Dagur - 06.03.1987, Side 5

Dagur - 06.03.1987, Side 5
6. mars 1987-DAGUR-5 m ,Hef ekki orðiðvarvið óánægju eða öfund" - segir Einar Viðarsson bakari á línunni ji# Fyrr í vetur birtist viðtal við Einar Viðarsson bakara í blað- inu en þá var hann búinn að kaupa húsnæði undir nýtt bak- arí. Hann var mjög bjartsýnn þá en bjóst hann við svona rosaleg- um móttökum eins og raun ber vitni: - Nei, ég bjóst ekki við þess- um móttökum, þær hafa farið fram úr öllum vonum. Það er eins og Akureyringar hafi verið orðnir langsveltir eftir nýrri bakaríismenningu. Þeir sem hafa verið í Reykjavík þekkja að þar er hún á hærra stigi og ég hef stefnt að því að vera með hlið- stæðar vörur á boðstólum og tíðkast þar. Sem dæmi um menninguna hérna má taka að ekki var hægt að fá ný brauð á sunnudagsmorgnum, það var lokað. Kristjánsbakarí byrjaði fyrst á þessu eftir að þeir fréttu hvað ég ætlaði að gera. Þetta er þjónusta sem fólki líkar enda fæ ég ágæt viðskipti á s'unnudags- morgnum og raunar er alltaf stanslaus straumur í búðina hjá mér. - Þú ert líka með einhverjar nýjungar í sambandi við brauðin og baksturinn, ekki satt? - Jú, jú. Bæði er ég með teg- undir sem ekki hafa sést hérna áður og hafa slegið rækilega í gegn og síðan er ég með ofn frammi í afgreiðslunni til þess gefa fólki kost á heitum brauð- um. Og ég hef alltaf lagt áherslu á að vera aðeins með ný brauð á boðstólum. Þá er ég með álegg og mjólkurvörur þannig að fólk getur keypt allt meðlæti með brauðinu. - Þú hefur væntanlega þurft að bæta við mannskap eftir þess- ar óvæntu móttökur? - Já, ég þurfti að bæta við fólki. Síminn hringdi stanslaust eftir að ég auglýsti þannig að það gekk vel. Síðan var ég með tvo bræður mína með mér í þessu til að hjálpa mér tvo fyrstu dagana, en þeir voru hjá mér alveg fram yfir bolluhelgi til þess að hjálpa mér því ég sá ekki fram á það að geta gert neitt nema með aðstoð þeirra. - En hefurðu krækt í ein- hverja frá stóru. brauðgerðun- um? - Já, ég tók bakara úr Krist- jánsbakaríi. - Engin óánægja í kjölfar þess? - Nei, það held ég ekki. Ég hef ekki orðið var við óánægju eða öfund hjá fólki, það virðast flestir mjög ánægðir með bak- aríið, sérstaklega viðskiptavin- irnir. - Þú ert ekkert hræddur við samkeppnina? - Nei, það er góður grund- völlur fyrir lítið bakarí eins og þetta. Þetta er á allt öðru plani en störu bakaríin, fólk kemur híngað til að fá glæný og heit brauð og prófa nýjar tegundir. - En verðsamkeppnin. Reyn- ir þú að vera með ódýrari brauð en hinir? - Það er ekki málið. Ég er ekkert að reyna að vera lægri en hinir, en ég hef reynt að fylgja miðlungsverði í Reykjavík og þar er verðið yfir höfuð töluvert lægra en hér. - Þú ert þá væntanlega jafn bjartsýnn ogþú varst í upphafi? - Já, maður verður að vera bjartsýnn þegar maður fer út í svona rekstur. Aðalmálið er að gera viðskiptavinina það ánægða að þeir sjái aldrei ástæðu til að kvarta. Ég kappkosta að vera alltaf með nýtt, aldrei að selja gamla vöru. - En í fúlustu alvöru Einar, er nokkur munur á þínum brauðum og brauðunum hjá hinum brauðgerðunum. Eru brauð ekki alltaf brauð? - Það er alltaf stór niunur á svona verksmiðjuframleiðslu og handverksframleiðslu. Þó þetta séu kannski sömu uppskriftirnar þá er alltaf gæðamunur á þessu. - Dreifír þú þá ekkert í stór- verslanir? - Nei, ég hef ekki gert það. Ég hef jú dreift brauðum í Sjáv- largull, en það er það eina sem ég hef getað dreift. Ég hef bara ekki haft undan að baka nema rétt fyrir mig, í búðina. - En hvað með veitingahús, hafa þau falast eftir brauðunum þínum? -Já, þau eru búin að tala við mig og spyrjast fyrir, en eins og ég segi þá hef ég ekki getað ann- að eftirspurn ennþá. - Jæja, ég ætla þá ekki að tefja þig lengur Einar. Þakka þér fyrir spjallið. - Já, þakka þér sömuleiðis. - Blessaður. - Já, bless. SS Veiðileyfi í Skjálfandafljóti Tilboð óskast í stangveiði á A-deildarsvæði Veiði- félags Skjálfandafljóts. Tilboðum skal skila til Vé- steins í sínia 96-43198 fyrir 1. apríl. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Flugáhugameim Flugvélaeigendur Áríðandi fundur um flugskýlisbyggingar á Akureyrarflugvelli, verður haldinn föstud. 6. mars kl. 20.30 að Hótel KEA. Undirbúningsnefnd. ÚTBOÐ Póstur og sími Akureyri óskar eftir tilboði í gröfuvinnu á árinu 1987. Tilboð skulu berast umdæmisskrifstofu Pósts og síma, Hafnarstræti 102, Akureyri fyrir 25. mars. Upp- lýsingar eru veittar á umdæmisskrifstofunni. Umdæmistæknifræðingur. Verkalýðsfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri, halda sameiginlega árshátíð fyrir félags- menn sína í Alþýðuhúsinu, laugardaginn 21. mars n.k., og hefst hún með borðhaldi kl. 19,30. Miðapantanir hjá verkalýðsfélögunum til 16. mars. Miðasala á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Einingar fimmtudaginn 19. mars frá kl. 16.00 til 21.00. Miða- verð kr. 1.000,- Stórkostleg skemmtun. - Ótrúlegt verð! Nefndin. Foreldrar fermingar- barna athugið! Tökum enn á móti pöntunum fyrir fermingarveislur. Bjóðum upp á tvær gerðir af köldum borðum. Útvegum allan borðbúnað og sjáum jafnvel um uppvaskið... Hringið og fáið nánari upplýsingar hjá veitingastjóra í síma 22200 Laugardagurinn 7. mars Uppselt fyrir matargesti. Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00. Dansleikur Hin bráðfjöruga hljómsveit GEIRMUNDAR VALTÝSS0NAR heldur uppi fjörinu til kl. 03.00.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.