Dagur - 20.03.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 20.03.1987, Blaðsíða 15
20. mars 1987 - DAGÚR - 15 Stórgóð skemmtun í Freyvangi: Láttu ekki deigan síga, Guðmundur Sundlaug við Glerárskóla: Frumteikning samþykkt Leikfélag Öngulsstaðahrepps og Umf. Árroðinn sýna - Láttu ekki deigan síga Guðmundur - eftir Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur. Söngtextar: Þórarinn Eldjárn og Anton Helgi Jónsson. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Leikstjórn og hönnun leikmyndar: Svanhildur Jóhannesdóttir. Dansar og dansþjálfun: Alice Jóhanns. Söngstjórn: Þórdís Karlsdóttir og Atli Guðlaugsson. Undirleikarar: Þórdís Karlsdóttir og Eiríkur Bóasson. Lýsing: Halldór Sigurgeirsson. Það er í talsvert ráðist að setja upp leikverk á borð við Láttu ekki deigan síga, Guðmundur af áhugamanna- leikhópi. Fjöldi persóna kemur við sögu og eru nokkur hlutverk allstór fyrir utan aðalhlutverkið, leikatriði eru mörg og farið er fram og til baka í tíma og tónlist er snar þáttur í sýn- ingunni. Leikritið snýst í grófum dráttum um lífshlaup Guðmundar Þórs frá því hann lýkur stúdentsprófi 1968 og fram á þennan dag. Jafnframt eru leiddar fram þær persónur sern höfðu hvað mest áhrif á líf hans og gengi og er konum þeim sem fléttuðust lífi hans á hinum ýmsu tímum gerð nokkur skil. Guðntundur er rótlaus róttækling- ur. Hann er virkur í ýmsum samtök- um sem berjast fyrir betra lífi. Hann berst fyrir lánasjóðsmálum náms- manna, gegn her í landi, styður verkalýðinn a.m.k. 1. maí og mót- ntælir Víetnamstríðinu. Á sama tíma á hann í erfiðleikum með að finna lífi sínu ákveðinn farveg. Reyndar þjáir rótleysið hann öll þau tuttugu ár sem leikritið fjallar um. Guðmundur er þægilegur og skemmtilegur nema gagnvart þeim konum sem hann er að yfirgefa til að flytja til nýrrar. Öll þessi ár þvælist Guðmundur frá einum baráttuhópn- um til annars, bergmálar skoðanir þeirra sem hann hefur orðið sant- ferða og gerir þeirra slagorð aö sínunt. Höfundum verksins tekst einkar vel að draga fram þá strauma sern einkennt hafa síðastliðin tuttugu ár. Edda og Hlín eru sjálfar af þeirri kynslóð sem kynnt er í leikritinu, '68 kynslóðinni. Höfundar taka þann kostinn að láta hverja sambýliskonu Guömundar vera fulltrúa þeirrar hreyfingar sem hæst ber á hverjum tíma og þannig verða persónuein- kenni hverrar um sig skarpari og fer vel á þessu. Textinn er liðlegur og oft eru óborganleg samtöl og andsvör. Er það eitt af megin einkennum leikritsins hversu skemmtilegur text- inn er. Tvennt sýnist vera aðalefni- viður leikritsins. Annars vegar kvennapólitíkin sl. tuttugu ár og hins vegar það los sem komst á líf ung- menna í kjölfar Víetnamstríðsins og stúdentauppreisna víða um heim. Þegar áhugamannaleikhús setur á svið leikrit, eru að öllum jafnaði ekki gerðar eins miklar kröfur til upp- færslunnar eins og hjá atvinnu- leikhúsum. Enda verður ekki sett hér fram sú fuilyrðing að þessi uppfærsla sé til jafns á við atvinnuleikhúsin. Hins vegar efast sum áhugaleikhús umfram önnur vegna ódrepandi áhuga og fórnfýsi sem ríkir meðal félaganna og vegna þess að flest ár eru sett upp verk sem verða æ metn- aðarfyllri. Leikarar verða sviðsvanari og í höndum góðra leikstjóra fara þeir að vinna faglegar. Ekki er annað hægt að segja en leikfélagar í Önguls- staðahreppi flokkist til þeirra sem gera æ betur við hverja sýningu. Frammistaða leikara var yfirleitt góð. Hannes Örn Blandon leikur Guðmund af miklurn skilningi. Hann nær ágætlega þessum notalega en ábyrgðarlausa náunga sem ekki má pils sjá. Hannesi tekst afbragðsvel að sýna spaugarann Guðmund, nema hann hafi kannski allan tímann verið að spauga með Guðmund. Höllu, fyrstu konu Guömundar, leikur Elín Sigurðardóttir. Hún nær vel konunni nreð væntingarnar - eiginmaður og börn. Henni finnst ekkert sjálfsagð- ara en að bjóðast til að sjá fyrir Guð- mundi eftir að ljós er ótímabær þungun hennar. Hve ntargar hafa ekki eiginkonurnar skúrað og bónað og þjónað með námsmann og börn á framfæri? Elínu ber sérstaklega að Itrósa fyrir fallegan söng. Ingu leikur Anna Ringsted. Hún er sviðsvön eins og fleiri sem koma við sögu í þessu leikriti og túlkar hún baráttukonu og mótmælanda ágætlega. Elísabet Skarphéðinsdóttir leikur Dröfn, full- trúa alþýðunnar. Dröfn er andstæða hinna herskáu kvenna - hennar aðal- hugsun er að sínum nánustu líði vel, hún bakar og prjónar svo þannig megi verða. Dröfn er leikin af hóg- værð og fer vel á því. Lilja Jóhanns- dóttir tekst á við Rós. Hún nær að sýna nokkuð vel hippann sem lifir áhyggjulaus fyrir líðandi stund. Katrín Ragnarsdóttir leikur Sigur- björgu hina hressu og frísku. Sigur- björg er fulltrúi heilbrigðis og dugn- aðar. Hún forðast allan óþarfa en er þeim mun hlynntari því sem hentugt er. Katrín skilar þessu ágætlega. Arna er leikin af Jóhönnu Valgeirs- dóttur. Gerir hún það af röggsemi. Arna er hin ákveðna kona með af- dráttarlausar skoðanir. Stefán Guð- laugsson leikur Hólmgeir. Hólmgeir er eiginlega sá eini sem fylgist með Guðmundi í gegnum lífið þessi tuttugu ár. í meðförum Stefáns verð- ur Hólmgeir allsérstæður, nokkuð ýkt persóna og er það síst til lýta. Sonur Guðmundar er Garpur. Hann er leikinn af Ingólfi Jóhannssyni. Ingólfur er ungur að árum og fer all- vel með þetta hlutverk. Oft reynir á hann í mótleik við Hannes. í samein- ingu byggja þeir upp trúverðuga mynd af sambandi sonar og fööur, í það minnsta þeim föður sem maður reiknar með að Guðmundur hafi get- að orðið. Margir fleiri leikarar koma við sögu og verður of langt mál að fjalla urn hvern og einn þeirra. Frarrisögn er almennt skýr og liðleg. Tónlist er mikil og yfirleitt hin líflegasta. Þór- dís Karlsdóttir og Eiríkur Bóasson sjá um nær allan tónlistarflutning. Fellur flutningur þeirra einstaklega vel verkinu. Er það enn citt merkið um metnað leikfélagsins að gera ráð fyrir lifandi tónlist í leikritinu. Hlutur leikstjóra er ávallt liinn mikilvægasti og á það ekki síst við þegar þarf að fást við misreynda leikara. Sýnist mér Svanhildur Jóhannesdóttir hafa unnið ákatlega gott verk hér. Heildarsvipur sýn- ingarinnar er góður, skiptingar ntilli atriða eru hraðar og fumlausar með öllu, hver maður er augsýnilega öruggur. Hópatriði eru velheppnuð og yfir sumunt þeirra er verulegur stíll. Fær Svanhildur rós í hnappa- gatið fyrir þessa vinnu. Enn er eftir að minnast ljósameist- ara, Halldórs Sigurgeirssonar. Hann stjórnar ljósi og rnyrkri með prýði. Líklega er of lítið gert úr störfum Ijósameistara í umfjöllun um leiksýn- ingar. Einhvern veginn tekur fólk ekki eftir framlagi þcirra nema þá helst þegar þeir standa sig ekki. Kvöldstundin í Freyvangi var sér- staklega ánægjuleg og á ég þá ósk til ltanda leikfélögum í Öngulsstaða- hreppi að þeir haldi áfranr starfinu nteð sama metnaði og þeir sýna nú. Hafið kæra þökk fyrir. Rósa Eggertsdóttir „Það var sameiginlegt álit bæjarráðs að breyta ekki út af þeim samþykktum sem við gerðum 1985 en það ár var ákveðið að byggja sundlaug í Glerárhverfi sem yrði kennslu- laug fyrir grunnskólana en mætti einnig nota sem almenn- ingssundlaug,“ sagði Sigurður Jóhannesson, bæjarfulltrúi, en á fundi bæjarráðs í síðustu viku var tekin endanleg af- staða til byggingar sundlaugar- innar við Glerárskóla. Sundlaugarmálið hefur verið lengi í deiglunni og margar hug- myndir komið fram um gerð og stærð laugarinnar. Rætt hefur verið um hvort laugin skyldi vera inni- eða útilaug og einnig hver lengd hennar og breidd skyldu vera. Niðurstaðan er sú að lengd- in verður 16% metrar en breiddin 10 metrar. íþróttaráð og sund- kennarar munu hafa samráð við arkitektinn, Gísla Kristinsson, um dýpt laugarinnar. Reiknað er með að verkið verði tilbúið til útboðs þann 1. júní nk. „Það munaði litlu að þetta mál stöðvaðist nú í þriðja sinn vegna þeirrar hugmyndar að hafa þarna keppnislaug. Þessi laug er fyrst og fremst kennslulaug og sem í tengslum við vélsleðakeppn ina sem haldin var í Mývatns- sveit fyrir skömmu ákvað Guð- mundur Gíslason forstjóri Bif- reiða og landbúnaðarvéla að gefa björgunarsveitinni í Mývatnssveit vandaðan vél- sleða. Þetta tilkynnti Guðmundur eftir vélsleðakeppnina. Sagði hann að sveitin fengi sleða af slík er hentugra að hún sé inni- laug,“ sagði Sigurður að lokum. EHB Bílaleigan Örn gefur út blað Bílaleigan Örn á Akureyri hefur gefið út blað til kynningar á starf- semi sinni og ferðamálum á Akur- eyri. í blaðinu kennir ýmissa grasa. Bílaleigan tíundar þá þjónustu sem hún býður upp á. Viðtal er við Sigurð Matthíasson forstjóra Bílaleigu Flugleiða um bílaleigumál og samstarf það sem skapast hefur með fjölmörgum bílaleigum um land allt og bætir þjónustuna við viðskiptavini. Velt er upp spurningum um skattlagningu á þessurn atvinnu- vegi og Akureyri kynnt sem vetrardvalarstaður. Að ógleymdu því að Bólu-Hjálmar tíundar Akureyrarferð frá seinni hluta nítjándu aldar og þótti hon- um þar harla gott, á öðrum stað á síðunni hefur hann svo breytt um tón og hneykslast á æskunni á sama stað eins og svo margir hafa gert bæði á undan og eftir honum. (Fréttatilkynning.) vönduðustu og bestu gerð. Fyrir- tæki hans hefur umboð fyrir vél- sleða af gerðinni Arctic Cat og mun því björgunarsveitinni hlotnast hinn vandaðasti og besti vélsleði sem hægt er að fá af þeirri tcgundinni. Þetta kom mönnum björgunarsveitarinnar á óvart og lýstu þeir mikilli ánægju með þessa höfðinglegu gjöf Guð- mundar Gíslasonar. gej- Síöastliðinn laugardag var fyrsta af fimni landsmótsbingóum haldið á Húsa- vík. Aðalvinningur var Kaupmannahafnarfcrð fyrir tvo mcð Samvinnufcrð- unt-Landsýn. Á myndinni sést vinningshatmn, María Óskarsdóttir taka við ávísun á ferðina frá Katrínu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra HSÞ. Nú um helgina verða haldin landsmótsbingó í Stórutjarnaskóla og í Skjólbrekku. Mývatnssveit: Björgunarsveitin fær fullkominn vélsleða

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.