Dagur - 20.03.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 20.03.1987, Blaðsíða 7
20. mars 1987 - DAGUR - 7 Sjóvá-sveitah raðkeppn i n: SS Byggir sigraði Sveit SS Byggis varð sigurveg- ari í Sjóvá-sveitahraðkeppni Bridgefélags Akureyrar sem lauk á þriðjudagskvöldið. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og það var ekki Ijóst Ferðakynningar hjá AtlantÍK Ferðaskrifstofan Atlantik efnir til ferðakynningar á Akureyri og Dalvík núna um helgina. Atlantik býður upp á Mall- orkaferðir en þar hefur ferðaskrif- stofan umboð fyrir hin þekktu og vönduðu Royal íbúðahótel, sem Islendingum eru að góðu kunn (Royal Playa de Palnra, Royal Jardin del Mar og nú, eftir nokk- urra ára hlé Royal Magaluf). Auk þess býður skrifstofan upp á ferðir í sumarhús í Pýska- landi svo og alla almenna far- seðlaþjónustu. Þá býður Atlantik upp á siglingu um Karabíska haf- ið með skipum Royal Caribbean Cruise Line. Umboðsmenn Atlantik á Akureyri og Dalvík eru Ingimar Eydal og Hilmar Daníelsson. fyrr en síðasta spili var lokið hver hreppti efsta sætið. Lokastaða efstu sveita varð þessi: 1. SS Byggir 949 stig. 2. -3. Gunnar Berg 936 stig. 2.-3. Árni Bjarnason 936 stig. 4. Sjóváumboðið, Akureyri 924 stig. 5. Stefán Sveinbjörnsson 896 stig. 6. Haukur Harðarson 892 stig. 7. Rögnvaldur Ólafsson 887 stig. 8. Kári Gíslason 886 stig. 9. Bragi V. Bergmann 885 stig. Alls tóku 18 sveitir þátt í keppninni en meðalskor var 864 stig. Keppnisstjóri var Albert Sigurðsson en Sjóváumboðið á Akureyri gaf öll verðlaun til keppninnar. Sveit SS Byggis skipa bræðurnir Grettir og Frí- mann Frímannssynir, Hörður Blöndal, Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson. Á morgun klukkan 10 hefst Stórmót BA í Félagsborg og mæta þar til leiks flestir sterkustu briddsspilarar landsins. Næsta þriðjudagskvöld hefst síðan Einmennings- og firma- keppni Bridgefélagsins og er öll- um heimil þátttaka. Spilað verð- ur í Félagsborg og hefst keppnin klukkan 19.30. BB. Hvað er gigt? Gigt er samheiti fyrir þá sjúkdóma er valda einkennum frá stoðkerfi lík- amans, stirðleika, verkjum og bólgu í liðum, vöðvum, sinum og sinafest- um. Sumir gigtsjúkdómar geta líka haft í för með sér útbreiddari ein- kenni frá flestum líffærakerfum. Orsakir gigtsjúkdóma eru að mestu óþekktar ennþá en stöðugt er unnið að rannsóknum er aukið geti skilning manna á þeim. Gigtsjúk- dómar eru afskaplega misjafnir og miklu skiptir að fá rétta greiningu því hún er forsenda fyrir réttri meðferð. Einstakir gigtsjúkdómar eru hátt á annað hundrað, sumir mjög algengir. Peim er skipt í nokkra aðalflokka og verður hér á eftir og í næstu pistlum reynt að gera í stuttu máli grein fyrir þeim helstu. Iktsýki - oftast nefnd liðagigt í dag- legu tali. Iktsýki er langvarandi bólga í einum eða fleiri liðum. Þá bólgnar slímhúðin sem klæðir liðpoka brjósk- liða og framleiðsla liðvökva eykst. Þetta veldur sárum, langvarandi verk og stirðleika, einkum á morgnana, og síðan hreyfihömlun sem getur þó gengið til baka ef vel tekst til. Við endurtekin gigtarköst geta liðirnir skemmst varanlega. Iktsýki er ekki bara liðsjúkdómur. Hún getur lagst á hvaða líffærakerfi líkamans sem er og valdið t.d. sinaskeiðabólgu, bólgu í tára- og munnvatnskirtlum og bólgu í augnhvítu. Orsök iktsýki er ókunn. Hugsan- Iegt er að um fleiri en eina sé að ræða, því iktsýkin birtist í ýmsum myndum. Mögulegt er að sökudólg- urirnn sé algeng baktería sem ónæmis- kerfi sumra einstaklinga bregst vit- laust við og ræðst þá á heilbrigða vefi eins og þeir væru bakterían. Því hef- ur iktsýkin stundum verið nefnd sjálfsónæmis-sjúkdómur. Enn sem komið er hafa menn ekki tök á að lækna iktsýki. En með markvissri meðferð má gera hinum iktsjúku lífið mun auðveldara. Þar þurfa oft lyfjameðferð, sjúkra- og iðjuþjálfun og skurðaðgerðir að koma til. Slitgigt hefur stundum verið kölluð dýrasti sjúkdómur í heimi. Hún er meðaJ algengustu sjúkdóma og langalgengasti gigtsjúkdómur á ís- landi. Hún er algengari en krabba- mein og æðakölkun og kostar þjóð- ina milljónatugi á ári hverju. Slitgigt er fátíð hjá fólki innan við 45 ára ald- ur en þekkist jafnvel hjá táningum. U.þ.b. 45% fólks á aldrinum 45-65 ára eru hrjáð af slitgigt og hlutfallið eykst síðan með aldrinum. Við lang- varandi slitgigt, sérstaklega í stóru liðununt, er hætt við verulegri bæklun. Slitgigtin einkennist eins og nafnið bendir til af sliti í liðum. Á byrjun- arstigi springur brjóskið sem þekur beinenda liðsins. Undir brjóskinu auka frumur beinanna framleiðslu sína og beinið verður sífellt veik- byggðara. Með tímanum myndast holur í beinið. Smám saman eyðist brjóskið og hrjúft beinið stendur eftir. Liðflöturinn reynir endurnýjun en við það verður ofholdgun í bein- inu. Afleiðing alls þessa er takmörkuð, sársaukafull hreyfing skemmda liðar- ins. Liðir sem oftast verða fyrir barð- inu á slitgigt og verða verst úti eru mjaðmir, hné, bak og þumalfmgur. Hvíld, hreyfing og álag er það sem meðferð slitgigtar snýst um. Þegar hvíld og athafnasemi skiptast reglu- lega á er oft hægt að korna brjósk- ntyndun beinanna af stað. Þeir sem eru of feitir og eru með slitgigt ættu að grenna sig því þá minnkar álagið á fætur og mjaðmir. Sjúkraþjálfun getur dregið úr verkjum og stirðleika og styrkir vöðva. Lyfjagjöf er einnig notuð við slitgigt og þegar liðir eru orðnir nrjög skemmdir og fyrrgreindar aðferðir duga ekki er gripið til skurð- aðgerða og jafnvel settir gerviliðir í stað þeirra skemmdu. Meira næst um einstakagigtsjúkdóma At gigtarfélaginu er það að frétta að hópurinn sem hittist á Súlnabergi á fimmtudögum stækkar stöðugt. Þar kont meðal annars upp sú hugmynd að félagar færu í gönguferðir saman. Þessi hugmynd hlaut geysigóðar við- tökur og fyrsta gönguferðiti var farin í Kjarnaskógi á sunnudaginn var í blíðskaparveðri. Ákveðið var að hafa þetta sem fastan lið á sunnu- •dagsmorgnum kl. II stundvíslega. Genginn er hringurinn um skóginn eða hluti hans, allt eftir veðri og öðr- um aðstæðum. Viljum við eindregið hvetja fólk til að koma og njóta úti- verunnar með okkur. Mývatnssveit: Tvö ný hótel? L „Landeigendur tefja okkur með málþófi," segir Pétur Snæbjörnsson sem vill byggja hótel sem opna á 1. júlí. l„Það lítur út fyrir að landeig- } endur hafi stoppað þessa hug- mynd með málþófi,“ sagði pétur Snæbjörnsson hótel- . stjóri á Húsavík. Hann ásamt fá þetta leyfi landeigenda tiþað þoka málinu í gegnum kerfið fyr-l ir sumarið. En þar sem við höfuml ekki þetta leyfi, er ekkert hægtJ að gera nema fara fram á að f:j Athugasemd við hótelmál í Mývatnssveit: „Vísa ummælum Péturs á bug" - segir Jón lllugason í frétt í Degi sl. þriðjudag, þar sem skrifað var um væntanleg- ar hótelbyggingar í Mývatns- sveit er haft eftir Pétri Snæ- björnssyni hótelstjóra á Húsa- vík að landeigendur hafi tafíð framgang málsins með mál- þófi. Pétur ásamt Leifí Hall- grímssyni vildi byggja hótel í Mývatnssveit og ætluðu þeir að opna það 1. júlí í sumar. Einnig kom fram í fréttinni að fyrirtækið Eldá, sem er með rekstur í Mývatnssveit væri með hótelbyggingu á prjónunum. Framkvæmdastjóri þess fyrirtæk- is er Jón Illugason, sem jafnframt er formaður landeigendafélags- ins. Jón hafði samband við blaðiðl og vildi fá að koma fram athuga-| semdum við þessi ummæli Péturs. Sagði hann að um það bil! vika væri síðan Pétur og Leifur hefðu farið fram á það við land- eigendur að fá lóð undir væntan- legt hótel. Landeigendur fund- uðu um málið og sendu frá sér eftirfarandi ályktun. „Landeigendur benda á að samkvæmt gildandi skipulagi af Reykjahlíð er hvergi sérstaklega gert ráð fyrir hótelbyggingu. Þeir eru sammála um nauðsyn þess að hafa tiltækar lóðir fyrir hótel hér um slóðir, en telja eölileg vinnubrögð að fram fari athugun á heppilegri staðsetningu í sam- ráði milli þeirra aðila sem hlut eiga að máli. Landeigendur lýsa sig fúsa til að leggja vinnu í slíka athugun og hraða því verki, en þeir telja ekki eðlilegt eða sann- gjarnt að ætlast til þess að þeir taki afstöðu til staðsetningar 17 hundruð fermetra hótels á einni kvöldstund og nánast fyrirvara- laust.“ „Landeigendur töldu að með þessari afgreiðslu væru þeir að stuðla að því að hraða meðferð málsins, því margir aðilar þurfa að fjalla um það. Enda eru vænt- anlegir næstu daga fulltrúar frá Náttúruverndarráði og Skipulagi ríkisins til að athuga staðsetningu hótels, í samráði við heimaað- ila,“ sagði Jón Illugason. Hann bætti við að þau ummæli Péturs um að landeigendur hefðu stopp- að málið með málþófi, og að vilji heimamanna væri ekki fyrir hendi um að nýtt hótel risi á staðnum, væru rakalaus og vildi hann vísa þeim á bug. „Því er ekki að leyna að ýmsir telja áætl- anir þeirra vera byggðar á full- mikilli bjartsýni," sagði Jón Illugason. gej- Nú er allt að fyllast af sumarvöntm Blússur ★ Bolir ★ Peysur ★ Pils og fleira. Gott verð. Svartar, hvítar og doppóttar hárslaufur. -wfYerslunin Erum einnig að taka UPP geysilegt úrval af skartgripum. Wlog nn Sunnuhlíð 12, sími 22484. Tónlistarskólinn á Akureyri: Þórarinn Stef. með tónleika Þórarinn Stefánsson heldur sína fyrstu píanótónleika á sal Tón- listarskólans á Akureyri núna á sunnudaginn 22. mars kl. 16. Á efnisskránni eru: Prelúdía og fúga í d-moll eftir Bach, Pat- hetique sónata Beethovens; Nocturne, Fantasie Impromptu og Ballaða nr. 3 eftir Chopin, ásamt Estampes eftir Debussy. Þórarinn lýkur einleikaraprófi og píanökennarapröfi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík á næsta vori. Einleikaraprófið felst m.a. í því að leika opinberlega þá efnisskrá sem hann flytur á sunnudaginn, ásamt því að leika píanókonsert eftir Khachaturian á sérstökum tónleikum með Sin- fóníuhljómsveit Islands. Þórarinn hóf ungur nám við Tónlistarskólann á Akureyri, og lauk stúdentsprófi á tónlistar- braut frá MA vorið 1984 með píanó sem aðalnámsgrein. Kristinn Örn Kristinsson kenndi Þórarni á píanó þann vetur, en síðan hefur Halldór Haraldsson verið píanókennari hans í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Áðgangur að tónleikunum er ókeypis. ^L % t í “7 , ©— —"'"'T L—- i \ . )» —s bol «L PÁ í BaÖherbergi meÖ„stær Sænsku BOKÉ baðinnrétting- arnar bjóða upp á ótal marga samsetningarmöguleika - svo nálgast það að vera barna- leikur að setja þær saman. Líttu inn og sjáðu þessar gullfallegu innréttingar. wm DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96) 22360 Það tilkynnist hér með að Ferðaskrifstofa Akureyrar hefur tekið við umboði Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á Akureyri. TRYGGINGAMIDSTÓÐINf Ferdaskrifstofa Akureyrar hf RADHUSTORGI 3 SIMI 96-25000 A0AL5TRÆTI fi - 101 REYKJAVIK - SIMI 2646« Bifreiðastjórar: Hafið bilbænina í bilnum og orð hennar hugföst, þegar þið akið. Drottinn Guó, veit mér vernd þina, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreiö I Jesú nafni. Amen. Fæst i kirkjuhúsinu Reykjavík og Hljómveri, Akureyri. Til styrktar Orði dagsins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.