Dagur - 31.03.1987, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 31. mars 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SfMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON
(Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRL FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÓGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari.___________________________
Samkomulag náðist
í kennaradeilunni
Samkomulag hefur nú náðst í deilu kennara
framhaldsskólanna við samninganefnd ríkis-
ins. Samkomulagið sem gert var seint í gær
veitir kennurum þær kjarabætur sem þeir
virðast geta sætt sig við. Miklar breytingar
eru fólgnar í þessu samkomulagi og telja báð-
ir að mjög horfi til bóta. Gleðilegt er að þessi
erfiði hnútur skuli nú hafa verið leystur.
Verkfall kennara hafði dregist svo mjög á
langinn, að útlit var fyrir að til verulegra
vandræða horfði fyrir nemendur framhalds-
skólanna í landinu. Hefði það dregist enn
frekar að samkomulag næðist má reikna með
að framhaldsskólanemendur hefðu hrökklast
frá námi. Þegar eru farnar að berast upplýs-
ingar um það að einhverjir nemendur séu
hættir námi þetta árið.
Það alvarlega ástand sem skapaðist vegna
verkfalls kennara kom fyrst og fremst niður á
þeim sem síst skyldi, nemendunum. Mikið
bar á milli í deilunni, en báðir deiluaðilar
höfðu nokkuð til síns máls. Launakjör
kennara eru langt frá því að vera góð ocj eðli-
legt að þeir vilji fá úrbætur sinna mála. Á hinn
bóginn stendur ríkisvaldið frammi fyrir því,
að halda launakröfum niðri svo ekki skapist
hætta á því að verðbólgan vaxi og árangurinn
í efnahagsmálunum fari forgörðum. Mjög
mikil hækkun launa kennara veldur því að
aðrir hópar koma í kjölfarið.
Það sem fyrst og fremst varð að leggja
áherslu á var hagur nemendanna. Hann
skipti öllu máli. Því var það orðið tímabært að
huga að því að leysa hnútinn með bráða-
birgðalögum. Slíkt er að sjálfsögðu neyðar-
úrræði og afleitt ef til slíks þarf að koma.
Hagsmunir þeirra sem ekki deildu, nemend-
anna, voru hins vegar svo miklir að ekki varð
lengur litið fram hjá þeim möguleika að setja
lög, svo þeir gætu lokið námi í vor og þyrftu
ekki að lengja skólagönguna um eitt ár.
Það er mikið fagnaðarefni að samningar
skuli hafa náðst í kennaradeilunni. Á hinn
bóginn ber nauðsyn til þess að endurskoða í
heild sinni launakerfi opinberra starfsmanna.
Það mun nokkuð almennt viðurkennt að opin-
berir starfsmenn hafa orðið undir í launa-
baráttunni og að þeir þurfi leiðréttingu kjara
sinna. Ennfremur þarf að huga að endur-
skipulagningu opinbera kerfisins með það í
huga að ná fram meiri hagræðingu og sparn-
aði. HS
-viðtal dagsins.
Svo lengi sem elstu menn
muna eða svona allt að því hef-
ur ein fatahreinsun verið starf-
andi á Akureyri en nú er þeim
þætti í sögu bæjarins iokið því
fatahreinsunin Slétt og fellt
hefur tekið til starfa í verslun-
armiðstöðinni í Sunnuhlíð.
Það er Sigurrós Pétursdóttir
sem á og rekur Slétt og fellt og
hún er hér komin í viðtal
dagsins. Sigurrós var fyrst
spurð hvernig henni hefði dott-
ið í hug að setja upp fata-
hreinsun.
„Þetta byrjaði eiginlega allt
sem grín. Ég vann hjá Samband-
inu við fataiðnaðinn og þegar öll-
um var sagt upp vorum við að
grínast með hvað við tækjum
okkur fyrir hendur og þá kom
þessi hugmynd upp, meira í gríni
en alvöru, en mér leist alltaf bet-
ur og betur á hugmyndina og fór
að athuga hvort það væri mögu-
leiki á að hrinda þessu í fram-
kvæmd og það virtist vera og hér
er ég komin af stað með þetta."
- Hefurðu starfað við eitthvað
Sigurrós Pétursdóttir.
„Hefur faríð fram
úr björtustu vonum“
- segir Sigurrós Pétursdóttir
eigandi fatahreinsunarinnar Slétt og fellt í Sunnuhlíð
þessu líkt áður?
„Ég vann við pressun og ýmis-
legt þessu tengt áður. Ég fór síð-
an og kynnti mér fatahreinsanir í
Reykjavík þannig að ég óð ekki
alveg blint í sjóinn."
- Er ekki mikill undirbúningur
og dýrt að koma svona fyrirtæki á
laggirnar?
„Jú. sérstaklega ef allar vélar
eru keyptar nýjar. Ég keypti not-
aðar vélar úr Ólafsvík, þar var
fatahreinsun sem hætti, ég fékk
vélarnar á hagstæðu verði og þær
duga vel til að byrja með.“
- Heldurðu að það hafi verið
þörf fyrir aðra hreinsun í
bænum?
„Já, það held ég. Ég talaði við
Iðnþróunarfélagið og þeir sögðu
að það væri alveg grundvöllur
fyrir aðra hreinsun. Ég hef líka
verið að spá í að vera með
þvottahús fyrir heimilisþvott
samhliða hreinsuninni. Ég gæti
trúað að það kæmi vel út.“
- Hefur verið nóg að gera?
„Já, það hefur verið það. Þetta
hefur farið fram úr mínum
björtustu vonum. Ég er alveg
hissa hvað hefur verið mikið að
gera. Ég ætlaði að fara hægt og
rólega af stað en það hefur ekki
verið eins rólegt og ég gerði ráð
fyrir.“
Sigurrós er ein með hreinsun-
ina og segist ætla að sjá til hvort
hún þurfi að bæta við starfskrafti
Hún var spurð hvort hún væri
ekki bundin yfir hreinsuninni
þegar hún væri bara ein.
„Jú, jú, ég er alveg bundin
hérna en ég er vön því og kippi
mér því ekkert upp við það. Það
er opið frá 9-6 alla daga nema
föstudaga þá er opið til 7 eins og
hjá hinuin verslununum hérna.“
- Mér hefur skilist að hér sé
hægt að fá föt þurrhreinsuð?
„Þetta er alhliða hreinsun og
þegar ég fór að kynna mér þessi
mál komst ég að því að það er
ekkert til sem heitir þurrhreins-
un. Ég fór að spyrjast fyrir um
þetta og mér var sagt að þetta
væri bara málvilla og þetta fyrir-
bæri væri einfaldlega ekki til.
Vélarnar vinna þannig að það
kemur þurrt út úr þeim og þannig
hefur þetta sennilega komist inn í
málið. Núna eru allar vélar orðn-
ar svona.“
- Hvernig er flík hreinsuð, er
það eitthvað annað en þvottur?
„Já, þetta er annað. Flíkurnar
eru hreinsaðar upp úr perklór.
Flíkin kemur allt öðruvísi út úr
hreinsun með perklór heldur en
ef þú þværð hana heima. Þetta
fer betur með sumar flíkur en
ekki aðrar. Ef þú t.d. seturgalla-
buxur í perklór þá lýsast þær
mjög mikið.“
- Hefurðu trú á að þetta muni
ganga hjá þér?
„Ég er bjartsýn, það þýðir ekk-
ert annað. Þetta er auðvitað viss
áhætta en eins og ég sagði þá er
ég alveg hissa hvað vel hefur
gengið síðan ég opnaði og það
gefur ekki tilefni til annars en
bjartsýni,“ sagði Sigurrós að
lokum. " -HJS
• Féllu
fyrir Guðrúnu
Sérframboð Alberts Guð-
mundssonar virðist hafa sett
stórt strik í stjórnmálareikn-
inginn í Reykjavík og Reykja-
nesi ef marka má síðustu
skoðanakannanir. Ljósvaka-
fjölmiðlarnir hafa keppst við
að spyrja frambjóðendur
annarra flokka í þessum kjör-
dæmum um álit þeirra á
Borgaraflokknum; hvort þeir
óttist Albert og þar fram eftir
götunum.
Olafur Ragnar Grímsson, 2.
maður G-listans á Reykjanesi
var í viðtali hjá Ríkisútvarp-
inu á laugardaginn og var þá
m.a. spurður hvort hann ótt-
aðist ekki að Júlíus Sólnes,
efsti maður S-listans á
Reykjanesi, felidi hann í kom-
andi kosningum.
Ólafur Ragnar kvað nei við
spurningunni en benti á að
þeir keppinautarnir ættu
reyndar eitt sameiginlegt.
Þeir hefðu nefnilega báðir
fallið fyrir Guðrúnu Þorbergs-
dóttur, konu Ólafs Ragnars!
Skýringin kom strax á eftir og
var eitthvað á þessa leið: „Ég
féll fyrir henni fyrir mörgum
árum en Júlíus féll fyrir henni
í síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingum.“ Þá skipaði Guðrún 2.
sæti G-listans á Seltjarnarnesi
og komst óvænt inn í bæjar-
stjórn á kostnað Júlíusar
Sólnes í 4. sæti D-listans
sem féll...
# Endurtekið
efni?
Berta tókst að klambra sam-
an framboðslista í Norður-
landskjördæmi eystra á
elleftu stundu. Ekki skal á
það lagður dómur hér hvort
sá listi er betur eða verr
skipaður en aðrir framboðs-
listar í kjördæminu en eitt
vekur þó óneitanlega athygli
manns. Nefnilega sú stað-
reynd að trúnaðarmaður S-
listans er Tryggvi nokkur
Helgason en kosningastjóri
Matthías Gestsson. Þessir
tveir skipuðu 1. og 3. sæti
svonefnds Lýðveldisflokks
sem bauð fram í sama kjör-
dæmi fyrir allnokkrum árum
og náði þeim sérstaka árangri
aö hljóta færri atkvæði en sem
nam meðmælendafjölda list-
ans.
Á það hefur verið bent að
þótt einhverjir kunni að hafa
samúð með Alberti, séu þeir
ekki að kjósa hann með því
að kjósa S-listann á Norður-
landi eystra og þykir Borg-
araflokkurinn hafa lítinn
hljómgrunn í kjördæminu.
Það skyldi þó aldrei fara svo
að sagan endurtæki sig?