Dagur - 06.03.1987, Side 4

Dagur - 06.03.1987, Side 4
4- DAGUR-6. mars 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, SÍMI 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stuttbuxnaliðið stígur fram Ueiðari. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú opinberað fyrsta inn- legg sitt í umræðuna um byggðamál. Það er með þeim eindæmum að flesta rekur í rogastans. Sam- kvæmt þjóðmálakönnun SUF sem birt var á haust- dögum vill mikill meirihluti þjóðarinnar halda uppi öflugri byggðastefnu, jafn- vel þótt það hafi í för með sér aukin útgjöld fyrir þjóð- arbúið. Frjálshyggjuliðið innan Sjálfstæðisflokksins, svo kölluð stuttbuxnadeild, með Vilhjálm Egilsson þingmannsefni sjálfstæðis- manna á Norðurlandi vestra í broddi fylkingar, virðir þessa skoðun að vett- ugi. Það sýnir tillaga við- skiptanefndar sjálfstæðis- manna, sem lögð var fram á landsfundi þeirra sem hófst í gær. Tillagan gengur út á það að innflutningur á landbúnaðarvörum verði gefinn frjáls. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tillaga í þessum dúr kemur fram innan Sjálfstæðisflokksins og ljóst er að hugmyndin á talsverðu fylgi að fagna meðal flokksmanna. Miklar umframbirgðir eru nú til í landinu af helstu landbúnaðarafurðum. Grípa hefur þurft til veru- legrar skerðingar á fram- leiðslurétti búvara og ljóst er að engin stétt í landinu hefur orðið fyrir jafn mikilli kjaraskerðingu á undan- förnum árum og bænda- stéttin. Samdráttur fram- leiðslu í sveitum hefur ótrúlega fljótt áhrif á nær- liggjandi þéttbýliskjarna, þar sem fullvinnsla afurð- anna fer fram. Áðurnefnd tillaga sjálfstæðismanna er því bein og ósvífin árás á öll byggðarlög dreifbýlisins. Allar þjóðir heims hafa það á stefnuskrá sinni að vera sjálfum sér nógar í matvælaframleiðslunni og þurfa ekki að vera öðrum háðar í þeim efnum. Því miður hefur ekki öllum lán- ast að ná þessu markmiði. Ef íslendingar verða ein- hvern tímann svo ógæfu- samir að afsala sér þessum mannréttindum af fúsum og frjálsum vilja og glata þar með hluta af sjálfstæði sínu, hefst nýr og óskemmtilegur kafli í ís- landssögunni. Það er örugglega þjóð- hagslega óhagkvæmt að kippa fótunum undan öðr- um höfuðatvinnuvegi þjóð- arinnar, leggja sveitir landsins í eyði og neyða enn fleiri til að flytja á möl- ina. Engu að síður felur til- lagan um frjálsan innflutn- ing á landbúnaðarvörum einmitt það í sér. Innlegg sjálfstæðis- manna í umræðuna um byggðamál er svo sannar- lega umhugsunarvert. Hverra hagsmunum er ver- ið að þjóna? BB. Félagsstarf aldraðra Farið verður í leikhúsferð í Freyvang, sunnu- daginn 15. mars n.k. frá Húsi aldraðra kl. 19.45. Þátttökugjald kr. 500,- Þátttaka tilkynnist í síma 25880. Félagsmálastofnun Akureyrar. $fc Lausar stöður lilf sérfræðinga við Raunvísindastofnun Háskólans. Lausar eru til umsóknar eftirtaldar rannsóknastöður við Raunvís- indastofnun Háskólans sem veittar eru til 1-3 ára. a) Tvær stöður sérfræðinga við Reiknifræðistofu. Starfssvið Reiknifræðistofu er einkum í aðgerðagreiningu, tölfræði, tölulegri greiningu og tölvunarfræði. b) Ein staða sérfræðings við Stærðfræðistofu, en á Stærð- fræðistofu fara fram rannsóknir I stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði. Fastráðning kemur til greina I þessa stöðu. Stöðurnar verða veittar frá 1. september n.k. Laun samkvæmt launakerfi starismanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprcfi eða tilsvarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs raunvís- indadeildar og stjórnar Raunvísindastofnunar Háskólans, og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu við- komandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf og rannsóknaáætlun skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 31. mars n.k. Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönn- um á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnað- armál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið, 2. mars 1987. Skagaströnd: Síldin kemur, síldin fer Leikklúbbur Skagastrandar frumsýnir á morgun laugardag leikritið Síldin kemur, síldin fer eftir þær Kristínu og Iðunni Steinsdætur, undir leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar. Undirrituðum gafst tækifæri til að vera viðstaddur eina af síðustu æfingunum og undraðist alveg aræði þeirra Skagstrendinga að ráðast í svo fjölmennt verk. En það hefur tekist vel að manna öll hlutverk og ekki verður annað sagt en að leikarar hafi staðið sig vel. Svo vel tókst til með flutning þessa verks hjá Leikfélagi Húsa- víkur að landsfrægt varð, og ætti því að vera óþarft að kynna verk- ið nú. En það eru eflaust fjöl- margir sem ekki höfðu færi á að sjá það í þeirra flutningi, en gefst nú færi til að sjá þetta bráð- skemmtilega verk. Eins og fyrr segir verður frumsýningin á morgun en næsta sýning verður fimmtudaginn 12. mars. Þaö verð- ur sýnt á Hvammstanga sunnudag- inn 15, og fyrirhugað er að sýna einnig á Blönduósi. Leikendur eru 26 sem er veru- lega hátt hlutfall íbúa Skaga-' strandar þar sem búa um 700 manns. Leiktjöldin eru að mörgu leyti skemmtilega gerð en segja mætti mér að þau gætu reynst erf- ið í flutningi. En sem sagt, gott stykki og góð skemmtun. G.Kr.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.