Dagur - 31.03.1987, Side 16

Dagur - 31.03.1987, Side 16
Akureyri, þriðjudagur 31. mars 1987 B^RAL olíubætiefni fyrir nýja og gamla bíla' þÓRSHAMAR Hf, Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Hlutafjáraukning í Steinullarverksmiðjunni: Óskað eftir staðfest- ingum frá hluthöfum „Niðurstöður úr viðræðum við hluthafa og lánadrottna verk- smiðjunnar liggja fyrir og eru þær að flestu leyti í samræmi við það sem upphaflega var gert ráð fyrir. Hafa þær verið kynntar hlutaðeigandi og ósk- að bréflega eftir staðfestingu hluthafa á fyrri samþykktum um hlutafjáraukningu fyrir 10. apríl,“ sagði Þórður Hilmars- son framkvæmdarstjóri Stcin- ullarverksmiðjunnar á Sauðár- króki í samtali við blaðið. Þórður sagði þessar björgunar- aðgerðir með 60 milljóna hluta- fjáraukningu í verksmiðjunni gerðar til að skapa þann grund- völl sem þyrfti ef verksmiðjan ætti að geta sannað tilverurétt sinn. Hann sagði forráðamenn verksmiðjunnar hafa mikla trú á því að með þeim aðgerðum sem stefnt er að geti verksmiðjan staðið undir sér í framtíðinni. En eigi að síður, sökum þess hvað verksmiðjan hefur starfað stutt sé erfitt fyrir einstaka hluthafa að meta þá áhættu sem hlutafjár- aukning í fyrirtækinu hefur í för með sér fyrir þá, eða gera sér grein fyrir markaðshlutdeild framleiðslu verksmiðjunnar í framtíðinni. Þórður sagði enn- fremur að frá því í haust hafi margir jákvæðir þættir í mark- aðsmálunum bæði innan- og utan- lands verið að koma í ljós og það ætti ekki síst þátt í vaxandi bjart- sýni manna á framtíð fyrirtækis- ins. -þá Flugfélag Norðurlands: Hagnaöur 3,8 millj. á síðasta ári „Yiö erum þokkalega ánægðir með afkomu fyrirtækisins, því reksturinn gekk vel og áfalla- laust á árinu,“ sagði Siguröur Aðalsteinsson framkvæmda- stjóri Flugfélags Norðurlands, en félagið hélt aðalfund sinn fyrir helgina. A fundinum kom fram að velta félagsins var 82 milljónir króna á síðasta ári og hagnaður 3,8 millj- ónir, eða tæplega 5%„ Sigurður sagði að vitanlega hefðu menn kosið að hagnaður yrði meiri. „Það má ekkert koma upp á til að þetta hverfi eins og dögg fyrir sólu, þar sem allt er mjög dýrt varðandi flugrekstur. Hins vegar voru ytri skilyrði mjög hagstæð á síðasta ári. Eldsneytisverð var lágt og gengi krónunnar stöðugt. Slíkt skipti miklu máli gagnvart okkur,“ sagði Sigurður. Flugfélag Norðurlands flýgur á áætlunarstaði á Norðurlandi og víðar. Ekki sagði Sigurður að fjölgun yrði á áætlunarleiðum í bráð. Ákveðið hefði verið að fella niður flug til Ólafsfjarðar og flug frá Ólafsfirði til Reykjavíkur í sumar en það yrði tekið upp aft- ur 1. október. Eins hefur F.N. stundað all- mikinn flugrekstur á Grænlandi undanfarin ár. Nokkrar sveiflur eru í þeim rekstri milli ára, vegna mismunandi umsvifa aðila sem þar stunda rekstur og kannanir. „Þó má búast við aukningu þar í kjölfar aukinnar olíuleitar. en það er ekkert sem er fast í hendi.“ sagði Sigurður. gej- mr Skemmdarvargarnir réðust með „spraybrúsum* fleira höfðu þeir á samviskunni. á hús og bíla og ýmislegt Akureyri: Tveir piltar viðurkenna innbrot og skemmdarverk Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur unnið að því að upp- lýsa innbrot og skemmdar- verk, sem framin hafa verið á Akureyri undanfarnar vikur. Tveir 16 ára piltar hafa viður- kennt að hafa unnið skemmdar- verk á símaklefanum í göngugöt- unni. Þar höfðu þessir skemmd- arvargar unnið tjón fyrir 15 þús- und krónur. Innbrot í Vélsmiðju Steindórs var framið fyrir skömmu og voru þar á ferðinni sömu piltarnir. Einnig viður- kenndu þeir að hafa úðað með „spraybrúsum“ á hús í bænum og á bíla við bílasöluna í Strand- götu. Sömuleiðis liggur fyrir játn- ing þessara pilta á þjófnaði í Knattborðsstofunni í Kaupvangs- stræti. Þar stálu þeir 20 þúsund krónum. gej- Þrotabú KSÞ Svalbarðseyri: Fá leyfi til að afmá veðsetningar - sem stofnað var til eftir 1. okt. 1985 Málefni þrotabús KSÞ á Sval- barðseyri eru nú óðum að skýrast og er beðið eftir tilboð- um í eignir félagsins. Allmargir aðilar hafa skilað inn tilboðum en hugsanlegt er að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, skiptastjóra, verður ekki upp- lýst að sinni hverjir standi að tilboðunum. Á skiptafundi á „Nauðsynlegt að breyta reglugerð um L.Í.N. - segir Finnur Ingólfsson „Ég er ánægður með fundinn. Það voru fleiri á honum en ég átti von á miðað við það að nú eru framhaldsskólar ekki starf- andi vegna verkfalls kennara,“ sagði Finnur Ingólfsson, en á fimmtudagskvöld var haldinn fundur í Sjallanum á Akureyri um námslánakerfið og stefnu Framsóknarflokksins í málefn- um námsmanna. Auk Finns Ingólfssonar voru þeir Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, frambjóðendur Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, staddir á fundinum og svöruðu spurning- um fundarmanna um málefni lánasjóðsins, nám heima og er-: lendis og fleira. Á fundinum kom fram, að stefna Framsóknarflokksins í lánamálum námsmanna er um margt ólík þeirri stefnu sem núverandi menntamálaráðherra fylgir. Þegar Finnur Ingólfsson var spurður nánar að því hver væri stefna Framsóknarflokksins í lánamálum námsmanna sagði hann: „Það ber að afnema þá reglugerð sem Sverrir Hermanns- son setti um að ekki skuli lánað til skólagjalda „undergraduate" námsmanna erlendis ef hægt er að stunda sambærilegt nám hér heima. Þá er brýnt að inn í lögin komi ákvæði um að menntamála- ráðherra geti ekki fyrirvaralaust skert framfærslu námsmanna. Nauðsynlegt er að koma á víð- tæku námsstyrkjakerfi fyrir nemendur í löngu og kostnaðar- sömu námi, og að tekjumörk verði hækkuð. Það er óhæft að sumarvinna nemenda skuli skerða námslán þeirra og við vilj- um breyta því, einnig erum við mótfallnir því að taka vexti af námslánum. Þá er mikilvægt að hækka endurheimtuhlutfall sjóðsins í það sama og gert er ráð fyrir í lögum frá 1982.“ EHB Húsavík 19. þ.m. var ákveðið að gefa skiptastjóra leyfi til að gera ýmsar ráðstafanir sem þykja nauðsynlegar gagnvart búinu og eru þær þessar: Bakfæra millifærslur á við- skiptareikningum þar sem fjár- hæðir eru yfir 50 þúsund kr. samtals á viðskiptareikningi á tímabilinu frá 1. október 1985. Verði bakfærslu mótmælt þá að semja um uppgjör á slíkum færsl- um eða að höfða riftunarmál ef skiptastjóri telur það nauðsynlegt til að tryggja hagsmuni búsins. Afmá allar veðsetningar á eignum Kaupfélags Svalbarðs- eyrar sem fram fóru eftir 1. okt- óber 1985 með samningum eða að höfða riftunarmál ef það verð- ur talið nauðsynlegt. Semja um eða höfða riftun- armál vegna greiðslna fyrir þær eigna Kaupfélags Svalbarðseyrar þar sem andvirði eignanna var fært til skuldajafnaðar á við- skiptareikningi þess er keypti eignirnar eða til greiðslu á skuld við þann er keypti eignirnar. Innheimta eða láta innheimta kröfur á hendur öðrum sem þeg- ar hafa stofnast eða munu síðar stofnast og skiptastjóri telur eðli- legt að höfða mál útaf, þar á meðal allar viðskiptakröfur eða kröfur á grundvelli greiðslu- og tryggingarskjala. Jafnframt sam- þykkir fundurinn að þeir, sem þurfa að sæta riftun með sam- komulagi eða dómi, fái að koma að almennum kröfum í þrotabúið að því marki sem kröfur þeirra hafa lækkað vegna millifærslna. EHB Dalvík: Tölvu- stýrður tannlækn- ingastóll Nýr, tölvustýrður og fullkom- inn stóll er kominn á tann- læknisstofu Heilsugæslustöðv- arinnar á Dalvík. Að sögn Braga Stefánssonar yfirlæknis stöðvarinnar er hér um góðan grip að ræða sem mun bæta aðbúnað á tannlæknisstofunni til muna, en gamli stóllinn var orðinn lasinn. „Það var kominn tími á gamla stólinn. Hann þurfti mikilla við- gerða við og tækin voru úr sér gengin. Þetta var farið að hafa sín áhrif og mun nýi stóllinn breyta miklu fyrir Sigurð Lúð- vígsson tannlækni," sagði Bragi. Aðspurður sagði hanri heilsu- far Dalvíkinga gott; flensan hefði ekki lagst mjög þungt á menn. Hann gat þess einnig að Heilsu- gæslustöðinni hefði borist gjöf frá Sinawikkonum á Dalvík og var þar um að ræða hjólastól sem konurnar höfðu safnað fyrir undanfarin tvö ár. Áður höfðu konurnar gefið stöðinni sónar- tæki. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.