Dagur - 13.03.1987, Blaðsíða 9
13, mars 1987- DAGUR-9
Múhameðstrúar-brúðkaup skilur að karla og
konur. Konur halda hátíð fyrir sig og karlar
sína. Loks þegar gestirnir eru farnir, leyfist
þeim nýgiftu að vera saman.
:uropa
Afrika
Australien
Bajkalseen
. '"Á-
USSR
Múhameðstrú er útbreidd um stóran hluta jarðar. Meira en 500 milljónir manna eru
múhameðstrúar og fylgja boðum kóransins um skyldur og réttindi í hjónabandinu.
Múhameðstrúarmenn skiptast í tvo hópa, súnníta og sjíta. Súnnítar eru miklu fleiri, en sjít-
arnir eru strangtrúaðir og hálfgerðir meinlætamenn. Þá er einkum að finna í íran.
Milljónum karla leyfist að
eiga fleiri en eina konu
Það eru í kringum 500 milljónir
múhameðstrúarmanna í heim-
inum. Það þýðir, að hjóna-
bantlsfyrirkomulag þeirra, sem
leyfir að karlmaður megi eiga
allt að fjórum konum, er það
algengasta, þegar frá er talin
kjarnafjölskylda okkar Vestur-
landamanna.
Kjarnafjölskyldan birtist í
dálítið mismunandi myndum í
okkar heimshluta, en einnig er
hana að finna í Kína og Ind-
landi. í Indlandi tengist kjarna-
fjölskyldan þó venjulega
nokkru meira fjölskyldu karl-
mannsins.
Skilyrði þess að múhameðs-
trúarmaður megi eiga fjórar
konur, er að hann sjái jafnvel
fyrir þeim öllum og geri ekki
upp á milli þeirra.
Fjölskylda í múhameðstrú-
ar-þjóðlífi byggir á feðraveldi.
Það þýðir, að þau börn sem
kona fæðir af sér teljast til fjöl-
skyldu eiginmanns hennar og
réttindi þeirra er yfirleitt þar að
finna. Hjónabandið er eins kon-
ar samningur milli tveggja fjöl-
skyldna; brúðarinnar og brúð-
gumans.
Venjulega eru það konurnar í
fjölskyldunni, sem velja karl-
manni konuefni. Það er sjald-
gæft meðal múhameðstrúar-
manna, að ungu pari leyfist að
ganga í hjónaband vegna ástar.
Stúlkur og drengir eru yfir-
leitt aðskilin í uppeldinu eftir að
þau eru komin á kynþroska-
skeið, og því hafa þau ekki
mörg tækifæri til að hitta jafn-
aldra af hinu kyninu.
Konurnar í fjölskyldunni eru
aftur á móti í meira sambandi
við konur og dætur annarra fjöl-
skyldna. Oft er það stúlka af
eigin ættbálki, kannski frænka
piltsins, sem þær velja fyrir
brúði. Þá hafa þær tækifæri til
að kynnast stúlkunni vel, og
hún kemur heldur ekki inn á
alveg framandi heimili, þegar
hún giftist og flyst til fjölskyldu
eiginmannsins.
Það nefnist endogamy að gift-
ast innan ættarinnar. í arabisku
múhameðstrúar-samfélagi hef-
ur þessi.háttur varðandi hjóna-
bönd líka efnahagslega þýð-
ingu. í fyrsta lagi vegna þess, að
kannski verður þá auðveldara
að ná samningum um brúðar-
verð og heimanmund, í öðru
lagi helst arfur, sem stúlkunni
kynni að áskotnast, innan ættar-
innar.
Kóraninn segir svo fyrir, að
piltar skuli erfa %, stúlkur V4.
En í mörgum múhameðstrúar-
löndum reyna menn að fara í
kringum þessa reglu og koma í
veg fyrir að stúlkur hljóti arf.
Menn vilja helst koma í veg fyr-
ir að skipta þurfi jarðnæði og
öðrum eignum, ef stúlka skyldi
giftast út fyrir fjölskylduna.
Stúlkan verður að vera
hrein mey
Brúðargjald og heimanmund
reiða foreldrar brúðguma og
brúðar af höndum eftir því sem
við á. Brúðargjaldið er venju-
lega peningagjöf, sem notuð er
til að kaupa búnað til hins nýja
heimilis. Heimanmundurinn fer
til kaupa á skartgripum, fatnaði
o.s.frv., sem stúlkan flytur með
sér í hjónabandið. Þessa hluti á
stúlkan og þeir eru hennar
einkaeign og öryggi, ef hjóna-
kornin skyldu taka upp á því að
skilja. Og í múhameðstrúar-
hjónabandi er frá upphafi gert
ráð fyrir þeim möguleika.
Við brúðkaupið, sem fer
fram á heimili brúðgumans,
heldur hvort kynið hátíð fyrir
sig, þar til að því kemur, að
brúðguminn skal í fyrsta sinn
sænga hjá brúði sinni. Morgun-
inn eftir fer kona úr fjölskyldu
brúðgumans og sækir lakið úr
hjónasænginni, og það á helst
að vera blóðugt. Annars er litið
svo á, að stúlkan hafi ekki verið
hrein mey, og þá er hægt að lýsa
hjónabandið ógilt. Sums staðar
á stúlkan jafnvel á hættu að
verða drepin, annað hvort af
fjölskyldu eiginmannsins eða
sinni eigin.
Eftir að brúðkaupið er
afstaðið er það þýðingarmesta
hlutverk konunnar að fæða
börn og sinna húsverkum með
öðrum konum í fjölskyldunni.
Helst á hún að ala syni, því að
meðal múhameðstrúarmanna
teljast þeir meira virði.
Samkvæmt kóraninum ber
konunni að hafa barnið á brjósti
í tvö ár, og á þeim tíma má hún
ekki sænga með eiginmannin-
um. Sé þessu boðorði fylgt, eru
meiri líkur til að barnið lifi, og
konan sleppur við að verða
strax aftur þunguð. En þessi
regla getur líka átt sinn þátt í
því, að eiginmaðurinn fái sér
nýja konu.
Það er mjög mismunandi,
hvernig samkomulagið er hjá
konum saman manns. Venjan
er sú, að hann sofi hjá þeim til
skiptis, vikutíma í einu. Stund-
um eru konurnar afbrýðisamar
innbyrðis, og yfirgefa jafnvel
fjölskylduna. í öðrum hjóna-
böndum lifa konurnar við gagn-
kvæma aðstoð, samvinnu og
jafnvel vináttu.
í þjóðíélögum þar sem ríkir
polygamy, fjölkvæni, er konun-
um misskipt. Það verða auðug-
ustu, og oft elstu, karlarnir, sem
hafa efni á að eiga flestar
konur. Ungum mönnum getur
reynst erfitt að safna nægu fé til
að kvænast og stofna heimili, en
kerfið tryggir það, að nánast all-
ar konur giftast og öðlast þann-
ig framfærslurétt.
(III. Videnskab 1/87. - Þýð. Þ.J.)
Frankie
Johnson
í Sjallanum
Gcstir Sjallans um helgina fá
að njóta sönghæfileika Frankie
Johnsons Jr. Frankie þessi er
mjög fjölhæfur listamaður.
Hann er lcikari, dansari,
skemmtikraftur og mjög góður
söngvari.
íslendingar muna e.t.v. eftir
Frankie fyrir þær sakir að hann
. sigraði í heimsmeistarakeppninni
í Free style dansi þegar Ástrós
Gunnarsdóttir hafnaði í 4. sæti.
Ferill hans hófst er hann 12 ára
gamall, söng í Dómkirkjunni í
Cardilf en síðan stofnaði hann
eigin popphljómsveit.
Nýverið kom Frankie fram í
spænska sjónvarpinu, þar sem
hann söng fyrir fjórar milljónir
áhorfénda en nú gefst Akureyr-
ingum kostur á að hlýða á söng
kappans í Sjallanum á föstudags-
og laugardagskvöld.
Bridds:
Tvísýnt
á loka-
sprettinum
Nú er þremur kcppniskvöld-
um af fjórum lokið í Sjóvá-
sveitahraðkeppni Bridgefélags
Akureyrar en engin leið er þó
að spá um lokaröðina, því
keppnin er mjög jöfn.
Staða efstu sveita er nú þessi:
1. Gunnar Berg 720 stig.
2. S.S. Byggir 714 stig.
3. Haukur Harðarson 703 stig.
4. Árni Bjarnason 701 stig.
5. Sjóváumboðið, Akureyri 698 stig.
6. Stefán Vilhjálmsson 674 stig.
7. Stefán Sveinbjörnsson 673 stig.
8. Rögnvaldur Ólafsson 672 stig.
9. Bragi V. Bergmann 661 stig.
Alls taka 18 sveitir þátt í
keppninni en meðalskor er 638
stig. Keppnisstjóri er Albert Sig-
urðsson en Sjóváumboðið á
Akureyri gefur öll verðlaun til
keppninnar.
Síðustu umferðirnar fara fram
í Félagsborg á þriðjudagskvöldið
og hefst keppnin klukkan 19.30.
Rétt er að minna á að nú fer
hver að verða síðastur að til-
kynna þátttöku í Stórmóti BA
sem fram fer í Félagsborg um
næstu helgi. Öllu spilafólki er að
sjálfsögðu heimil þátttaka. BB.
Urgangí frá slátur-
húsum breytt í
fegrunarvörur og lyf
Franska fyrirtækið Silab fram-
leiðir grunnefni í fegrunarvörur
og lyf úr eggjahvítuefnum, sem
fást úr dýrablóði. Hugmyndin að
þessari endurvinnslutækni þróað-
ist við rannsóknastofnun í líf-
efnafræði við VER-háskólann í
Limogenes. Minnst 6000 tonnum
af dýrablóði hefur- árlega verið
hellt í frárennsli frá sláturhúsum í
Limogeneshéraði. Talið er, að
Silab nýti nú um 10% af þessu
blóði. Umfangsmiklar rannsókn-
ir háskólans leiddu til þess að far-
ið var að vinna þrjú mismunandi
efni úr eggjahvítunni í blóðinu:
Sameindir, sem varna því að
örverur og vírusar ráðist að lif-
andi vef, mismunandi blóðvatn,
sem notað er í fegrunarvörur og
loks orkutöflur (peptide) sem
notaðar eru í sérfæði á sjúkrahús-
um. Silab hefur tekið að sér að
nýta niðurstöður rannsóknanna
til framleiðslu efn.a til notlcunar í
iðnaðinum.
(Þýtt. Þ. J.)
Sprengingar þurfa ekki að vera
til eyðileggingar. Nú gera menn
tilraunir með að nota sprengi-
efni við samsetningarvinnu, t.d.
til að tengja saman röraleiðslur,
þar sem erfitt er að komast að
með logsuðutæki.
í Kanada hefur sprengiefni
verið notað við lagningu röra,
sem voru fast að metra í
þvermál. Sprengiefni var sett
meðfram samskeytunum bæði
innan og utan hringinn í kring
og síðan þakið yfir með sand-
pokum. Til að koma sprenging-
unni af stað var notuð fjarstýr-
ing.
Þegar rörin voru skoðuð eftir
sprenginguna, sást að þau
höfðu tengst saman bæði betur
og jafnar en unnt er að gera
með logsuðu. Rörin tvö voru
nánast eins og eitt málmstykki
og engir veikir punktar fundust
á samskeytunum. Ætlunin er nú
að nota þessa aðferð við lagn-
ingu og viðgerðir röra neðan-
sjávar.
Viðgerðir röra neðansjávar
með hefðbundnum aðferðum
eru bæði dýrar og hættulegar.
Logsuöumaðurinn vinnur við
skemmt rör í þar til gerðurn
klefa, sem sökkt er niður á
botninn og lofti dælt í, og
venjulega verður logsuða við
þær aðstæður ekki sterk.
Með því að nota fjarstýrðar
sprengingar gera Kanadamenn
sér vonir um að hafa fundið
aðferö til að skeyta málma sam-
an örugglega og án þess að
stefna mannslífum í hættu.
(lli: Videnskab 1/87. - Þýð. Þ.J.)