara voru: ívar
Webster 27, Eiríkur Sigurðsson
21, Guðmundur Björnsson 18,
Konráð Óskarsson 10, Ólafur
Adólfsson 9.
í liði Tindastóls voru þessir
stigahæstir: Eyjólfur Sverrisson
21, Björn Sigtryggsson 20, Sverr-
ir Sverrisson 15, Kári Marísson
13.