Dagur - 31.03.1987, Síða 10
10 - DAGUR - 31. mars 1987
U.M.F. Skriðuhrepps
sýnir revíuna
(stiklur úr dreifbýlinu)
að Melum Hörgárdal
þriðjudaginn 31. mars kl. 21.00.
Lokasýning. Leiknefnd.
Frábærfjúiskyliliistaðiir
og marglitt mannlíf
Óvenjugóð aðstaða fyrir barnafjölskyldur, góðar
sólarstrendur, fjörugt næturlff og einhver bestu hótel
sem hægt er að hugsa sér, hafa gert Alcudiaströndina
á Mallorca að einum .vinsælasta sumarleyfisstað f
Evrópu.
Meðan mamman og pabbinn sóla sig áhyggjulaus á
hvítri ströndinni[. versia eða kæla sig f tærum sjónum
tekur Pjakkaklúbburinn til starfa. Barnafararstjóri
Polaris fer með Pjakkana á krabbaveiðar, í dýragarð-
inn, stjórnar kastalabyggingum á ströndinni og hvað-
eina.
íslendingum gefst tækifæri á að njóta dvalar við
Alcudiaflóann, hjarta Mallorca, á sérlega hagstæðu
Polarisverði. Dæmi: 3 vikur og fjórir f 3. herbergja íbúð
áDelSol kosta aðeins frá 30.600,-
Fríið erpottþétfmð Folaris!
FERÐASKR/FSTOFAN S* 'X
POLARIS^yu.
Kirkjutorgi4 Sími622 011
-íþróttic
Nýkjörin stjórn Þórs. F.v. Reynir Karlsson, Kristján Torfason, Ragnar B. Ragnarsson, Rúnar Gunnarsson, Aðal-
steinn Sigurgeirsson, Páll Baldursson, Gunnþór Hákonarson, Árni Gunnarsson og Ævar Jónsson. Mynd: kk
Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs:
Aöalsteinn formaður
maður í stað Benedikts Guð-
mundssonar sem gaf ekki kost
á sér til endurkjörs. Aðal-
steinn sem var varaformaður í
síðustu stjórn tók við for-
mennsku um áramótin er
Benedikt flutti ti!t Reykjavík-
ur.
Aðrir í stjórninni eru Rúnar
Gunnarsson varaformaður,
Ragnar Breiðfjörð Ragnarsson
Sialdkeri, Páll Baldursson ritari,
Gunnþór Hákonarson með-
stjórnandi og Kristján Torfason
meðstjórnandi. Til vara í stjórn
voru kosnir þeir Árni Gunnars-
son, Ævar Jónsson og Reynir
Karlsson.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa var einnig töluvert rætt um
fyrirhugaða byggingu félagsheim-
ilis á svæði Þórs við Glerárskóla.
íþróttir fatlaðra:
Skíða-
helgi á
Akureyri
Helgina 1.-3. maí nk. efna
íþróttafélag fatlaðra á Akur-
eyri og vetraríþróttanefnd
íþróttasambands fatlaðra til
skíðahelgi á Akureyri. Skíða-
helgin hefst föstudaginn 1. maí
kl. 13.00 og Iýkur sunnudaginn
3. maí kl. 16.00.
Á þessari skíðahelgi verður
lögð megin áhersla á að kynna
notkun sérstakra sleða fyrir
hreyfihamlaða, hvernig einfættir
geta skíðað og skíðagöngu.
Kostnaður vegna þátttöku í skíða-
helginni er kr. 2700.
Framkvæmdaaðilar skíða-
helgarinnar hvetja fatlaða ein-
staklinga til að fjölmenna á skíða-
helgina. Einnig hvetjum við for-
ráðamenn íþróttafélaga fatlaðra
og starfsmenn stofnana og heim-
ila þar sem fatlaðir búa til að
koma og kynnast hvaða mögu-
leika fatlaðir hafa til skíða-
iðkunar.
Þátttökutilkynningum þarf að
skila til skrifstofu íþrótta-
sambands fatlaðra, íþróttamið-
stöðinni Laugardal, fyrir 15. apríl
nk. Þar er einnig unnt að fá allar
nánari upplýsingar um skíðahelg-
ina.
Aðalfundur íþróttafélagsins laugardaginn var. Aðalsteinn
Þórs á Akureyri fór fram á Sigurgeirsson var kjörinn for-
Knattspyrna:
KA vann Fylki
og Stjömuna
- Völsungur tapaði fyrir Aftureldingu og Val
KA og Yölsungur léku sína tvo
leikina hvort félag í knatt-
spyrnu fyrir sunnan um helg-
ina. Þessir leikir voru liður í
undirbuningi liðanna fyrir
komandi keppnistímabil.
Á laugardaginn léku KA-menn
gegn Fylki á gervigrasinu í Laug-
ardal og unnu 3:2 sigur. KA hafði
yfir 3:0 í hálfleik og hafði þá m.a.
misnotað víti. í síðari hálfleik
skoruðu Fylkismenn tvö mörk og
úrslitin 3:2. Tryggvi Gunnarsson
skoraði tvö af mörkum KA og
Þorvaldur Örlygsson eitt. Á
sunnudaginn léku KA-menn
gegn Stjörnunni og fór leikurinn
fram í Garðabæ. KA hafði mikla
yfirburði í leiknum og sigraði
örugglega 7:1. Tryggvi Gunnars-
son skoraði fjögur af mörkum
KA og þeir Hinrik Þórhallsson,
Árni Hermannsson og Bjarni
Jónsson eitt mark hver.
Völsungur lék gegn Aftureld-
ingu í Mosfellssveit á föstudag og
gegn Val á gervigrasinu í Laug-
ardal á laugardaginn. Völsungur
tapaði báðum leikjunum 0:1.
Tryggvi Gunnarsson skoraði sex mörk ■ tvcimur leikjum með KA um helg-
ina.