Dagur - 31.03.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 31. mars 1987
31. mars 1987 - DAGUR - 9
Sitthmð m pólitík
- Hvað gerir svo kosninga-
stjóri Alþýðubandalagsins á
Blönduósi?
„Þetta er nú nokkuð fjölbreytt.
Alþýðubandalagið gefur út blað
hérna í kjördæminu og starfið
kemur til með að tengjast því
nokkuð, bæði efnisöflun og aug-
lýsingar og jafnvel innheimta.
Oflun fjár til að standa straum af
kosningabaráttunni verður
ábyggilega töluverður póstur.
Við erum að fara af stað með
vinnu við kjörskrá og við utan-
kjörstaðaatkvæðagreiðslu, og svo
að skipuleggja fundi. Þetta er nú
svona það helsta sem ég man
núna, en þetta breytist kannski
eftir því sem nær dregur kosning-
unum.“
- Skipuleggur þú þá fundi sem
haldnir verða hér í nágrenninu á
næstunni?
„Eg mun skipuleggja þá já. En
þetta er unnið í samráði við aðrar
kosningaskrifstofur sem við erum
með í kjördæminu.“
- En hvað kemur til að þú
ræðst í þetta starf?
„Það var fyrst og fremst það að
ég hafði tækifæri til þess núna að
gefa mig út í þetta. Þetta er
áhugavert starf og gott að kynn-
ast þessari hlið á flokksstarfinu.“
- Fjármagnarðu þetta með
þinni vinnu, þannig að til verði
laun handa þér fyrir þitt starf?
„Ég stefni að því að þessi kosn-
ingabarátta komi ekki út með
halla þannig að það verði kannski
eitthvað eftir til að borga kostnað
varðandi skrifstofuhaldið.“
- Hvernig líst þér á allar þess-
ar hræringar í pólitíkinni og þann
fjölda framboða sem verður t.d.
hér í kjördæminu?
„Mér líst illa á þau framboð
sem eru dauðadæmd fyrirfram,
þá eru menn að kasta atkvæði
sínu."
- Eyðilcggur þetta fyrir
ykkur?
„Sum þeirra. Ég lít á að
Það er skrítin tík þessi pólitík. Það er ekki nóg með að þeir
sem stundum eru kallaðir „venjulegt fólk“ eigi hálferfitt með
að skilja hana, heldur hcfur hún nú, eins og stundum áður,
tekið upp á því að geta af sér afkvæmi svo ótt að tæpast hafa
menn lært nafn þess síðasta þegar annað er komið. Þrátt fyrir
þetta eru margir sem hafa gaman af pólitíkinni og hjá sumum
virðist hún vera einhvers konar árátta. í tilefni allrar þeirrar
pólitísku umræðu sem nú fer fram og stafar auðvitað af yfir-
vofandi kosningum og óvenjumikilli frjósemi „tíkarinnar“,
ákvað Dagur að forvitnast svolítiö um þessi mál. Þeir sem
best ættu að þekkja til þessara mála hljóta að vera svokallað-
ir kosningastjórar, að minnsta kosti finnst manni líklegt að
fáir viti betur hvernig pólitískt starf fer fram. Því varð úr að
farið var í lítið ferðalag og kosningastjórar flokkanna á
Blönduósi heimsóttir.
Þorleifur Ingvarsson
- Að lokum Valdimar, hvern-
ig verða lokatölurnar í kjördæm-
inu?
>»Ég á nú bágt með að gefa upp
nokkrar tölur, en það er ljóst að
baráttan mun standa á milli Elín-
ar og Jóns Sæmundar.
„Áhugavert starf“
Örstutt frá hótelinu er svo kosn-
ingaskrifstofa Alþýðubandalags-
ins, nánar tiltekið í húsinu númer
eitt við Aðalgötu. Þar ræður ríkj-
um annar bóndi, Þorleifur Ingv-
arsson.
- Ert þú kosningastjóri
Alþýðubandalagsins í Austur-
Húnavatnssýslu?
„Já að undanskilinni Skaga-
strönd, þar verður opnuð skrif-
stofa sem sér um það svæði.“
Fjórir efstu á B-lista í Norðurl. vestra.
„Gaman að þessu“
Heimsóknin hófst á kosninga-
skrifstofu Framsóknarflokksins á
Blönduósi, sem er til húsa í húsi
sem heitir Blanda og er á bak við
Hótel Blönduós. Á þessari skrif-
stofu ræður ríkjum Valdimar
Guðmannsson sem er bóndi að
aðalatvinnu en starfar sem sagt
sem kosningastjóri þessar vikurn-
ar.
- Valdimar, hvað gerir kosn-
ingastjóri?
„Það er nú sjálfsagt breytilegt
og fer kannski mest eftir þeim
sem eru í starfinu. Svona framan
af er ég nú helst að fylgjast með
ýmsu í sambandi við þetta, t.d.
hvað er að gerast hjá hinum
flokkunum. Svo kemur að utan-
kjörstaðakosningunum, þá þarf
að hafa samband við okkar fólk
sem ekki verður heima á kjördag
og biðja það um að kjósa áður en
það fer burt. Og svo eru það þeir
sem eru í útlöndum. Það er reynt
að ná sambandi við þá líka og
þeir hvattir til að kjósa hjá ræðis-
mönnum eða sendiráðum."
- Þú talaðir um að fylgjast
með því sem hinir flokkarnir
væru að gera. Eru þetta einhvers
konar njósnir á milli flokkanna,
eða hvað ertu að gera?
„Maður safnar saman blöðum
sem þeir gefa út og reynir að
fylgjast með því hvernig þeir ætla
að haga sínum áróðri í kosn-
ingabaráttunni, o.fI.“
- Hefurðu oft verið kosninga-
stjóri?
„Þetta er í þriðja skiptið sem
ég er í þessu.“
- Hvað er það sem fær þig til
að vera kosningastjóri við póli-
tískar kosningar?
„Það er bara gaman að þessu,
og ég hef gaman af öllum kosn-
ingum. Ef maður hefur áhuga
fyrir að berjast fyrir ákveðnunt
frambjóðanda eða flokki, þá er
þetta ofsa spennandi. Ég byrjaði
fyrir átta árum, og þá vannst ein-
mitt það kraftaverk að koma Ing-
ólfi á þing. En flestir töldu það
útilokað og reiknuðu hann úti í
kuldanum. Það var afskaplega
skemmtilegt verk. Og mér sýnist
þessar kosningar ætla að verða
afskaplega skemmtilegar.“
- Hvað finnst þér sem kosn-
ingastjóra stærsta flokksins í
kjördæminu, um öll þessi fram-
boð sem verða núna?
fólks úr okkar röðum en það bara
gefur sig ekki út í þetta. Ég held
að það muni koma vel í ljós þeg-
ar líður á kosningabaráttuna að
við stöndum mjög vel saman.“
- Hver eru helstu sérhún-
vetnsku atriðin í kosningabarátt-
unni hjá Framsóknarflokknum?
„Það er náttúrlega númer eitt
að koma Elínu á þing. Við teljum
að fólk hljóti að sjá það að hún er
eina konan á framboðslistunum
sem hefur raunverulegan mögu-
leika til þess að ná þingsæti.
Framsóknarmenn halda áfrant af
krafti að vinna að sínum máluin
hér, og þar eru atvinnumálin
númer eitt og þá á ég bæði við
atvinnumálin í þéttbýli og í sveit-
unum.“
- Sjávarútvegsráðherra sagði
á t'undi á Hvammstanga fyrir
nokkru að hann vildi frekar vera
talinn púkalegur sveitamaður, en
að taka þátt í uppákomum og
karnívölum eins og viðgengjust
hjá sjálfstæðismönnum og
krötum. Eru framsóknarmenn
púkalegir sveitamenn?
„Ég held að framsóknarmenn
séu ekkert púkalegir, en hins
vegar veit ég það að þeir vilja
geta staðið við það sem þeir
segja, en eru ekki mikið gefnir
fyrir skrum í kringum sinn mál-
flutning. Hins vegar get ég upp-
lýst það að það er stefnt að því að
halda einn dansleik í hverju kjör-
dæmi fyrir kosningar, og þangað
verður þeim boðið sem eru að
kjósa í fyrsta skipti. “
„Maður hefur haft vissar
áhyggjur af þessu, en við fram-
sóknarmenn höfum sloppið vel
miðað við aðra flokka, við það að
missa fólk úr okkar röðum á
þessa nýju lista. Það virðist fara
frá öllum öðrum flokkum frekar,
það hefur svo sem verið leitað til
Ólafur Hvrmannsson
Kvennalistinn t.d. tengist
Alþýðubandalaginu verulega
þannig að það eru sömu atkvæða-
miðin sem róið er á. Það er eina
framboðið sem ég tel að taki
eitthvað verulega frá Alþýðu-
bandalaginu.“
- Treystirðu þér til að skjóta á
úrslitin í kjördæminu?
„Ég held að Framsókn tapi
töluverðu fari niður í 1900
atkvæði en nái samt tveimur
mönnum, Sjálfstæðisflokkurinn
tapar atkvæðum, bæði út á Vil-
hjálm Egilsson, sem er ekki
sterkur kandídat og svo tekur
framboð Borgaraflokksins tölu-
vert frá þeim. Svo að ég tel að
það séu töluverðar líkur á því að
Alþýðubandalagið verði stærra
hérna en Sjálfstæðisflokkurinn.
Kratarnir eru í sókn á landsvísu
og ég geri ráð fyrir að þeir fái
7-800 atkvæði hérna og standi
kannski næstir jöfnunarmanni.
Alþýðubandalagið fær svona
13-1500 atkvæði, þannig að það
er möguleiki á jöfnunarmanni.
„Höldum okkar“
Þá var aðeins ein kosninga-
skrifstofa eftir á staðnum, þ.e.
kosningaskrifstofa Sjálfstæðis-
flokksins. Hún er til húsa að
Brekkubyggð 18 og kosninga-
stjórinn heitir Ólafur Hermanns-
son.
- Fyrsta spurningin er, yfir
hvaða svæði nær þessi skrifstofa,
Ólafur?
„Hún nær til Blönduóss og
sveitanna hér í kring, eða nánar
tiltekið meirihlutans af Austur-
Húnavatnssýslu.“
- Hefurðu verið kosninga-
stjóri áður?
„Nei, en ég hef unnið töluvert
við kosningar áður.“
- Og í hverju er vinnan aðal-
lega fólgin?
„Það er þetta hefðbundna.
Utankjörstaðakosningin tekur
töluverðan tíma til að byrja með,
eins og alltaf, og svo eru það bara
þessi hefðbundnu störf.“
- Ætlið þið að gera eitthvað
öðruvísi núna en til dæmis í síð-
ustu kosningum?
Valdimar Guðmannsson
„Ég reikna með því já, að við
gerum meira. Við ætlum að vinna
vel fyrir þessar kosningar, og
ekki láta okkar eftir liggja í bar-
áttunni.“
- Eruð þið með eitthvað sér-
stakt í huga fyrir unga fólkið sem
er að fara að kjósa í fyrsta skipti?
„Já, annar maður á listanum er
með ýmislegt í pokahorninu í því
sambandi, sem á eftir að koma í
ljós.“
- Olli framkominn listi
Albertsmanna hér í kjördæminu
þér vonbrigðum?
„Já, auðvitað urðu það von-
brigði. En ég hef ekki trú á að
það hafi mikil áhrif á okkar fylgi
hér, einhver kannski, en ekki
veruleg.“
- Á hvaða mál mun Sjálf-
stæðisflokkurinn leggja sérstaka
áherslu hér í Húnavatnssýslun-
um?
„Ég vil nú ekki fara út í að
útlista stefnuna núna, þar sem
þetta er fyrsti dagurinn okkar hér
á kosningaskrifstofunni. En
áhugi okkar sem störfum hér
beinist t.d. að hafnarmálunum og
flugvellinum og að byggðamálum
almennt.“
Ólafur vildi ekki skjóta á úr-
slitin í kosningunum, en taldi þó
að Sjálfstæðisflokkurinn myndi
halda sínu. Hann sagði að ný
framboð myndu einhverju breyta
en gerði síður ráð fyrir að það
yrði verulegt.
i
Nú er aDt orðið flatt
Blaðamaður Dags á Sauðár-
króki færði það í tal við mig að
segja frá Sæluviku. Að biðja
mig um það, er ekki til manns
að moka, því ég er orðinn
hundgamall og búinn að
gleyma flestöllu því sem fyrir
mig hefur borið fyrr og síðar.
Einu get ég þó sagt frá. Það
var þegar ég fór fyrst í leikhús
í sýslufundarviku, sem var í
febrúar 1920. Orðið Sæluvika
var þá ekki til. Leikhúsið var
Góðtemplarahúsið á Sauðár-
króki, sem enn stendur undir
brekkunni. Skátar eiga það nú
og eru að endurbæta það
myndarlega.
Ég var þá á 15. ári og hafði
ekki áður séð leikið. Leik-
húsverkið var Skugga-Sveinn.
Þessi leikhúsferð er mér næstum
ógleymanleg, þó rnóða óminnis
hafi fallið yfir aðrar leikhúsferð-
ir. Ef til viil er þetta að sumu leyti
fyrir það, að Matthías met ég
mest af skáldum 19. aldar og
voru þau samt góð.
Skugga-Sveinn mun hafa verið
vel leikinn 1920 og naut ég þess
með barnslegri hrifningu, þó ég
kynni ekki að dæma um leiklist.
Halldór Þorleifsson smiður lék
Sigurð í Dal og Magnús sonur
hans lék Harald. Ástu lék Sigur-
fljóð Jakobsdóttir, ung lagleg
stúlka vestan úr Húnavatnssýslu.
Hún var tvo vetur á Sauðárkróki
og lærði að sauma hjá Ingibjörgu
Pétursdóttur. Mér og öðrum
fannst Sigurfljóð leika afbragðs-
vel. Raunar fannst mér allir leika
vel, hver í sínu hlutverki. Hjör-
leifur Andrésson lék Skugga-
Svein, mikill á velli, með sterka
og dimma rödd klæddur gæru-
skinnum. Jón Oddsson lék
Grasa-Guddu og Pétur Eiríksson
Ketil skræk.
Á þessum árum fór fjöldi fólks
úr sveitum héraðsins til þess að
njóta skemmtunar í sýslufundar-
viku. Þetta var mikill viðburöur
og eftirvænting og tilhlökkun
ntikil löngu áður. Þeir sem á ann-
að borð gátu farið voru 2 eða 3
daga seinnipart vikunnar um
kyrrt á Króknum. Flestir fóru
gangandi, nema nokkrir ríkir
bændur höfðu hesta á járnum og
voru ríðandi. Þegar ísar voru á
Eylendinu sátu sumir á sleðun-
urn. létu hestana brokka og þótti
það skemmtileg ferð í góðu
veðri. Á Króknum var þá bara
ein gata og náði hún skammt suö-
ur fyrir kirkjuna og á daginn var
gatan svört af fólki, dökkklæddu
vel búnu fólki.
Skemmtanir voru alla vik-
una, leiklistin í Gúttó, stund-
um var kórsöngur. A kvöldin
voru málfundir og eftir það dans-
að nóttina af. Málfundir voru í
barnaskólanum, scm þá var og
stendur á horninu við Kirkjutorg,
Á málfundunum var alltaf hús-
fyllir. Þeir voru sóttir eins og
íþróttamót og vissulega er það
íþrótt að beita brandi orðsins.
Umræðuefni voru margvísleg,
landsins gagn og héraðsins og allt
milli himins og jarðar gat komið
til umræðu. Mælskumenn voru
þá margir. Prestar létu til sín taka
á þessum fundum. Séra Hall-
gríntur í Glaumbæ, séra Arnór í
Hvammi, séra Lárus á Miklabæ
og séra Tryggvi Kvaran á Mæli-
felli. Þá lét skólastjórinn á Hól-
um sig ekki vanta. Það var Páll
Zophoníasson. Mælskumenn voru
þá líka í röðum bænda, svo sem
þeir Ysta-Vallholtsbræður, Valdi-'
mar og Eiríkur. Eitt sinn var
umræða um kynbætur sauöfjár.
Þeir Vallholtsbræður voru stór-
bændur, vildu kynbæta sauðfé
sitt og keyptu kynbótahrúta
norður í Þingeyjarsýslu. Séra
Arnór taldi það til spillis að inn-
leiða þetta þingeyska fé, sem
væri svo lágfætt og kviðsítt. að
ekki væri hægt aö koma því heim
í göngurn, ef snjór væri kominn.
Eiríkur í Vallholti brást hart við
og reyndi að sýna fram á, hvað
presturinn í Hvammi væri lítill
búmaður, fyrst hann vildi ekki
nýta sér þann hagnað, sem væri
af kynbótum.
Frá því ég man fyrst eftir og
fram um 1930 var lítil vín-
drykkja, enda var vínbann þá um
árabil. Drykkjumenn voru þá til,
en þeir voru fáir. Um 1920 kom
fyrst apótekari til Sauðárkróks.
Hann var danskur og hét
Lindgren. Hann seldi spíritus á
laun þeim sem hafa vildu. Það
var sumarið 1923 að ég fór með
hest og kerru til Sauðárkróks. Ég
var beðinn fyrir bréf til apótekára
og hann sendi með mér böggul til
bréfritara og það vissi ég síðar.
að í þeim böggli voru 5 pottar af
spíritus. Þessi apótekari fór um
1930 og þá var kveðin vísa:
Nú er hentast held ég mér,
hugareld ad fela.
Lindgren geldur orðinn er,
sem áður seldi á pela.
Um 1930 var byrjað aö brugga
hér víða í sveitum og hélst það
næsta áratuginn. Til þess þurfti
pressuger og sykur. Svo kom
brennivínið um miðjan áratuginn
og Ojótlega þar á eftir, hættu
menn að nenna að stauta við
þetta hver fyrir sig, þó brennivín-
ið væri dýrt. Svartadauðaflaskan
kostaði 6 kr., en bændur fengu þá
8 til 10 kr. fyrir dilkinn. Þá var
mikið drukkið og þó veit ég ekki
hvort það er meira en nú er. En
konur drukku ekki. Fram um
1940 var það sérstakur viðburður
ef vín sá á konu. „Móðir, kona.
meyja“ mega ekki drekka sig
drukknar af víni.
Enginn veit með vissu, hvenær
nafnið Sæluvika var tekið upp.
Fram undir 1940 var sýslufundur
haldinn í febrúar og mars. Svo
var það 1939 að sýslufundur hófst
ekki fyrr en 31. maí og þá rofn-
uðu tengslin, því ekki var hægt
að ætla sveitafólki að vera á
Sæluviku, þegar sauðburður stóð
sem hæst. Siguröur sýslumaður
var heldur ekki samvinnuþýður,
að flýta sýslufundi, enda hefur
það naumast verið hægt, því
skjalabunkar menningarinnar,
stækkuðu ár frá ári.
Alla þessa öld og lengur þó,
hefur leiklist verið stunduð á
Sauðárkróki. í meira en hálfa öld
hefur Eyþór Stefánsson verið
höfuðsmaður héraðsins í tónlist
og leiklist. Hann var á leiksviði,
leikari eða leikstjóri, frá 1921 til
1976. Leiklistaráhugi hefur alltaf
verið og margir allgóðir og góðir
lcikarar fyrr og síðar. Auk þeirra
sem áður er getið um voru leikar-
ar á fyrri tíð; Snæbjörn bakari,
Svava Jónsdóttir, Elínborg Jóns-
dóttir, Jóhanna Blöndal, Guðjón
Sigurðsson og fleiri. Og kynslóð-
in endurnýjar sig, yngra fólk tek-
ur við. Á seinni árum má nefna
leikara svo sem: Hauk Þorsteins-
son, Helgu Hannesdóttur, Haf-
stein Hannesson. Kára Jónsson.
Kristján Skarphéðinsson o.fl.
o.fl.
Nú er allt orðið flatt. Fólk er
hætt að hugsa til Sæluviku með
eftirvæntingu og tilhlökkun, það
er ofmettað af skemmtisamkom-
um í hverri viku og oft í viku. Nú
er gatan á Króknum ekki lengur
svört af gangandi fólki. Allir eru í
bílum. tólk þarf ekki að gista. fer
heim þegar santkomu er lokið.
Nú sjást ekki gangandi ntenn á
vegum. nema einn og einn. ein-
kennilegir menn, reikunarmenn.
En hefur hliðstæð flatneskja
myndast í hugarheimi manna,
sálarflatneskja?
Ég get ekki unt það sagt, því ég
veit það ekki. En líklega er það
ekki, því mannseölið breytist ekki
um þúsundir ára. Þeir dýrkuöu
gullkálfinn á dögum Móse og
gera það enn ótæpilega. Á aðra
hönd eru svo góðir menn, sem
eiga hugsjónir og vilja bæta
heintinn.
Þetta verðum við að una viö.
B.jörn Egilsson.
Gamli barnaskólinn