Dagur - 27.04.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 27, apríl 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 530 Á MÁNUÐI
LAUSASÓLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Husavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðarí___________________________
Miðjuöflin
sigruðu
Mikil uppstokkun átti sér stað í kosningunum til
Alþingis á laugardag. Það sem vekur fyrst og
fremst athygli er það, að kjósendur hafna hægri
stefnu og vinstri stefnu. Sjálfstæðisflokkurinn
tapar gífurlegu fylgi, fer úr 39,2% í 27,2%.
Alþýðubandalagið tapar einnig verulegu fylgi,
fer úr 17,3% í 13,3%. Miðjuflokkarnir, ef svo má
að orði komast, standa upp úr sem sigurvegarar
í þessum kosningum og þá er Kvennalistinn að
sjálfsögðu meðtalinn.
Svo virðist sem ekki dugi lengur að höfða til
stéttabaráttu, eins og Alþýðubandalagið hefur
ævinlega gert og ekki síst í nýafstaðinni kosn-
ingabaráttu. Stór hópur kjósenda hafnaði frjáls-
hyggju Sjálfstæðisflokksins og sneri sér að
„hinu milda afli“ Borgaraflokksins, sem hlaut
hvorki meira né minna en 10,8% og sjö
þingmenn. Þetta er mikill sigur og að sama
skapi ósigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hins veg-
ar er mjög ólíklegt að Borgaraflokkurinn sé var-
anlegt afl í íslenskum stjórnmálum. Til þess er
hann allt of sundurleitur. Hann er í raun byggð-
ur á því fólki sem hingað til hefur litið á sig sem
ópólitískt og þess vegna „bara kosið Sjálfstæðis-
flokkinn".
Það er óvíst að þetta fólk fari aftur til Sjálf-
stæðisflokksins, enda hefur hann haft fylgi
langt umfram það sem viðhorf fólks almennt
gefur tilefni til. Hins vegar sýnist nú vera lag
fyrir samvinnusinnað jafnaðar- og félagshyggju-
fólk - það fólk sem hafnar öfgunum til hægri og
vinstri, að ná samstarfi og hnekkja því ofurvaldi
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft óverð-
skuldað í íslenskum stjórnmálum um áratuga
skeið.
Það verður ekki vandalaust að mynda nýja
ríkisstjórn og ljóst að til þess þarf að minnsta
kosti þrjá flokka, líklega fleiri. Eins og ástandið
er í stjórnmálunum í dag virðist enginn flokkur
vænlegri til þess að hafa forystu um ríkisstjórn-
armyndum en Framsóknarflokkurinn. Það gæti
á hinn bóginn reynst vanþakklátt hlutverk.
Gífurlega spennandi kosningum er lokið.
Fólkið í landinu hefur sagt skoðun sína umbúða-
laust. íslendingar hafna hægri stefnu og þeir
hafna einnig vinstri stefnu - þeir hafna öfgum
til hægri og vinstri. Þeir sem sigruðu í kosning-
unum aðhyllast mannúðleg sjónarmið jafnaðar
og samvinnu. Þessi öfl þyrftu að geta komið sér
saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. HS
Framsóknarflokkur:
„Þakklæti
er mér efst
í huga“
- segir Valgerður
Sverrisdóttir
„Ég er mjög ánægð með þessi
úrslit því ég var ekki örugg um að
komast inn fyrr en ég sá tölurnar
í nótt. Prátt fyrir að skoðana-
kannanir undanfarið hafi sýnt
mikið fylgi Framsóknarflokksins
þá fannst mér vera það mikil
hreyfing á fylginu milli flokka að
ég var ekki örugg fyrr en niður-
stöður lágu fyrir.
Mér er efst í huga þakklæti til
þess fólks sem hefur lagt á sig gíf-
urlega vinnu fyrir B-listann og
auðvitað einnig til kjósenda
flokksins. Um önnur úrslit hérna
í kjördæminu vil ég segja að
Sjálfstæðisflokkurinn kemur verr
út en ég bjóst við. Þá fékk Stefán
Valgeirsson meira fylgi en ég
hélt. Önnur framboð komu álíka
út og ég átti von á, þó hafði ég á
tilfinningunni að Alþýðubanda-
lagið yrði sterkara en raun varð
á. Ég hafði enga trú á að Alþýðu-
flokkurinn fengi meira en hann
fékk að lokum.
Ég er hrædd um að erfiðir tím-
ar séu framundan í stjórnar-
myndunarviðræðum. Sjálfstæðis-
flokkurinn kemur það illa út að
það hljóta að vera sterkar raddir
innan hans sem vilja vera utan
næstu ríkisstjórnar. Útkoma
Framsóknarflokksins í kosning-
unum er það góð að það er allt að
því krafa fólksins í landinu að
hann verði áfram í stjórn, ekki
síst vegna mikils fylgis Steingríms
Hermannssonar. Við framsókn-
armenn megum því vel við una.
Ég hef það líka á tilfinningunni
að unga fólkið hafi kosið Fram-
sóknarflokkinn í miklum mæli
hér í kjördæminu." EHB
Kvennaiisti:
„Erum
afskaplega
ánægðar“
- segir Málmfríður
Sigurðardóttir
„Ég er afskaplega ánægð og við
allar. En úrslitin urðu að mörgu
leyti á annan veg en ég hefði
búist við. Ég bjóst t.d. ekki við
að J-listinn fengi svona mikið
fylgi. Ég er afskaplega glöð yfir
að Valgerður Sverrisdóttir náði
kjöri en jafnframt þykir mér mið-
ur að Svanfríður Jónasdóttir
skyldi ekki komast inn,“ sagði
Málmfríður Sigurðardóttir, sem
var efst á lista Kvennalistans í
kosningunum og náði kjöri.
Málmfríður var spurð hvort
þær hefðu einhverjar skýringar á
góðu gengi Kvennalistans. „Ég
held að málefni og málflutningur
okkar höfði til fólks. Það er
eitthvað í okkar málflutningi sern
fólki líkar að heyra.“
- Leggst vel í þig að setjast á
þing?
„Ég hef svo sem aðeins rekið
nefið þar inn. Ég geri mér grein
fyrir að þetta er injög erfitt starf
og að maður fær þar ekki allar
sínar óskir uppfylltar.“
- Eru einhver málefni sem þú
hyggst leggja megin áherslu á?
„Málefni kvenna og barna eru
okkur alltaf efst í huga en
byggðamálin eru mér einnig
mjög ofarlega í huga og ég hef
mikinn áhuga á að berjast fyrir
mitt kjördæmi ásamt öðrum. Það
sem styður byggðirnar hér kemur
öllum til góða, jafnt körlum,
konum og börnum." sagði Málm-
fríður. -HJS
Alþýðubandalag:
„Hefði
viljað sjá
hagstæðari
úrslit“
- segir Steingrímur J.
Sigfússon
„Ég hefði auðvitað viljað sjá úr-
slitin aðeins hagstæðari hér í
kjördæminu en maður var sér
meðvitaður um að þessi fram-
boðafjöldi þýddi að menn þyrftu
að halda sér fast. Mér kom mest
á óvart hversu sterkt framboð
Stefáns Valgeirssonar reyndist.
Svona sterkt framboð tekur frá
öllum flokkum.
Með tilliti til stjórnarmyndun-
ar þá vil ég segja að engin einföld
lausn er til á því dæmi. Þjóðin
hefur kosið yfir sig sama eða
svipað stjórnarfar og ríkti á síð-
asta kjörtímabili en ég vil ekki
kenna fjölda framboðanna alfar-
ið um úrslitin hvað Alþýðu-
bandalagið varðar. Við boðuðum
breytingar í boðskap okkar en
margir kusu klofningsframboðin
vegna þess að þeir töldu þau lík-
leg til að koma á breytingum í
þjóðfélaginu. Þetta er ekki nema
að hluta til spurning um persón-
ur, kosningarnar snerust líka um
stjórnarstefnuna. Mitt álit er að
kjósendur hafi ekki greint nægi-
lega vel á milli þess hvaða flokkar
stóðu að síðustu ríkisstjórn og
hverjir ekki. Áherslan virtist
frekar vera á það hvaða einstak-
lingar studdu stjórnina og hverjir
voru andsnúnir henni.“ EHB
Alþýðuflokkur:
Ánægður
með
úrslitin
— segir Árni Gunnarsson
„Það sem ég horfi fyrst og fremst
á er atkvæðaaukning Alþýðu-
flokksins frá 1983, sem er um
20%. Við fórum úr 1504 atkvæð-
um 1983 í rösklega 2200 atvæði
nú. í stað þess að vera sjötti þing-
maður kjördæmisins áður er ég
nú þriðji þingmaður þess.
Mér sýnist við lauslega athugun
að við hefðum ekki þurft að fá
nema tvö til þrjú hundruð
atkvæði í viðbót til að eiga von í
uppbótarmanni. í upphafi kosn-
ingabaráttu reiknaði maður auð-
vitað með nokkuð fleiri atkvæð-
um en raun hefur orðið á, ég held
að það sé reglan hjá öllum. Ég er
því ánægður með þessi úrslit
nema að því leyti að ég hefði
gjarnan viljað að mér hefði fylgt
annar maður inn. Það sem stend-
ur upp úr í þessu kjördæmi er sig-
ur Stefáns Valgeirssonar sem er
með ólíkindum og óútskýranleg-
ur. Ég held að menn verði að átta
sig á mjög alvarlegri staðreynd
sem getur komið upp eftir þessar
kosningar en það er að ef Fram-
sóknarflokkur tekur ekki þátt í
stjórnarmyndun þá er spurning-
in: Hvar stendur Stefán Valgeirs-
son? Það er ekki nóg að hugsa
eftir kjördag, menn hefðu þurft
að gera það fyrir kjördag.“
Sjálfstæðisflokkur:
„Mikil
vonbrigði“
- segir Halldór Blöndal
„Ég vil byrja á að þakka öllum
þeim sem unnu vel fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í þessum kosn-
ingum, sem margir gerðu, þótt
það hafí ekki dugað til. Við
urðum auðvitað fyrir miklum
vonbrigðum með úrslit kosn-
inganna og ég tel að ástæðan
sé sú að það hafí losnað mjög
um fylgi okkar þegar Borgara-
flokkurinn var stofnaður,“
sagði Halldór Blöndal, efsti
maður á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra.
„Halldór sagði að Norðlend-
ingar hafi greinilega ekki viljað
ganga til liðs við Albert Guð-
mundsson, en í staðinn stutt Stef-
án Valgeirsson. Hann var spurð-
ur hvort hann hafi átt von á þess-
um úrslitum: „Því er ekki að
neita að við fundum að við áttum
undir högg að sækja, en við von-
uðum í lengstu lög að það gengi
ekki svo langt að Björn Dag-
bjartsson næði ekki kosningu."
- Geturðu ímyndað þér hvað
nú tekur við?
„Ég á mjög erfitt með að gera
mér grein fyrir því. Ég hygg að
stjórnarmyndunarviðræður verði
mjög erfiðar. Ég býst við að
Sjálfstæðisflokkurinn reyni að
mynda ríkisstjórn með öðrum
flokkum en ég átta mig ekki á því
hvernig á að ná saman málefna-
samningi, éins ólíkar og áhersl-
urnar voru hjá flokkunum fyrir
kosningarnar,“ sagði Halldór.
-HJS
„Mikið
áfall fyrir
okkur“
- segir Þorsteinn
Pálsson
„Við sjálfstæðismenn höfum auð-
vitað orðið fyrir miklu áfalli í
þessum kosningum. Það liggur í
augum uppi að meginskýringin á
þessu er sá klofningur sem við
lentum í á síðustu vikum kosn-
ingabaráttunnar. Þetta hefur haft
margvísleg áhrif á stöðu
flokksins.“
Þegar Þorsteinn var spurður að
því hvort hann myndi taka við
umboði forseta til stjórnarmynd-
unar sagði hann: „Ég hef ekki
leitt hugann að því ennþá. Menn
verða að eygja einhverja mögu-
leika í þeim efnum. Á þessu stigi
málsins er ekki hægt að segja
neitt um möguleika til stjórnar-
myndunar en úrslit kosninganna
sýna að þar er ekki um einfalt
mál að ræða.
Ég vil þakka sjálfstæðismönn-
um, ekki síst á Norðurlandi, fyrir
mikið og óeigingjarnt starf þessar
erfiðu vikur. Sjálfstæðismenn
hafa aldrei unnið við jafn erfið
skilyrði fyrir kosningar og núna
og fyrir það starf vil ég færa trún-
aðarmönnum og stuðningsmönn-
um flokksins miklar þakkir. Nú
er það verkefni þingsins að reyna
að mynda starfhæfa ríkisstjórn en
ég vil engu spá um það hversu
langt er til næstu kosninga.“
EHB